Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 14. maí 1954 i þJófmuiNN Otjfeíandl: Bamelnlngarflokknr alþýSu — Sósíallstaflokkurtnn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (&b.), Stgurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. BlaCamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjaml Benediktsson, Gu8- mundur Vtgfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Kitstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmtOJa: Skólavörðustíg ! 10. — Síml 7500 (3 línur). Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennt; kr. 17 annars staCar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Neyðin í húsnæðismálum Fyrir skömmu gerðist sá atburður inni í Laugameskampi að ibúðarbraggi gereyðilagðist í bruna að næturlagi. í honum bjuggu 8 manns, fjórir fullorðnir og fjögur böm. Bjargaðist fólkið nauð- uglega út um glugga, fáklætt, og mátti ekki tæpara standa að það héldi lífi, en eigur þess allar brunnu til kaldra kola, ásamt húsnæðinu. Þetta er ný og alvarleg viðvörun um það að braggarnir eru )ífshættulegar vistarverur. Mörg dæmi hafa sannað á undanföm- um árum að brunahætta er þar mjög mikil, og stafar það af því, að braggamir eru svo kaldir að þar verður að kynda dag og nótt, ef vel á að vera. En slík kynding er auðvitað hættuleg í eldfimum húsum, auk þess sem þar er víða gengið illa frá raf- magnsleiðslum. Þetta er þó aðeins ein hliðin á aðbúð þess fólks sem í brögg- vnum býr, og þær eru margar slíkar. Enda þótt kappkynt sé ;.ð vetrarlagi verðu'r aldrei vel hlýtt, og gólfkuldi er víða svo mikill að haida verður börnum uppi í rúmum meðan þau eru innanhúss, til þess að þau bíði ekki tjón af. Og margir eru sjúk- c'.ómar þeir sem læknar rekja til bragganna, m. a. astma sem færzt hefur mjög í vöxt á undanförnum árum. Ekki er þó síður vert að vekja athygli á sálrænum áhrifum þessa húsakosts. í fyrravor gerðist sá • atburður í skóla einum að ung telpa kom i fyrsta sinn að láta skrá sig til kennslu. Hún :varaði öllum spurningum greiðlega og skýrlega, en þegar hún var spurð um heimilisfang brá svo við að hún fékkst ekki til að segja neitt. Þegar gengið var á hana fór hún að gráta. Það kom í ljós að hún bjó í bragga, og hún hafði ekki fengið sig til þess að segja frá því. Það er ástæða til þess að rifja þessar staðreyndir upp einmitt i.ú, þegar húsnæðisneyðin er enn einu sinni á dagskrá í Reykja- vík og hundruð manna hafa ekki hugmynd um hvernig hægt sé að komast undir þak. Það hefur orðið re>-nslan á undanförnum árum að eitt af úrræðum ráðamanna bæjarins hefur verið að fjölga í bröggunum. Þar sem áður bjó ein fjölskylda er komið fyrir tveimur, og því hefur íbúunum í þessum hverfum alltaf verið að fjölga á undanförnum árum. Og mjög mikill hluti íbú- anna eru börn, en einstæðar mæður eru verulegur hluti fullorðna íólksins. Braggarnir eru algerlega ósæmandi höfuðborg íslands, og til- vera þeirra stafar af engu öðru en slóðáskáp íhaldsins. Það hefur verið og er hægðarleikur að útrýma bröggunum á skömmum tima; fii þess þarf aðeins samstillt átak bæjarins, byggingu hagkvæmra ieiguíbúða handa þvi fólki sem í bröggunum býr. Engum bland- ast hugur um að til er nægilegt fjármagn til slíkra framkvæmda, eí nokkur vilji væri meðal ráðamanna bæjarins. En það er ekki aðeins hin venjulega íhaldstregða sem þama kemur til, heldur umhyggja fyrir húsabröskurum og okrurum. Allir vita hversu ofsalegt verð er nú á íbúðarhúsnæði í Reykja- vík, en forsenda þess verðlags er húsnæðisleysið; þúsundir manna þurfa að búa í bröggum og öðru ósæmilegu húsnæði til þess að hægt sé að knýja hið ýtrasta út úr þeim sem reyna að komast i viðunandi vistarverur. Og af sömu ástæðum hafa okrararnir hfað gullöld; verulegur hluti þeirra, sem reynt hafa að byggja, hafa lent í klóm þeirra — og þau eryi orðin ófá dæmin um þá sem misst hafa íbúðir sínar og hús eftir mikið erfiði í hendur fiárplógsmanna og okurkarla. Ef nægilegt væri af húsnæði í bæn- um hyrfu þessir gróðabrallsmögulelkar af sjálfu sér. í dag bætist enn við nýr hópur húsnæðisleysingja. Sumir fá lausn í bili með því að rýja sig langt um efni fram; aðrir verða hraktir í bragga og skúra. Bæjaryfirvöldin aðstoða aðeins við þessa þróun — og bjóða fram til bráðabirgða að leysa upp heim- ili, gej-ma húsgögn fyrir fólk eða lofa því að hafast við um stundarsakir í skólahúsi og kaupa mat sinn á veitingahúsum! Þannig er ástandið í dag, og það eru allar líkur á þvi að þann- ig muni ástandið halda áfram að þróast meðan íbúar bæjarins lát.a hafa sig til þess að kjósa þá menn til að stjóma bæjar- málum sem vinna í þágu braskara og fjárplógsmanna. FYRIRMYND ÍHALDSINS í KÓPAVOGSHREPPI: Ekkerf skipulag og skortur á frum- 1 stæðustu þæginduiu er hlutskipfi íbu- anna í úthverfum RejfkJavíkur HefSi ihaldiS ráSiS Kópavogshreppi vœri byggSin þar nú ein allsherjar nBlesugrófn Síðustu dagana hefur Morg- unblaðið varið miklu rúmi fyr- ir ritgerðir um málefni eins af nágrannahreppum Reykjavík- ur. Þessi hreppur er Kópavogs- hreppur en þar eiga að fara fram hreppsnefndarkosningar að nýju n. k. sunnudag sam- kvæmt allra hæstum úrskurði einkadómara Bjarna Bene- diktssonar, uppkveðnum að fyrirlagi Þórðar hreppstjóra á Sæbóli og Guðmundar í. Guð- mundssonar sýslumanns. Auk þess sem Morgunblaðið leggur til málanna frá eigin brjósti, en það er þegar orðið allmikið að vöxtum, hafa þeir látið ljós sitt skína á hinni fornu einkasíðu Bjarna Bene- diktssonar í blaðinu spekingar íhaldsins í Kópavogshreppi. Fyrstur geystist Gestur í Mel- tungu fram á ritvöllinn og bar af sér allan meintan stuðning við vin sinn Þórð hreppstjóra, en síðan hafa þeir bætzt í hóp- ir.n Jósafat Líndal, efsti mað- ur íhaldslistans og Sveinn S. Einarsson, forstjóri Faxaverk- smiðjunnar og pólitískur upp- eldissonur Thorsaranna. Öll eru þessi skrif Morgun- blaðsins og skósveina íhaldsins í Kópavogshreppi með sama markinu brennd. Tilgangur þeirra er að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá íbúum Kópavogshrepps að þar gangi allt á tréfótum undir forustu Finnboga Rúts Valdimarsson- ar og samstarfsmanna hans. Það sé þá eitthvað annað þar sem íhaldið ráði og ríki. Þar séu til staðar fyrir fólkið öll þægindi sem tilheyri nútím- anum og gerðar eru kröfur um í sambandi við uppbyggingu bæja og þorpa. Flestir Kópavogsbúar eru það kunnugir málum hreppsfé- lags síns að þeir vita af eigin reynd að Finnbogi Rútur Valdi- marsson og samstarfsmenn hans hafa haft forustu um öll framfaramál hreppsins. Hefði ekki þeirra forustu notið við myndi nú öðruvísi umhorfs en er, þótt margt sé enn óunnið af eðlilegum ástæðum. Ekkert byggðarlag á landinu hefur vaxið jafn ört og einmitt Kópa- vogur. Á einu kjörtímabili hef- ur íbúunum þar fjölgað um 100%. Ekki mun ofrelknað að sl. sex ár hafi þetta nágranna- hreppsfélag Reykjavíkur orðið að taka við fast að 2000 Reyk- víkingum, sem hvergi hafa get- að fengið lóðarblett í landi Reykjavíkur til þess að byggja yfir sig. í síðustu bæjarstjóm- arkosningum reyndi Gunnar Thoroddscn borgarstjóri Reykjavíkuríhaldsins að afsaka vanmátt sinn og flokksbræðra sinna í húsnæðismálum höfuð- staðarins með því að íbúunum færi sífellt fjölgandi og hefði m. a. fjölgað um 10% á kjör- tímabilinu. Hvernig hefði þá orðið umhorfs í höfuðstaðnum hefði hann þurft að taka á móti 100% fjölgun íbúanna, eins og raunin er með Kópavogshrepp á sama tírna? Geta menn reynt að gera það dæmi upp við sig og er þó aðstaða Reykjavíkur sem höfuðborgar landsins ann- ars vegar og hins litla Kópa- vogshrepps vitanlega á engan hátt sambærileg. Sannleikurinn er sá að hin fjölmenna byggð i Kópavogs- hreppi hefur beinlínis risið upp vegna eymdar og úrræðaleysis Reykjavíkuríhaldsins. Það hef- ur hrakið reykvískar alþýðu- fjölskyldur hundruðum saman burt úr bænum, með því að hafast ekki að í húsnæðismál- unura og meira að segja að neita þeim um svo mikið sem lóðarblett undir heimili sín. Þetta fólk hefur í vaxandi mæli leitað suður í Kópavogshrepp vegna þess að þar reyndist auðveldara að fá að reisa íbúð- arhús en í sjálfri höfuðborg^- inni undir forsjón þess íhalds sem spekingar á borð við Gest í Meltungu, Jósafat Lír.dal og Svein S. Einarsson lofa nú af mestum fjálgleik. í þessum hópi eru ekki síður kjósendur Sjálfstæðisflokksins en aðrir og hver vill væna þá um að yfir- gefa þá paradís ótilneyddir sem skriffinnar Mbl. gefa í skvn að Reykjavík sé hvað öll þægindi og fyrirgreiðslu áhrærir? En hvað svo um öll þægind- in í háborg íhaldsins? Þau út- hverfi Reykjavikur, sem byggzt hafa a svipuðum tíma og Kópa- vogshreppur befur vaxið örast, eru Múlahverfið (Gunnarsborg), Blesugróf, Selás, Árbæjarblett- ir og Smálönd. Og eru svo sem ekki öll þægindi fyrir hendi í þessum hverfum undir „fram- sýnni“ forsjón íhaldsins? At- hugum það örlítið nánar. Öll cru þessi úthverfi Reykja- víkur byggð án þess að nokk- ur skipulagsuppdráttur sé gerð- ur. Fólkið heíur sjálft orðið að skipa húsum síiuim niður eftir eigin höfði og hyggjuviti. Ár- um saman liafa þau verið án vatnsleiðslu og skólpleiðslu. íbúar Múlahverfis verða að notast við ófullnægjandi Ieiðsl- ur frá brezka hemum og ekki bólar á neinum umbótum þrátt fyrir ítrekaðar umkvartanir. Engin lóðarrcttindi hafa fylgt húsununi fram að þessu og' staðið í löngu stappi að fá þau vlðurkennd. Saxna er að segja um Blesugróf, nema hvað ástandið er það lakara þar að frárennslið frá húsunum liggur út á sjálfa grundina þar sem börn íbúanna hafast við að leikjum sinum! Húsin eru lóð- arréttlndalaus og allar óskir íbúanna um þan hafa verið hunzuð fram að þessu af meiri- hluta íhaldsins í bæjarstjórn. Á sl. vori var loks hafizt handa um lagningu vatns- leiðslu fyrir Smálandahverfið. Árum saman hafði það verið án þessara frumstæðustu þæg- inda án þess að íhaldið rumsk- aði. Og fyrst nú í ár hefur íhald- ið rausnazt til að hefja undir- búning að vatnsleiðslu fyrir Seláshverfið og Árbæjarblett- ina. Sá undirbúningur er að- eins á byrjunarstigi og mega hinir 300 íbúar hverfisins á- reiðanlega bíða lengi enn áður en því verki er lokið, reynist vinnubrögð íhaldsins með svip- uðum hætti og að venju. En það er fleira en skipulag, vatn, skólpleiðslur og lóðarrétt- indi sem á skortir í úthverfum Reykjavíkur undir forsjón í- haldsins. í engu úthverfanna hefur verið reistur barnaskóli þegar Langholtsbyggðin er undanskilin. Börniii í úthverf- um Reykjavíkur eiga langa leið í skóla sína og þurfa að fara yfir margar og liættuíegaj- um- ferðargötur á áfangastað. Strætisvagnaferðir eru svo ó- fuiluægjandi sem liugsazt getur og allur aðbúnaður að farþeg- um vægast sagt til fulikominn- ar skammar. Ilafa ibúarnir margsinnis farið fram á fjölg- un ferða og að reist yrðu fcið- skýli á veðrasömum og f jölsótt- um viðkomustöðum en allt slíkt hefur íhaldið hunzað. Heil hverfi hafa verið byggð, eins og t. d. Bústaðahverfið, án þess að séð hafi verið fyrir nauðsynlegum lokuðum frá- rennslisræsum. Er sýklalækur- inn frægi, Reykjavíkurmegin idð landamæri höfuðstaðarins og Kópavogshrepps, táknrænn ininnisvarði um fyrirhyggjU og' framkvæmdasemi íhaldsins í heilbrigðisináium Reykjavíkur. Hér hefur aðeins verið drep- ið á fátt eitt sem sýnir og sannar hvemig íhaldið, sem forkólfar D-listans í Kópavogs- hreppi dásama mest, hefur bú- ið og býr enn í dag að því fólki sem byggt hefur yfir sig i úthverfum bæjarins á undan- förnum árum. Þetta er fyrir- myndin sem Gestur, Jósafat og Sveinn í Faxa bjóða Kópavogs- búum upp á. Ætli þeim þyki hún sérstaklega girnileg við nánari kynningu? Það er næsta ótrúlegt. Samanburðurinn við frammi- stöðu íhaldsins í Reýkjavík getur aldrei orðið D-listamönn- um i Kópavogi til framdráttar. Kópavogsbúar eiga það frám- sýnni forustu og dugnaði Fiftri- boga Rúts Valdimarssonar og samstarfsmanna hans að þakka að hin unga og myndarlega byggð þelrra er ekki ein alls- Framhnld h tl wðti' *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.