Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 5
K. S. Karol Hvaða hugmyndir mun Ben Bella gera sér um framtíð Al- sír? Nokkurt svar við þeirri spurningu hlaut ég í löngu . samtali við Ben Bella snemma í júlí. Þótt loft væri lævi bland- ið sakir stjórnmálakreppunnar, virtist hann æðrulaus, þar sem hann var að búa sig undir för :sína til fæðingarbæjar síns. 1 fyrstu kemur hann fyrir sjón- ir sem hógvær og orðvar mað- ur, sem tekur tillit til þeirra, sem í kringum hann standa. Mér virtist hann búa yfir sjálfs- itrausti sem leiðtogi og var sannfærður um réttmæti mál- staðar síns og trúnað stuðnings- manna sinna. Hann tók það fram, að hann hefði ekki verið mótfallinn samningaumleitunum í Evian, — eins og sums staðar hefði verið gefið í skyn, — og hann ;■ lét þess getið, að hann hefði • haft aðgang að öllum skjölun- : um, sem samningaviðræðurnar ■ snerust um og hefði gert at- ! hugasemdir við þær, jafnvel : Iþótt Frakkar hefðu haft hann ■ í haldi. Þótt hann væri ekki : ■ samþykkur öllum skilyrðum, • sem Ben Khedda og samstarfs- ■ menn hans höfðu fallizt á, : lyti hann úrskurði meirihlut- • ans. “Vissulega leit ég á Evian- j samninginn sem málamiðlun og ■ telja verðu.r hann leið að marki, • en ekki markmið í sjálfu sér. : En leyfi mér að endurtaka, að ■ ég er ekki mótfallinn samn- j ingnum. Ágreiningur minn við : r m Ben Khedda lytu.r á engan hátt • að þessum hlutum." Þegar ég hafði vikið talinu ■ að heimsókn hans til Oudja, j eftir að hann hafði verið : látinn laus úr fangelsinu, en sú • heimsókn þótti orka tvímælis j og vera ögrun við Ben Klhedda : sagði hann. ,,Úr því að Ben ; ■ Khedda kaus að fara ekki með ■ mér, þá skal ekki um það sak- : ast. Ef til vill hefur hann átt ■ of annríkt til þess að geta það.“ ■ Ef til vi.ll var um að ræða rót- : ■ gróna misklíð milli hans og ■ flokks þjóðfrelsishersins þar. j Það er ekki mitt mál. „bætti : hann við“. En að sjálfsögðu ■ kom til alls konar átaka inn- : ■ an þjöðfreisishreyfingarinnar, • meðan mér var haldið í fang- elsi. Þau voru ak:ki sprottin af persónulegium mefingi. í meg- inatriðum snerust þau um það, að hvers konar byltingu var stefnt í Al-sír. Til þess að rjúfa þann vítahring misklíðarefna setti ég -fram stjórnmálalega stefnuskrá um framtíð Alsír á fundi þjöðfrelsisráðsins í Trí- poli. Ég bað þá Ben Bella að kveða á um, hvaða hlutverki hann teldi að Þjóðfrelsishreyfingin og Þjóðfrelsisherinn ættu að gegna í Alsír. „Ég hef ávallt haldið fast við það,“ svaraði hann, „að Þjóðfrelsishreyfingin ætti að annast leiðsögn þjóðar'nnar í stjórnmálum og hlyti að fara með yfirráð hersins. Stefnuskrá- in var samþykkt' í einu hljóði; á hana féllust bæði leiðtogar Þjóðfrelsishersins og leiðtogar mótspyrnuflokka innan Alsír. Það er þess vegna ekki sanni samkvæmt að tala um ágrein- ing milli stjórnmálamanna' og hermanna hreyfingar okkar. En þegar' kom að því að velja stjórnmálalega forystumenn flbklkisinis, varð annað upp á teningnum. Flestir félagar okk- ar, sem borið hafa hita og þunga bardaganna í landinu, eru óánægðir með meðferð mála af hendi útlagastjórnar- innar og þeir viðu.rkenna ekki umboð sumra meðlima henn- ar. Þegar Ben Khedda og sam- starfsmenn hans greindi á við meirihlutann, gengu þeir af fundi“. Ben Bella neitaði því enn, að deilur alsírsku leiðtoganna snerust um menn. Hann sagði, að forustumenn bráðabirgða- stjórnarinnar hygðust koma á fót alræðisstjórn, sem beiri't væri -gegn viilkustu meðlim- um Þjóðfrelsislhreyifingarinnar, stjórn í krafi lögreglu, er sam- rýmdist ekki fyrirheitum bylt,- ingarinnar. Ef ég á í baráttu gegn bráðabirgðastjórninni þá er það einungis til að koma byltingunni heilli í höfn“. En hvernig gat komið til þess, spurði ég, að fyrrverandi fé- lagar hans, — menn, sem hefðu setið meö honum í fanelsi, — fengjust til að taka þátt í þessari tilraun til að koma upp alræðisstjórn? Ben Bella virt- ist eiga erfitt um svar. Hann var greinilega tregur .til að ræða einstaklinga. „Menn ættu ekki að dæma .stjórnmálamenn eftir fortíð þeirra, sagði hann, heldur eftir afstöðu þeirra til vandamálanna, sem við er að etja. Messali Hadj var eitt sinn mikill maður,- en þrátt fyrir það er hann orðinn gagn- byltingarmaður. ,.Ég spurði hann þá, hvaða lausn hann hefði fram að færa og hvort hann hygðist stefna her til Alsír. Hann sagðist telja, að enn væri kostur á friðsamlegri lausn á- greiningsmála. Þjóðfrélsfsráðið / bæri að kalla saman'; jil að i; ráðið yrði fram úr vandamál- unum að friðsamlegum hætti.? Hvað tæki hann til bragðs, ef Ben Khedda neitaði að kalla Þjóðfrelsisráðið saman? „Ef svo fer, hefst ég handa“, svaraði hann. „En ég er þess fullviss, að byltingin býr yfir nægum styrlc til að ráða fram úr þess- ari kreppu." Ég sagði, að hann nefndi einatt „byltinguna“ á nafn, en mér væri, ekki ljóst, 'hvað ætti við með því orði. Að minnsta kosti hefði honum orðið tíðræddara um andúð sína á Israel en byltingastefnu- skrána, síðan hann hvarf frá Chateau d’Aunioy. „Það er rógburður. Allur ævi- ferill minn verður kallaður því til vitnis, að ég er mótfallinn kynþáttamisrétti. Nokkrir í hópi beztu vina minna eru Gyðingar, nokkrir lögfræðing- anna, sem vörðu mig voru Gyðingar. Ég mun ekki gleyma því, sem þeir hafa unnið í þágu byltingarinnar. . Ég gæti aldrei fallizt á neitt misrétti kynþátta í landinö. Þegar. ég komst svo að orði, að við vær- um „Arabar, Arabar og Ara- bar““, þá var ég staddur £ Túnis og í orðin var lögð stjórnmálaleg merking. Ég Vildi leggja áherzlu á, hlutléysi Arabarríkjanna. Hugtakið „Arabi“ miðast ekki við kyn- þátt að mínum dómi. Ég lagði aftur að honum að verða opinskárri úm byltingar- áform sín. „Sósíalisminn vei’ður að blása í bau lífsanda11, svar- aði Ben Bella. „Þau verða að hvíla á þátttöku fjöldans í stjórnmálum og brýnasta verk- efnið eru umbætur í jarðnæðis- málu.m.“ Hafði hann í huga að- gerðirnar á Kúbu. þar sem mest allt landið hefði verið þjóð- nýtt, einkum það sem verið hafði í eigu útlendinga? ,.Ég hef fylgzt af áhuga með því, sem gert hefur verið á Kúbu“, svaraði hann, en aðstæðu.r fara eftir þvf, hvert landið er. og; ég get ekkj. sagt. að við getum fvlgt fordæmi Kúbu. En hefðu ekki umbætur svipaðar þeim, sem gerðar hefðu verið á Kúbu þær afleiðingar, að allur þorri Evrópumanna hraðaði sér á brott frá Alsír? Það er enn ein groysagan, sem . heimsvalda- siímSrnir breiða út. til að . ö- . fræsja mig, þegar þeir halda 'pví fram. að ég vilji flæma Evrópubúana úr landi. Ég kýsi helzt, að be'r gengiu til staí'fa við hlið okkar og féllust á al- gerlega siálfstætt Alsír. Ef þeir gerðu það, þegðum við frám- lag þeirra fegins hugar. il Um leið og hann kvaddi, endurtók Ben Bella, að háinn æskti bess. að fvrir hernúm réði vel agaður bvltingaflokkur. Það mundi gera Alsír kleift að taka stefnu á eins hvers koriar sósíalisma. En jafnvel áður en hann hafði lokið máli sínu, höfðu nokkrir ,.bræðra“ hans tekið sér stöðu við hl'ð haris, séð var, að vandamál beirra var ekki bvlting komandi dags, heldur valdataka á líðandi degi. Þeir voru með allan hugann við sigui'för Ben Bella inn í Oran. New Statesmao. ENN EIN ÖREIND FUNDIN: NÝ TEGUND AF NEUTRÍNU Eftir því sem kjarnakljúf- arnir hafa stækkað og orðið öflugri, hafa ör- eindirnar sem vísindamenn hafa fundið haft annarlegri eiginleika og orðið erfiðari að henda reiður á. Þó hafði eng- inn búizt við að nokkurntíma myndi finnast efniseind sem væri jafn íurðuleg og sú sem fékk nafnið neutrína, þegar hún fannst fyrst við kjarna- ofn árið 1956. Þessi öreind hefur engan massa (enga þyngd) og er auk þess óraf- hlaðin og getur farið gegn- um þéttustu efni sem væru þau lofttómt rúm. En fyrir nokkrum dögum tókst vísindamönnum við Ccl- u.mbia-háskóla í New York að- leysa slíka þraut: Með því að nota öflugasta kjarnakljúf Bandaríkjanna og 5.000 lestir af bryndrekastáli tókst þeim að finna enn aðra neutrínu- tegund, og í rannsóknastöðv- um kjarneðlisvísinda víða um . heim búa menn sig þegar undir að kanna þessa nýju ör- eind efnisins. Menn höfðu ekki fyrr stað- fest tilveru neutrínunnar sem öreindar að í ljós kom að hinar svonefndu pí-mesónur (einnig kallaðar píónur), miðl- ungsþungar öreindir, breytast í heldur léttari eindir, sem ikallaðar eru mú-mesónur (múónur). en ókunn öreind flytur burt hluta af orku þeirra. I fyrstu héldu kjarn- eðlisfræðingarnir að þarna væri um venjulegar neutrínur að ræða. En þeir .tóku brátt að efast um það, og gátu sér þess til að þarna kynni önnur neutrínutegund að vera að verki. En það hafði verið nógu erfitt að hafa upp á hinni venjulegu neutrínu. Hvernig skyldi þeim ganga að finna öreind sem væri enn hverfulli? Til þess notuðu þeir hinn geysiöflugu synkrotrón í Bróok haven National Laboratory á Framlhaid á 7. síðu. Prófessor Schwartz við „neistahólfið". Miðvikudagur 25. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.