Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Fréttir_________________________________________________________________ Dagpeningagreiðslur til fanga hækkaðar en laun vinnandi fanga standa í stað: Blaut tuska í andlit þeirra sem bæta sig - segir fangi - fangelsismálastjóri segir unnið að nýjum reglum um greiðslur Nýveriö voru dagpeningar fanga hækkaðir um 32 prósent, úr 1.600 krónum á viku í 2.100 krónur. Óánægja er með þetta meðal vinn- andi fanga því laun þeirra, sem eru 3.400 krónur fyrir 40 stunda vinnu- viku, hækkuðu ekki í samræmi við dagpeningagreiðslur til þeirra sem ekki stunda vinnu. „Greiðslukerfinu hér á Litla- Hrauni var breytt í fyrsta skipti í einhver ár með þessari hækkun. Og hvað er gert? Þeir sem eru á vottorði vegna skorts á vinnu eða vegna þess að þeir vilja frekar liggja uppi í rúmi allan daginn fá launahækkun en við sem viljum bæta okkur með því að vinna fáum ekki neitt,“ segir fangi í bréfi til DV um þessar breytingar. „Þaö hefur verið skipuð nefnd með- al annars til þess að fjalla um og gera tillögur um dagpeninga, vinnulaun og nám fanga. Vinnulaun og dagpen- ingagreiðslur eru því í endurskoðun í þessari nefnd sem ætlað er að ljúka störfum hvað þetta efni varðar fyrir 15. júní,“ segir Haraldur Johannes- sen fangelsismálastjóri. „Þetta er eitt stærsta dæmið sem I ég hef séð um mismunun í fangelsi. Ég hefði haldið að þetta væri röng aðferð við að reyna að bæta menn en þetta er líka gott dæmi um von- brigðin og óréttlætið sem fangar þurfa að berjast við í íslenskum fang- elsum. Maður hefði haldið að við sem eru að brasa við að verða nýtir þjóð- félagsþegnar ættum að fá verðlaun. En, nei! Menn sem sýna betrun svo ekki verður um villst eru barðir með blautri tusku í andlitiö," segir fang- inn ennfremur í bréfi sínu. „Það er alrangt ef því er haldið fram að þeir fangar sem sýna fyrir- myndarhegðun njóti ekki umbunar. Þaö eru ýmis úrræði sem við höfum tekið upp á síðustu árum, önnur en peningagreiðslur, sem hafa sýnt það í verki. Þá erum við einnig að endur- skoða reglugerð um dagpeninga- greiðslur og vinnulaun fanga eins og ég sagði,“ segir Haraldur. -pp Sjóbirtingsveiðin hófst 1 miklum kulda: Samt veidd- ust tólf fiskar - þeir stærstu voru 4 og 5 pund „Það var gaman að veiöa þennan 5 punda flsk á Reflex-spúninn og bar- áttan stóð yfir í stuttan tírna," sagði Gunnar Oddur Rósarsson en hann átti heiðurinn að stærsta fiskinum fyrsta daginn sem sjóbirtingur var veiddur f Þorleifslæknum við Hvera- gerði. En þar var mjög kalt og var áin að stórum hluta á ís. Samt veidd- ust 12 fiskar. Þeir stærstu voru 5 og 4 pund. „Það var kalt en þetta var þess virði. Við fengum 12 fiska og þeir voru flestir feitir og fallegir," sagði Ólafur Hauksson en hann veiddi 4 fiska í Þorleifslæknum þennan fyrsta dag og stærsti fiskurinn var 4 pund. „Veðurfarið var hryllingur enda áin að stórum hluta á ís enn þá en þaö var veiöi og það er þáö sem skipt- ir máli. Ég og mágur minn fengum 8 fiska saman og þeir veiddust allir á hrogn og rækju. Paul í Veiðimannin- um veiddi einn á flugu og það þótti gott í þessum kulda,“ sagði Ólafur. Gunnar Oddur Rósarsson með stærsta sjóbirtinginn, 5 punda, sem veidd- istfyrsta veiðidaginn á Reflex-spuninn í Þorleifslæknum við Hveragerði. DV-mynd G. Bender Alþingiskosmngamar: Ákvörðun tek- in á fimmtu- dag um fjölda kjördaga „Ég mun ekki taka ákvörðun um hvort kiördagar verða tveir fyrr en í allra siðustu lög en það er á fimmtudag. Ég mun þá spá i veðurkortin og sjá hvernig veð- urútlitið verður," sagði Þorsteinn PáJsson dómsmálaráöherra, að- spurður um hvort kjördagarnir yrðu tveir um næstu helgi eöa bara einn eins og venja er til. Á síðustu dögum þingsins voru samþykkt lög sem heimila dóms- málaráöherra áð hafa kjördagana tvo ef útlit er fyrir að veður hamli því að fólk komist á kjörstað á laugardaginn. Miðað við ástand vega víða um land um þessar mundir er ljóst aö ekki má mikið út af bera tii þess að vegir verði kolófærir víða um land. Strandasýsla: Alþingis- kosningarnar ofsnemma Guðfinnux Fúwbogasan, DV, Hóiavik „Ég tel að alþingiskosningamar séu aö þessu sinni alit of snemma á tíma miöað við samgönguskil- yrði á okkar landsvæði í venju- legu árferði, hvað þá í veðráttu eins og verið hefur i vetur en má þó alltaf gera ráð fyrir hér norð- anlands," segir Magnús Guð- mundsson, umdæmisstjóri vega- gerðarinnar á Hólmavík, Hann sér fram á mikla vinnu manna sinna verði veðurfarið ekki skaplegt á kjördaginn því víða eru mikil snjógöng og ekki þarf nema hreyfi vind til þess aö í þau skafi og ófært veröi öllum venjulegum farartækjum. Vegurinn frá Hólmavík til Drangsness var opnaður í síðustu viku um Bjarnarfjörð eftir að hafa veriö lokaður í tvo mánuði. I dag mælir Dagfari Dagdraumar Ólafs Ragnars Stjórnmálaforingjamir hamast þessa dagana við að tala til kjós- enda. Þeir eyða milljónum króna í auglýsingar og leggja það á sig dag eftir dag að mæta á fundum með fólki sem nennir að tala viö þá og stendur enn í þeirri trú að kosning- ar skipti máli. Öll er þessi sviðsetn- ing skemmtileg og voðalega mikil- væg vegna þess að það er svo margt fólk í framboði sem langar á þing og það er svo ákaflega margt fólk sem telur sig hafa atkvæðisrétt til að ráða því hverjir stjóma eigi landinu að kosningum loknum. En ef kjósendum finnst þetta skemmtiieg tilbreyting þá er sú skemmtan ekkert á við þá óviðjafn- anlegu tilfinningu sem bærist í hugum stjómmálaforingjanna. Það em þeir sem em í aðalhlutverkinu og það em þeir sem standa fyrir framan spegilinn heima hjá sér á morgnana og á kvöldin og horfa framan í sjálfa sig og segja: hér er ég, þessi mikli og mikilhæfi maður sem þjóðin vill að stjómi sér. Hér er ég og það era bara nokkrir dagar þangað til mér gefst kostur á að mynda stjóm eða setjast í ráðher- rastól og orðstír mínum er borgið og nafn mitt verður skráö í íslands- söguna. Og svo laga þeir á sér bind- ið og æfa brosiö og skoða í speghn- um hvernig nýi ráðherrann lítur út. Já, þetta em þeirra kosningar og það eru ekki nema fimm eöa sex flokkar sem bjóða fram og fólkið hefur ekki aðra möguleika heldur en að kjósa einhvem þeirra og það fer ekki hjá því að flokkurinn fái sitt og flokkurinn komist í stjóm ef þeir bara passa brosið og úthtið og tala ekki af sér. En sumir þeirra gera jafnvel meira. Sumir setjast niöur fyrir kosningar og semja stjómarsátt- mála og skipta ráöuneytum og dunda við þaö á kvöldin að hug- leiða hvað þeir munu gera þegar þeir era komnir tíl valda. Að vísu viija fæstir þeirra viðurkenna svo- leiðis prívatmál fyrir almenningi en þó er einn í hópi stjómmálafor- ingjanna sem getur ekki á strák sínum setið og hefur játað að hann á sér draum; draum um að komast í ríkisstjóm. Dagdraumar Ólafs Ragnars em ljúfir. Ólaf dreymir um ríkisstjóm- ina sem hann myndar eftir kosn- ingar enda er óþarfi að bíða eftir úrslitunum sem verða nokkum veginn eins og síðast. Ólafur Ragn- ar hefur áöur verið ráðherra og hann er búinn að bíða efdr þvi í fjögur ár aö verða ráðherra aftur og hann er svo spenntur að hann getur ekki beöið. Hann er búinn að mynda ríkisstjórnina og skrifa stjómarsáttmálann og það er ekk- ert eftir nema bara að kjósa, sem er ekkert mál. Ólafur hefur setið löngum stund- um heima hjá sér og verið andvaka í rúminu og hann hefur lagt mikla vinnu í það aö skrifa niður það sem hann ætlar að gera þegar hann er orðinn raðherra, enda margoft horft á sjálfan sig í speglinum heima og þekkir þennan mann sem hefur aht til þess að verða ráð- herra. Það er mikil thhlökkun í Ólafi Ragnari. Hann bíður síns tíma og hans tími er að renna upp. Minn tími mun koma, segir Jóhanna Sig, en hún veit ekki og vissi ekki að Ólafur Ragnar hefur setið heima á kvöldin að sjóða saman stjómar- sáttmála og dagdraumar Ólafs em slíkir að það er tími Ólafs Ragnars en ekki Jóhönnu sem er að renna upp; sem mun koma þegar þessum kosningum er lokiö. Olafur Ragnar hefur setiö við skriftir og svo hefur hann staðið upp og horft á sjálfan sig í speghnum og spurt: speghl, speghl, herm þú mér, hvert er mesta ráðherraefni í heimi hér? Og spegillinn hefur svarað: þú, Ólafur, ert mesta og besta ráð- herraefnið og þinn tími er kominn og Ólafur hefur aftur sest niður og skrifað stjórnarsáttmálann í heh- agri og sannfærðri fuhvissu um að dagdraumamir em senn að rætast. Það á bara eftir að kjósa og svo er allt klárt. Er þetta ekki yndislegt líf? Er þetta ekki göfug póhtík? Er hægt að ganga framhjá svona mönnum? Er hægt að bregðast spegUnum, eyöheggja dagdraumana, gera aö engu ítarlegan stjómarsáttmála, sem enginn hefur séð nema Ólafur Ragnar, af því að hann má ekki sýna hann fyrr en kjósendur em búnir aö kjósa hann? Það er hins vegar aukaatriði í dagdraumunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.