Þjóðviljinn - 24.07.1962, Page 4

Þjóðviljinn - 24.07.1962, Page 4
þlÓÐVILJINN Útgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.— Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 55.00 á mánuði. íslenzk stóriðja ' f ^lþýðublaðið gerir að umtalsefni í leiðara sínum s.1-. laugardag tvo fundi sem nýlega voru haldnir noi ðanlands. Báðir. þessir fundir sendu frá sér merk- ar sam.þykktir og virðast þær hafa orðið leiðarahöf- undi Alþýðublaðsins nokkurt áhyggjuefni. í ann- arri er s'korað á stjórnarvöld landsins að hefjast handa um undirbúning virkjunar Jökulsár og Stóriðju í sam- bandi við hana. Hinn fundurinn sem haldinn var á vegum Búnaðarsambands S-Þingeyinga varaði við að- ild okkar að Efnahagsbandalaginu, vegna þeirrar hættu sem í henni fælist fyrir sjálfstæði landsins og tilveru þjóðarinnar. jyjaður skyldi ætla, að flestir íslendingar gætu tekið J heils hugar undir báðar þessar samþykktir. í þeim fellst einfaldlega krafa um það, að náttúruauðævi lands- ins verði nýtt af íslendingum og fyrir íslendinga. Und- ir það ættu allir að geta tekið. En Alþýðublaðið er á annarri skoðun. Það segir, að hafi sömu menn staðið að báðum þessum ályktunum, hafi þeir „gert sig seka um ljótan tvískinnung“. Og hver er þá tvískinnungur þessara marana, að dómi Alþýðublaðsins. Einfaldlega sá að mótmæla aðild að Efnahagsbandalaginu og setja jafnframt fram kröfur um, að íslendingar nýti orlcu- lindir sínar í eigin þágu. Að lokum segir leiðarahöf- undur beinlínis, að Þingeyingar verði að „átta sig betur og.ákveða hvort þeir vilja.“ T eiðari Alþýðublaðsins túlkar að sjálfsögðu sjónarmið Alþýðuflokksins og núverandi ríkisstjórnar. Á fundi Búnaðarsambands S.-Þingeyinga hélt norski próf- essorinn Ragnar Frisch erindi um Efnahagsbandalagið, og er afstaða stjórnarflokkanna til hans og þeirrar stefnu, sem hann túlkar, vel kunn. Ríkisstjórnin held- ur því einnig mjög á loft, að verið sé að undirbúa stór- vii'kjanir hér á landi með stóriðju fyrir augum. Nú lýsir Alþýðublaðið því yfir, að tómt mál sé að tala um slíkt, nema með aðild íslands að Efnahagsbandalaginu. Þetta sýnir, að ríkisstjórnin hefur þegar mótað sér stefnu óg tekið sínar ákvarðanir varðandi aðild að Efnahagsbandalaginu, enda þótt ráðherrarnir keppist nú við að afneita-öllu slíku. Það kemur því úr hörð- ustu átt, þegar málgögn stjórnarinnar saka aðra um „Ijótan tvískinnung". En loddarinn sakar oft aðra um eigin brögð. Öllum er Ijóst, að íslendingar þurfa á er- .lendu fjórmagni að halda til þess að koma upp stór- iðju hér á landi. En það er grundvallarregla, sem ékki má frá víkja, að Islendingar hafi sjálfir óskertan eigna- og umráðarétt bæði orkulinda og iðjuvera. Alþ.ýðubanda- lagið hefur barizt fyrir þessari stefnu og bent á, að hún er eina leiðin til þess að tryggja sjálfstœði og tilveru is- lenzku þjóðarinnar í framtíðinni. Tslendingar geta komið hér upp stóriðju með hágkvæm- um erlendum' lánum til langs tíma. Við eigum vissu- legá um fleiri leiðir að velja en þá „úrs'Iitakosti'V sem ríkisStjómin. setur fram: ANNAÐHVORT aðild að Efnahagsbandalaginu, EDA enga stóðiðju. Það eru ekki aðeins Þingeyingar, heldur öll íslenzba þjóðin, sem þarf að átta sig á þeirri hættu, sem fólgin er í stefriú ríkis- stjórnarinnar. Þegar þjóðin hefur gert sér það Ijöst. mun hún taka þá stefnu, sem mörkuð var á BÁÐUM fundunum norðanlands fram yfir stefnu ríkisstjórn- i acrrnsvlk annnar. — b. vigrrtq t; ! SOL 0G SNJO Sl. laugardag kom til bæj- arins sólbakaður hópur eftir vikudvö] í Kerlinffarfjöllum. Þetta voru þátttakendur í skíðanámskeiði, sem þeir Valdimar Örnólfsson og Ei- ríkur Haraldsson efndu nú til í þriðja sinn. Rúmlega þrjá- tíu manns voru í ferðinni, fólk á öllum aldri og jafnt algerif byrjendur sem æfðir skíðamenn. Þess vegna vár kennt í flokkum og hver og einn fékk brekkur og kennslu við sitt hæfi. Auk Valdimars og Eiríks annaðist Sigurður Guðmundsson íþróttakennari einnig kennslu. — A mynd- inni sjást þátttákendur fyrir framan skála Ferðafélagsins i Árskarði, en þar var gist á meðan námskeiðið stóð yfir. Kjarnorkukapphl aup sfórveldanna Alsír Framha’.d af 1. síðu. Ekkert bendir þó til þess að til vopnaviðskipta komi að svo stöddu. Enginn fundur befur verið haldinn í stjórnarnefndinni enn sem komið er og mun það vera vegna tilmæla írá Fares, for- manni framkvæmdanáðsins í Al- sír. í dag gengu Sead Dahlab utan- ríkisráðherra og Yazid upplýs- ingamálaráðherra af stjórnar- íundi hjá Ben Khedda cg sögðu sig jafnframt úr ríkisstjórninni. Belkacem Krim hefur tii'kynnt að ríkisstjórnin hefði ákveðið að kalla saman Þjóðfrelsisráðið til fundar annan ágúst. Ber þeim er fylgjast með gangi mála í Al- sír saman um það að slíkurfund- ur geti breytt miklu um þróun mála þar í landi. Fraimihald af 8. síðu. bandaríska sendiráðinu í London með mótmælaspjöld sín hé:du í dag til sovézka sendiráðsins og afihentu þar mótmælaibréf. Bandarikin sögð bera ábyrgðina í ti’.ikynningu Sovétstjórnarinn. ar segir meðal annars að stjórn- anvöldin í Bandaríkjunum hafi ekki leynt bví að tilgangur til- rauna þeirra, og þá einkum hiá- loftesprenginganna, hafi verið sá að 'komast fram úr Sovétríkjun- um á sviði kjarnorkuvigbúnaðar. Það hafi því eingöngu öltið á Bandarikjastjórn hvort sovézku | trraunirnar 1961 yrðu þær síð- : ustu eða ný alda kjarnorku- sprenginga flæði yfir jairðar- hnöttinn. Erléndir frétfamenn í Moskvu gera ráð fyrir að með ti'raunun- um ætli Sovétríikin einkum að énduirbáeta og fulllkomna gagn- flaugar þær er ætlaðar eru til varnar k j amorkuihlöðnum lárásar- eldflaugum. í þessu sambandi geta þeir um það að sovézkum heppnaðist nýiega að skjóta eld- flauig frá kafbáti undir yfirborði sjávar. Háloftasprenging á morgun HONOLULU. Bandaríkjamenn höfðu ætlað sér að sprengja kjarnorkusprengju i háloftunum yfir Jdhnstoneyju á Kyrrahafi í dag. Nú .hafa þeir tilkynnt að tilrauninni verði frestað til imorg. ums. Sprengja þessi er tæplega eitt megatonn að styrk og mun eiga að springa i 50-—60 kíló- metra hæð Bandarikjamenn hafa áður isprengt eina siíka sprengju í háloftunum, en tvær tilraunir þeirra ti! iþess hafa misheppnast. ■ NANCY. Innanrikisráðherra Frakklands. tilkynnti i dag að sjö eða átta franskar herdeildir yrðu búnar kjamavopnum og yrðu þærstaðsettar i austurhluta landsins. Eins og sjá má á myndinni þurfti skíðafólkið ekki að dúða sig í margar peysur, enda var sólskin oftast og blíða. Skíðafæri er alltaf mjög gott á sumrin þarna í fjöllunum og nægur snjór. Þeir sem á annað borð kunna að meta snjó, sól og fjöll ættu að bregða sér þaugað inn eft- ir við fyrsta tækifæri. Þeir sjá ekki eftir þvi. Lagt verð- ur af stað í næstu ferð á morgun og þriðja ferðin verð- ur farin í ágúst. iA\ — þriðjudagur 24. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.