Þjóðviljinn - 24.07.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.07.1962, Blaðsíða 5
SigurðurThoroddsen verkfrœðinguróOdra Á sextugs aímœli Sigurðar Thóroddsen, verkfræðings, er okkur sósíalistum það mikil á- nægja að óska honum til ham- ' ingju með daginn og þakka ein- læglega allt hans merka og ó- eigingjarna starf' að því að þoka íslenzku þjóðinni fram á við. I föðurgarði hlaut Sigurður, sonur Skúla, erfðir þeirrar sjálfstæðisbaráttu, er setti svip sinn á upphaf tuttugustu ald- arinnar og hafði úrslitaþýðingu fyrir fullveldi fsiands. Æ síðan hefur sjálfstæði íslands verið Sigurði heilagt mál. Hvort sem um aðsteðjandi hernaðarlega, stjórnmáialega eða efnahags- iega hættu hefur verið að ræða, hefur Sigurður haldið vöku sinni sem sannur íslendirigur. f /þessu Ijósi ber einnig að skoða hið merka rannsóknar- og at- huganastarf hans á sviði vatns- orku íslands og beizlunar henn- ar tif aukinnar velmegunar þjóðarinnar og eflingar sjálf- stæði hennar. Varnarorð Sig- urðar Thóroddsen til íslenzku ‘þjóðarinnar um að standa vörð um sitt hvítagull, raforkuna, um að afsala ekki auðlindum sínum í erlendar hendur, eru ‘hollráð íslendings. sem ann þjóð sinni og selur hagsmuni hennar öllu ofár. Sigurður Thóroddsen er einn sá yfirlætislausasti maður sem ég hefi kynnst, en ég hygg. að nau.mast muni fslendingshjarta slá heitar i öðru brjósti en hans. Á unga aldri hneigðist hugur Sigurðar að sósíalismanum sem iramtíðarlausn á sámfélags- vsndamálum manna og sem endanlegri lausn á sjálfstæðis- baráttu þjöðanna. Hann gerðist stofnandi Sósíafistaflokksins 1938, og hefur gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir hann. Árið f942 var Sigurður frambjóðandi • Sósíalistaflokks- ins á ísafirði, hlaut þar kosn- ineu með gfæsibrag og sat á Alþingi árin 1942 til 1946. Hlutur íslenzkra mennta- manna í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar hefur lengi verið sérstaklega mikill, ef til vill hlutíallslega meiri en mennta- manna með ýmsum ef ekki flestum. öðrum þjóðum þótt ekki eigi þar allir óskilið mál. í>eir upplýstu hana, töluðu kjark í hana, sýndu henni fram á gæði landsins, þroskuðu föð- urlandsást hennar, og þeir íramsýnustu • hjálpuðu verka- lýðshreyfingunni við fyrstu sporin. Sigurður Thóroddsen er einn þezti og sannasti fulltrúi ís- lenzkra menntamanna og alh’a þeirra miklu þjóðlegu og fram- sæknu eríða. Hjá hrnum fer saman hinn næmi skilningur á .því, að þjóðin megi ekki láta erlenda aðila fá fangastað á sér. að hún verði sjálf að eiga sipn Gullfoss í víðtækari merk- ingu, sem og í hinu, að fs- lendingar eigi sjálfir gáfur og gjörfuleika til þess að byggja upp sjáifstætt efnahagslegt, menningar- og stjórnmálalegt líf í landi sínu og að þeir verði i þeim efnum að stefna hátt, ekki sízt á því sviði að íslenzk- um menntamönnum verði á hverjum tírna tryggð fullnægj- andi þekking á nýjustu sigrum vísinda og tækni. Ég óska Sigurði Thóroddsen cg fjölskyldu hans allra heilla í tilefni þessara tímamóta. Megi íslenzka þjóðin njóta dýrmætra starfskrafta hans og hollustu enn um áratugi. Og megi hann sjálfur fá að upplifa þá ham- ingju, að Island bindi eigi önn- ur bönd en eilífur bláfjötur Ægis. Eggert Þorbjarnarson. Sigurður Thoroddsen, verk- fræðingur, er gextugur í dag, Þessi aldur Sigurðar kernur þó eflaust mörgum okkar yngri starfsíélögum og kunningjum hans í .aðra röndina á óvart, svo mjög sem glaðværð og gáski æskumannsins einkennir ennþá viðmót hans og þokar í daglegri umgengni öllum hug- leiðingum um aldursmun til hliðar. Þrátt fyrir það dylst - engum hin mikla reynsla og mannvit Sigurðar, hvort tveggja þroskað á mörgum vel notuðum starfsárum. Ég man ekki eftir að hafa þekkt annan mann, er á hans aldursskeiði nýtur í jafnríkum mæli í senn djúprar vi'rðingar fyrir mann- ko/sti, þekkingu og reynslu^. og óþvingaðs, glaðværs félags- skapar yngri manna, er hann þekkja. Sigurður á að baki sér langt og mikið starf. Verkin sýna þar merkin. í 35 ár hefur hann nú starfað sem verkfræðingur og á þeim tima hönd i bagga með ótrúlpga mörgum mannvirkjum um allt land. Vatnsveitur, hita- veitur, hafnarmannvirki, verk- smiðjubyggingar, samkomu- og skólahús, mikill fjöldi íbúðar- húsa og ýmis önnur mannvirki víðs vegar um landið hafa risið á grundvelli áætlana og annars verkfræðilegs undirbúnings Sig- urðar, og er þó ótalið veiga- mesta framlag hans til tækni- þróunar íslands, þar sem eru störf" hans að virkjunum ís- lenzkra íallvatna. Auk alls þessa er alþjóð kunnugt um stjórnmálastarf- semi Sigurðar, þar sem hann átti um árabil sæti á Alþingi íslendinga. Tveir af dýrmætustu mann- kostum Sigurðar, eldheit áett- jarðarást og framúrskarandi tækpivit, hefur gert hann að einum af gagnlegustu sonum þjóðar okkar. Hann hefur horft inn í íramtíðina, þar sem auð- lindir Islands yrðu nýttar ís- lenzku fólki til betra og ham- ingjusamara lífs og þjóðinni allri til fulls efnahagslegs frels- is og sjálfstæðis. Þessa framtíð- arsýn hefur hann ekki séð sem draumlyndur hugsjónamaður, heldur umfram alls með aug- um kunnáttumannsins, sem gjörla kann að beita þekkingu sinni til að leggja á ráðin allt niður í smáatriði um það, hvernig sýnin yrði að veruleika. Þekkinguna og eljusemina hef- ur hann .ækki verið nízkyr á í þessu skyni. Löngu áður en op- inberir aðilar fólu Sigurði að vinna að verkfræðilegum und- irbúningj sfórra virkjunarfram- kvaemda, hafði hann unnið mikið og óeigingjarnt starf í tómstundum að áætlunargerð- um um nýlingu íslenzkra íall- vatna. Verkfræðingum hættir stund- um við að einblína á tækni- þróunina og mannvirkin, sem reisa á, en gleyma í ákafanum að hugsa út í, hver muni njóta ávaxtanna. Undir þessa sök verður Sig- urður Thcroddsen ekki seldur. Rótgrónar jafnréttishugsjónir og ættjarðarást hans, sem allt- af háfa verið efst á blaði hjá honum, tryggja það. að -hagur og heill þjóðarinnar og umfram allt hins starfandi alþýðufólks er driffjöður hugmynda háns um nýtingu auðlynda landsins okkar. Sigu.rður á því ótvírætt heima í forustuliði fyrir við- leitni heilbrigðustu afla þjóðar- innar til tækniframfara og fullrar nýtingar' náttúrugæða íslands. Ég tel það hafa verið spor aftur á bak, er Sigurður hvarf úr sölum Alþingis. Þar er ein- mitt þörf fyrir fleiri menn, sem kostum hans eru gæddir. Sigurður nýtur óskiptarar virðingar starísbræðra sinna í verkfræðingastétt og hefur gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum í félagssamtökum verk- fræðinga.- Er hann nú íormaður Verkfræðingafélags íslands. Svo sem kunnugt er, er Sig- urðuf sonur hinna þjóðkunnu merkishjóna, Theódóru og Skúla Thoroddsen. Ekki þyrftu þau að kvarta undan ræktar- leysi hans við þann neista þjóðfrelsishugsjóna og ættjarð- arástar, sem þau gáfu eftirkom- endum sínum í arf. Um leið og ég árna Sigurðí,; Thoroddsen allra heilla á sex- tu.gsafmælinu, vil ég votta hon- u.m virðingu mína og þakklætí fyrir langa og lærdómsríka við- kynningu og samstarf, og bera fram þá ósk, að lengi enn megi íslenzka þjóðin njóta mann- kosta hans, þekkingar og starfskrafta. Guðmundur Magnússon. FRIÐARRAÐSTEFNU Moskvu. Frá fréttaritara. Svo • héldu umræður áfram á þing- inu, á allsherjarfundum, í nefndum, ’á fundum starfs- bræðra í ýmsum greinurri. Iv- ekovic frá Júgóslaviu sagði sitt fólk vera á móti öllum kjarn- orkusprengingum: við neitum því að kjarnorkuveldin hafi rétt til að taka ákvarðanir, sem haía lengi síðan alvarlegar af- leiðingar fyrir allt mannkjmið. Sænskur þingmaður og sósíal- demókrati vildi 'koma í veg íyr- ir að kjarnorkuveldum fjölgaði. Isamu mælti fyrir hönd áheyrn- arfulltrúa írá Sósíalistaflokki Japans (12 milljón atkvæða við síðustú kosningar); hann mælti gegn erlendum herstöðvum og vildi taka Okinawamálið á dag- skrá hjá SÞ. Hópur amerískra einstaklinga gerir í löngu skjali grein fyrir afstöðu sinni til friðarmála; þeir sögðust eiga erfitt með að vinna með Heimsfriðarráðinu sakir þess, að friðarhreyfingar • • sósíalist- ísku landanna mótmæltu aldrei aðgerðum ríkisstjórna sinna. Odinga frá Kenya talaði af hálfu flokks Jomo Kenyatta og sagði heimsvaldasinnum til syndanna með skaphita og- mælsku. Margir fulltrúar viku að ræðu KrústjoffS á ráðstéfnunrií og þótti það góðs viti að forsæt- isráðherra landsins hafði sýnt ráðstefnunni þann sóma að gera henni ýtarlega grein fyrir af- stöðu sinni til afvopnunar, og svo það að hann lýsti því yfir að hann . jnyndi aldrei hefja LOKIÐ Eftir ARNA BERGMANN stríð til að útbreiða kommún- ismann. Það hefði góð áJhrif á andrúmsloftið ef svipuð yfirlýs- ing bærist frá Kennedy: að hann myndi aldrei stríða til áð útbreiða starfssvið írjáls fram- taks á jörðinni. Enn þeirra sem á þessa leið mæltu var brezki verkamannaílokksþingmaður- inn Sidney Silverman. En hann bætti þvi ■við, ■ að Krústjoff hefði gefið heiminum nýja og sterka von, hefði hánn notað tækifærið til að, lýsa því, yfir að Sovétríkin myndu ekki gera neinar tilraunir með kjarnorku- vopn næstu tvö átiri — eins og þau hefðu þgert einu sinni áður. Hanp, sagði einnig: ,,Mér Iíöl nú þetur ef ræða Krúst- joffs hefói ekki gert ráð fyrír þ\u, • ÍM> ífsovétríkin hefðu alltaf haft rétt fyrir sér, og áldréi lagt neinn skerf til kalda striðs- ins“. Silverman lauk einnig lofsorði á þingið fyrir það skoð- anafrelsi • sem á því ríkti: „hér hafa heyx-zt raddir sem ckkt heyrðust áður á slíkum ráð- stefnum. Við munum ekki leysa mörg vandamál, en við> munum skapa það andrúmsloft sem leyfir okkur að halda írani ólíkum skoðunum til gagns fyr- ir mannkynið . . Við mu.num ekki leysa mörg vandamál,- sagði þingmaðurinn. Þetta er að mörgu leyti rétt, einkum vegna þess að ráðstefn- an var mjög fjölmerin, — fjöl- menni - gerir markvisst starC erfitt, í fjölmenni er erfiðara að átta sig á því, hvað nýtt ei* og gagnlegt í ræðum ■ o.g hvað er margþvæld ' endurtekning. Og að sjálfsögðu er lykillinn að lausn vandamálanna enn sem fyrr í höndurn ráðamanna stórveldanna. En. það skapast semsagt andrúmsloft. sem héf'- ur holl og örvandi áhrif á full- trúa þessarar ráðstefnu:" menn sjá að þeir eru ekki einir unx sínar áhyggjur, þeir fret/ta margt. Síðan koma þeir hver tit síns heima og máske kunna þeir betur en áður að tala tfí fólks, fá það til að hugsa ,alvar-: lega um frið og kjarnavópn. Qg þá yrði næsta skref aðgerð: menn marséra gegn spréngj- unni. Þetta hefur allt þýðingu.. því fjölmörgum fulltrúum bar saman um það, að einhver helzti óvinur friðarins er kæru- leysi mannanna, andvaraleyst þeirra. Á fundi vísindamanna 'Wátf rætt -um mikla ábyrgð þeirra þeir eru skyldir til að veita Framhald á 5. síðu,- Þriðjudagur 24. júlí 1962 — ÞJÓÐfVILJINN — (§

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.