Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1945, Blaðsíða 8
F.S.S.I. skorar á Alþingi að samþykkja f rumvarp Nýbyggingarráðs um lánveitingar til nýsköp- unar sjávarútvegsins Krefst verbúða er séu mönnum bjóðandi — Byggingu dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna verði hraðað Níunda þing: Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands samþykkti að skora á Alþingi að samþykkja frumvarp Nýbyggingarráðs um lán- veitingar til nýsköpunnar sjávarútvegsins. Enn- íremur skorar það á Alþingi að láta byggja mönn- um boðlegar íbúðir í belztu .verstöðvum landsins. Þá skorar það ennfremur á Alþingi og bæjarstjóm Reykjavíkur að styðja byggingu dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Þessar samþykktir þingsins fara hér, á eftir: Lánveitingar til nýsköp- unarinnar. 9. þing FFSÍ samþykkir að halda fast við -fyrri áskorun sína, um nýsmíði fiski og flutningaskipa, sem og ann- arra framleiðslutækja, og skorar á hið háa Afþingi, er nú situr, að samþykja nú þeg ar framkomið frumvarp frá Nýbyggingarráði eða annað frumvarp, sem jafngildir því, um aðgengileg lánakjör og yfirfærslur gjaldeyris til ný- sköpunar sjávarútvegsins. Leggur þingið áherzlu á, að haldið sé áfram á þeirri braut, sem þegar er hafin um nýbyggingu fiskiflotans og annarra nauðsynlegra tækja til hagnýtinug sjávarafurða, þannig, að hverjum þeim ein- staklingi og félögum, sem eignast vilja skip eða önnur tæki, sé ekkj bundinn fjötur um fót með óeðlilegum vaxta greiðslum og öðrum hindrun- um, heldur sé allt gjört til að ýta undir framkvæmdir og aðstoð yeitt af því opin- bera. Bygging verstöðva 9. þing FFSÍ skorar á .Al- þingi og ríkisstjórn að hlut- ast til um að byggðar verði verbúðir í helztu verstöðvum landsins t. d. Sandgerði. Vest mannaeyjum og Hornafirði. Verbúðir þessar verði sam- býlishús með rúmgóðum 2ja manna herbergjum, lestrar og setustofu, snyrti og baðklef- um, og sameiginlegu mötu- neyti. Ennfremur skorar þing ið á ríkisstjórnina, að koma á opinberu eftirliti með beit- ingarskýlum í verstöðvum landsns. Dvalarheimili aldraðra sjómanna. 9. þing FFSÍ endurtekur fyrri áskoranir sambandsins til stjórnarvaldanna um að ríkisstjórn og bæjarstjórn Reykjavíkur láti E>valarheim- ili aldraðra sjómanna ganga fyrir með nægilegt landrými í Laugarnesi og treystir á þessi stjórnarvöld að veita þessu nauðsynjamáli allan mögulegan stuðning. Svar við yfirlýsingu stjórnar Sjó- mannafélags Reykjavíkur Út af yfirlýsingu þéirri, sem birtist í Alþýöublaðirru í gærdag, frá stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur, þykir mér rétt aö taka fram eftirfarandi: í fyrsta lagi eru tillögur þær, sem um ræðir og und- irskriftum er safnaö um, framkomnar frá okkur „starfandi sjómönnum“ en engum pólitískum samtök- um- I öðru lagi eru það alger ósannindi, að ég hafi skýrt mönnum frá því að hér væri um félagssamþykkt að ræða, því ef svo væri, þyrfti engra undirskrifta með. Hvað viðvíkur því að félags- menn eigi að varast mig og mína líka og setja ekki nöfn sín undir tillögur þessar, geri ég ráð fyrir að hver og einn sjómaður hafi þar sina meiningu um, og taki ekki við neinum fyriiskipunum hvorki frá einum né öðrum, því viðvíkjandi. Að ef þessar tillögur næðu fram að ganga „myndi það aðeins verða til þess, aö veikja, áhrif félags- ins á. málefni sjómanna og segir stjórn Sjómannafé- lagsins. Þessu finnst mér ég ekki þurfa að svara, því svo mik- il fjarstæða er þaö, og það veit líka stjórn Sjómanna- félagsins. Mér þykir rétt að birta hér þær tillögur, sem við sjómenn höfum samiö og viröast vera stjórn Sjó- mannafélagsins æði mikill þyrnir í augum. 1. „Innan'félagsins verði stofnaöar sérdeildir, fyrst og fremst fannanna og fiskimanna, meö tilheyr- andi deildarstjórnum. 2. Félagiö hafi trúnaðar- mannaráö samkv. ákvæð- um 15. gr. vinnulöggjafar- innar. 3. Að undanskildum föst- um starfsmönnum félags- ins og félagsstjórn teljist aðeins starfandi sjómenn aöalmeölimir félagsins, þannig, að þeir, sem ekki hafa verið skráðir á skip í eitt ár, .færist á aukameð limaskrá. 4. Kosningu stjórnar verði hagaö þannig, að minnst 50 manna hópur félagsmanna geti stillt upp Æ. F..R. heldur félagsfund næsta mánudag Æskulýðsfylkingin í Reykjavík mun halda .félagsfund að Bröttugötu 3a mánudag- inn 29. þ. m. kl. 9 e. h. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Bæjarstjórnarkosningarnar. 3. Frá útlöndum. 4. Kvikmyndasýning. Félagar eru beðnir að fjölmenna með nýja félaga, og mæta stundvíslega. þá deilu, sem það er ntt 1", lista viö stjór'narkosningu" Það má geta þess, að ef félagið hefði haft trún- aöarmannaráö, þá hefði stjórn félagsins sloppið við þá vanvirðu, sem hún hafði af fyrri atkvæðagreiðslunni, som hútt lét fram fara 1 haust, og virðist mér þáð einkennileg vinnubrögð hjá stjórn, sem er búin að sitja jafnlengi við völd í félag- inu, að þeir skuli ekki vita hvernig skal hefja verkfall, og því fremur, sem form. Sjómannafél. hefur átt sæti í Félagsdómi og ætti aö þekkja vinnulöggjöfina þar af leiöandi. Við sjómennirnir vitum vel hvers vegna Sigurjón Ólafsson og hans stjórnar- meðlimir eru á móti tillög- Frá ■ kosningaskrif stof unni. Kosningasöfnunin 3. deild 4. déilci — 270.00 5. deild — 100.00 6. deild — 350.00 7. deild — .60.00 10. deild — 100.00 11. deild — 50.00 12. deild — 870.00 16. deild — 505.00 18. deild — 150.00 19. deild — 300.00 20. deild — 325.00 22. deild — 20.00 23. deild — 210.00 24. deild — 800.00 25. deild' — 260.00 26. deíld — 45.00 28. deild — 600.00 Skrifstofan —1251.10 Þar sem flestar deildir hafa nú skilað einhverju, verð- ur nú reiknað út hve miklu hver deild hefur skilað pr. félaga, og verður söfnun deildanna birt þannig næst. Hvaða deild verður efst á blaði á morgun? Hvaða deildir verða ekki komnar á blað? Á manntalið skal skrifa alla þá sem hér eiga lögheimili, þótt þeir kunni að vcra fjarstaddir. Munið að láta þá, sem húsnæðislausir eru í þessari fyrirmyndarborg íhaldsins, skrifa sig á manntalið. Það er sérstakiega .hætt við, að einstaklingar, sem hafa orðið að hrökklast úr bænum vegna húsnæðisleysis, en telja sig eiga hér heima, falli.af manntali og kjörskrám. Minnið þetta fólk á að láta skrá sig í manntalsskrifstof- •unni ef það skrifar sig ekki á manntalsskýrslurnar núna. um okkar. Þeir vilja enga deildaskiptingu innan fé- lagsins, því það hefði í för með sér minni völd fyrir þá. Þeir vilja ekkert trúnað- armannaráð, því þeir fengju ekki að kjósa menn- ina, sem það' skipuðu. Þeir vilja enga takmörk- un á því hverjir. skuli telj- ast aðalmeðlimir og hverjir aukameölimir, því þá myndu þeir menn, sem nú ráöa öllum gerð'um félags- ins, þáð er landmennirnir hans Sigurjóns, færast á aukameðlimaskrá. Þeir vilja ekki listakosn- ingu, því þá geta þeir eKki lengur ráðið hverjir eru í kjöri. Eg ætla að benda stjórn Sjómannafél. Rvíkur á, að ég sem meðlimur fé- lagsins tel mig hafa fullan rétt á því aö bera fram hvaða tillögu sem er innan félagsins og afla henni fylg- is á meðal félaga minna. Munum við halda áfram áð kynna sjómönnum tillögur okkar og fá undirskriftir þeirra þótt félagsstjórnin birti daglega feitletraöar aðvaranir um okkur og það sem hún kallar sundrung- arstarf okkar. Eg tel stjórn Sjómannafélags Reykjavík- ur hafa allt öðrum hnöpp- Bevin spáir . . . Frh. af 1. síðu. hefði fariö þar 400 km. langa ferð, og hefði hvergi séö þess merki að Sovét- herinn hefndi sín á þýzkum borgurum fyrir illvirki þýzka hersins í Sovétríki- unum. Hann hefði sann- færzt um það, að Sovétrík- in gerðu allt, sem í mann- legu valdi stæöi til að bæta úr~ neyðinni meðal almerm- ings. Crossman, einnig úr Verkamannafl., sagöi, að fyrsta skilyrðið til endur- reisnar í Evrópu, væri að brjóta niður þann múr, sern nú væri á milli Austui'- og Vestur-Evrópu. Hið „lífræna afl“ . . . Frh. af 3. síðu. það er eitt, sem oss þykir trúlegt, að hafi orðið ungum íhaldsmönnum nokkuð á- hyggjuefni, það er hvort þeir verða ekki ærið fair, sem fást til að heiðra; bessa fundi þeirra með nærveru sinni. Niðurlag síðar. um aö hneppa, nú sem stendur, heldur en að taka meölimi félags síns og bera bá rógi og ósannindum á opinberum vettvangi. Bragi Agnarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.