Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 6
I g SÍÐA ÞJÖÐVILIINN Sutanudagur 18. ágúst 1963 HIN SKIPULAGÐA GLÆPASTARFSE EIN HELZTA „ATVINNUGREIN'" U. S. VerSur framburður leigumorSingJans Joseph Valachi til þess aS glœpafélögin verSi loks brotin á bak aftur eSa tekst þeim i þetta sinn sem fyrr aS losna ur gildrunni? Hin skipulagða glæpastarfsemi í Bandaríkjunum, sú sem venjulega gengur undir nafninu „Crime Synd icate“, er ein alIraheMa „atvinnu- grein“ landsins. Áætlað er að árstekjun hinna skipulögðu glæpafélaga nemi um 40 milljörðum dollara á ári. Þetta samsvarar um átta prósent af öllum þjóðartekjum Bandaríkjan na og er nálægt því að vera helm- ingur af ríkisútgjöldunum. Það hefur því vakið mikla athygli að nú virðast loks vera nokkrar horfur á að takast megi að ganga milli bols og höfuðs á þessum volduga félagsskap. Einn af leigumorðingjum glæpa- félagsins, maður að nafni Joseph Valachi, hefur sagt bandarísku sam- bandslögreglunni FBI frá glæpaverkum sínum, lagt öll spilin á borðið. Framburður hans gæti orðið til að hægt myndi að koma lögum yfir for- ingja glæpafélagsins, og því hafa þeir heitið 100.000 dollurum hverjum þeim sem kemur honum fyrir kattamef. Höfundur yfirlitsgreinarinnar sem hér birtist, Piero Saccenti. er þeirr- ar skoðunar, að glæpaforingjunum muni takast að ryðja Valacbi úr vegi, þótt hans sé nú vandlega gætt, enda eru þess mörg dæmi að þeim hafi tekizt slíkt áður. Glaspasamtðkin sem kölluð eru „The Crime Syndicate'1. en hafa einnig önnur nöfn, „Murd- er Inc.‘‘ (Hlutafélagið morð) og „Cosa nostra“ (Okkar hlutur). voru upphaflega stofnuð í mai 1929, þegar helztu glæpafor- ingjar Bandarík.janna komu saman á fund í Atlantic Ci‘,y. Meðal þeirra voru Lucky Luciano, Frank Costello, Joe Adonis, Louis Buchalter, Buggsy Spiegel, Meyer Lansky. Abner Zwillman og Dutcþ Schultz. Þessi samtök hafa ráðið lögum og lofum í glæpaheiminum í Bandaríkjunum, en nú gæti virzt sem takast mætti að brjóta þau á bak aftur. Eitt af leiguþýjum þeirra . hefur lagt spilin á borðið og ætlunin pr að leiða hann sem vitni gegn glæpaforingjunum. Langur glæpaferill Joseph Valachi er einn af fjölda leigumorðingja sem glæpafélagið hefur haft j þjón- ustu sinni. Hann er nú sexíug- ur að aldri. Árið 1918. þegar hann var 15 ára gamall. var hann handtekinn í fyrsta sinn fyrir minniháttar afbrot og glæpaferill hans ' hefur aðeins sjaldan verið rofinn af setum í fangelsum, þar til hann var tekinn höndum og dæmdur í Í5 ára fangelsi árið 1960 fyrir eit- urlyfjasölu. Þá fékk glæpafé- lagið hugboð um að hann hefði brugðizt þagnarheiti sínu og Valachi þóttist viss um að bað myndi refsa honum með lífláti. 1 fyrra drap hann einn af með- föngum sínum sem hann grun- aði um að hafa verið keyptur til að ráða hann af dögum og fyrir það manndráp var hann síðar dæmdur í æviiangt fang- elsi. Að því loknu hafði hann engu að tapa og tók þann kos' að leysa frá skjóðunni. Eiga volduga vini I heilt ár hefur hann verið yfirheyrður af sambandslögregl- unni FBI og ætlunin er að hann verði leiddur fyrir þing- nefnd bráðlega sem kannar starfsemi glæpafélaganna. en þau hafa heitið 100.000 dollui- um hverjum þeim sem dreour Valachi. Það verður að telia ósennilegt að Valachi komist undan þeim örlögum sem glæpafélagið hefur ætlað 'non- um. Það á volduga vini í bandarisku lögreglunni í rétt- arkerfinu. í fangelsunum og í stjómarskrifstofum hvarvetna. Enda þótt ár sé liðið sfðan Vai- achi leysti frá skjóðunni. hefur enginn foringi glæpafélagsins enn verið tekinn höndum vegna framburðar hans. Staðfestingu vantar Málið er þannig vaxið. að hve mikilvæ^yr sem framburð- ur Valachis kann að vera. næg- ir hann ekki einn til bess að koma lögum yfir glæpaforingj- ana. 399. grein hegningarlaga New York fylkis hljóðar nefm- lega þannig: „Ekki er hægt að sakfella sakborning vegna framburðar eins af sökunaut- um hans. nema það sé staðfesí með framburði annarra, að sak- bomingurinn hafi framið bað afbrot sem hann er sakaður um“. , Það var eippjitt,r.tiþ ,Sð iltOR?9 í veg fyrir slíka staðfestingu á framburði Valachis, að þrír leigumorðingjar giæpafélagsins. sem hefðu getað vitnað með honum, hafa verið drepnir síð- Ustu daga, þeir Joseph Card- iello og Louis Mariani úr glæpaflokknum sem kenndur er við foringja hans Gallo, og Liborio Gagliani. Taismenn FBI eru sannfærðir um að blóðbað- ið muni halda áfram. Komið fyrir kattarnef Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FBI hefur reynt að ráða niðurlögum glæpafélagsins með framburði vitna sem verið Vlto Genovese Lík Anastasia á gólfi rakarastofunnar. Frank Costcllo eftir tilræðið Wm*' Joscph Valachi höfðú í þjónustu þess, en það hefur ævinlega mistekizt. Vita- unum var komið fyrir kattar- nef. áður en þau gætu skýrt dómstólum frá því sem þau vissn. Þannig fóv um framburð Rupolo, en hann hefði getað orðið glæpafélaginu meira en skeinuhættur. Einn helzti for- ingi glæpafélagsins. Vito Gen- ovese. hafði falið honum að ryðja úr vegi glæpamanninum Willie Gallo, sem hafði ásamt Ferdinand „The Shadow“ Bocc- ia svikið Genovese um 8.500 doliara. Rupolo mistókst tilræð- ið. Hann var handtekinn 1944 fyrir annað banatilræði sem einnig mistókst, og tók þá að leysa frá skjóðunni. Hann skýrði lögreglunni meðal annars frá því að Vito Genovese væri höfuðpaurinn í „Hlutafélaginu morð“ og gaf skýrslu um fjölda glæpaverka sem Genovese hefði gefið fyrirmæli um. þ.á.m. um morðið á blaðamanninum Carlo Tresca. Eneinn handtekinn En þessi framburður Rupoio dró ekki neinn dilk á eftir sér. Enginn þeirra sem hann saK- aði um að hafa framið morð og önnur glæpaverk var hand- tekinn. Vito Genqvese var þá staddur á Italíu á vegurn bandaríska hersins og háttsattir herforingjar gáfu honum þann vitnisburð að hann hefði veiit hernum ómetanlega aðstoð á Sikiley og Ítalíu. Mál gegn hon- um og glæpaflokki hans vai látið niður falla. Glæpafélagið hafði ekki kippt sér upp víð framburð Rupolo, þar sem það vissi að Genovese og aðrir for- ingjar þess voru undir vernd- arhendi • bandaríska hersms. öðru máli gegndi um fram- burð annars leigumorðingja sem svikið hafði þagnarheitið. Hann var drepinn. Tólf daga jnfcningur Sá nefndist Kid Twist Reles, sem hafði viðurnefnið „Apinn-1 Það hafði hann fengið vegna krafta sinna, en hann notaði sjaldnast vopn við morðiðju sína, heldur kyrkti fómarlömb-* in. Frá 1931 þar til hann var handtekinn níu árum síðar var hann alræmdasti morðinginn i Brooklyn. Eftir handtökuna kom hann þeim boðum til sak- sóknarans í New York að hann væri reiðubúinn að leysa fra skjóðunni gesn því að hætt yrði við málshöfðun gegn hon- um. Og hann leysti sannarlega frá skjóðunni: I tólf daga sátu hraðritarar baki brótriú víð‘ að skrifa upp játningar hans um glæpi sem hann hafði franuð víða í Bandaríkj-umwo«.-Jc •A'* Angeles, New Jersey, Detroit, Sullivan, Louisville og Kansas City að ógleymdri New York. Hann sleppti engu. Liðið lík Reles nefndi. nöfn Buggsy Siegel. Lucky Luciano. Lepke og annarra foringja „Hlutafé- lagsins morð“ og skýrði frá þætti þeirra í hinum margvis- legustu glæpaverkum. En ^tarf hraðritaranna var unnið fynr gýg. Áður en hægt yrði að leiða Reles fyrir rétt og láta hann endurtaka framburð sinn fynr dómara, var hann liðið lik. Hann var myrtur, enda bótt margir, lögreglumenn gættu hans — og lék reyndar sterkur grunur á að lögreglan sjálf hefði myrt hann. Annað leigu- þý glæpafélagsins. Rudolph að nafni sem kallaður var „Harry the Mock“ hafði áður gefið ýt- arlega skýrslu { um glæpaferil þeirra Joe Adonis, Frank Cost- ello og Albert Anastasia. Þá ‘ skýi'slu' hafði hann undirritað áður en hann dó í fangelsinu á vofeiflegan hátt. Talið var að honum hefði verið byriað eltur. „Féll“ út um gjlugga Reles staðfesti framburð Rud- olphs í einu og öllu, en þé gerðist ekkert og enginn glæpa- foringjanna var handtekinn. Sex mánuðir voru liðnir frá þvi að Reles leysti frá skjóðunni og þá skýrði saksóknarinn! í New York. William O’Dwyer. sem ,síðar var kosinn borgar- stjóri, að hann myndi láta hand- taka Albert Anastasia fyrir morð á manni að nafni Mo’sí: Diamond. En 12. nóvemb,?r 1941 lauk ævi Relesar. Hann „féll“ þá út um glugga á Ibúð þeirri á sjöttu hæð. þar sem hann dvaldist undir lögreghi- vernd. Rannsókn sem gerð var á þvi hvernig andlát hans nefði borið að höndum bar engan ár- angur. „Dauðans matur“ Reles hafði ,ekki farið í nein- ar grafgötur með hvað hann myndi eiga í vændum’ ef for- ingjar félagsins væru ekki sett- ir bak við lás og slá. Hvað eftir annað hafði hann sent O’Dwyer og aðstoðarmatmi hans, Burton B. Turkus, bréf. þar sem hann kvartaði vtir seinagangi þeirra. Tveimur dög- um áður en hann var myrtur sagði hann þannig í bréfi ti! Turkus: „Hvers vegna hand- takið þið ekki Joe Adonis. Longie Williams. Anastasia og alla hina? Þið þekkið ekxi þessa þrjóta eins vel og ég. Þeir mundu hafa upp á mér hvar sem væri j heiminum. Og þá væri ég dauðans matur" Einn af mörgiim Mörgum árum síðar, eftir að O’Dwyer hafði komizt til mestu mannvirðinga í New York, kom á daginn að hann hafði þegið stórfé í mútur frá Ana- stasia og öðrum foringjum glæpafélagsins. Hann kom sér undan til Mexíkó og aldrei var höfðað neitt mál gegn honum. Hann var aðeins einn þeirra mörgu bandarísku ráðamanna sem glæpafélagið hefur í vasan- um og þeir voru margir sem höfðu ástæðu til að óttast um mannorð sitt ef hann hefði ver- ið dreginn fyrir rétt. Þótt liðin séu allmörg ár síðan þetta gerðist hi?fur vald glæpafélagsins síður en svo dvínað og það er bess vegna sem Joseph Valachj hef- ur nú fulla'' ástæðu til að óttast um lif sitt þar sem bandaríska Framhald á 8. síðu MÁL O G MENNING -NÝ FÉLAGSBÓK Mannkyns- m eftir BERGSTEIN JÓNSSON. Mannkynssaga Máls og menningar er brautryðj- endaverk í íslenzkum sagníræðibókmenntum og hefur hlotið almennar vinsældir. — Með þessari bók eru komin út fjógur bindi. — Bókin er 480 blaðsíður með mörgum myndum. Félagsmenn í Reykjavík sem ekki Haía þeg- ar fengið bókina eru beðnir að vitja henn- ar í Bókabúð Máls og menningar Lauga- vegi 18. MÁL O G MENNING Laugavegi 18

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.