Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 12
Kjðrin heiðursborgari Ólafsfjarðar Frú Jónína Sæborg er að góðu kunn öllum þeim íslendingum, er dvalizt hafa í Ósló und- anfarna áratugi. Þjóðviljinn hafði spurnir af því, að frú Jónína hefði gefið höfðinglega gjöí til elliheimilisins í Ólafsfirði, og í fyrradag var hún kjörin heiðursborgari Ólafsfjarðar. Und- anfárna daga hefur frú Jónína dvalizt í Reykja- vík með ættingjum sínum, en hélt utan í gær. Þjóðviljinn hafði tal af Jónínu og bað hana að segja lesendum smávegis af sínum högum. — Ég er fædd í Ölafsfirði 19. júní 1890, segir Jóníno, og hef alltaf verið stolt af því að vera fædd á kvenrétt- indadaginn. Faðir minn var Bjöm Guðmundsson frá Bás- um, hann var í daglegu tali kal'laður Bása-Björn. Hann var sendur út í Grímsey sem hreppstjóri, og þangað fór ég átta ára gömul. Fjórtán ára gömul fór ég til Akureyrar að vinna. — Og þegar ég var 23 ára gömul urðu svo örlögin á vegi minum. Þá giftist ég norskum manni, Even Joíhann- essen. Hann hafði verið send- ur til íslands til að aðstoða við að koma upp síldarverk- smiðju á Siglufirði, og vann við logsuðu. Með honum flutt- ist ég til Bergen og þaðan til Hamars. Þar vorum við í átta ár, en fluttumst síðan til Oslóar og þar hef ég ver- ið síðastliðinn 37 ár. Nú eru um það bil þrjú ár síðan maðurinn minn dó. Við áttum þrjú böm. sem öll eru á lífi og öll búa í Osló. Við hjónin tókum okkur nafnið Sæborg, það er e/tir staðnum þar sem við byggðum. — Það hefur alltaf verið gestkvæmt hjá okkur. heldur Jónína áfram. Fyrst eftir stríðið voru mikil húsnæðis- vandræði í Osló, eins og raun- ar enn. Þá bjuggu jafnan hjá mér nokkrir * íslendingar, námsmenn og aðrir, sem voru að leita sér að húsnæði. Vinur minn Jón Pétursson bjó hjá mér í þrjá mánuði, man ég var. hann er nú dýralæknir á Egilsstöðum. Og svo voru að jafnaði tveir eða þrír fasta- gestir. Þá var heldur ekki kominn stúdentabærinn á Sogni, og aUt miklu erfiðara. Ferðafólk kom alltaf mikið lil mín og gerír enn. — 1955 var mér svo boð’ð heim til fslands. það voru vinir mínir og vandamenn, sem það gerðu, og svo eipnig stúdentar, sem hjá mér höfðu búið. Fyrir þrem árum var ég líka í iheimsókn, og nú er ég enn komin. f þetta skipti brá ég mér út í Grímsey. þangað hafði ég ekki komið í 55 ár. Það fór eins og eldur í sinu um alla eyna, að dóttir hans Björns frá Básum væri komin aftur! Við spyrjum Jónínu um gjöi hennar til Elliheimilisins í Ölafsfirði. Hún hefur stofnað sjóð, og er ætlunin að verja honum til að styðja þá fram- kvæmd. Nú er verið að hefja byggingu sjúkrahúss á Ölals- firði, og er ætlunin að ein álman úr þeirri byggingu verði gömlu fólki ætluð. Ég byrjaði með 28 þúsund krón- ur, segir frú Jónína. Síðan hef ég verið að auka sjóðinn eftir föngum, og nú er hann orðinn 170 þúsund. Og ef ég lifi og held heilsu til að bród- éra og sauma, ætla ég enn að auka hann á næstu árum. — Ég hef verið hamingju- barn. segir Jónína að lokum. Ég hef átt dásgmlega góðan mann og indæl börn, gott heimili og um hvað getur maður meira beðið? Það er eins og allt hafi leikið mér í lyndi í þessari ferð. og ailir hafa keppzt við að gera mér hana sem auðveldasta og skemmtilegasta. Flugfélag Is- lands gaf mér ferðimar. Nú er ég á förum út og auðvitsð með yfirvigt, en þeir sögðu bara, að ég skyldi hvei*gi vera hrædd, þeir skyldu sjá um að koma mér út aftur! Ég hef gert víðreist um landið, komið í Skálholt og að Hólum. skoð- að Bessastaði og brugðið mér í laxveiðitúrí Og nú er ég á förum. Það eitt þykir mér að ferðinni, að ég hefþyngztum sex kiló, og eins og hver kvenmaður veit tekur ár að losna við þau aftur! Og svo kveðjum við Jóninu Sæborg. Hún hélt utan í .gær og fylgja henni kvéðjur og ámaðaróskir allra hinna fjöl- mörgu vina hennar hér. Veri hún Velkomin til fslands aft- ur sem fyrst. Sunnudagur 18. ágúst 1963 — 174. tölublað — 28. árgangur. NþrSvíkingar eru rígmontnir" Þjóðviljinn átti i gær ör- stutt viðtal við Bjarna Einars- son skipasmið í Njarðvíkum, föður Guðrúna^ fegurðardrottn- ingar. — Hvenær fréttir þú af þessu Bjarni? — Ja. Það hringdi nú einhver maður \ mig klukkan hálfþrjú í nótt og' sagði mér fréttirnar, svo hringdi Einar (Jónsson) klukkan hálffjögur og Guðrún klukkan sex. — Var hún ekki ánægð? — Jú, hún var ósköp ham- ingjusöm, en alveg róleg. Sagð- ist ekki vera farin að trúa þessu ennþá. Hún var svolítið rugluð telputátan. — Veiztu nokkuð hvað hún ætlast fyrir? — Nei Hún hefur nú verið módel í París undanfarið og ætlaði þangað aftur. — Þessi ósköp rugla náttúr- lega öllum þessum plönum? — Ég veit það bara ekki. Hún vissi það ekki sjálf. — Segðu mér eitt í fúlustu alvöru. Ertu ekki montinn? — Ja, hvað á maður að segja? Mér finnst náttúrlega afskap- lega gaman að þessu, en hitt er ekki verra: Njarðvikingar eru rígmontnir, einkum þeir eldri! Hver hefði líka truað því um Njarðvíkurnar, að ættjörðin frelsaðist þar? 23. sambandsþing UMFÍ í september n Ungfrú Alheimur 1963 ffff •23. sambandsþing Ungmenna- félags íslands verður þaldið í Reykjavík að Hótel Sögu dag- | ana 7. og 8. september n.k. og i hefst það kl. 2 e.h. á laugar- dag. Aðalmál þingsins verður Hlutverk æskulýðsfélaga. Önn- ur meginmál: Lagabreytingar, íþróttir, starfsíþróttir, fram- kvæmdir í Þrastaskógi, næsta landsmót UMFX. Rétt til þingsetu með fullum réttindum hafa 65—70 fulltrú- ar frá héraðssamböndunum eg félögum utan héraðssambanda auk s&mbandsstjórnar. Héraðssambandið Skarphéðinn hefur tekið að sér framkvæmd næsta landsmóts í samráði við stjóm Ungmennafélags íslands. Haldnir hafa verið kynninga- fundir og stutt námskeið í starfsíþróttum — starfsfræðslu — í fimm héraðssambömdum undanfarnar vikur á vegum vann í skipasmíðastöð Guðrún Bjarnadóttir, hin I nýkjörna Ungfrú alheimur ! 1963, fæddist í Njarðvíkunum 40 prófess- orar segja af sér SAIGON 17/8. — 40 prófessorar við háskólann í Hue í Suður- Víetnam hafa sagt af sér em- bættum í mótmælaskyni við trúarbragðaofsóknir Dierns ein- ræðisherra. Ákváðu prófessorarn- ir þetta á fundi snemma í dag. Áður hafði ríkisstjómin vikið rektor háskolans úr embætti. Rektorinn er prestlærður kaþó- likki en honum var gefið að sök að hafa ekki hindrað stúdentana í að taka þátt í mótmælaað- gerðum búddatrúarmanna. í fyrrinótt hófst 53. aðalfund- ur Skógræktarfélags íslands en hann er haldinn í Skíðahótelinu í HlíðarfjaUi við Akureyri. Sitja fundinn um 70 fulltrúar frá skógræktarfélögum víðs vegar af landinu en þau eru 29 að tölu. Fundinum lýkur í dag. árið 1942, nánar tiltekið 11. desember. Hún er dóttir Bjarna Einarssonar skipasmiðs og Sigríðar Stefánsdóttur konu hans. Þyert gegn því, sem við höfum hugsað okkur, hefur Guðrún aldrei unnið í frysti- húsi, hinsvegar — sem er al- veg áreiðanlega einsdæmi með fegurðardrottningar — hdfur hún unnið í skipasmíðastöð. Guðrún undi semsagt hag sínum allvel í Njarðvíkunum fram eftir aldri. Hún vann hjá föður sínum á skrifstofu skipa- smíðastöðvarinnar og gekk ekki með neinar grillur. 16 ára gömul fór hún út til afa- systur sinnar, sem hefur lengi búia í Hull og var hjá henni “itt ár Kom svo heim og hélt áfram að vinna hjá föður sín- um í skipasmíðastöðinni. Það er alveg áreiðanlegt, að strákarnir í gagnfræðaskólan- um þarna suðurfrá, hafa ekki verið alveg heilbrigðir fyrir hiartanu þevar þeir horfðu á eftir henni Guðrúnu, þar sem hún tölti heimleiðis með skólatöskuna í annarri hend- inni og allskonar flókin bók- haldsvandamál í höfðinu. Strákagreyin! Svo skeður það, þegar stúlk an er 19 ára, að hún er allt í einu orðin opinberlega við- urkennd, sem fegursta stúlka íslands. Og það er nú bara hreint ekki svo lítið þegar ís- lenzka kvenfólkið er grand- skoðað. Nú. Litla stúlkan, sem hafði í nokkur ár hjálpað pabba sínum í skipasmíðastöðinni í Njarðvíkum var allt í einu komin austur til Beyruth í Líbanon og keppti þar um tit- ilinn „Miss Europe“, sem hún vann raunar ekki. Skítt með það, hinsvegar kom hún heim reynslunni rík- ari og alveg ákveðin í að ger- ast skipasmíðavinnukraftur um ófyrirsjáanlega framtíð. En enginn ræður sínum næt- urstað. Pabbastelpa fór tll Kaup- mannahafnar og gerðist tizku- módel, og víkingablóðið í Njarðvíkurstúlkunni sauð svo í æðum hennar að hún varð að gera svo vel og fara til Parísar. Þar var hún við góð- an orðstír þangað til 2. ágúst s.l. þá kom hún heim til að missa ekki af verzlunarmanna- helgiruii. Þann 5. ágúst fór hún svo vestur til Kalifomíu, nánar tiltekið á Langasand, með þeim árangri, sem nú er albjóð kunnur. Hvort sem hún hefði nú orð- ið Ungfrú alheimur eða ekki, átti hún að mæta sem heiðurs- gestur í samsæti íslendinga í Kaliforníu laugardaginn 24. ágúst, hinsvegar átti hún að vera komin til vinnu sinnar í París 2. september. f milli- tíðinni var svo meiningin að koma heim í nokkra daga eg líta á skipin Hvað á maður svo að segja, þegar lítil pabbastúlka frá Njarðvíkum suður verður Ung- frú alheimur? Til hamingju! — G.O. Ungmennafélags íslands. Stefán Ólafur Jónsson og Vilborg Bjömsdóttir hafa leiðbeint. Framkvæmdastjóri UMFÍ hélt nýlega fundi með forustumönn- um í Héraðssambandi Suður- Þingeyinga og Ungmennasam- bandi Eyjafjarðar. Einkum var rætt um næsta landsmót, sem haldið verður að Laugarvatni 1965. Seinna í sumar mun framkvæmdastjóri heimsækja Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands og fleiri sambönd, ef tími vinnst til. Litkvikmyndii Ósvalds sýndar úti á landi ! Litkvikmyndir Ósvalds Knud- sen, sem sýndar voru við mikla aðsókn í Reykjavfk og víða á Vesturlandi í vor, verða nú sýndar á næstu vikum í Borg- arfirði og á Norður- og Aust- urlandi. Sýningar hefjast að Hlégarði þriðjudagskvöld. Mynd- irnar eru fjórar: Eldar í Öskju, Halldór Kiljan Laxness, Bamið | er 'horfið og Fjallaslóðir. ..Hlouptu af þér hornin" Um þessar mundir er leik- flokkur Helga Skúlasonar á sýningarferðalagi um Jandið með leikritið „Hlauptu af þér hornin“. Þetta er snjallt gam- anleikrit og flytjendurnlr flestir kunnir leikarar, en þeir eru: Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Brynja Benedikts- dóttir, Helga Baekmann, Guð- rún Stephensen og mjög efni- legur nýliði, Pétur Jónsspn. Mun flokkurinn sýna leikinn hér í Reykjavík í næsta rpán- uði að lokinni leikförinni. — Myndin er af Brynju Bene- diktsdóttur í hlutverki sinu i <S> leiknum. (Ljósm. Þjóðv. G.O.)' sSMiSíj i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.