Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 8
J HitifcífttíÍii.lr'iÍiíiííéiisi.iiiÍViÍNlíÍ&ÍÍitt-iitiSíiíi.í^ííiWtíiSiiifcíík-íSttV-iÍá.'Éi.títííiái.ifc;, féii;i5Cii:t;;C4tk;sié5ei£5i£íiiii‘9fciii5;5i£iitt;i*i.SiS;«SáíiSSi-it{.iíi**a*íiSfcrtií6í«iii8*»«a**ft*éw-***»a*ii#»»í*S«rt«i»«-afc*sii».,..#*«hv***«k*ir»i,»»*i»«»i* &) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiir 14. maí 1954 Löfítaksúrskiirður Samkvæmt kröfu bæjarstjórans í Hafnarfirði úrskuröast hér meö lögtak á öllum vangreiddum fyrirframgreiðslum vegna útsvara 1954, til bæjar- sjóðs Hafnarfjaröar, er í gjalddaga eru fallin og verða lögtökin framkvæmd á kostnað gjaldenda að viðbættum dráttarvöxtum að liðnum 8 dögum frá dagsetningu þessa lögtaksúrskurðar ef eigi verða gerð skil innan þess tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 11. maí 1954. Félagsvist og dans í G.T.-húsinu í kvöld kl. 9 stundvíslega. . .................... Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa verður MtÐNÆTURSKEMMTUN Híjontplötutiýiungci endurtekin í Austurbæjarbíói sunnudaginn 16. maí Idukkan 11.15 síðdegis. Breyft efnisskrá: Kynnt verða tvö ný lög eftir Sigfús Hall- dórsson, með undir- leik höfundar og fjögur dægurlög eftir Ágúst Pétursson, Jenna Jónsson og Steingrím Sigfússon. songvarar: íngibjörg Þorbergs, Sigurður Ólafsson, Alfreð Clausen, Sofíía Kar’sdóttir og Sigurveig Hjaltested. Tígölkvartettinn og Marz bræður syngja. ALFREÐ CLAUSEN og KONNI syngja tvísöng. Hljómsveit Aage Lorange og Tríó Jan Moravek aðstoða. Kynnir: Sigfús Halldórsson. Aðgöngumíðar í DRANGEY, Laugaveg 58 Landsieikurmxt við Englesidinga mesfl íþröfíaviðburður í Uiigver|slandi efiir siríðið Ungverska landsliðið í knattspyrnu býr sig nú af miklu kappi undir keppnistímabilið, sem fram undan-er — og er reyndar þegar byrjað. Hafa Ungverjarnir fullan hug á að sigra enska landsliðið í Búdapest hinn 23. þ.m. og síðan að hafa heimsmeistaratignina heim með sér frá Sviss síðar í sumar. Ungversku landsliðsmennirnir hafa að undanförnu æft saman fjórum sinnum í viku hverri, og 9. maí s.l. var meistarakeppninni frestaö um tíma til þess að leikmennirnir gætu einbeitt sér algerlega aö æf- ingum fyrir landsleikinn viö Englendinga og heimsmeist- aramótið . Ferenc Puskas RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Áfoririað var að liðið léki þrjá æfingaleiki fyrir landsleikinn 23. maí, en liðsmennimir allir eru kallaðir saman til æfinga viku- lega á hverjum fimmtudegi og síðan er æft næstu fjóra daga — til sunnudagskvölds. Æfing- arnar fara fram á Margareta- eyjunni í hjarta Búdapestborgar. Sebes fær hjálp við æfingarnar Landsliðsþjálfarinn Gustaf Sebes hefur nú í fyrsta skipti tekið sér aðstoðarþjálfara við æfingarnar. Eru aðstoðarmenn- irnir þeir Gyula Mandi þjálfari og leikmennirnir Gyila Grosics (markvörður), Joseph Bozsik (hægri framv.), Sandor Hideg- kuti (miðframh.) og landsliðs- fyrirliðinn Ferenc Puskas. Hægri framvörðurinn Joseph Bozsik, sem er af mörgum álitinn „heili“ hins snjalla ungverska Gyila Groslcs landsliðs, gekk undir skurðað- gerð fyrir skömmu, en vonir standa til að hann hafi' náð sér að fullu aftur fyrir kappleikinn við Englendinga. Við landsliðsæfingar eru nú samtals um 40 leikmenn, af þeim munu 22 — þar á meðal þrír markverðir — halda til Sviss í lok þessa mánaðar. Ungverjaland — England stærsti íþróttaviðburðurinn í Budapest Vafalaust má telja hinn vænt- anlega landsleik milli Ungverja og Englendinga merkasta íþrótta- viðburðinn í Ungverjalandi eft- ir stríðið og áhorfendasvæði þjóðleikvangsins í Budapest verða þéttsetin, en þar rúmast um 80 þús. áhorfendur. Á annað hundrað erlendir íþróttafregn- ritarar og útvarpsfréttamenn munu horfa á kappleikinn, þeg- ar Englendingar reyna að hefna fyrir 6:3 ófarirnar á Wembley í nóv. sl. Akranss og KR skildu jöfn 3:3 í ofmœiisleik KR O'Brien Bandaríski kúluvarparinn Parry O'Brien, varpaði kúlu 18.42 m á móti í Los Angeles nýlega, og bætti þar með met sitt frá í fyrra (18.04) um 38 cm, og nú er ekki efazt um að metið verði staðfest. Eftir mótið sagði O’Brien að hann ætlaði að kasta 18.89 á móti á sama stað 21. maí! Það mútti sjá á áhorfenda- fjöldanum sem kominn var til að Sjá þennan afmælisleik, að hér var ekki um viðureign Reykjavíkurfélaga að ræða. Sú staðreynd, að áhorfendur fjöl- menna á leiki þar sem Akranes leikur, ætti að geta sannfært knattspyrnumannahópinn um það að þeir hafa sýnt okkur betri knattspyrnu' en Reykvík- ingar hafa gert, en það er sorg- leg staðreynd að þeir vilja ekki viðurkenna þetta og því fer sem fer, sem sé, að knattspyman verður of rótlaus og reikul. Akurnesingar mega líka vara sig á því að fljóta ekki inn á sömu braut í andvaraleysi. Von- andi þýðir það ekki að þeir séu farnir að slá af, að þeir koma lakar undirbúnir til þessa fyrsta leiks en þeir hafa gert undan- farið. Vera má, að þessi leikur sé fyrr en vant er, en ljóst má þeim það vera að þeir eiga að taka á móti úrvals Þjóðverjum eftir tvær vikur. Heildaráhrifin af leik þeirra voru, að þeir eru of stutt komn- ir með þjálfun sína; spörkin ó- venju óörugg, fjöldi þeirra lenti lijá mótherja í stað samherja, þótt aðstæða væri auðveld. Eigi að síður mátti oft sjá leik með „akurneskum11 tilþrifum og þegar þeim tókst upp var leikur þeirra léttari og meira leikandi en KR-inga, sem börðust hraust- lega og tóku oft fram góðan samleik á miðum velli. Löngu spörk KR-inga fram gáfu þeim líka tækifæri og þeir áttu líka fleiri opin tækifæri en Akurnes- ingar, og eftir tækiíærum hefði KR átt að vinna. TvÖ af mörkum Akraness komu úr vítaspyrnu, varnarleik- maður varði með höndum knött sem var á leið í mark. Fyrsta markið setti Akranes eftir 6 mín. KR jafnar, er Ólafur Hannesson skallar öruggt í mark eftir góða sendingu frá Ilelga H, Þrem mín. fyrir hálfleik skorar Gunn- ar Guðmanns eftir áhlaup frá vinstri. 2:1 er staðan í hálfleik. Er 5 mín. voru af síðari hálfieik hleypur Sveinn Teits út til hægri, leikur á tvo KR-inga og sendir knöttinn til Þórðar sem skallar laglega í markið, 2:2. Á 20. mín. taka Akurnesingar forustuna, Ríkarður skorar aft- ur úr vítaspýrnu. Tæplega 1 mín. fyrir leikslok tekst Gunnari Guðmanns að jafna. Þetta mark var táknrænt hvað það snertir Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.