Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 2
2 SIÐA MdÐVILJINN Wstudagur 29. maí 1964 Sýning i Bogasalnum á sögulega merkum myndum □ Þessa dagana hefur Gunnar Hall sýningu á 201 steinprentaðri mynd frá íslandi er Frakk- ar gáfu út eftir Gaimard-leiðangurinn hingað á árunum 1835 og 1836. Myndirnar gerði teiknari leiðangursins, Auguste Mayer. □ Að skoða þessa sýningu er að sjá liðna öld — og horfna tíð. Þarna eru myndir af mörg- um kunnum stöðum á landinu, m.a. uppdrátt- ur af Reykjavík eins og hún var 1836. Upplag af myndum þessum, sem eru mjög vel gerðar, mun á sínum tíma ekki hafa verið mikið, en þær hafa víða dreifzt og því erfitt mjög að ná þeim saman í heild. Spurningunni um það hve- nær og hvernig hann hefði eignazt myndirnar svaraði Gunnar: — Tveim fyrstu bindunum af leiðangursbókinni náði ég á árunum milli 1930 og 1940, en því þriðja og síðasta ekki fyrr en á árunum eftir síðustu heimsstyrjöld. Myndimar i þe'rri bók eru litmyndir og hefur upplag þeirra sennilega verið minna en myndanna með fyrri bókunum. Ég hef verið að reita þær saman smátt og smátt í fjórum löndum — og tókst það að lokum. Þessar myndir eru orðnar afar tor- fengnar. Þeir sögðu mér úti um daginn að það kæmu ekki til sölu nema örfáar myndir. Það er helzt endrum og eins að ein og ein mynd kemur úr dánarbúi. — Og til hvers varstu að safna þessu? — Þessar myndir sýna okk- ur þjóðhætti á liðinni öld, það sem er með öilu horfið og unga fólkið þekkir ekki. Þjóð- FKÁ KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Prentarar Okkur vantar HANDSETJARA og PRESSUMANN in þarf að þekkja fortíð sina og halda órofnu sambandi við hana. Fyrir mér vakti að safna þessu inn í landið, þetta eru myndir varðandi íslenzka menningu og eiga að vera hér. en eru að flækjast i rusla- kompum úti í löndum. Þessar myndir hafa sögu- lega þýðingu fyrir okkur. Þær eru frá upphafstima sjálfstæð- isbaráttunnar. Frönsku bylt- ingarnar höfðu ákaflega mik- il áhrif hér á landi. Þrem árum eftir júlíbylting- una i Frakklandi kemur Bald- vin Emarsson með Armann á Alþingi, árið 1833 og 1835 kem- ur Jónas og þeir Fjölnismenn með Fjölni. Gaimard-leiðangurinn hafði mikil áhr’f til að vekja Is- lendinga til að meta sjálfa sig og hafa traust á sjálfum sér, enda tóku þeir honum með kostum og kynjum og héldu honum samsæti í Kaupmanna- höfn. og Jónas Hallgrímsson orti kvæði til hans — og er raunar úr því kvæði álet.runin yfir dyrum Háskóla Islands: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Við eigum að safna inn í landið öllu sem þýðingu hef- ur fyrir sögu okkar, og ekki aðeins bókum. — Já. en fer þeim ekki fækkandi sem safna sérstak- lega íslenzkum bókum? — Bókasöfnun manna hefur nokkuð breytzt, menn safna meira bókum hver um sitt fag og kannski minna um að menn safni hverju sem er. En unga fólkið safnar margt bókum. svo bókasðfnun er síður en svo að leggjast niður. Áður söfn- . ,uðú maygir öllum bókum — ég tala nú ekki um geðveika menn eins og mig sem hirti allt prentað mál! Og það á að safna öllu sem DYRHÖLAEY séð með augum AUGUSTE MEYER okkur snertir, Jón Sigurðsson forseti lét aldrei neinn pappir um Island fram hjá sér fara, jafnvel safnaði auglýsingum um siglingar dönsku skipanna til Islands. Eins og flestir vita hafði ég nýlega útstillingu í glugganum hjá Lárusi í Bankastræti og skólafólk þyrptist mjög að þeirri sýningu. Unga fólkið þarf og á að kynna sér sögu þjóðarinnar, þekkja fortíð hennar. Ég er mjög illur út i það, að íslandssagan sem ætl- uð er börnum sé gefin út eins^ og viðbætir við símaskrá, með eintómum tölum — ártölum og mannanöfnum. Það þarf að skrifa sögu þjóðarinnar þannig að hún glæði áhuga nemandans fyrir því að fræð- ast meira um hana, en ekki þannig að hún vekji hjá nem- andanum ósjálfráða andúð á öllu sem við kemur sögu þjóð- arinnar. Það þarf að glæða á- huga og ást á sögu og menn- ingu þjóðarinnar. — Eru ekki fáir sem leggja alhliða söfnun prentaðs máls fyrir sig? — Þegar Helgi Tryggvason og ég hættum þessu munu sennilega fáir sem liggja í því að safna svona, og þá einkum fyrir aðra eins og Helgi Tryggvason hefur gert. Það er mjög tímafrekt. Helgi hef- ur safnað fyrir margan — og svo tíma þeir ekki að borga honum fyrir það. hann á að vinna kauplaust þó að þeir hafi nóga peninga. — Og þú heldur alltaf á- fram að safna? — Já, ég er að safna og selja. Ég safna bæði heima og erlendis öllu sem ég held að geti að gagni komið hér heima, þó það sé kannski ekki að gagni í dag, þá getur það orð- ið síðar. Sýningin í Bogasalnum er opin daglega til og með 31. þ. m. frá kl. 2 e.h. til 10. — Myndirnar eru til sölu og kosta 1000 kr. hver, nema mannamyndimar 300 hver. Simi 17-500. Sjómenn á Akranesi mótmæla Vísisgrein Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi mótmælagrein frá sjómönnum á Akranesi vegna greinar er birtist í dagblaðinu Vísi 23. þ. m. þar sem sagt var að sjómenn á humarveiði- bátunum nenntu ekki að slíta humarinn um borð í bátunum. „S.iómenn á Akranesi, vilja mótmæla rammagrein í Vísi 23. þ.m. með fyrirsögninni. „Nenna ekki að slíta humar- inn”. —-----------------------------® Enn blikur á lofti í EBE Enn á ný dregur upp ský á friðarhimininn í Efnahags- bandalagi Evrópu. Ástæðan fyr- ir þessu er sú, að lönd banda- lagsins hafa reynt að koma sér saman um sameiginlegt verð á komi. Vestur-Þjóðverjar hafa sett sín skilyrði og krefjast þess í raun og veru að halda komverði sínu, sem er hið hæsta innan bandalagsins. Fari svo, að Þjóðverjar haldi fast við sjónarmið sitt, getur varla hjá því farið, að miklar deilur hefjist með hausti innan bandalagsins. Slíkar deilur myndu m.a. hafa það í för með sér, að EBE getur ekki sem einn aðili tekið þátt í umræð- um þeim um tollalækkanir, er nú fara fram í Genf og kennd- ar eru við Kennedy forseta. Þetta er rætin fyrirsögn í garð sjómanna, sem eru ekki reiðubúnir að láta útgerðar- menn og frystihúsaeigendur sem eru sömu aðilarnir, breyta eftir eigin höfði ráðn'ngarkjör- um sjómanna frá því sem áð- ur hefur tíókast, á þann hátt, að ef humarinn er slitinn um borð, verður að taka fleiri menn á bátana, svo skiptakjör- in verða sjómönnum mun ó- hagstæðari en verið hefur á undanförnum humarvertíðum, auk þess sem vinnan mundi aukast óhæfilega mikið. Þá segir í greininni, að ekki sé til fólk í frysthúsunum til þess að slíta humarinn. Þetta eru algjör ósannindi. Ungling- ar bæjarins hafa á undanförn- um sumrum unnið að þessari vinnu og bíða nú sem fyrr eft- ir því að fá að hefja hana og vinna sér eitthvað inn í skóla- fríinu. Það er ósmekklegt í meira lagi, að drótta því að sjómönn- um, sem sjálfsagt vinna lengst- an og erfiðastan vinnudag allra stétta á Islandi, að þeir nenni ekki að vinna. Það er eindregin ósk sjó- manna að margítrekuðum ár- ásum útgerðarmanna og sam- taka þeirra á kjör sjómanna megi nú linna, svo betri skiln- ingur og meiri samúð geti tek- izt milli þessara aðila.” Akranesi, 26 maf 19R'1 J- S. J. jT Utgáfubækur AB 18 að tölu á sLári Aðalfundur Almenna bóka- Íélagsins og stuðla h.f. voru haldnir þriðjud. 26. maí í Þjóð- leikhúskjallaranum. I upphafi aðalfundar Alm. bókafélagsins minntist form. þess, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi, sem var einn af stofnendum og íorvígis- mönnum félagsins og heiðruðu fundarmenn minningu skálds- ins með því að rísa úr sætum. Framkvæmdastjóri félags- ins, Baldvin Tryggvason. las reikninga Almenna bókafélags- ins og gaf yfirlit um starf- semi þess s.l. ár. Félagið gaf út átján bækur á árinu og gekk sala þeirra yfirleitt mjög vel. þótt verkföllin síðari hluta ársins hafi dregið allmjög úr bóksölu almennt. Hagur fé- lagsins er góður og félagsmenn nú um 6.000. Þá gat framkvæmdastjórinn þess, að á s.l. ári hefði verið lokið heildarútgáfu á verkum skáldsins Gunnars Gunnars- sonar og hefði sala gengið mjög vel. Félagið rak Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar eins og áður og jókst velta verzlun- arinnar mjög á árinu. Loks var á fundinum gerð grein fyrir þeim bókum sem Almenna bókáfélagið hefur gefið út á þessu ári og enn- fremur fyrir þeim bókum em nú eru f undirbúningi. 1 stjórn Almenna bókafélags- ins voru kjörnir Dr. Bjarni Benediktsson, formaður, dr. Alexander Jóhannesson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann Hafstein og Karl Kristjánsson. Til vara voru kjörnir: Davíð Ölafsson og Geir Hallgrímsson. í bókmenntaráð félagsins voru kjörnir: Tómas Guð- mundsson, formaður. Guðm. G. Hagalín, Kristján Alberts- son, Birgir Kjaran, dr. Jó- hannes Nordal, Matthías Jó- harmessen. Höskuldur Ólafs- son, Þórarinn Björnsson og dr. Sturla Friðriksson. Aðalfundur Stuðla h.f. var haldinn að loknum aðal- fundi Almenna bókafélagsins, en Stuðlar starfa, sem kunnugt er sem styrktarfélag þess. Framhald á 9. síðu. UPPREIMAÐIR STRIGASKÓR allar stærðir GÚMMÍSKÓR með hvítum sóla. Skólavörðustíg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.