Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 2
 r | skipin i' 1 dag er miðvikudagur 25. júlí. Jakobsmessa. Tungl í hásuðri kl. 8.22. Árdegisháílæði klukk- an 0.28. Síðdegisháflæði klukk- an 13.03. Næturvarzla vikuna 21. til 27. - júlí er í Reykjavíkurapóteki, ' sími 11760. 1 Hafnarfjörður: . Sjúkrabifreiðin: Sími 5-13-36. Jöklar h.f.: Drangajökull er í Rotterdam. 'Langjökull er á leið til Hamborg- ar, fer þaðan til Rostock. Vatna- jökull er í Grímsby, fer þaðan til Calais, Rotterdam og Londcn. Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Ventspils. Arnar- fell fer væntanlega í dag frá K höfn áleiðis til Finnlands. Jökul- fell fer í dag frá Vestmannaeyj- um til Ventspiis. Dísarfell fer í dag frá Þorlákshöfn áleiðis til Norðfjarðar, Vopnafjarðar, Siglu- fjarðar og London. Litlafell er á leið til Norðurlandshafna. Helga- fell fór í gær frá Archangelsk áleiðis til Aarhus í Danmörku. Hamrafell er í Palermo. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj- um 23. þm. til Dublin og N. Y. Dettifoss fór frá Rvík 23. þm. til Raufarhafnar, Dalvíkur, Akur- eyrar og Siglufjarðar og þaðan til Cork, Avcnmouth, London, Rotterdam og Hamborgar. Fjall- foss kom til Hamborgar 21. þm. fer þaðan til Gdynia, Mantyluoto og Kotka. Goðafoss fór frá N. Y. í gær til Rvíkur. Gullfoss fór frá Leith 23. þm. til Rvíkur, Lagar- foss fór frá Gautaborg 21. þm. var væntanlegur til Reykjavíkur á ytrihöfnina kl. 8 í morgun. Skipið kemur að bryggju um kl. 10.00. Reykjafcss kom til Rvík- ur 23. þm. frá Ventspils. Selfoss fer frá Rotterdam 22. þm. til Hamborgar og Rvíkur. Tröllafoss kom til Rvíkur 17. þm. frá Hull. Tungufoss fór frá Norðfirði 22. þm. til Hull, P otterdam, Ham- borgar, Fur og Hull til Rvíkur. Laxá fer frá Antverpen í dag til Rvíkur. Skípaútgerð ríkisins: Hekla er væntanleg til K-hafnar í kvöld. Esja er væntanleg til Rvíkur í dag að vestan úr hring- ferð. Herjólfur fer frá Reykjavík kl. 21.00 í kvöld til Eyja. Þyrill er á Norðurlandshöfnum. Skjald- breið er í Reykjavík. Herðubreið er í Rvík. flugið Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. kl. 05.00. Fer til Oslóar og Helsingfors kl. 06.30. Kemur til baka frá Helsingfors og Osló kl. 24.00. Fer til N.Y. kl. 01.30. Eiríkur rauði er væntanlegur frá N.Y. kl. 06.00. Fer til Gautaborg- ar, K-hafnar og Stafangurs kl. 07.30. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur frá Stafangri, K- höfn og Gautaborg kl. 23.00. Fer til N.Y. kl. 00.30. Flugfélag íslands: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgów og K- hafnar kl. 08.00 í dag. Væntan- légur aftur til Rvíkur kl, 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og-K-hafnar kl. 08.00 í fyrramál- ið. Skýfaxi fer til Oslóar og K- hafnar kl. 08.30 í dag. Væntan- légur aftur til Rvíkur klukkan 22.15 í kvöld. ílnnanlandsfNg: ÍI dag er áætlað að íljúga til Ak- ureyrar 2 ferðir, Vestmannaeyja !2.ferðir, Hellu, Isafjarðar, Homa- fjarðar og Egilsstaða. Á morgun er ásetlað að fljúga til Akureyrar 3 íerðir, Vestmannaeyja 2 ferðir, Isafjarðar, Kópaskers, Þórshafn- ar og Egilsstaða. 'esmiðafeiais ms smmt meÉstiræi Þjóöviljanum hefur bori'zt svofelld yfiriýsing frá* stjórn Trésmiöalélags Reykjavíkur. vegna greinargerðar Meistara- . íélags húsasmiða: Stjórn Meistai'afélags húsa- smiða hefur sent frá sér greinargei'ð, hina furðulegustu smíö, um kjaradeilu Trésmiða- íélags Reykjavíkur við Meist- arafélágið og Vinnuveitenda- samband Islands. Þar sem í grelnagerðinni er ýmist farið rangt með, ellegar þagað yfir staðreyndum til hagræðis þeirra „málstað” þykir okkur rétt að fara um hana nokkr- um orðum, án þess að við teljum slík blaðaskrif vænleg til lausnar kjaradeilu, en skorumst heldur ekki undan framhaldi þeirra ef óskað er. Áður en til auglýsingar kauptaxta kom, höfðu samn- ingaviðræður staðið nokkuð á annan mánuð, án þess að nokkuð þokaðist í samkomu- lagsátt, og hafði Trésmiða- félagið veitt vinnuveitendum frest á aðgerðum af sinni hálfu. Það er fyrst að þeim fresti- loknum, að okkur er tjáð, að framkvæmdanefndar- fundur Vinnuveitendasam- bandsins, ekki Meistarafélag- ið hafi samþykkt að vísa deil- unni til sáttasemjara, og buðu Trésmiðafélaginu samflot þar um. Til þess töldum við ekki ástæðu, né vænlegt til lausnar meðan meistarar sýndu eng- an vilja í samkomulagsátt. I greinagerð sinni birta meist- arar tilbqð, sem-.-þoir segjast hafa gert Trésmiðafélaginu rneðan ‘á samningaviðræðum stóð, en hversvegna að birta. rangt Boð, þegar bæði Tré- smiðafélagið og sáttasemjari hafa rétta tilboðið í höndum, en það er þannig: 25.66x46.28 = 1.187.54 1.187.54x110 = 1.306.29 (10%) 1.306.29x106 = 1.384.67 (líf.sj.) Verkfgj. 1.20 + 10% = 1.32 1.32x46.28 = 61.09 Kaup og lífeyrissj. 1.384.67 Verkfæragjald 61.09 SKIPAUTGCRB RIKISINS M.s. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar binn 30. þ.m. Vörumóttaka ti1 áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð og til Ólafsfjarðar fimmudaginn 26. þ.m. Farseðlar seldir á laugardag. STTiNBÖC^ Trfllotnnarhrlnglr, stelnhrlai ir, hálsmen, 14 «r 18 karaU 1.441.76 Eftir þrjú ár 1.369.77 + 6% = 1.451.96 + 61.09 = 1.513.05 Eftir fimm ár 1.401.51 + 6% = 1.485.61 + 61.09 = 1.546.70 Tímakaup er 3.56% hærra. Margföldun vikukaupsins, kr. 25.66 með 46.28 er boð um að selja okkur helgidaga ársins fyrir 1.72 klst. á viku, eða með öðrum orðum að deila árslaunum tímakaupsins á 49 vikur á ári. Sömu að- ferð nota þeir við útreikning á auglýstum kauptaxta Tré- smiðafélagsins, og verður út- koman eftir því. Meistarar leggja áherzlu á að þeir vilji semja við okkur um sömu hækkun í prósentu sem samið hefur verið um við aðra, og segja hana hæsta 8 og 10%. Sjálfir vita þeir þó vel, að samningar hafa verið gerðir um miklu meiri hækkun, og væri hægt að birta tölur þar um ef tilefni gefst. Á sáttafundi á fimmtudag, og í greinagerð sinni, hafa meistarar hækkað verkfæra- gjald úr kr. 61.09 á viku í kr. 67.11. Sú hækkun er fengin með því að taka í krónutölu sömu hækkun og samið var um við múrara, og er það gott dæmi um þeirra rómuðu sanngirni, að ef prósentu- hækkun er trésmiðum. óhag- stæð vegna lægra tímakaups skal hún ráða hækkuninni, en sé hún hagstæð, skal hækkun í krónutölu ráða. I samanburði við önnur fé- lög iðnaðarmanna, sem viku- kaup hafa, treysta meistarar sér ekki í samanburð á kaupi, heldur bæta við það lífeyris- sjóðshlunnindum, og greiðslu fyrir handverkfæri, og bera útkomu þess saman við kaup annarra. Silílkri hundalógik ef- umst við um að áður hal'i verið beitt í samningum, eða myndu t.d. meistarar telja leigu á vélum vera hluta af sínu kaupi? Að iifeyrissjóður og gjald fyrír verkfæri er ekki kaup • sé'st eihnig á því. að af hvor- ugu greiðist orlof og sjúkra- sjóður. þó skýr ákvæði séu um. að hvorttveggja reiknist prósentvís af cllu kaupi, og í ákvæðisvinnu greiðist líf- eyrissióður aldrei af hærra en gildandi tímavinnukaupi í dagvinnu. Það er staðrejmd, sem reikn- ingskúnrtir fá engu um breytt, að tilboð meistaranna hljóðar upp á kr. 1.306.29 á viku, eða á klst. kr. 28.18, sem er 9.8% hækkun frá kr. 25.66, en alls ek-ki 10%. Það er einnig staðreynd, að vinnu- vika trésmiða er í dag, og einnig samkvæmt tilboðinu, 48 klst. en ekki 46.28 klst. (hjá mörgum öðrum stéttum er sumartími 43'/2 klst. á viku). Skrif þeirra um ákvæðis- vinnu og samþykkt Trésmiða- félagsins frá 7. maí sl. um að vinna eingöngu ákvæðisvinnu í nýbyggingum eru slík, að samþykktin er slitin í sundur, og aðeins seinni hlutinn birt- ur, svo hún falli betur að efn- inu. Við teljum því rétt að birta fyrri hlutann, sem meist- arar sleppa, og er þannig: „Við gerð kaup- og kjara- samninga á síðasta ári lýsti Meistarafélag húsasmiða yfir því við Trésmiðafélagið, að stefna beri að því, að alls staðar. þar sem því verði við komið, skuli uppmælingavinna vera við höfð í stað tíma- vinnu. Þann 24. marzmánaðar var undirritaður milli félag- anna málefnasamningur, sem Trésmiðafélagið taldi sig geta unað við, þar sem í honum voru ákvæði um, að eingöngu ákvæðisvinna skyldi leyfð í öllum nýbyggingum. Nú hefur Meistarafélagið fellt að sam- þykkja þann samning, og með því gengið á fyrri yfirlýsing- ar”. Samþykktinni mótmælti að vísu stjóm Meistarafélagsins, en meistarar og aðrir hafa þrátt fyrir það virt hana nær undantekningarlaust, og hvergi komið til árekstra. Rétt er að upplýsa, að Meist- arafélagið hefur í samstarfi við Trésmiðafélagið samið og auglýst gildistöku verðskrár yfir ákvæðisvinnu, en síðan neitað að mæta á fundum í taxtanefnd til að leiðrétta skekkjur, sem í ljós hafa komið, bæði til hækkunar og lækkunar. Krafa okkar trésmiða er ekki að vera hærra launaðir en aðrar hliðstæðar stéttir, eins og eftirfarandi tölur sýna, sem meistarar hafa fengið sem boð um samninga af okk- ar háxfu: Vikukaup Kr. 1.440.00 Eftir 3 ár kr. 1.510.00 Eftir 5 ár kr. 1.545.00 Lífeyrissjóður reiknaður með í öllum tölum. Frá 1. júní til 1. okt. verði vinnuvikan í dag- vinnu 43 V2 klst. Verkfæra- gjald kr. 61.09 á viku. Frá- dráttarkaup sé vikukaupið deilt með meðal vinnustunda- fjölda + 3.56%. Reikningstala ákvæðisvinnu kr. 29.39 í dagv: (I auglýs- ingu er sambærileg tala kr. 28.95). Lífeyrissjóður af ákvæðis- vinnu verði í klst. sama krónutala og af 1. taxta. Hækkun kaupsins í prósentum sýnir hinsvegar eingöngu hversu lágt tímakaup okkar trésmiða er í raun. Til samanburðar skal þess getið, að trésmiðir búsettir annars staðar á landinu hafa í kaup og verkfæragjald 32.54 á klst. áð viðbættu orlofi og: sjúkrasjóði, og er það jafn- framt reikningstala ákvæðis- vinnu. Það sýnist því ráð fyrir trésmiði að flytja t.d. til Hafnarfjarðar og stunda iðnina þaðan. Einnig má geta þess, að Vinnuveitendafélag Vestfjarða samdi í vor við ó- faglærða menn, sem vinna við trésmíði um kr. 29.00 á klst. Þótt trésmiðir deili um margt, standa þeir sem órofa heild í þessu máli. Um það vitna einróma samþykktir tveggja fjölmennra félags- funda, en fróðlegt væri að stjóm Meistarafélagsins upp- lýsti um stuðning meistara við það, sem hún nefnir fulla sanngimi í samningum við trésmiði, og lýst hefur verið hér að framan í hverju birt- ist. Stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur ★ * * Aiidleg barneign Charlie Chaplin kvikmynda- leikarinn heimsfrægi er ham- ingjusamur. Hann er nú orð- inn 73 ára, en enn þá ungur í andanum, þv£ að hann var að eignast tíunda barnið fyr- ir nokkrum dögum. (Úr „Víisi“ í gær). ÞóOur vi.di strax tiikynna lögreglunni þetta en gamli maðurinn mótmælti því. Ég er á förum héðan og rannsókn myndi taka langan tíma. Auk þess fá þá aii'r í borginni ?ð v ta, hverjar fyrirætlanir mínar eru, og bær koina enguin við. Svo hefur heldur ekki neinu verið stölið. Hér ec allt með sömu ummerkjum eins og ég skildi við það. Já, skjalataskan er horfin, en það var eókert í henni sem verðmætt var og svarar ekki kostnaði að geia langa leit að henni. 2) Miðvikudagur 25. júl> 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.