Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.08.1963, Blaðsíða 7
«1 3ur 18. ágúst 1963 MÖÐVIUINN SÍÐA y UM SKJOLDUNGASOGU Bjami Guðnason: XJM SKJÖLDUNGASÖGTI. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1963. Hvað er Skjöldungasaga? Af henni hafa farið furðu iitlar sögur á síðari öldum, þegar frá eru skilin lærðra manna rit á síðastliðinni öld og yfirstandandi, en þau rit hafa lítt náð til alþýðu manna á Islandi. En enginn þeirra fræðimanna, sem títt hafa séð ástæðu til að geta Skjöldunga- sögu og fara um hana fleiri eða færri orðum, hafa hana augum litið eða talað við nokk- urn mann, sem haft hefur að- stöðu til að fara um hana höndum. Sennilega eru nokkur hundruð ára frá því að mann- legt auga leit eitt blað af þeirri bók, og þá auðvitað í afriti af afriti í marga liðu og þá brenglað og bramlað frá upphaflegri mynd, eins og títt , var um afrit af fombókmennt- iim okkar, þegar fram liðu stundir. í lok 16. aldar sat mik- ill lærdómsmaður i Norður- landi, Arngrímur Jónsson, sem kallaður var „lærði“, af sömu ástæðu og Ari Þorgilsson hlaut viðumefnið „fróði". Hann var náfrændi Guðbrands Hólabisk- ups og vann sér svo mikið til ágætis í skiptum við um- heiminn, sem var mjög fjar- lægur á þeim árum, að til er ætlazt, að hvert einasta manns- barn á fslandi viti á honum nokkur skil, þegar það hefur lokið barnaskólalærdómi sín- um. Rétt fyrir aldmótin 1600 tekur Arngrímur það að sér að afla sagnritara Danakonungs sem yfirgripsmestra frásagna, sem að haldi mættu koma við að setja saman fornsögu Norð- urlanda. Svo er það í lok síð- astliðinnar aldar, að Daninn Axel Olrik dró fram í dags- ljósið ágrip af sögu Danakon- unga, og var hún sú hin sama, sem Amgrímur Jónsson hafði sent hinum danska sagnritara og áður er getið. Og það duld- ist engum norrænum fræði- manni, að aðalheimildin að þvi riti Amgríms hafði vferið Skjöldungasaga í einhverri mynd. Xæssi blöð voru fræðimönn- um kærkominn fengur, því að áður mátti heita, að það eitt væri um Skjöldungasögu með vissu vitað, að Snorri Sturlu- son gat hennar í Ynglingasögu og vitnaði þar til hennar. Það vissu menn síðast af tilvist hennar, að hennar er ' getið í máldagabók yfir bókaeign klaustursins á Möðruvöllum í Hörgárdal, og er talið, að sá máldagi sé ritaður um 1460, þar til í ljós þykir koma, að Arn- grímur lærði hafi haft hana með höndum um 1600. Það eitt bótti með vissu vitað um þessa horfnu sögu, að hún hafi verið saga Danakonunga og \að bví hliðstæð við Noregskon- ".ngGsögur Snorra. Um ritunar- tíma hennar varð það eitt vit- að, að hún var fyrr rituð en Heimskringla Snorra, en' um gerð hennar var allt á huldu og getgátur þar um af ýmsu *ági. Og rit Arngríms bættu •bar lítið úr, því að mjög þótti ■ bað orka tvímælis, á hvern hátt sá lærði maður hefði not- 'ært sér þessa heimild sína. -n sú skoðun fylgismest, að hann hefði aðeins tekið úrdrátt ■'eirra atriöa. sem þvðingar- -oest vnru fvrir sögu Dana, en óieont öðr". auk bess sem hann ins einnig úr öðrum heimild- um. Og ba* var eins og fræði- mönnum fyndist hér á svo litlu að byggja, að vonlaust væri að komast að nokkurri ákveðinni niðurstöðu um þetta löngu horfna rit. efni þess og efnismeðferð, ritunartíma og stöðu þess í þróun íglenzkra bókmennta. En nú hefur ungur norrænu- fræðingur, Bjami Guðnason að nafni, tekið þessu verkefni það tak, að hann hlaut að launum doktorsnafnbót við Háskóla ls- lands á síðastliðnu vori, og hef- ur Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefið út doktorsritgerðina, 19 arka bók, og 20. örkin er ágrip ritsins á ensku. Sérhver leik- maður í þessum fræðum get- ur sannfærzt um, að til grund- vallar ritinu liggur mikil vinna og einbeitt rannsókn, og niður- stöður eru sannfærandi, meðan aðrir fræðimenn hafa ekki gert jafnsannfærandi athuga- semdir. Rit doktorsins er í tveim meginköflum. Fyrri kaflinn fjallar um könnun þeirra texta, sem með fullri vissu eða mikl- um líkum eru tengdir Skjöld- ungasögu á einn eða annan hátt. Þar eru fyrirferðarmest- ar athuganir á texta Amgríms lærða, sem áður er nefndur. Gagnvart þeim texta er Bjami mjög í and- stöðu við fyrri skoðanir. Það hafði verið hald manna, að rit Arngríms bæri aðeins vitni um efnisinnihald Skjöld- ungasögu, svo langt sem það náði, en ekki um efnismeð- ferð, þar sem það væri aðeins úrdráttur og kaflar Skjöldunga- sögu mjög styttir. Þegar Bjarni hefur farið vandlega yfir texta Arngríms og auk þess öímur rit, 'sem greinlega hafa stuðzt við Skjöldungasögu eða sótt til sömu heimilda og hún, ritaðra eða munnlegra, þá kemst hann að þeirri niðurstöðu, „að óhætt sé að ætla nokkum veginn vist, að Amgrímur endursegi texta sinn yfirleitt nákvæmlega og stytti ekki að marki". Rit þau, sem gerður er samanburður 'rið, eru Bjarkarímur, Ynglinga- saga, Jómsvíkingasaga og svo- nefnt Sögubrot, sem varðveitt er á skinnblöðum frá því um 1300 og talið hefur verið leifar af Skjöldungasögu. Sögubrot hefur ekki sízt verið talið sönn- un þess, hve Amgrímur hafi stytt texta sinn, því að þar er miklu nánar sagt frá þeim sömu atburðum, sem Arngrím- ur segir einnig frá, og frásögn öll breiðari og meir í stil við Fornaldarsögur Norðurlanda. En Bjámi leiðir rök að því, „að Sögubrot sé ungur, end- ursaminn og aukinn texti Skjöldungasögu", sem ritaður er, eftir að Fornaldarsögur Norðurlanda eru orðnar tízku- fyrirbrigði í bókmenntum okk- ar, sem ekki verður fyrr en löngu síðar en Skjöldungasaga er rituð samkvæmt því, að Snorri vitnar til hennar í Ynglingasögu. Þegar hér er komið gengur Bjarni beint að því verkefni að gera grein fyrir þvi, hvenær Skjöldungasaga muni hafa ver- ið rituð, hverjar' muni hafa verið heimildir hennar, ritaðar og munnlegar, frásagnarein- kenni, félagslegar, menningar- legar og persónulegar rætur og hvar líklegast sé að leita höf- undar. Vegna tilvitnana Snorra f söguna höfðu fræðimenn ekki séð sér fært að setja sfðari tímatakmörk ritunar hennar síðar en um 1220, en öllu fyrr vildu þeir sízt af öllu vera vegna þeirra hugmynda, , sem menn áður höfðu um gerð hennar í ætt við Fornaldarsög- urnar. En Bjarni telur meiri líkur til þess, að hún sé rituð fyrir aldamótin 1200, og þá sömu skoðun hafði Finnur prófessor Jónsson látið í ljós. Bjarni telur, áð ritun Skjöld- ungasögu sé vakin af sömu menningaröldu og rit þeirra Dananna Sveins Ákasonar og Saxa og Norömannsins Theó- dóricusar, en þeir rita bækur sínar um og eftir 1180, og hon- um þykir ósennilegt, að fs- lendingar hafi orðið seinni til en nágrannaþjóðirnar á Norð- urlöndum að taka upp ritun í anda . þeirrar vakningar, enda er ekki líta allt of djúpt niður á mágafólkið á fslandi, þá var það látið koma til mót- vægis, að í Odda var grein danskrar konungsættar og það meira að segja afsprengur sjálfs Haralds Gormssonar. Ættartölu þessa telur Bjami Guðnason megin þess, sem höf- •undur Skjölungasögu hefur við að styðjast ritaðra heimilda, og öðru vart til að dreifa nema einhverju smælki úr erlendum helgiritum og sögubókum. En því fleira er það, sem kemur til álita sem heim- ildir sögunnar, þegar litið er til óskráðra hetjukvæða og arf- sagna. Sagnir um Skjöldunga voi-u sérstaklega fjölskrúðugar, og aðalvandi höfundar því að Bjarni Guðnason ver doktorsritgerð sína vitað, að nefndir sagnrita,rar sóttu sér efnivið til íslenzkra sagnamanna, en áhrifa þeirra verður ekki vart á Skjöldunga- sögu. í leit að heimildum, sem höfundur Skjöldungasögu hefði ausið úr, verður fyrst fyrir ættartala Danakonunga, sem muni hafa verið til skráð, áð- ur en sagan er rituð, og hafi hún orðið uppistaða ■ sögunnar allt frá Skildi Óðinssyni til Gorms gamla. Vitnar Bjarni til Jóns Sigurðssonar um þá skoð- un, að langfeðgatal Skjöldunga sé sennilega ævafornt og eldri en sagan. Uppruni þeirrar ættartölu er rakinn að Odda, og er Bjarni ekki fyrstur um það, en hann styður það enn gildari rökum en áður höfðu verið færð fram, að ættartöl- una megi ekki aðeins telja af- sprengi Oddaskóla, heldur kunni hún að vera verk sjálfs Sæmundar Sigfússonar hins fróða. Óg Bjarni getur sér til um rök þess, að á tímum Sæmundar töldu Oddaverjar ættartölu þessa mikils virði, því að niðuriág hennar er frá Haraldi Gormssyni og staðar numið við Sigfús föður Sæ- mundar. En Loftur sonur Sæ- mundar kvæntist dóttur Nor- egskonungs, og til þess að norska konungsættin skyldi „velja og hafna, raða og binda“. segir doktorinn. Þar tekur hann til vitnis Dana- sögu Saxa, *sem sannanlega er f miklum tengslum vlð ís- lenzkar heimildir. Af kvæðum, sem höfundur Skjöldungasögu hafi sótt efnisatriði / til, eru þessi einkum talin koma til greina: Grottasöngur, Rígsþula, Starkaðarkvæðin öll, Bjarka- mál og Krákumál. Við saman- burð á þessum kvæðum og þvi, er sennilegast verður talið um frásögn Skjöldungasögu, kemst Bjarni að þeirri niðurstöðu, að höfundur er ekki að semja skemmtirit í stfl Fomaldar- sagnanna, heldur sögurit, — hann velur einstakar, raun- sannar frásagnir, en gengur fram hjá því yfimáttúrulega. Og að vinnubrögðum söguhöf- undar athuguðum fellir Bjami þann dóm, að hann hafi verið „lærður maður með mikið veruleikaskyn", hann fer ekki „hina beinu leið: að endur- segja arfsagnimar lítt eða ekki breyttar". Hann kaus „að halda hinn krókótta stíg: tálga, hefla og negla, reisa húsið frá grunni eftir persónuiegum smekk og kunnáttu. Hann firr- ist eftir mætti yfimáttúrlegar sagnir og kynjasögur í því skyni að gefa sögu sinni veru- leikablæ, gera hið ósennilega sennilegt". Bjarna þykir lík- legast, að í heild sé Skjöld- ungasaga runnin „frá lærðum einstaklingí, sem stefnir að á- kveðnu marki: að tengja Norð- urlönd vi^ heimssöguna og skýra uppruna þeirra þjóða, er þar búa“. Hann telur hana af rótum þeirrar fornaldardýrk- unar, sem lætur mest að sér kveða f Danmörku og Noregi á síðustu áratugum 12. aldar „og virðist vera í algleymingi á Islandi". Þá hefst ritun Is- lendingasagna af rótum sömu stefnu. Bjama segir svo hugur um, „að með Skjöldungasögu taki Islendingar í fyrsta sinn að rita sögur annarra þjóða en Noþðmanna". Hún er eldri en Ynglingasaga, og Bjarni tel- ur, að hún muni einnig vera fyrr rituð en Færeyingasaga og Orkneyingasaga, og bókmennta- sögulega afmarkar hann hana' á þessa leið: „Skjöldungasaga er konungasaga, sem stendur miðja vegu milli Ara fróða og fornaldarsagna í sagnaþró- uninni. Að tilgangi er Skjöld- ungasaga konungasaga (og það ræður flokkun hennar), að efn- isvali er hún förnaldarsaga, en hún er — andstætt fomaldar- sögum — skrásett undir merkj- um skynsemistefnunnar". Á 12. öld er hið hagnýta sjón- anmið vaki ritlistarinnar og réð mestu um það, að skynsemi og trúgirni, sem fram kemur f rítum Þingeyrarmunkanna, sit- ur í fyrirrúmi fyrir skemmt- uninni. Skjöldungasaga er ekki skemmtirit, og ef Oddaverjar eru taldir standa að ritun Skjöldungasögu, þá liggur hið hagnýta sjónarmið í augum uppi: Oddaverjar eru að skrá sögu sinnar eigin ættar. Sæ- mundur fróði hafði skráð sögu Noregskonunga, sem Oddaverj- ar röktu *einnig til ættir sínar. Vegna frekari venzla við þá konungsætt, þegar sonur Sæ- mundar kvænist Þóru Magnús- dóttur Noregskonungs, tekur hann sfðan saman ættartölu Danakonunga, sem hann rekur einnig ættir til, sem ofanálag til jafnaðar, og leggur þar með grundvöll að ritun sögu þeirra, þar sem fyllingarefnið verða frásögur, sem lifað höfðu f fomkvæðum og alþjóðlegum sagnieifðum, en úr vinzuð þau atriði, sem fyrst og fremst voru skemmtiefnis og að þeirra tfma mælikvarða stríddu gegn því, að sagan gæti verið sönn. læssi Skjöldungasaga er svo eitt þeirra rita, sem Bjama þykir líklegt að Snorri Sturfu- son komist í kynni við í Odda og ef til vill haft með sér þaðan, og hún verður honum bæði heimiid og fyrirmynd að Ynglingasögu, sem verður upp- haf meistaraverksins Heims- kringlu. Skjöldungasaga verður upphaf ritunar, sem á hátind sinn í konungasögum Snorra. Sú verður niðurstaða af könn- un Bjarna Guðnasonar á upp- runa og ritun Skjöldungasögu. 4 Og svo er það höfundurinn. Bjami vill fara variega í að nefna nöfn. En hann dregur fram nokkur höfuðeinkenni, sem höfundur Skjöldungasögu hafi greinlega haft til að bera. Hann „er sögufróður maður með afbrigðum". „Almennri þekkingu hans i fornfræði, hvort sem um er að ræða átt- vísi, sögufróðleik eða skáld- sikap, er við brugðið". „Sögu- ritari er auðsæilega lærður maður. Þetta fær stuðning af meðferð söguefnisins, því að sagan er áætlunarverk; höf- undur fer smiðshöndum um efniviðinn og er yfirleitt sjálf- stæður gagnvart heimildum sínum Þörf hans til að flokka og skýra að vilja skynseminn- ar liggur í augum uppi. Hann er skynsemismaður". Bjami telur það mögulegt, að hér úti á fslandi hafi höfundur komizt í tæri við þá erlendu bókmenntastrauma, sem greini- lega ei'u vaki, sögunnar, en hitt þykir honum trúlegra, „að hann hafi um skeið ílenzt ytra og andað þar að sér því lofti ættjarðarástar og fomaldar- dýrlcunar, sem setur svip sinn á andlega stai-fsemi á Norður- löndum um og eftir 1180 og við verðum svo vel áskynja hjá þeim Sveini Ákasyni, Saxa og Theódóricusi". Þegar hér er komið stenzt Bjarni ekki fixeistinguna og lætur þess getið, að þótt þessi almennu atriði bindi engan við söguna, þá virðist Páll Jónsson Skálholtsbiskup „fullnægja forkunnarvel þessum skilyrð- um“. Samkvæmt Pálssögu biskups, sem er meginheimild- in um Pál, var hann „næmur og vel lærðr þegar á unga aldri“. I Englandsför nam hann „svo mikið nám, að trautt voru dæmi til, að nokkur maðr hefði jafnmikið nám numið né því- líkt á jafnlangri stund“. En Skjöldungasaga þendir ákveðið til kynna höfundar af Breta- sögum og fleiri mennta af þeim slóðum. Á líklegasta rit- unartíma Skjöldungasögu er Páll bóndi og goðorðsmaður að Skarði í Landssveit, 1180— 1194, og mætti þá ætila, að hann hafi haft gott næði til bókagerðar. Niðurlagsorð dokt- oi'si'itsins eru þessi: „Páll bisk- up getur einkar vel verið höf- undurinn. Allt kemur heim: ætt, umhverfi, tími, En einhver nafnlaus ' kann einnig að eiga hlut að máli. Að öllum líkind- um er þó söguritarans að leita á næstu grösum við Pál“. Svo sem línur þessar bera með sér, má ekki líta á þær sem gagnrýni á rit það, sem hér um ræðir, eða viðleitni að kryfja til mergjar réttmæti þeirrar niðurstöðu, sem höf- undur kemst að. Mig brestur ■n-:»'la. kunnáttu í þessum £x-æð- um til þess, að ég geti ætlað mér það hlutverk. Hitt vildi ég ekki láta liggja £ þagnar- gildi, að rit þetta hef ég les- ið mér til mikillar ánægju, og vildi ég benda öðrum á það, að í riti þessu er á köfl- um á mjög skemmtilegan hátt fjallað um efni, sem er 1 tengslum við lestur gamalkunnra sagna, svo sem Hrólfs sögu kx-aka, Ragnars sögu loðbrók- ar og sona hans og Starkaðar þess, sem Einar Benediktsson gerir að uppistöðu eins stór- brotnasta kvæðis síns, svo nokkuð sé nefnt, að ógleymd- um Grottasöng og Rígsþulu og Jómsvíkingasogu. Þess er ekki að dyljast, að fyrri hluti dokt- orsritsins er lítill skemmti- , lestur alþýðu manna og lat- ínukaflarnir þar svo fyrirferð- armiklir, að óhugsandi er, að not verði1 þeim, sem lítt eða ekkert þekkja til þeirrar tungu. Doktorsrit eru samin fyrir lærða menn með kröfu til við- urkenningar, en ekki til skemmtunar og almenns fróð- leiks fyrir alþýðu manna. En vissulega væri það æskilegt, ef hægt væri að sameina hvort tveggja. Ef með hefði fylgt þýðing á latínuköflum Arn- gríms, þá hefði sá kafli orðið stórum aðgengilegri þeim al- þýðumönnum, sem nautn hafa af að sökkva sér í rök, fyrir samhengi og eðli fomra rita. — En þegar á lfður ritið, kem- ur berlega í ljós, að höfund- ur er búinn ágætum hæfileik- um til að fara með fræðileg efni við albýðuhæfi, ljóát og hressilega. Tvímælalaust meg- um við vænta bess, að bessi ungi fræðimaður, sem Hegar er seztur á ' stól fræðarans við Háskóla fslands, nái nánara samstarfi við áhugamenn í röðum alþýðu eftir bvi sem árin líða og leikni vex í með- ferð fræöanna. Gunnar Benetliklsson. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.