Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 44

Þjóðviljinn - 22.12.1946, Side 44
42 ÞJ ÓÐVILJINN Jólin 1946 Gó«l bók er gsilli feetrl Einn daginn, þegar ég var á gangi hér niðri í bænum, keypti ég eina litla bók, sem ég skar þegar upp úr, er ég kom heim. Mér varð þá á að bera saman í huganum hina þrjá skítugu peningaseðla, er ég hafði greitt fyrir hana, og fannst mér þá skynjan mín aldrei hafa verið eins hvöss á það, hvað peningarnir geta stundum verið auðvirðilegir, þegar þeir eru mældir við andleg verðmæti. Litla bókin, sem ég keypti voru Ný Ijóð eftir Guðfinnu frá Hömrum. Hún lætur ekki mikið yfir sér, þessi ljóða- bók, og sízt í stórum bókhlöðum, svo mörgum verður sennilega á að sjást yfir hana, eins og lítið lautarblóm, sem hulið er að mestu leyti af öðrum stærri gróðri. Það má kannski segja, að þar sé ekki um stórbrotinn skáld- skap að ræða, en stundum á það, sem lítið ber á, meira hlutverk að leysa — og hefur gert —, en það sem stærra sýnist. Þessi ljóð búa yfir fegurð og töfrum, sem geta leyst hverja heilbrigða mannssál úr álögum hversdagsleikans, meðan hann les þau yfir. Og sérstaklega eiga ljóðin kannski erindi til þeirra, sem árin eru að færast yfir, og til þeirrar efnishyggjualdar, sem við lifum á, þegar blóm vallarins eru aðeins metin á krónur og aura, eins og feg- urð og list væru ekki til. Kvæðið Gamli Sveinn og Faxi er innsýn í sögu ein- staklings og þjóðar. — Kotungsins, sem átti ekki til næsta máls: Þá var Faxi hið eina athvarf mitt, hið einasta gleðival. svo ég fengi að drekka, segir hún Flekka. Ég skal snjónum spyrna, segjr hún Hyrna. Ég vil töðuna tyggja, segir hún Friggja. Ég vil fylla mína hít, segir hún Hvít. Ég skal éta sem ég þoli, segir hann stóri boli. Ég sltal éta sjálfur, segir hann litli kálfur. Þar sefur bolabarn á bássteini með moð fyrir múla, og manngi það svæíir. (Úr skipum heiðríkjunnar. v .*?'•,?.] Gunnar Gunnarsson). Er jörðin söng undir hófum hans, var ég horfinn úr táradal. — En eldinu bezta, er blakkurinn hlaut, frá börnunum mínum ég stal. Og þetta: Af sálu minni féllu álög ill, er áttum við saman för. — — Það er óskráð saga um það, hvað hesturinn hefur verið þeim manni, sem hversdagsönn og ill örlög höfðu svipt öllum möguleikum til menningarlífs. Og var það ekki líka ljóðið og málið, sem bjargaði þjóð- inni frá því að hætta að vera til.----- Guðfinna líkir íslenzkunni við drottningu: 1 gæfu og þrautum þekkir hún sína þegna um andans láð. I ríki sínu þá rekka slær s til riddara af orðsins dáð, t; sem í fylkLigarbrjósti báru skjöld, er var bjartur af himins náð. — Er þetta ekki vel sagt? Það er nauðsynlegt að rækta jörðina, en böggull fylgir skammrifi. Sú jörð, sem á gagnleg gæði, er gleymin á ævintýr. Þar reyrflautur engar óma og álfur úr hólum flýr. Með öll sín Ijúfustu leyndarmál hver lækur á burtu snýr. Leyndur grunur um það, að það sé ekki nóg að gjalda keisaranum það, sem honum ber, heldur líka guði sem guðs er: vera trúr því sannasta og bezta, sem við eigum, selja ekki fyrir gull landið — þar sem aldrei festir snjó. Allir þeir, sem unna fegurð og ljóði ættu að kaupa og lesa þessa ljóðabók, sér til sálubótar. Jóh. Ásgeirsson. Skoti nokkur var svo óheppinn að missa joðáburð á fingurinn á sér. Svo að áburðurinn færi ekki til ónýtis, skar hann sig: í fingurinn_ ★ — Sæll Jón, ætlar þú að nota sláttuvélina þina í dag? — Já, því miður. Eg ætla að slá blettinn. Það er ágætt. Eg get þá vonandi fengið lánaðan bílinn þinn. ★ Ræningi: Ileyrðu, við skulum telja saman, hvað við höfum up úr þessari ferð. Félagi: Fari í helvíti að ég nenni því. Það er nógur tíminn til að sjá það í blöðunum á morgun.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.