Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 15 Ósannindi í hverju orði í þeirri kosningabaráttu sem nú stendur yfir hefur komið fram að einn stjómmálaflokkurinn, Al- þýðuflokkurinn, hefur leyft sér að fara með ósannindi í trausti þess að aðrir geti ekki komið þvi við að rengja flokkinn og sérstaklega formann hans. Flett ofan af í fyrsta lagi hélt Alþýðuflokkur- inn því fram að matarverð myndi lækka um marga tugi prósenta á sömu stundu og íslendingar gerð- ust aðilar að Evrópusambandinu. Flett hefur verið ofan af því að þetta er ekki rétt. Þannig er talið að verð- lag á búvörum hafi jafnvel hækkað eftir að Svíar gengu í sambandið og hafi verið um lækkun að ræða sé það aðeins brot af þeirri himna- sendingu sem Alþýðuflokkurinn auglýsti dýrum dómum í upphafi kosningabaráttimnar. í annan stað hélt Alþýðuflokkur- inn því fram að íslendingar græddu þegar 44.000 krónur á hverja fjög- urra manna íjölskyldu vegna auk- ins útflutnings í kjölfar EES-aðild- ar. Staðreyndin er sú aö hlutfall útflutnings íslendinga inn á Evr- ópska efnahagssvæðið hefur minnkað en ekki aukist. í þriðja lagi hefur formaður Al- þýðuflokksins haldið því fram að Lánasjóður íslenskra námsmanna hafi verið gjaldþrota þegar núver- andi ríkisstjórn tók við og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið til þess að rétta sjóðinn við. Stað- reyndin er hins vegar í fyrsta lagi sú að Ríkisendurskoðun hefur staðfest að sjóðurinn hafi átt 9 milljarða króna umfram skuld- bindingar og í annan stað hggur nú fyrir að eiginíjárhlutfall sjóðs- ins hefur versnað í tíð núverandi ríldsstjórnar. í flórða lagi hggja nú fyrir opinber- ar tölur um þróun útgjalda til heh- brigðismála. Þar kemur þetta fram: 1. Hehbrigðisútgjöld þjóðarinnar á fóstu verðlagi hafa hækkað frá 1991. 2. Hehbrigðisútgjöld heimhanna sem hlutfall af útgjöldum hins op- inbera hafa hins vegar hækkað frá því að vera 1,05% af hehbrigðisút- gjöldum í það að vera 1,13% af „vergri“ landsframleiðslu eða um 1,6 mhljarðar króna. manna um hríð. Hann fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem kýs fremur að feha skatta af stóreigna- mönnum og hátekjufólki (ekkna- skatturinn) en að feha niður kostn- að ganga hægt um gleðinnar dyr. - Að minnsta kosti þegar Alþýðu- flokkurinn er annars vegar. Svavar Gestsson „Alþýðuflokkurinn ber meiri ábyrgð á því en aðrir flokkar að enn situr hér hægri stjórn“, segir Svavar m.a. i grein sinni. Kjallaiiiin Svavar Gestsson efsti maður G-listans í Reykjavík Enginn sparnaður Sparnaðurinn er í raun og veru enginn fyrir þjóðina, en ríkissjóður hefur sparað með því að leggja sjúkhngaskatta á heimihn fyrir mhljarða króna. Alþýðuflokkurinn ber meiri ábyrgð á því en aðrir flokkar að enn situr hér hægri stjórn. Hann feUdi síðustu ríkisstjórn og sphlti þannig samstarfsmöguleikum vinstri að við aðgerðir vegna eyrnabólgu í smábörnum. Það er forgangsröð sem við höfnum en Jafnaðar- mannaflokkur íslands ber ábyrgð á. Hann hyggst hins vegar breiöa yfir þessar ljótu staðreyndir mis- réttis og spillingar með Evrópu og ósannindum. Hvorugt má takast. Hins vegar sýna þessar stað- reyndir að kosningabaráttan er varasöm og réttast fyrir aUa aðila „Hins vegar sýna þessar staðreyndir að kosningabaráttan er varasöm og réttast fyrir alla aðila að ganga hægt um gleðinnar dyr. - Að minnsta kosti þegar Alþýðuflokkurinn er annars veg- ar/ EES: Útf lutningsleið í framkvæmd Alþýðuflokkurinn var einn flokka hehl og óskiptur í afstöðu sinni th EES-samningsins sem unnið var að undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanrík- isráðherra og formanns Alþýðu- flokksins. Með EES-samningnum er ísland í fyrsta sinn orðið hluti af alþjóð- legu viðskiptakerfi. Erlendir við- skiptaaðhar hta nú á íslendinga sem jafnréttisaðila og markaðs- starf íslenskra fyrirtækja á er- lendri grund er allt orðið auðveld- ara. Tækifæri sem áður voru lokuð hafa nú opnast, bæði fyrir htla og stóra framleiðendur. Sem dæmi má nefna að árangurs- ríkt starf SÍF í Nord Morue í Frakk- landi hefði ekki náðst án aðhdar íslands að EES. Sama má segja um samstarf Flugleiða og SAS. Ahrifin af EES-samningnum koma sífeht betur í ljós. Áhrif á sjávarútveg Áþreifanlegustu áhrif EES-samn- ingsins felast í lækkun toha á sjáv- arafurðir. Tohar á saltfiski, sem voru 16-20%, féllu niður. Sömuleið- is tohar á ferskum flökum, sem voru 18%. Verðmæti útfluttra salt- fiskflaka jókst á árinu 1994 um KjaUaiinn Petrína Baldursdóttir alþingismaður fyrir Alþýðu- flokkinn í Reykjaneskjördæmi meira en 30% qg á ferskum flökum um yfir 20%. Útflutningur á óunn- um fiski hefur dregist stórlega saman. Ný tækifæri hafa skapast í vöruþróun á fiskafurðum, sem fyr- irtækin munu nýta sér á næstu árum. Hehdaráhrif á landsframleiðslu eru tahn munu nema 2,5-3,0 mhlj- örðum kr. fyrstu árin, en aht að 6 mhljörðum þegar fram í sækir. Það samsvarar um 44 þús. kr. á hverja 4ra manna fjölskyldu á ári og mun tvöfaldast á næstu árum, þegar samningurinn kemur að fullu th framkvæmda árið 1997. Áhrif á vinnumarkað Á síðasthðnu ári fluttu hingað til lands 482 ríkisborgarar frá EES- löndum, en þangað fluttu á sama tíma 2.303 íslendingar. Fuhyrðing- ar andstæðinga EES-samningsins um að erlent vinnuafl myndi flykkjast th íslands hafa ekki reynst eiga við rök að styðjast. Samkeppnisreglur og neytendamál Mikiar breytingar urðu th batn- aðar á samkeppnisstöðu hthla fyr- irtækja í kjölfar EES-samningsins þegar um er að ræða viðskipti milh Islands og EES-landa. Óheimht er að gera samninga sem takmarka eða hindra samkeppni. Ekki má mismuna viðskiptaaðhum með ólíkum skilmálum og óheimilt er að misnota markaðsráðandi stöðu. Reglumar eiga að vemda htlu fyr- irtækin og tryggja lægra vömverð. íslendingar urðu að setja marg- vísleg lög um neytendamál í kjölfar aðildar að EES sem Neytendasam- tökin höfðu um langt skeið barist fyrir að fá en án árangurs. Neyt- endasamtökin telja einnig að þátt- taka íslands í EES muni auka sam- keppni hér á landi og leiða th lægra verðs á vöram og þjónustu, t.d. að samkeppni muni aukast á sviði tryggingastarfsemi og bankastarf- semi. Petrína Baldursdóttir „Heildaráhrif á landsframleiöslu eru talin nema 2,5-3,0 milljörðum kr. fyrstu árin, en allt að 6 milljörðum þegar fram ísækir.“ Meðog Veridagsreglur trygginga- félaga i slysamálum Haf a sannað gildisitt „Verklags- reglurnar hafa að okkar inati sannað gildi sitt. Th- gangurinn var fyrst og fremst sá aö hnekkja því mati sem lagt var fram. Okkur hefur ........ tekist að lækka þetta mat með nýju matí. Það hefur leitt til þess að fundist hefur réttari grand- völlur th að gera upp slys og þá oft í samræmi viö verklagsregl- urnar. Þær voru fyrst og fremst til aö gera upp slys þar sem menn vildu ekki láta reyna frekar á framlagt inat. i yfirgnæfandi meirihluta mála sem okkur hefur verið stefht í hefur okkur tekist að hnekkja framlögðu mati með nýju mati. Að þessu leyti hafa verklagsreglumar sannað ghdi sitt. Reglurnar hafa leitt th þess að mat vegna minniháttar áverka hefur lækkað. Varöandi nýgeng- inn dóm í Hæstarétti er ekki unnt að segja að hann varði þetta álita- efni sérstaklega. Þarna var fyrst og fremst fjallað um vaxtafótinn sem mið á framtíðarávöxtun greiddra bóta. Við erum ekki að leita leiða th sparnaðar heldur þess sem rétt er. Það er alvegljóst aö það sem við vorum að greiða var allt of mikið vegna þess að matið var of hátt. Það er rétt að hafa lika í huga að nýju skaða- bótaiöginmunulækka enn frekar bætur vegna minniháttar áverka. Jafnframt munu bætur til alvar- lega slasaðs fólks hækka stór- lorro “ Ingvar Sveinbjömsson, lögmaður Vétrygginga- Ekkert skylt við lögfræði „Verklags- reglur vá- tryggingafé- laganna eiga ekkert skylt við lögfræði eða íslenskan skaðabótarétt enda hafa dómstólar virt þær að vettugi. Nú síöast Hæstiréttur íslands meö dómi á fimmtudag. Þar reyndi á þessa reglu. Tryggingafélögin i krafti valds sins reyndu aö neyða hina slösuðu til aö sætta sig við skaðabætur sem þeir vissu að voru í engum takti við reglur skaðabótaréttar. Síðan bitu þau höfuðið af skömnhnni með því að neita hinum slösuðu sem ákváðu að taka á móti skaðabót- um með verklagstilboði að gera upp með fyrirvara. Þaö er th marks um að þau höföu ekki mikla trú á eigin verklagsreglum úr því að þau vildu ekki leyfa fórnarlömbum slysa aö bera rétt- mæti verklagsreglnanna undír dómstóla. Það má þvetjum vera Ijóst að verklagsreglumar voru fyrst og fremst settar til að bæta afkomu tryggingafélaganna og voru því hagfræöilegar en ekki lögfræðhegar. Meö nýgengnum dómi Hæstaréttar ætti að vera búið að kveða niður alla verk- lagsthburöi tryggingafélaganna. Það er miður hve margir hafa látið tryggingafélögin neyða sig th að gera upp á þessum nótum á undanfömum misserum. Gróöi tryggingafélaganna skiptir sjálf- sagt tugum mhljóna króna á þessutímabhi." -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.