Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 3
Dönsku piltarnir léku góöa Gestir Þróttar frá Holbæk á Sjálandi léku fyrstu leiki sína hér í Reykjavík á mánudagskvöld á Laugardals- vellinum. Fyrsti leikurinn var í öðrum flokki við gestgjafana og fóru leikar þannig að Holbæk vann með 3:0 eftir að leikar höfðu staðið 1:0 £ hálfleik. Hinn leikurinn var í þriðja flokki, þar kepptu Víikingar við gestina og fór þar á sömu leið, gestirnir sigruðu og þá með aðeins meiri mun eða 4:0. Gestirnir kunnu meira Ekki verður annað sagt en þessi úrslit hafi verið sann- gjöm, og að íslenzku liðin hafi sloppið heldur vel að fá ekki fleiri mörk. Liðin hafa svipaðan leikstíl, og er greinilegt að þessir ungu menn í báðum aldursflokkum hafa gengið í gegnum sama „knattspyrnuskóla". Um annan flokkinn, má segja, að einstaklingar liðanna eru svipaðir að vexti og hlaup- hraða. En leikni og knattmeð- ferð Dananna var miklu betri, bæði í því að spyrna knettinum og þó sérstaklega að taka á móti knettinum. Það venjulega var að knötturinn hrökk svo og svo langt frá Þrótturunum, er hann kom til þeirra og þeir ætluðu að stöðva hann. Þetta er annað undirstöðuatriðið í allri knattspyrnu — að ráða við knöttinn. Það er greinilegt að hinir dönsku gestir hafa lagt mún meiri. rækt við það atriði en Þróttur og því fór sem fór. Þetta er þó. aðeins æfing- aratriði, sem hver og einn get- ur iðkað þangað til náðst hefur svo og svo góður árangur. Hitt aðalatriði knattspyrn- unnar er skilningur á samleik, sem er lykillinn að góðri knatt- spyrnu. í þessu atriði voru dönsku piltarnir mun þroskaðri og var skemmtilegt að sjá að næstum alltaf var reynt að finna næsta mann, og næsti maður var undracft viðbúinn, þannig að hvað eftir annað mátti sjá verulega skemmtilega hugsaðan samleik. Þarna eiga Þróttarar mikið ólært, og þó að við bæri að þeir reyndu að leika saman, var það svo laust í reipunum að árangur varð enginn. Þegar svo vantar að þeir hafi nægilega vald yfir knettinum hlýtur svona að fara, annað væri ekki eðlilegt eða sanngjarnt. Það er raunar vitað, að kennslu í undirbúningsatriðum knattspyrnumanna hér á landi er mjög ábótavant, og á meðan forusta félaganná og yfirstjórn knattspyrnumála bæði í héröð- um og í landssambandsstjórn leysir ekki það mál hjakkar þetta meira og minna í sama fari, ekiki aðeins í yngri flokk- unum — það heldur áfram upp og alla leið uppí landslið. Um leikinn í þriðja flokki er mjög svipað að segja, nema að dönsku piltarnir voru með nokkra of gamla leikmenn sem fyrirfram var vitað og sam- komulag um. Sú afsökun dugði ekki til þess að afsaka tapið 4:0. Þar vantaði greinilega meiri leikni og skilning á sam- leik. Eins og þessi dönsku lið léku á mánudagskvöld á grasinu á Laugardalsvellinum var leikur þeirra góð kennslustund fyrir ungu mennina okkar. Hún gæti líka verið kennslustund þeim sem annast kennslu ungu flokkanna í félögunum í land- inu. Leikirnir hefðu ef til vill getað sannfært þá um það að ungu mennirnir í félögunum hér eiga að geta tileinkað sér þetta, ef þeim er kennt það og þar ríkir sá agi sem nauðsyn- legur til þess árangur náist. í báðum liðunum mátti sjá pilta sem sýndu athyglisverðan leik, bæði hvað snerti leikni og vinnu fyrir liðið. Sá sem mesta athygli vakti þó var hægri innherjinn í 2. flokki, en hann heitir Jörgen Jörgensen. Hann kunni á því lagið að vinna einn og ekki síður að búa í haginn fyrir samherja sína, þegar svo bar við. Hann var því beint eða ó- beint orsak að öllum 4 mörk- um liðsins. Hann er 19 ára gamall og hefur oft leikið í úrvalsliðum Sjálands í öðrum flokki, og þykir hann með efnilegustu mönnum Sjálands, og ekki ólík- legur landsliðsmaður í fram- tíðinni. Hann'sagði eftir leikinn að II. fl. Vals í Danmörku Annar flokkur Vals er um þessar mundir í keppnisferð í Danmörku í boði Lyngby sem hér var hjá Val í fyrra. Um síðustu helgi léku Valspiltarnir fyrsta . leik sinn og þá við gestgjafana, og fóru leikar þannig að Valur vann með 5 möhkum gegn 2. Þess má geta, að í fyrra sum- ar urðu Lyngby-piltarnir Dan- merkurmeistarar í öðrum flokki og þó gera megi ráð fyrir breyt- ingu á liðinu er þetta góð framistaða hjá Val. Þeir Vals- piltarnir leika fjóra leiki í ferð- inni. rUOGVM LEIGVFXVG Tveggja hreyfla flugvél. til Gjögurs, Hólmavíkur, Búð- ardals og Stykkishólms. Sími 20375. það hefði verið dásamlegt að leika á grasinu eftir að hafa leikið á malarvellinum í Vest- mannaeyjum. Það hefðu verið mikil viðbrigði. Hann sagðist hafa byrjað að leika knatt- spyrnu 6 ára gamall. Akranes og Akureyri í kvöld í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 1. deild fyrir sum- arhlé. Leika Akurnesingar og Akureyringar á Akureyri og hefst leikurinn kl. 19.00. Enn eru eftir 9 leikir í mót- inu og hal’a 5 — fimm — af sex liðum enn mögleika á sigri. Af þessum 9 leikjum eiga þessi 5 lið að leika inn- byrðis 7 leiki, hinir 2 leik- irnir eru leikir Isfirðinga hér i Iteykjavík gegn Fram og Va|!. Það eru því nokkuð margir mögulcikar eftir cnn og vcl kann svo að fara að 2, lið verði eflir leik K.R. og f.A. á Laugardalsvellinum hinn 23. sept. jöfn að stigum og verði að leika að nýju. Þess skal getið til gamans, að í 7 leikjum, sem efstu lið- in ciga eftir innbyrðis, geta stigin skipzt á 2187 mismun- andi vegu og þvi enn erfitt að gizka á lokaúrslitin, sem aldrei hafa verið tvísýnni cn i ár. * Fasteignasala * Bátasala * Skipasala * Verðbréfa- viðskipti Jón Ó. Hjörleifsson, viðskiptafræðingur. Fasteignasala. — Umboðssala- Tryggvagötu 8, 3. hæð. Viðtalstími kl 11—12 f.h. og 5—7 e.h. Sími 20610. Heimasími 32869. Mmningar- spjöld Ð A S Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS„ Vesturveri sími 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi, sími 1-37-87 — Sjó- mannafél. Reykjavíkur, simi 1-19-15 — Guðmundi Andrés- syni gullsmið, Laugavegi 50, sími 1-37-69. Hafnarfirði: Á pósthúsinu, sími 5-02-67. SAMÍDAR- KORT Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnardeildum um land all. f Reykjavík, i Hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6, Verzl- un Gunnþórunar Halldórs- dóttur, Bókaverzluninni Sögu Langholtsvegi og í skrifstofu féalgsins í Nausti á Granda- garði. Afgreidd í síma 148 97, með Kodak Hans Petersen h.f. Útsala Útsala Botðílukar, 20% — 50% ahlátlwr. GARDINIJBCÐIN Laagavegi 28. RYÐEYÐIR á skip & bíla. Er málning sem eyðir ryði Sparar tíma og fyrirhöfn. Er auðveld í meðförum. Sandblástur og ryðhreinsun óþörf. Miðvikudagur 25. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.