Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 10
XU) — Í>JÚí)vTLJiNi\ — Föstudagur 14. mai 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 1. FYRRI HLVTl Fyrsti kafli Á miðvikudagskvöldum fór móðir Páls með sporvagn- innm frá vinnu sinni í ráðhúsinu að Merrion Kapell- unni til að hlýða á messu, og hann var vanur að koma til móts við hana þegar hann kom úr síðdegisfyrir- lestri í heimspeki við háskólann og hitta hana þegar hún kom út. En þennan miðvikudag dróst samtal hans við prófessor Slade svo á langinn, að þegar hann leit á klukkuna ákvað hann að fara beina leið heim. Það var júlí, kvöldið fagurt og þrungið von og sótug húsin 1 Belfast höfðu fengið á sig ævintýrablæ. Þök og reykháfa hinnar öldnu írsku borgar bar við rauð- gullinn himin sem gaf þeim leyndardómsfullan, óraun- verulegan svip. Þegar Páll gekk upp Larne stræti, þessa rólegu götu iaðraða tígulsteinshúsum, þar sem hann bjó ásamt móður sinni í þriggja herbergja íbúð í húsinu nr. 29, fann hann fagnaðartilfinningu gagntaka sig. Hann tók andann á lofti yfir fegurð og fyrirheitum iífsins. Hann stóð stundarkorn fyrir framan húsdyrnar, yfirlætis- laus maður, berhöfðaður, í slitnum tweedfötum, og and- aði að sér mjúku, mildu loftinu. Svo sneri hann sér snögglega við og setti lykilinn í skrána. Kanarífuglinn söng glaðlega í eldhúsinu. Hann blístr- aði á móti, fór úr jakkanum, hengdi hann á snaga írammi í gangi, setti ketilinn yfir og fór að taka til kvöldmatinn. Nokkrum mínútum síðar sló klukkan á arinhillunni sjö og um leið heyrði hann fótatak móð- ur sinnar á stéttinni fyrir utan. Hann heilsaði henni glaðlega þegar hún kom inn, grannvaxin, mædd kona með hina ómissandi innkaupatösku sem seig dálítið í, svartklædd og viröuleg. „Það var leiðinlegt að ég skyldi ekki geta komið til móts við þig, mamma“, sagði hann brosandi. „En Slade ætlar að láta mig hafa starfið. Ég er að minnsta kosti vongóður um það“. Frú Burgess virti hann fyrir sér. Skollitað, hæru- skotið hárið sem stóð framundan veðruðum hattin- um undirstrikaði þreytusvipinn, svip kristilegs þolgæö- is og uppgjafar sem skein úr teknu andliti hennar og nærsýnum augunum. En svipur hennar mildaðist brátt fyrir opinskáu og glaðlegu augnaráði hans. Guði sé lof, andlit hans var viðfelldið, ekki sérlega frítt — aftur þakkaði hún guði fyrir að forða honum frá hættum þeim sem miklum friðleika fylgdu — en það var svip- hreint, dálítið tekið, ugglaust af of miklum lestri, kinnbeinin fullhá en litarhátturinn hraustlegur, augun ljósgrá og ennið breitt, hárið jarpt og snöggklippt. Hann var líka vel byggður, myndarlegur á velli, aðeins örlítið lýttur af slysi sem hann hafði orðið fyrir í fót- bolta og síðan var hægri fótur hans örlítið undinn. „Ég er fegin að það er klappað og klárt, sonur sæll. Ég vissi að eitthvað þýðingarmikið hafði tafið þig. Ella og herra Fleming söknuðu þín“. Hún vafði saman baðmullarhanzkana sína, leit rann- sakandi á borðið tók upp úr tösku sinni kalt flesk, vafið í fitugt bréf og poka með eftirlætisbrauðunum hans. Þau settust og þegar hún var búin að biðja stutta bæn, tóku þau til matar síns. Hann sá að hún var mjög ánægð, þótt hún hefði ekki um það mörg orð. „Þetta er sannkölluð hundaheppni, mamma. Þrjár gíneur á viku. Allt leyfið mitt, heilar níu vikur“. „Það verður skemmtileg tilbreyting eftir allt náms- stritið“. „Já“. Hann kinkaði kolli. „Það er á við ferðalag að kenna í sumarskóia". „Guð er góður við þig, Páll“. Hann brosti í laumi og sagði: „Ég á að fara með fæðingarvottorðið mitt til Slade prófessors í kvöld.“ Það varð þögn. Hún laut höfði, tók skeiðina sína og tók upp telauf sem flaut ofaná bollanum hennar. Hún talaði dálítið óskýrt. „Til hvers þurfa þeir fæðingarvottorö?" „Það er bara formsatriði", svaraði hann kæruleysis- lega. „Þeir ráða ekki námsmenn yngri en tuttugu og eins árs. Ég ætlaði aldrei að geta sannfært Slade um að ég hefði orðið myndugur í síðast liðnum mánuöi“. „Treystir hann ekki orðum þínum?“ Hann leit á hana með undrunarsvip. „Mamma. Þetta er nú dálítið ósanngjarnt. Maðurinn er aðeins að gera skyldu sína. Umsókn mín ásamt fæðingarvottorði verður að leggjast fyrir skólanefnd1. Frú Burgess svaraði engu. Eftir nokkra þögn fór Páll að segja frá samtalinu við prófessorinn, sem var einnig skólastjóri í Portray. Þegar hann var búinn að Ijúka úr þriðja tebollanum reis hann á fætur. Þá fyrst opnaði móðir hans munninn. „Páll‘:, sagði hún óvænt. „Ég .... ég veit ekki .... þegar allt kemur til alls .... hvort mér geðjast að þessu starfi þínu ý Portray". „Hvað segirðu?" hrópaði hann. „Við höfum verið að bíða og vona í margar vikur“. „Þá ferðu burt frá mér“. Hún hikaði og leit aftur niður fyrir sig. ,.Þú ferð á mis við helgarnar hjá Flemingfjölskyldunni. Ella verður vonsvikin. Þetta verð- ur þér ofraun“. „Hvaða vitleysa, mamma. Hafðu engar áhyggjur“, Hann hafði aö engu ummæli hennar og áður en hún gæti komið með frekari mótmæli fór hann fram í gang- inn til þess að útfylla umsóknareyðublaðið inni í her- berginu sínu. OC CAMMsi Heimspekingur nokkur kom eitt sinn að heimsækja sjúk- an vin sinn. Hann er nýskilinn við, sagði sá sem kom til dyra er heim- spekingurinn bankaði. Jæja einmitt, svaraði heim- spekingurixm, segið honum að ég hafi spurt eftir honum. Elsku Anna mín, ég skal leggja heiminn a3 fótum þínum. Kæri vinur, eins og heiminum er háttað mn þessar mundir, held ég að ég kæri mig ekki um það. Gunna litla fann þurrkað ’auf- bláð á milli b'aðsíðna í Gamla testamentinu. Sjáðu hivað ég fann, mamma, kallaði hún. Eg er viss \un að hún Eva á það. Mummi litli kom heim úr barna- skólanum með glóðarauga og stóreflis skurð á hökunni. Guð hjálpi þér kallaði móðir hans. Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú hefir gengið gegnum bæinn svo út'eikinn! Eg mátti tjl, svaraði stráksi. Þeir þorðu nefnilega ekki að hafa mig í sama sjúkrabílnum og strákinn sem ég barði. SSétt hár e$a Hötu skórnir Marflatir skór virðast ætla að láta mikið á sér bera í ár. Það eru ekki einungis þungir götuskór sem eru sléttbotna; það eru líka samkvæmisskór, götuskór og strandskór. Og þeir eru alls ekki ætlaðir unglingum eingöngu. Það er því misskiln- ingur að einungis kornungar stúlkur geti gengið í þessum þægilegu skóm. Aðalatriðið er að skórnir fari víðkomandi manneskju vel. Sléttbotna skórnir á myndun- um eru allir franskir. Ljósi skór- inn með breiða ristarbandinu er bæði fallegur og þægilegur. Hann er með breiðri tá, svo að tærnar komast vel fyrir, og skór- inn er stöðugur á fæti. Margar konur sem nota síðbuxur að staðaldri nota einnig ballerínu- skó við þær og af þeim er einnig mikið úrval. Skór með slaufu eru unglingslegri en slaufulausir skór. Gljáskinns- skórinn með ristarbandinu minn- þessir flötu skór fari engurrt vel nema unglingsstúlkum. Kon- ur á öllum aldri geta notað þá, svo framarlega sem þær þola að ganga á flötum botnum og lagið fer þeim vel. Gildi umhverfisins Rektorinn við menntaakólann í Klaustal við Göttingen í Þýzkaiandi, sem er kona, ku hafa komizt að raun uxn að nemendur sem áttu að ganga undir próf voru oft taugaveikl- aðir og illa fyrirkallaðir í hin- um óvistlegu húeakynnunv skólans. Kveneðli henaar blés henai því í brjóst að þá skorti fallegar dagstofur, og í ár gerði hún tilraun. Prófstofum- ar voru fallegar dagstofur, og prófdómarar, kennari og nem- endur sátu í þægilegum hæg- indastólum umhverfis kringlótt mahogniborð. I stofunum voru blóm í stórum stil og kennar- inn bauð nemandanum súkku- laði og sælgæti. 14 nemendur gengu undir próf og þeir stóð- ust það allir með mun betri einkunum en þeir höfðu áíur fengið. Prófið var eins og skemmtilegar viðræður milii nemenda og kennara meðaa prófdómarinn var vinsamlegur áheyrandi. ^ Iirokkið? ar eru samkvæmt nýjustu tízku, þótt þær séu gagnóiíkar. Slétta hárið rúllast eilítið inn að neðari, einnig að framan. Hin hár- greiðslan er aftur á móti eins hrokkin og hægt er. Alls staðar eru liðir, ennisliðir, hnakkalið- ir og lausar bylgjur við eyrun. Þetta er ágæt greiðsla á stutt hár og hárið sýnist þykkt. ir á barnaskó, en á >fæti er hann fallegur og þægilegur. Við þurfum umfram allt að uppræta þann misskilning að til vill eru íleiri með stutt hér en sítt, en samt er stutt hár eng- an veginn yfirgnæfandi. jÞað stendur líka á sama hvort mað- ur vill hafa hárið hrokkið eða slétt. Á myndunum eru tvær franskar hárgreiðslur, sem báð- Það er eins og tízkan hafi nú alveg gefizt upp við að ákveða einhliða tízkustefnur, enda hef- ur það tíðum reynzt vonlaust. Hattatízkan er mest einhliða, en úrval er mikið á kjólum, drögt- um og kápum. Og hvað hár- greiðslur snertir er manni óhætt að velja nákvæmlega þá greiðslu sem fer manni bezt. Stutt hár og sítt er jafnmikið í tizku. Ef eimtlisþátÉiAr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.