Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1995, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 25 a ganga mjög vel og aö sögn Hákonar hefur verið sérstaklega gaman að vinna á Höllinni. ætlun en gtereftir innarsson, framkvæmdastjóri HM’ 95 eftir. Þaö eru langir vinnudagar fram undan,“ segir Hákon. Miðar fyrir 6 milijónir seldirtil Þýskalands „Þaö eru að koma kippir í miöasöluna. Ein stór sala var um daginn en þá voru seldir miðar til Þýskalands fyrir sex milljónir á einu bretti. Þaö eru fleiri slíkar sölur á döfinni. Þetta voru aðeins 200 miðar og við eigum eftir að selja þúsundir í viðbót. Almennt séð er greinilega mjög mikill áhugi í Þýskalandi og eins í Svíþjóð og ég gæti nefnt fleiri lönd,“ segir Hákon. Hundruð fjölmiðlamanna Gifurlegur fjöldi blaða- og fréttamanna mun koma til landsins í tengslum við keppnina. Þegar hafa verið send um- sóknareyðublöð til erlendra fjölmiöla og um mánaðamótin mars/apríl ætti endanlegur fjöldi þeirra að liggja fyrir. Hákon segir að mál tengd fjölmiðla- mönnum verði tekin föstum tökum: „Við munum leggja áherslu á að aðeins þeir fréttamenn sem vinna í raun og veru við íþróttaskrif komist ókeypis á leiki keppninnar, engar frænkur og frændur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta blaða- og fréttamenn á sem bestan hátt. Þetta verður fréttamannamiðstöð á heimsvísu. Þar verður ekkert til spar- að. Ánægt fjölmiðlafólk mun skila sér vel þótt síðar verði. Prik til borgaryfirvalda - Nú standa yfir umfangsmiklar fram- kvæmdir við Laugardalshöllina. Hvernig ganga þær? „Þær ganga mjög vel og mig langar til að nota tækifærið og gefa borgaryf- irvöldum prik fyrir frábæra og skemmtilega samvinnu. Það hefur ver- ið alveg sérstaklega skemmtilegt að vinna með borgaryfirvöldum síðustu tvo mánuðina og það hefur svo sannar- lega verið tekið til hendinni, ekki bara við viðbygginguna heldur einnig inn- andyra í Höllinni,“ sagði Hákon. „Ég eralltof ungur“ - Hvað hefur verið erfiðast í þínu starfl fram til þessa dags? „Án vafa hve ég er ungur. Mér virð- ist sem mig vanti um 30 ár til að geta talist gjaldgengur hjá ýmsum mönn- um. Þetta hefur verið erfiðast í þessu starfl. Meðalaldur stjórnar alþjóða handknattleikssambandsins er ótrú- lega hár. Minn alduf er ekki merkileg- ur við hhð þeirrar tölu.“/ - En þú ert sem sagt þrátt fyrir ungan aldur ánægður með stööu mála í dag? „Já, ég er kátur og sannfærður um að þetta verður góð keppni fyrir alla aðfla.“ - Vinnudagurinn hlýtur að vera lang- ur hjá þér og hann á væntanlega eftir að lengjast? „Já, hann er langur. í dag eru þetta 10-12 klukkustundir en vinnudagur- inn hjá mér á væntanlega eftir að lengjast verulega þegar dregur enn nær keppninni. En þetta er skemmti- legt starf og vonandi verður þetta skemmtileg keppni og öllum íslending- um til sóma,“ segir Hákon Gunnars- son. Margir viðmælendur DV hafa haft orð á því hvílíkur hvalreki það var fyrir íslenska handknattleiksunnend- ur aö fá Hákon til að taka að sér starf framkvæmdastjóra HM ’95. Margir aðrir hafa vitaskuld lagt mikla vinnu í undirbúning keppninnar. Vonandi skilar þessi vinna glæsilegri keppni. Of snemmt er aö fagna góðu skipulagi og góðri útkomu en óhætt ætti að vera að segja að allt sé á réttri leið. NBA-deildin í nótt: Annað tap Suns heima Charles Barkley og félagar í Pho- enix Suns máttu þola ósigur á heimavelli sínum í NBA-deildinni í nótt og er þetta annar ósigur liðs- ins á heimavelli á þessu tímabili. Cleveland sigraði Phoenix mjög örugglega en úrslitin í nótt urðu annars þessi: SA Spurs-Miami.........113-108 Denver-Dallas............94-78 Phoenix-Cleveland.......96-107 Það var Terrell Brandon sem lagði grunninn að sigri Cleveland en hann skoraði 30 stig og er það per- sónulegt met hjá honum í deild- inni. Tyrone Hill var með 19 stig. Danny Manning skoraði 33 stig fyr- ir PhoenLx en Barkley var með 15 stig og 13 fráköst. Sean Elliott skoraði 32 stig fyrir Spurs gegn Miami og Vinny Del Negro var með 27 stig. Spurs hefur nú unnið 6 leiki í röð í deildinni og þetta var 13. sigur liðsins i síð- ustu 14 leikjum. David Robinson lék ekki með Spurs vegna meiðsla í baki. Kevin Willis skoraði 30 stig fyrir Miami. Sigur Denver á Dallas var mjög öruggur og aldrei í neinni hættu. Dikembe Mutombo var með 15 stig og 12 fráköst fyrir Denver og 7 var- in skot. Rodney Rogers skoraði 16 stig. Hjá Dallas voru þeir Jim Jack- son og Jamal Mashburn stigahæst- ir með 15 stig FH-GOG í Kaplakrika á morgun: Slagur við Dani FH-ingar mæta toppliði dönsku 1. deildarinnar í handknattleik, GOG, i Evrópukeppni bikarhafa á morgun. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst klukkan 16.30, en þetta er fyrri viðureign hðanna í 8-liða úrshtum. Sá síöari verður í Danmörku mið- vikudaginn 25. janúar. Ljóst er að róður FH-inga verður þungur því GOG er með mjög öflugt lið. Það er með níu A-landsliðsmenn, þar af þrjá af lykilmönnum danska landsliðsins í dag. Það eru þeir Rene Boeriths, Nikolaj Jacobsen og Claus Jacob Jensen. „Þetta er fyrsti leikurinn okkar síð- an um miðjan desember og því má segja að við rennum nokkuð blint í sjóinn. Við erum hins vegar að skríða í þaö form sem við viljum vera í, það virðist vera mikil stígandi í liðinu, og vonandi verða menn ferskir eftir fríið. GOG er topplið sem spilar skemmtilegan handbolta og vonandi tekst okkur að fylgja þeirri línu í þessum leik,“ sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari FH-inga, í gær. Guömundur og lærisveinar hans hafa skoðað einn leik með GOG af myndbandi, viðureign gegn Rodovre í nóvember sem GOG vann með einu marki. „Það var því miður slakur leikur hjá GOG og segir okkur ekki nógu mikið og við fengum ekki aðra spólu af þeim,“ sagði Guðmundur. Danir bera virðingu fyrir íslenskum handbolta Guðjón Árnason, fyrirhði FH, sagði að möguleikar FH á að komast í und- anúrslit keppninnar byggðust mikið á því að liðið næði toppleik á morg- un. „Við þurfum aö spila mjög vel og vinna Danina með 4-6 mörkum til að eiga raunhæfa möguleika, og það getum við. Lið GOG er sterkt, en Danir hafa alltaf borið mikla virð- ingu fyrir íslenskum handknattleik og spurningin er hvort það hafi áhrif í þessum leik, okkur í hag,“ sagði Guðjón. Fyrri leikur Hauka og Braga á morgun: Við þurf um tvo mjög góða leiki - segir Páll Ólafsson um möguleika Hauka „Við höfum séð myndband af síð- asta Evrópuleik Portúgalanna, í Tékklandi, sem þeir unnu með þrem- ur mörkum, og af því má ráða að við þurfum að spila tvo mjög góða leiki til að komast í undanúrshtin,” sagði Páll Ólafsson, handknattleiksmaður- inn reyndi úr Haukurn, við DV í gærkvöldi. Fyrri leikur Hauka og Braga í 8-liða úrslitum Borgakeppni Evrópu fer fram í Portúgal á morgun en sá síð- ari verður í Hafnarfirði annan laug- ardag. „Braga er með tvo þrælsterka Rússa fyrir utan, góðan markmann og lipran miöjumann, og uppistaðan í liðinu er 21-árs landslið Portúgals sem hefur verið að gera mjög góða hluti að undanfórnu. Ef við náum hagstæðum úrshtum úti eigum við alla möguleika á að komast áfram, en þetta verður erfitt," sagði Páll. Haukar munu njóta fylgis um 150 stuðningsmanna sinna sem fylgja liðinu til Portúgals en um 20 manns sem komust ekki með leiguflugi Haukanna til Porto í dag fóru utan í gær. Þeim veitir ekki af stuðningn- um, íþróttahöllin í Braga rúmar um 4.000 manns og oft er uppselt. Braga lék til úrslita í Evrópukeppni meist- araliða í fyrra og þá var uppselt löngu fyrirfram og hölhn orðin full mörgum tímum fyrir leik. Haukar fara með sitt sterkasta liö utan og allir leikmenn þeirra eru heilir heilsu - þar með tahnn lands- liðsmaðurinn Gústaf Bjarnason sem hefur náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir skömmu fyrir jólin. Islandsmótið í þolfimi 1995 verður haldið í Háskólabíói laugardaginn 14. janúar kl. 20.15. íþróttir FH-GOG Fyrsti gegn Dönum FH-ingar leika á morgun sinn 73. leik á 30 ára ferli sínum í Evr- ópukeppni en þó ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta skipti sem þeir mæta dönsku liði. FH komiðíplús Eftir sigra sina á Prevent frá Slóveníu og Zlín frá Tékklandi í fyrstu tveimur umferðunum eru FH-ingar komnir með hagstætt markaskor í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan i 2. umferð 1965-1966. Þeir hafa skorað 1597 mörk en fengið á sig 1596. Neitaðum upptöku FH-ingar ætluðu að taka upp deildaleik hjá GOG gegn VRI á útivelh um síðustu helgi og Einar Hjaltason, fyrrum leikmaður FH, var mættur á staðinn með tól og tæki. Samkvæmt dönskum regl- um þurfa bæði lið að vera sam- þykk upptöku, VRI hafði heimil- að hana, en GOG neitaðí, og Einar fór því fyluferö! GOG á toppnum GOG vann leikinn gegn VRI, 29-30, og er efst í deildinni með 20 stig eftir 13 leiki. Virum er næst meö 18 stig en á leik til góða og meistararnir i Kolding koma næstir með 17 stig. Gersteröflugur Landshðsmaðurinn Nikolaj Jacobsen er þriöji markahæsti leikmaðurdönsku 1. deildarinnar með 89 mörk í 13 leikjum. FH- ingar mega þó ekki síöur gæta sín á örvhentu skyttunni, Henrik Gerster, sem skoraði 9 mörk í leiknum við VRI. Góður útisigur GOG fór erfiðu leiöina í 8-liða úrshtin. Eftir tvo auðvelda sigra á Maccabi Rishon Lezion frá ísra- el í 1. umferð, 27-22 og 37-12, tap- aði GOG fyrri leiknum gegn Köflach frá Austurríki, 18-19, á heimavehi. í Austurríki unnu Danirnir hins vegar góðan sigur, 19-26. OftíEvrópukeppni GOG hefur nánast verið áskrif- andi að Evrópusæti undanfarin ár enda lengi verið í fremstu röð í Danmörku. Besti árangur liðs- ins var veturinn 1991-92 þegar GOG komst i undanúrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa en tapaði þar fyrir Veszprem frá Ungverja- landi með 10 mörkum samtals. Úríslandsmótinu? Takist FH-ingum að komast í undanúrslit keppninnar blasa vandamálin við þeim því þau eru leikin á sama tima og úrshta- keppnin í 1. deildinni hér heima. „Við verðum þá bara að segja okkur úr íslandsmótinu!" sagði Guðjón Árnason, fyrirliöi FH. Tónlistíleiknum IBjómsveithi Jón forseti verður í Kaplakrika og leikur viðeigandi stef þegar mörk eru skoruð. FH- ingar hafa fengið tilskihn leyfi fyrir þessu. Forsalanbyrjuð Forsala fyrir leikinn verður í Kaplakrika frá klukkan 16 til 22 í kvöld og á morgun frá klukkan 10 fram að leik. Franskirdómarar Dómarar leiksins koma frá Frakklandi og heita Garcia og Moreno. FH-ingar vita engin deili á þeim en búast má við þvi að þeir leyfi nokkra hörku, ef miðað er við þann handbolta sem Frakkar eru kumrir fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.