Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.07.1962, Blaðsíða 4
lllðOVlUINN Ctgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Drengilegar mutur í boði? 4 lþýðublaðið birti nýlega leiðara um inngöngu fs- lands í Efnaihagsbandalagið, þar sem því er lýst hvílíikur þjóðarsómi o;g nauðsyn fslandi væri að þeim félagsskap. En ýmis vandkvæði sá þetta málgagn rík- isstjórnarinnar á því að innlimun kæmist í kring. Og með dálítið benediktskri endurbót á kunnum línum var meginhugsun Alþýðuflokksins og þá sennilega rík- ísstjórnarinmar þjappað saman í þessa setningu: „Þegar býður þjóðarsómi þá verður að múta Framsókn.“ Bent var á það hér í blaðinu á hverju stigi sú stjórnmála- baxiátta er og ríkisstjórn sem telur þann kost vænstan að koma einu mesta örlagamáli íslenzku þjóðarinnar gegnum Alþingi ef takast mætti að múta heilurn stjórn- máiafloikki. 'jpíminn lét sér hægt og svaraði þessu með nokkrum orðum í ritstjórnargrein sem Morgunblaðið skilur svo að aðalmálgagn Framsóknarfiokksins sé að drótta að Alþýðuflökknum að hann þiggi erlendar fémútur fyrir afstöðu í utanríkismálum. Ritstjóri Alþýðublaðs- ins er einnig sár á sunnudaginn vegna svars Tímans en- þó óvenju hógvær, og reynir að leiða að því rök að .Framsókn hafi skipt grunsamlega um stefnu. E" ritstjóri Alþýðublaðsins segir einnig frá öðru í annars ómerkilegri sunnudaigsgrein: „Ríkisstjórnin hefur komið mjög drengilega fram við Framsóknar- flokkinn í Efnahagsbandalagsmálinu. Ráðherrar hafa mánuðum saman átt einkafundi með forystumönnum Framsóknar og skýrt þeim frá því sem var að gerast.“ Þetta eru óneitanlega fróðlegar upplýsingar, séu þær réttar. Ritstjóri Alþýðublaðsins nefnir þær í sama orð- inu og hann talar um að múta verði Framsóknarflokkn- um til þess að fram megi koma þeim ósóma, að inn- lima ísland í Efnahagsbandalagið. Og því er bætt við til útskýringar að ekiki hafi verið átt við annars kohar miútur en þær að gefa Framsókn hlut að ríkisstjórninni. Cegja má að hér sé bert talað, ef heimildin hefði verið áreiðanlegri, þó hugsazt gæti að Alþýðublaðið sé hér að blaðra frá og dylgja um það sem hinir „drengi- legu“ einlkafundir ríkisstjórnarinnar með foringjum Framsóknarflokksins hafi stefnt að. Um það skal ekk- ert fullyrt, enda þótt Framsókn hafi löngu.m verið til í tuskið við íhaldið, og hafi sýnt það eftirminnilega á ýmsum stöðum nú eftir bæjarstjórnarkosmngáinar. Þess er full þörf að þeir sem ekki vilja láta afsaÍ'a sjálf- stæði íslands með innlimun í Efnahagsbandalagið, gæti þess vel að engum stjórnmálaflolkki á Íslandi takist að hafa það að mútumáli eða kaupskaparatriði. S^ mikið er í húfi fyrir. íslendinga, að hver stjórnmálaflokkur þarf að vita það fyrirfram að slík verzlun með íslenzka þjóðarhagsmuni verð.ur ekki fyrirgefin. — s. Eðlibgar ?ipplýsingar vantar ¥ grein eftir Walter Lippmann, sem Tfíminn birti nýlega, isegir að forsetarnir Eisemhower og Kennedy ,,helztu stuðn- ingsmienn þeirra of ráðgjafar, hafi vitað og viti, að mögulegt getur verið — og stundum nauðsynlegt — -að kaupa spilltar og veikar stjórnir smárikjia.“ . l^að eru að vísu ekiki n'ein ný sannindi, að sláik „kaup“ ríkisstjórna og stjórnimiálaflokka séu verulegur báttur í utanríkismiálastefnu Bandarikjanna, hvort sem forsetinn heitir Eisenhower eða Kennedy. En •slík uimmæli og mútubrigsl her- námisflokkanna íslenzku innbyrðis gætu leitt hugann að fyrir- • bæri. sem virðist algjört feimnsimiál: Hvernig hefiur bandaríiska ” Sendiráðið á íslandi varið þeim miilljónatugum íslenzkr.a króna sem Bandariikjasitjórn h.efur áskilið sér í sambandi við „efna- hagsaðstoð“ ti] íslands?. U.m þetta hafa aljþinigiismenn spurt í f yrirspu rn atím a Allþingils, en rláðherrar herriiámsflokkanna engu viljað svara. Ekki er þó nema eðlilegt að Xslendingar iái um þetta að vita, og vndséð hvað ætti að vera því til íyTirstöðu ef allt væri með felldu. . .— Miðvíktidagur 25. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN 14 dr d nœturvakt Þórarinn Það er oft argsamt að vera blaðamaður á kvöldvakt. Stundum er það síminn sem ætlar mann að æra með ótíma- bærum hringingum þegar verst gegnir, stundum umbrotsmenn- irnir eða setjararnir sem æpa og kalla og heimta skýringar á hinu eða þessu, sem blaða- maðurinn hefur sagt eða skrif- að, ákaflega skilmerkilega að sjálfsögðu. Þá er alltaf mikil sálubót, ef andartaks friður gefst til þess að spjalla svo- lítið við hann Þórarin um guðs ki?istni í landinu, kvenfólk og brennivín eða eitthvað þar á milli. Þórarinn Vigfússon er búinn að starfa við Þjóðviljann síðan 1. apríl 1948 sem aðstoðarmað- ur pressumanna en því starfi fylgir, að hann hefur allan þann tíma unnið á næturvakt. 1 dag á hann sextugsafmæli og þar sem ég veit af eigin raun, að hann kann frá mörgu skemmtilegu að segja bæði úr starfj. sínu hér við blaðið og frá eldri tíð, brá ég mér heim til hans á mánúdaginn til þess að eiga viðtal við hann urri það sem á daga hans hefði drifið. En það er skemmst frá að segja um mín erindi$lok, að ég kom af fundi Þórarins eins og sagt er að menn komi frá vi.ðræðum við þá diplómata, sem klólcastir þylcia: ákaflega ánægður yfir alúðlegu.m cg höfðinglégum móttö.kum en ávcj að segja jafn nær um það sem ég var að fiska eftir. Jú, ég komst að því. sem ég raunar vissi áður, að Þórarinn er Slcaftfellingur, fæddur í Heiðarseli á Síðu 25. júlí 1902, sonur hjónanpa þar Ragnhild- ar Jónsdóttur og Vigfúsar Árnasonar,að hann ólst u.þp þar á Síðunni og sat m.a. yfir kví- ám hjá Birni í Holti óg las þá um nætur bækur Þorvaldar Thóroddsen og Jóns Trausta svo að eitthvað sé' nefnt. Að hann fluttíst unglingur í Skaft- ártungur og fór þaðan á afrétt í viku göngur vestur um Jökul- dali að Landmannalaugum og inn um Fögrufjöll allt austur Vigfússon. að Vatnajökli. Að hann fór 10—12 tíma lestarferðir yfir sandana og vötnin til Víkur en stundaði róðra á vetrum í Eyj- um átta vertíðir cg þurfti þá stundum að Jara gangandi að austan alla leið til Reykjavík- ur til þess að komast til Eyja. En Þórarinn varðist allra frétta um svaðilfarir á sjó og landi, volk í vötnum eða villur í þoku á fjöllum. — Ég hef ekki vilzt nema einu sinni, sagði hann, og það var í bíl í glaðasólskini. Við vorum í prentsmiðjutúr uppi í Borgarfirði. Ég fæ einnig að vita, að Þór- arinn fluttist til Reykjavíkur 1932 og stundaði hér ýmsa vinnu þar til hann réðist að Þjóðviljanum. — Hvernig atvikaðist það, að þú fórst að vinna við Þjóðvilj- ann? spyr ég. — Það var Árna vini mínum Einarssyni að kenna eða þakka. Ég hitti hann einu sinni á deildarfundi og hann sagði mér að lcoma í prentsmiðjuna. en þá var ég í bæjarvinnu. Það tók mig mánuð að ákveða þetta. Ég hafði aldrei komið í prentsmiðju áður en hafði áður unnið næturvinnu. var einu sinni næturvörður á Hótel Heklu um tíma. — Er ekki brevtandi að vinna alltaf á naaturvakt? — Jú, það er aú.t annað að vinna svona ár efti.r ár heldur en stuttan tírria. Verst er bað yfir sumarið að þurfa að sofa yfir há daginn. Ég hef oft æti- að að hætta en það hefur aldr- eí crðið af því. — Hefur ekki ýmislegt kom- ið fyrir á næturvaktinni? — Nei, pappírinn hefu.r slitn- að og þá þræðir maður bara aftur í valsana. Þesar illa gengur verðu.r mrður geðvond- ur og vísar öllu til þess neðsta, en • þe.ð þýðir ekkert, maður verður að þræða fyrlr því. Lengsta vakt sem ég hef stað- ið voru held ég 22 tímar en þá prentuðum við í einu þrjú blöð, tvö af Þjóðvilianum og Mánudagsblaðið, og, geklc illa. Við förum að telja saman með hvað mörgum pressu- mönnum Þórarinn er búinn að vinna á þessum 14 árum og þeir reynast vera 10 eða 11. Og ég fer að inna hann eftir ein- hverjum skemmtilegum sögum úr samstarfinu við þá. Oft hef- u.r t.d. verið sagt, að prenturum þyki sopinn góður ekki síður en blaðamönnum og stundum slæðist síðförult fólk sem á leið um Skólavörðustíginn, á prent- smiðjugluggann. En Þórarinn verst allra frétta. — Ég tel það allt bindind- ismenn, sem ég hef unnið með og nú eru þeir orðnir svo strangir bindindismenn. að þeir myndu krossa sig, ef við fengj- um einhverjar heimsóknir, þótt ég gerði það náttúrlega ekki. segir Þórarinn grafalvarlegur. — Er þá enginn lengur breyskur nema þú? skýt ég inn í. — Nei. nei, nei- Að lokum lætur Þórarinn þð tilleiðast að segja mér eina sögu um heimsókn á gluggann. — Ég man einu sinni eftir því, það er langt síðan, að það kcm fullur bíll af fólki, sem auðsjáanlega hafði verið að skemmta sér. Ég var einn við pressuna þá stundina og það kemur á gluggan fín frú, sem ég ekki þekkti, og biður mig að gefa sér eitt blað og segir: Má ég ekiki kyssa þig fyrir. Jú, það var nú sjálfsagt, en svo segi ég við hana, þegar hún var búinn að kyssa mig, hvort hún vilji ekki bara fá allt upp- lagið, auðvitað í von um méiri borgun. Þá hló fókið í bílnum mikið. En nú fæst Þórarinn ekki til þess að segja fíeiri sögur og Víkur að öðru efni. — Beztu endurminningar mínar á ég úr Skaftártungu frá því ég var þar unglingur um tvítugt. Skemmtilegast var að vinna í vegavinnu. Einu sinni var ég austur í Tungu eitt sumar og vann með góðum hagyrðingi, Helga, föður hans Frímanns ‘ okkar. Ég var þá bústjóri hjá matarfélaginu og einu sinni skellti hann á mig vísu, er við vorum saman við kanthleðslu á veginum, óg þótti ég vera heldur laus Við verkið: Fór að brytja. bústjórinn, bciaspað í miðdaginn, mér finnst varla maðurinn megi snerta’ gaffalinn. Ég reyni hins vegar að leiða talið aftur að sögum úr prent- smiðju.nni og spyr Þórarin, hvort hann kunni ekki eiri- hverja góða sögu um blaða- menn. — Ég veit akkert um blaða- menn, segir hann með sakleys- issvip, þótt glettnin dyljist ekki í augnakrókunum. Þá. gefst ég loks upp. Þótt þetta rabb sé hvorki fugl né fiskur, vcna ég, að Þór- arinn vinur minn fyrirgefi mér þáð. Ég vildi nefnilega ekki gera honum þann grikk að semja u.m hann eina af þéssum hefðbundnu afmælislofgrein- um, eins og hann hefði þó átt ski.lið, úr því hann vildi ekki leysa frá skjóðunni. Að lokum vil ég svo færa honum fyrir hönd okkar sam- starfsmannanna' á Þjóðviljan- um beztu árnaðarósikir á af- mælinu með þökk fyrir sam- vinnuna á liðnum árum. S.V.F. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.