Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 4
4 ' -ÞJÓÐVILiINH |IM| 1» .4t. „I.P! I.« ■■■!■ ■■ ,■■■■^11 f n'—niM ■■ K iiiii i r i i‘(i» tpimi ii - Hti ,r«nÉÍ .flifa " ' ,\ÍA iVAl •nV.iW '■ r.iw ,m .Laugardagur . 27;! okt. 1945. Vl Tjl )■ ■! II ■ ll »1 Ul ■.■■iiillMnllunw^rw^jHjÉ ✓—--•-----------•-----------------> tJtgeíándi: Sámeiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. :; Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. / Úti á landi:.Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. L •- . ... ... , .. - J Engar hernaðarstöðvar á Islandi -- Það er ósk Islendiuga Það er sagt að okk-ur íslenxiingum láti margt betur en að starfa saman í eindrægni. Eilfhvað er hæft í þessu, þó eru sagnirnar um að flokkadrættir og deilur séu höfuð- einkenni íslenzks þjóðlífs, orðum auknar. Skoðanir eru skiptar um innanlandsmál, eins og .vera hlýtur, og skiptar skoðanir* leiða með eðlilegum hætti til flokkadrátta og deilna.. . En á örlagastundu, þegar þjóðin ákvað að stofna sjálf- stætt lýðveldi, þagnaði dægurþrasið um sinn. Alþingi, með öllum sínum flokkum, tók forustu málanna í sínar hendur og þing pg þjóð kom fram sem einn maður. Þannig var íslenzka lýðveldið stofnað nndir fána fullkominnar ein- drægni. Undir þessum fána eindrægninnar ;heitstrengdi þjóð in að eiga það land, sem henni í öndverðu gafst, ein og án íhlutunar annarra þjóða. Sjö alda afskipti framandi þjóða af högum íslands var sá skóli sem kenndi íslendingum hvers virði þjóðfrelsi er. Prófinu frá. beim skóla luku þeir 17. júní 1944, með glæsilegum vitnisburði, þann vitnis- burð fengu þeir af því að þeir höfðu lært að koma fram sem einn maður þegar um frelsi íslands-og fullveldi var að ræða. • Þegar íslenzka lýðveldið var stofnað grúfðu þrumu- ský ófriðarins yfir heiminum og á íslandi var fjölmennur, erlendur her. Þetta dró þó ekki úr bjartsýni íslendinga. Það var ljóst að Bandamenn mundu sigra í styrjöldinni og þeir voru að berjast fyrir frelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, stórra og smárra, og þeir viðurkenndu íslenzka lýðveldið, Bretar og Bandaríkjamenn höfðu hátíðlega lofað áð hverfa héðan burtu með heri sina að stríðinu loknu. því loforði treystu Ísléndingar og því vilja þeir treysta enn. Jafnvel áður en stríðinU lauk mynduðu sigurvegar- arnir bandalag sém þeir nefna, „Hinar sameinuðu þjóðir“. Hlutverk þess er fyrst og fremst að tryggja alþjóða ör- yggi og frið. Öryggisráð starfar á vegum „Hmna sam- einuðu þjóða“, í höndum þess virðist:eiga að vera völd til að skakka leik ef einhver gerist friðrofi eða ef rétti er hallað í viðskiplum þjóðanna. íslendingar hafa borið fram rökstuddar óskir um að fá sæti meðal hinna sameinuðu þjóða. í þeim óskum felst að sjálfsögðu yfirlýsing um að þeir séu reiðubúnir til að taka á sig þær. skyldur sem því eru samfara. FUNDUR Næstkomandi föstudag, hinn 2 nóv- ember, kl. 8,30 síðd. verður fundur haldinn í fiskifélagsdeild Reykjavík- ur. Fundurinn verður í húsi Fiski- félagsins. Fundarefni: 1. Gengið frú nýjum lögum fyrir deildina. 2. Kosin stjórn deildarinnar, vara- stjórn og endurskoðendur. 3. Kosnir 4 aðalfulltrúar á Fiski- þing ,og jafnmargir til vara. 4. Önnur mál, sem fram kunna að koma. Þeir, sem hafa í hyggju að ganga í deildina, sendi inntökubeiðni til skrifstofu Fiskiféagsins fyrir októ- berlok. Upplýsingar um inntökuskil- yrði eru gefnar í skrifstofunni og í síma 3864. Reykjavík, 26. okt. 1945 Fiskimálastjóri. heimsfrið er ekki talað. Slíkar kröfur leiða auð- vitað til þess að draga úr trú þjóðanna á alþjóðaöryggi og alheimsfrið, og hver sú þjóð sem lætur undan slíkum kröf- um, eins eða annars stórveldis, skiptir engu máli hvert stórveldið er, svíkur sjálft sig og sénhverja aðra þjóð, sem hliðstæðar kröfur eru gerðar til. Öll undanlótssemi við slíkar kröfur, er til þess fallin að draga úr líkum fyrir varanlegum friði, því varanlegur friðu.r verður aðeins reistur á viðskiptum þjóðanna sem jafnréttis aðilum, án tillits til stærðar þeirra og valds. Að svo miklu leyti sem valdsins kann að vera þörf, í þjónustu friðarins verður það að vera í höndum öryggisráðs Hinna sameinuðu þjóða. • Það er.nú alheimi ljóst, að ísland er mjög mikilvæg hernaðarstöð. Stórveldi, sem hefur hernaðarbækistöðvar á íslandi ræður Norður-Atlanzhafinu. Ef eitt stórveldi óskar slíkra bækistöðva, felst í því bein ógnun til annarra stór- velda. Alveg sérstaklega er rétt að benda á, að Bretar hafa vegna legu Bretlands, og vegna þeás að vopnlaus þjóð hefur búið og býr á íslandi, ráðið yfir norðanverðu Atlanzhafi. Hvert það stórveldi annað en Bretar, sem óskaði hernaðar- stöðva á íslandi er því beinlínis að ógna yfirráðum þeirra á þessum hafssvæðum. Naumast er hægt að búast við að Bretar líti slíkt hýru auga, en hitt er sennilegt að þeir gætu fallizt á að öryggisráð „Hinna sameinuðu þjóða“ hefði hér þá aðstöðu sem naðsynleg yrði talin til að tryggja alþjóðaöryggi og frið. íslendingar og aðrar þjóðir smáar og stórar, hafa því lifað í þeirri von og trú að cngin framandi þjóð girntist hernaðarstöðvar, að striði loknu, innan landamæra þeirra, óskir um slíkt mundu verða til þess að auka úlfúð með þjóðum og gera veður öll válynd. Það má því furðu- frétt heita , sem allur heimurinn raeðir nú, að Banda- ríkin fari fram á að fá hemaðarstöðvar á íslandi, Grænlandi, Azoreyjum og víðar, til að tryggja öryggi sitt. Hér kveður við nýjan tón. Nú er talað um að eitt stórveldi. „þurfi'hernaðarstöðvar“ íJöhdum fúllvalda-þjóða, til að tryggja sitt eigið öiyggi, um alþjóðaöryggi og al- Fyrir ísland virðast þrír kostir fyrir hendi; 1. að engar hernaðarstöðvar verði hér í framtíðinni. 2. að öryggisráð „Hirma sameinuðu þjóða“ fái hér þá aðstöðu sem því er talin nauðsynleg til að tryggja alþjóða öryggi og frið. 3. að eitthvert eitt stórveldi fái hér hernaðarstöðvar. Fyrsta kostinn kjósa allir íslendingar. Þriðja kostinn geta þeir einir valið, sem ekki eru íslendingar í raun og sannleika, og sem auk þess vilja stuðla að tortryggni og árekstrum meðal þjóðanna. Annán kostinn mundu íslendingar geta sætt sig við. Því verður ekki trúað fyrr en hið gagnstæða kemur í 1 jós . að íslendingar. séu ekki samhuga um þá áfstöðu sem hér er . lýst, Ullarverksmiðja Frh. af 1. síðu. hagkyæmri verksmiðju- byggingu og svörum og á- litsgerð um til hvers is- lenzka ullin væri bezt fall- in. Firmað Platt & Brothers fékk einn ullarballa til til- raunastarfs 1 því augna- miði. Flestar ullarverksmiðjur í Bretlandi hafa starfað að stríðsframleiðslu aö undan- mu og eru fæstar þeirra enn byjrðar aö nokkru i*áði á sinni fyrri framleiðslu. Margar og stórar pantanir hafa safnazt fyrir, erfitt að fá vélar afgreiddar með stuttum fyrirvara og því nauðsynlegt að senda pant- anir inn sem fyrst. Telur Þorvaldur, að síðan fyrir stríö hafi verð vélanna . hækkað um 50—100%, en víöa búizt við lækkun áður en afgreiðsla gæti farið fram. Hann heimsótti 3 fag- skóla í ullariðnaði í Leeds, Bradford og Huddersfield 'ig rannsakaði möguleika á að koma aö nemum frá ís- landi við skólana í Bradford og Huddersfield. í Hudders- field fullyrti skólastjórinn, að nokkrir íslenzkir nem- endur .myndu geta komizt að nú þegar og skólastjór- inn í Bradford gaf einnig. góðar vonir. Fékk Þorvaldur meíö sér skólaskýrslu frá báðum þessum skólum. í lok skýrslu sinnar set- ur Þorvaldur fram eftirfar- andi tillögur: 1. Að byggð verði full- komin ullarverksmiðja eins fljótt og auðið er, sem geti unnið ca. 600—800 tonn af ull á ári. Gæti komið til mála að verksmiðjurnar yrðu fleiri en ein, ef slíkt þætti hagkvæmara. 2. Að frumvarp verði lagt fyrir háttvirt Alþingi, ef - þurfá þykir, eftir að bráða- byrgðaáætlanir hafa veriö gerðar, af þar til völdum hæfum mönnum, þessu. máli viðvíkjandi, og sam- þykkt af Nýbyggingarráöi. 3. Að staöarval, teikning verksmiöjubygginga, og nið- ursetning vélanna, verði vandvirknislega athuguö og framkvæmt af kunnáttu- mönnum. 4. Að pöntunum á vélmn verði skilað til vélaverk- smiðjanna hiö allra fyrsta, og þær pantaðar hjá beztu og stærstu firmunmn. 5. Aö nokkrir ungir menn (t. d. 4—5) verði styrktir til náms 1 ullariðnaði hið allra fyi’sta, með víssum skilyrðum, og eftir nánar ákveðnum reglum. liggur leiðin ■ -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.