Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 6
2 Laugardagur 27. okt. 1945. Rósalind kóngsdóttir (Lauslega þýtt). Það varð mikil gleði í höllinni, þegar þau riðu í hlað. Gamli kóngurinn gleymdi að setja á sig kór- ónuna og hljóp berhöfðaður út á móti þeim. En á eftir honum kom allt hitt hallarfólkið prúðbúið og syngjandi. Ráðgjafarnir sjö hættu að þræta og sofnuðu. Síðan hafa þeir verið sammála og leikið við hvern sinn fingur. Svona urðu allir glaðir, þegar Rósalind kom heim. ENDIR. Marika Stiemstedt: Ullabella Ullabella var á leiðinni suður í kirkjugarð, til þess að sjá leiðið hennar mömmu sinnar. Malin gamla leiddi hana. Malin hafði verið á heimilinu, síðan Ullabella fyrst mundi eftir sér. Hún var vön að segja Ulla- bellu frá mömmu hennar — henni mömmu, sem alltaf var í burtu. ✓ Það var skrítið. Öll börn áttu mömmur sínar. heima, nema Ullabella. Ullabella hafði ekki komið að gröfinni síðan í fyrrasumar. Eða svo sagði Malin. Sjálf mundi hún ekki eftir því. Hún var heldur ekki nema fjögra ára. Íít (M ÞETT4 Enginn maður var frægari í jsinni stétt á gullöld sjóræn- ingjanna en Englendingurinn Henry Morgan. Herjaði hann aðallega við Vestur-Indíur og stóð öllum sjófarendum stugg ur ac gkmmd hans. Hann réð yfir miklum flota og sagt v.ar, að menn hans kynnu ekki að hræðast. Sögulegasta herferð hans var, ^-"gar hann réðist á Pan- ama ár'ð 1671 með 37 skip og mik:ð lið. Sigldu ræningjarn- ir urp Ghargesfljótið, en Spánverjar tóku á móti þeim með her manns og 1000 mann ýg naut. Ræningjunum tókst að snúa nautahjörðinm gegn Spánverjum sjálfum, komast til borgarinnar Panama og jafna hana við jörðu. Morgan fíutti þaðan 175 hestburði af gulli cg sllfri. Hann skipti fengnum í 5 jafna hluta. Sjálfur tók hann 4. En þeim 5. skipti hann á milli manna sinn — og tók þó sjálfur hlut líka! Voru þó í „lögum“ sjóræningja strangar reglur um, hvernig skipta ætti ránsfeng. Morgan vissi það líka vel, að hann var óalandi og óferj- andi meðal „heiðarlegra11 sjó- ræningja eft'r þetta. Þorði hann ekki annað en slíta fé- ’ag við menn sína og hafa sig á brott. En þá höfðu Spán verjar kært rán hans í Pan- ama fyrir Englandskonungi. Morgan var fluttur fangi til Englands og lokaður inni í kastalanum Tower. Héldu menn nú. að hann væri réttdræpur í siðuðu Undi, úr bví að hann var of óráðvandur til að vera með sjóræningjum! En auðæfi hans freistuðu Karls II. Eng- landskonungs. Sæmdi hann Morgan aðalsnafnbót og gerði hann að landstjóra á Jama- æa. Og þar sat hann í sóma og yfirlæti til daugadags. ÞJOÐVILJINN þess vissi hann, að Hilary þekkti hann miklu betur en hann þekti Hilary. Og það var óþægileg tilf'nning. Þess vegna var Stefán ekki viss um, hvað hann ætti að segja. „Þú treystir mér ekki til framkvæmda,“ sagði Hilary. „Jú. En ég vil helzt ekki að þú framkvæmir neitt.“ Hilary hló gremjulega og Stefáni sárnaði það. „En við getum þó að minnsta kosti treyst hvor öðrum,“ sagði hann. Hilary tók snöggvast um handlegg hans og það örvaði Stefán til einlægni. „Mér gremst, að þú skulir vera flæktur inn í þessa fábjána- legu rekistefnu.“ Bifreið nálgaðist þá aftan frá og einhver kallaði: „Ilvað segið þ'ð gott?“ Svo var veifað til þeirra hendi. Það var mr. Purcey í „Fyrsta flokks Daimler- bílnum“ á leið til Wimbleton. Ofurlít’ll skuggi flögraði framan v.'ð bílinn í sólskin- inu og að aftan spúði hann benzínreyk. „Þetta er táknrænt“, sagði Hilary. „Hvað áttu við?“ spurði Stefán. Honum gramdist allt- af orðið „táknrænn“. „Vélin á fullri ferð. Flögr- andi skuggar á undan. Reykjarsvæla — úrgangurinn á eftir. Þjóðfélagið —“. Stefán þagði um stund. „Þetta er æði langt sótt. Áttu v;ð, að Hughs og þess háttar fólk sé úrgangur eldsneytis- ins?“ „Já, einmitt“, svaraði Hil- ary. „Milli okkar og þeirra er vagninn og maðurinn í vagn- 'num. Þar er engin leið fram- hjá“. „Hver er að biðja um það? Ef þú hefur „Bræðralag11 gamla mannsins í huga, þá skal ég ekkert segja“. „Eg er hræddur um, að þú líkist Marteini okkar í þvi, að vanmeta bað afl í mannfé- laginu, sem he:ta tilfinn'ng- ar“, sagði Hilary. Stefán missti þolinmæðina, aldrei þessu vant. „Eg skil þig víst ekki“. „Lifandi menn eru ekki vél ar — hvork' „fúskarar“ eins og ég eða þrjótar eins og Hughs. Mér skilst. að bú haf- ir áhuga fyrir þessu málk Þér gremst það. En hreinskilnis- lega sagt, þá hefur einlíf'ð ekki góð áhr'f á mig. Eg get ekki treyst sjálfum mér fylli- lega. Þér er bezt að láta þetta afskiptalaust, Stefán. Það er allt og surnt". Stefán sá, ad hönd Hilarys skalf og það fékk honum meiri áhyggju en allt, sem þeim hafði farið á milli. Þeir héldu áfram göngu sinni meðfram vatninu. Stef- án horfði til jarðar. Hann sagði rólega: „Hvernig á ég að láta það afsk:ptalaust, ef þú ert í ein- hverjum vandræðum? Það er mér ómögulegt". Stefán sá það glöggt. að bessi orð, sem voru líka í ein- lægni sögð, höfðu djúp áhrif á Hilary. Nú reið á að færa sér þessi áhrif í nyt. „Þú ert okkur öllum svo mik'ls virði“, sagði Stefán. Cecilia og Thyme mundu taka það nærri sér, ef þið Bianca —“. Hann þagnaði, því að Híl- ary le't á hann. Þetta kald- hæðn’slega augnaráð hafði þau áhrif á Stefán, að honum fannst hann m'nnka ónota- lega. Hann hafði verið stað- inn að verki, þegar hann var að reyna að hafa hagnað af bróðurkærleika sínum. Hon- um sárgramd'st skarpskyggni Hilarys. „Eg hef engan rétt til að gefa þér ráð“, sagði hann. „En að mínum dómi væri skynsamlegast, að þú hættir alveg að skipta þér af þessu. Stúlkan er ekki þess virði, að þú berir svona mikla um- hyggju fyrir henni. Sendu hana til þessa félags — ég man ekki hvað það heit'r — sem frú Smallpiece starfar fyrir“. Stefán heyrði hlátur og le;t upp. Hann var ekki vanur. að heyra bróður sinn hlæja. „Marteinn v.íldi líka ræða málið á heilsusamlegum grundvelli“, sagð; Hilary. Nú varð Stefán alyarlega. móðgaður. Má ég biðja þig að líkia mér ekki v'ð þann heilbrigð- ísoostula. En hitt er annað, að það er are:ðanle^a margt, sem þú yeizt ekki viðvíkjandi bessari ungu stúlku“. „Og hvað um það?“ „Ja, þá — þá er hægt að umgangast hana eft'r því“. Hilary svaraði engu og Stefán flýtti sér að bæta v:ð; „Þér finnst ég líklega harð- brjósta. En þá er ég líka hræddur um að þú sért aft- ur á móti of tilfinninganæm- ur“. H lary nam skyndilega staðar. „Þú fyrirgefur, Stefán. En v'ð verðum víst að skilja hér. Eg skal athuga málið“. Þar með sneri hann við og gekk þangað, sem bekkur var og settist þar með andlitið á móti sblinni. ÁTJÁNDI KAFLI H'mn fullkomni hundur. Hilary sat lengi 1 sólskin- inu og horfði á hvernig feitar og sællegar endurnar ösluðu um sef.'ð við bakkann. Skær og krmglótt augu þeirra skyggndust eftir ormum. En endurnar gátu ekki leitt huga hans ■ frá þeim vand- kvæðpm. sem voru smátt og smátt að vaxa honum yfir höfuð. Og það var meira en lítil þrekraun fyrir mann, sem var því vanari, að ráða fram úr hugsanaflækjum en raunverulegum viðfangsefn- um. Stefán hafði gert honum rækilega gramt í geði- Hann hafði lag á að gera allt smátt og auðvirðilegt. En satt var það, að þetta var broslegt mál frá hlutlausu sjónarm:'ði séð. Hvernig mundi til dæmis hygginn maður eins og mf, Purcey líta á það? Var ekki réttast að láta það afskipta- laust, eins og Stefán hafð; lagt til? En þá komu ti'lfinn- ingarnar til sögunnar. Átti hann að gefast upp við að éreiða götu þessarar e n- stæðingsstúlku, jafnskjótt og bað varð honum sjálfum t'l dálítilla óbæginda? Það var honum óholandi tilhugsun. En var hún þá alveg ein- mana? Var það ekki alveg satt, sem Stefán sagð’, að hann væri gjörsamlega ó- kunnugur högum hennar. Þekkti hún þá engan, sem hún gat le'tað til? Hafði hún ekki lent í einhverju ævin- týri? Hér kom tilfinninganæmi Hilarys t;l sögunnar. Það var óviðeigandi að snuðra í einka málum annarra. En það sem gerði allt erf- iðast viðfangs var ástand'ð á he:mili Hughs. Hilary var samvizkusamur maður, hvað sem annars mátti um hann segja, og hann gat ekki lok- að augunum fyrlr þessari hlið málsins. Og svo var það Bianca. Hún var konan hans. Hvað, sem sambúð þeirra leið og þeim tilfinningum, sem hann bar t'l hennar, var langt frá því. að hann langaði til að særa hara. Hann var þvert á móti fú«, t'l að vernda hana gegn skayraunum og óbæg- indum. Hann hafði sagt Stef- áni, að hann bæri umhyggju fvrir stúlkumr, en það væri allt og sumt. En nóttina, sem hann stóð við gluggann í tunglsljósinu og hlustaði á markaðsvagnana, sem komu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.