Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 3. APRÍL 1995 39 • típútyíú aásM Fréttir Lífeyrissjóður verslunarmanna: Sátt um menn í stjórnina - stjómarmönnum flölgað um tvo Ákveðiö hefur verið að fjölga stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verslunarmanna um tvo til að leysa ágreining miili vinnuveitenda um til- nefningu manna í stjórnina. Breyt- ingin tekur gildi 1. júní næstkomandi og munu þá 8 menn skipa stjórnina í stað sex, þar af 4 frá samtökum vinnuveitenda og 4 frá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur. Alls bárust 4 tilnefningar í stjórn- ina frá Félagi íslenskra stórkaup- manna, Verslunarráði íslands, Vinnuveitendasambandinu og Sam- tökum iðnaðarins. Ef ekki hefði kom- ið til fjölgun hefði þurft að kjósa um þessi sæti í stjórnina. í kjölfarið hefði mátt vænta málaferla þar sem óvissa ríkti um atkvæðavægi einstakra samtaka. Af því verður þó ekki þar Skoðanakönnun Feykis: Framsókn sterk á Norður- landi vestra Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Héraðsfréttablaðið Feykir á Sauð- árkróki efndi til skoðanakönnunar um fylgi flokkanna í Norðurlands- kjördæmi vestra. Úrtakiö var 551 eða um 9% af kjörskrá og könnunin var gerð undir lok síðustu viku. Svörun var 63,16% sem þykir nokkuð gott. Framsóknarflokkurinn er sterkur í kjördæminu. Fengi 41,7% atkvæða samkvæmt könnuninni ef kosið væri nú en fékk 32,30% í kosningunum fyrir 4 árum. Sjálfstæðisflokkurinn var með 26,32% í könnuninni, aðeins minna en i kosningunum. Alþýðu- bandalagið fékk 14,80% en var með 19,20 í kosningunum. Alþýðuflokkur fékk 5,26% en var með 11,60 í kosn- ingum og Kvennahstinn 1,97% en var með 5,20% í síðustu kosningum. Þá fékk Þjóðvaki 9,87% í könnun Feykis. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 2 menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn einn og Alþýðubandalagið einn. Sjálf- stæðisflokkinn vantar minnst upp á að fá uppbótarmann. Samkvæmt könnuninni var fylgi Alþýðuflokks mest á Siglufirði, Framsóknarflokks í Skagafirði, Sjálfstæðisflokks í V-Húnavatns- sýslu, Alþýðubandalags á Siglufirði, Kvennalista á Sauðárkróki og Þjóð- vaka á Siglufirði. Nýtt málgagn samtaka bænda Öm Þóraririsson, DV, Fljótum: Bændablaðið, sem síðasta ár var ritstýrt af Jóni Daníelssyni á Tann- stöðum í Hrútafirði, er nú orðið mál- gagn Bændasamtaka íslands. Sam- tökin keyptu blaðið á dögunum af Bændasonum hf. og fluttust þá bæki- stöðvar blaðsins í Bændahöllina í Reykjavík. Ritstjóri blaðsins er Áskell Þórisson. Áskell sagði í samtali við frétta- mann að blaðið mundi væntanlega koma út á 2ja vikna fresti hér eftir og verði sent endurgjaldslaust á öll sveitaheimili fyrst um sinn. Tilgangurinn með útgáfunni væri að koma ýmsum upplýsingum til bænda á sem fljótvirkastan hátt, auk þess að miðla fréttum og fjalla um hagsmunamál bændastéttarinnar. Það er í dagsblaðsbroti eins og áður. Fyrsta tölublað er nýkomið út og samfara útgáfu nýs blaðs verður dregið úr útgáfutíðni tímaritsins Freys. sem samkomulag hefur náðst. Af hálfu vinnuveitenda eiga nú sæti í stjórninni þeir Birgir Rafn Jónsson, tilnefndur af Félagi ís- lenskra stórkaupmanna, Guðjón Oddsson, tilnefndur af Kaupmanna- samtökunum og Víglundur Þor- steinsson, tilnefndur af Vinnuveit- endasambandinu og Verslunarráð- inu. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir að fjórði maðurinn verði Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Myllunni-Brauði hf. -kaa M Konur á Reykianesi vita tóbetri menntun c tryagir börnunum % bjarta framtíð W | A+A .ú: 3 w* Guðlaug Konráðsdóttir bankastar&naður, HafnarfirðU © I Sigurveig Sæmundsdótf jr aðstoðar’skóiastjóri, ÞÍj Garðabæ. ,J'< m æ. Sl i I 1 u. * « SigrídurÁL alþingisnly Mosfellsbeé 'úýi 3',.• < f'-j r-'’* N- ■. ,-;ír<tTV fli \ f * * - f§$ú' v 11 H a * * " U i • 'fgz ÖWffiíiíi:::;.'J átj} 4 f Jafnrétti eru sjálfsögð mannréttindi. Hagur fjölskyldunnar er best tryggður með góðri menntun og fjölbreyttu atvinnulífi. Með þeim hætti er hægt að snúast gegn atvinnuleysi og stuðla að auknum sveigjanleika á vinnumarkaðnum. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum áfram sókn til bættra lífskjara. BETRA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.