Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 Útlönd Stuttar fréttir dv O SAGA Uppselt alla laugardaga firam að páskuml Hinir alþýðlegu og ástsælu Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson fara á kostum í upprifjun á því helsta af 30 ára ferli Ríó tríósm?^|:|r sama á hvernig málið er litið enginn nær níó tríó eins vel og þeir sjálfir! Hin bráðhressa GuÖrún Gunnarsdóttir slær á létta strengi með þeim félögum. Kvöldið hefst með þríréttaðri, glæsilegri máltíð. Síðan hefst Ríó saga þar sem félagarnir rifja upp það besta og versta á ferlinum. Einnig koma fram hljóðfæraleikararnir Björn Thoroddsen, Szymon Kuran og Reynir Jónasson. Að lokinni skemmtidagskrá leikur danshljómsveitin Saga Klass fram á nótt ásámt söngvurunum Guðrúnu Gunnarsdóttur og Reyni Guðmundssyni. Fiskveiöideila Kanada og Spanverja: Samkomulag í sjónmáli Fulltrúar Evrópusambandsins og Kanada sögðu í gærkvöldi að viss árangur hefði náðst í viðræðunum í Brussel í gær um lausn deilunnar vegna veiða Spánverja utan við kanadísku landhelgina. FuUtrúarnir munu halda áfram viðræðum í dag. Talsmaður kanadísku fuUtrúanna, Jennifer Sloan frá utanríkisvið- skiptaráðuneytinu í Kanada, sagði víðtækt samkomulag þegar hafa náðst um ýmis mikilvæg atriði. Mik- Uvægasta atriöið fyrir Kanadamenn væri þó verndun fiskistofnanna og hvemig framfylgja ætti henni og um það hefði enn ekki náðst samkomu- lag. Talsmaður Evrópusambandsins, Marco Zatterin, sagði málin hafa skýrst og þó viss árangur hefði náðst væru frekari viðræður nauðsynleg- ar. Embættismenn á vegum beggja aðila lýstu í gær yfir bjartsýni á að samkomulag kynni að nást í Bruss- el. Spænskir embættismenn sögðu þó að Kanadamenn hefðu flækt mál- in með nýjum kröfum fyrir helgi. Kanadamenn hefðu vUjaö að eftir- Utsmenn yröu í hverju skipi sem hefðu heimUd til að sekta togara um leið og þeir væru staðnir að verki. Kanadamenn hefðu einnig boðið Evrópusambandinu 32 prósent af heUdaraflanum af grálúðu. Sjávarútvegsráðherra Kanada, Brian Tobin, lýsti því yfir í útvarps- viðtaU í gær að möguleiki væri á Brian Tobin, sjávarútvegsráöherra Kanada, segir möguleika á sam- komulagi í fiskveiðideilunni. ‘ samkomulagi. Hann sagði kanadísk yfirvöld ekki myndu stofna viðræð- unum í hættu, að minnsta kosti ekki núna, með því að grípa til aögerða gegn Spánverjum sem eru að veiðum á hinu umdeUda svæði. Að sögn kanadískra yfirvalda hafa um tíu spænskir togarar komiö til veiða við Miklabanka. Sendiherrar frá Evrópusambands- löndunum fimmtán hittast í dag til að kanna árangur viðræðnanna. Grænfriðungar halda því fram að Kanadamenn hafi ekki verið jafn- harðir í fiskverndun innan eigin fisk- veiðilögsögu eins og útan. Reuter Hiliary Clinton og Edmund Hillary á flugvellinum í Kathmandu. Símamynd Reuter Hillary hitti Hillary HUlary Chnton, forsetafrú Banda- ríkjanna, hitti í gær manninn sem hún heitir í höfuðið á, hinn heims- fræga fjallgöngugarp Edmund HUl- ary. Hann var fyrstur hvítra manna tU að klífa Everest, hæsta fjall í heimi, í Nepal árið 1953. Hillary Clinton hefur verið á ferða- lagi í Asíu. Edmund HiUary og for- setafrúin hittust á flugvellinum í Katmandu í Nepal er hún var á leið úr landi eftir þriggja daga heimsókn. Forsetafrú Bandaríkjanna, sem er 47 ára, tjáði fréttamönnum að móðir hennar, Dorothy Rodham, hefði lesið grein um Edmund HUlary þegar hún var barnshafandi. Það heföi verið áöur en hann kleif Everest. Edmund HUlary, sem er Nýsjálend- ingur, sagði það „hreina tilviljun" að þau hefðu hist á flugvellinum. Hann stýrir sjóði sem reisir skóla og heUsugæslustöðvar í Himalajaíjöll- um og heimsótti Nepal í því sam- bandi. Reuter Pantanir í síma 5529900. -þin saga. 2 0 5/75 R 1 5 A W T 7 .907,- 215175R1S /V W T 8 .19 5,- 2 3 5/75 R 1 5 A W T 1 O .697,- 30X9,50R 1 5 A W T 1 1 .610,- 30X9,50R1 5 M T 1 2 .510,- 3 l_ X 1 O , 5 O R 1 5 A W T 1 2 .780,- 33X12,50R 1 5 A W T 1 4 .760,- 3 3 X 1 2,5 O R 1 5 M T 1 4 .940,- 35X12,50R 1 5 M T 1 7 . O 1 O , - 31 X10,50R 1 5 M T 1 3 .050,- 32X1 1,5 O R 1 5 M T 1 4 .400.- Sprengjur gröndudu átta Átta létu lífið og þrjátiu særð- ust er sprengjur sprungu í íbúð- arhúsi á Gazasvæöinu. Háttsett- ur leiðtogi Hamas-samtakanna er sagður hafa látist í sprenging- unni. Svarargagnrýni Utanríkisráöherra Tyrklands hélt í gær tU V-Evrópu og Banda- ríkjanna tíl að verja hernaðarað- gerðir Týrkja gegn Kúrdum. Rússar mótmæla Haft er eftir háttsettum emb- ættismanni í rússneska utanrík- isviðskiptaráöuneytinu að Rúss- inn, sem Svíar vísuöu úr landi á laugardaginn, sé ekki njósnari heidur vopnasali. ísbirtiir skotnir Tveir isbimir voru skotnir við Nuuk á laugardaginn. ísbimir eru sjaldgæfir á þessum slóðum. Ráðast á griðasvæði Serbar skutu á bæinn Bihac í Bosniu í gær sem er griðasvæði Sameinuðu þjóöanna. Engir særöust í árásinni. 350fórust í aurskriöu Alþjóölegir hjálparstarfsmenn komu ríðandi og fótgangandi í gær meö lyf og nauösynjar í þorp 1 Afganistan þar sem yfir 350 létu lífið í aurskriðu í síöustu viku. x Major til Bandaríkjanna Forsætisráðherra Bretlands, John Major, flaug til Washington i gær til að bæta samskiptin viö Bill Clinton. Reuter, TT, Ritzíiu LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKADA! ll!3EEROAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.