Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 4
4 SIÐA Otgelundi: Samelningarfiokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: tvar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.J, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. Tveir kostír J^f litið er á þróun efnahagsmálanna s.l. 4—5 ár og stefnu ríkisstjórnarinnar viðreisnina svo- nefndu, blandast víst fáum hugur um hverra hags- munum sú stefna þjónar. Stjórnarflokkarnir lýstu því yfir við upphaf viðreisnarinnar, að markmið hennar væri að breyta tekjuskiptingu þjóðarinn- ar. Hvernig sú breyting hefur verið framkvæmd, lýsir sér bezt í því, að jafnt bændur sem allar launastéttir landsins hafa margsinnis séð sig knúðar til að krefjast réttmætra kjarabóta vegna verðbólgunnar, og hafa þær kröfur komið jafn't frá fylgismönnum ríkisstjórnarinnar sem pólitísk- um andstæðingum. Þær fáu raddir, sem lýst hafa yfir ánægju sinni með stjórnarstefnuna, hafa kom- ið frá ýmsum milliliðum og verðbólguspekúlönt- um, sem hirða gróða sinn á þurru. yiðreisnarstefnan sjálf er frumorsök verðbólgu- þróunarinnar, og þá staðreynd hafa verðbólgu- braskarar og milliliðir skilið mæta vel. Hiklaust hafa þessir aðilar notað rekstrarfé atvinnufyrir- tækja til þess að auðgast á verðbólgunni, þeir hafa vaðið í bönkum og lánastofnunum og jafn- vel 'tekið þar upp „sjálfsafgreiðslu", en ekkert eft- irlit virðist hafa verið haft með ráðstöfun þessa fjármagns af hálfu hins opinbera. Hefði hagfræð- ingum stjórnarinnar þó staðið sýnu nær að leggja sig fram um þá hluti, heldur en að glíma við það nótt og nýtan dag að halda niðri kaupi launþega. Þessi öfl, sem fyrst og fremst eiga ítök innan Sjálfstæðisflokksins, vinna nú að því öllum ár- um að haldið sé sem fastast við óbreytta stjórn- arstefnu til að tryggja sér áframhaldandi verð- bólgugróða, og er takmarkið augljóslega að hindra þá samninga við verkalýðshreyfinguna, sem nú standa yfir. Ríkisstjórnin á því um tvennt að velja: Heiðarlega og sanngjarna samninga við verkalýðshreyfinguna um raunhæfar kjarabætur og s'töðvun verðbólgunnar, eða áframhaldandi verðbólguþróun í þágu verðbólgubraskaranna inn- an Sjálfstæðisflokksins. En velji ríkisstjórnin síð- ari kostinn er hætt við að hann kunni að reynast henni þungur í skauti. | Listasafn ís/enzkrar alþýðu Jf fyrradag veitti forseti Alþýðusambands íslands móttoku einstæðri höfðingsgjöf frá Ragnari Jónssyni í Smára, en með henni skal leggja grund- völl að byggmgu iistasafns ASÍ, sem einnig er gjöf frá Ragnari. Alþýðusamtökin standa í mikilli þakkarskuld við Ragnar í Smára fyrir þessar gjaf- ir, og það traus+ sem hann hefur sýn't verkalýðs- samtökunum með þeim. Nú er komið að verka- lýðssamtökunum að sýna í verki að þau séu verð þess trausts með því að gera drauminn um lista- safn íslenzkrar alþýðu sem fyrst að veruleika. — b. ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 29. maí 1964 MINNINGARORÐ Sigurjón Jónsson Ég hafði um skeið hlakkað til þess að geta þegið heimboð vinar míns. sem hafði eigi alls fyrir löngu fastnað sér konu og stofnað heimili. Það var gott að hugsa til þess að mega njóta rólegrar kvöldstundar á heimili þeirra hjóna og verða þátttakandi í hemingju þeirra. Engan vissi ég betur að því kominn að eignast góðan lífs- félaga, heldur en Sigurjón Jónsson, engan verðugri sannr- ar hamingju en hann. En svo bar það við, — þetta sem svo margar óskir og von- ir okkar hafa strandað á. Og þetta, sem við hyggjumst eiga í handraða morgundagsins er skyndilega ekki lengur fyrir hendi. Ég hafði misst fyrir fullt og allt af tækifgjrinu til að eignast ánægjustund með vini mínum og konu hans, — og það sem meira var um vert: ég varð að horfast í augu við þann kalda venjleika. að þessi fornvinur minn, sem ég hafði fyrir nokkrum dögum kvatt lauslega, glaðan og reifan við störf, var nú ekki lengur í tölu lifenda. Sigurjón lézt fimmtu- daginn 21. þ. m., og verður borinn til moldar í dag. Þegar Verkalýðsfélag Pat- reksfjarðar var endurreist árið 1927 var Sigurjón þar fremstur í flokki. Þá var aðalbaráttu- mál félagsins að verkamenn fengju greitt kaup sitt. Síðar kom t'l verkfalls til að knýja fram þá kröfu félagsins og var það þá klofið, nokkrir menn er vildu láta at.vinnurekendur ráða hve hátt kaup, hvenær og hvernig þeir greiddu verka- mönnum, töldu sig félag og unnu verkfallsbrof. Varð það hörð barátta, sem lauk með s:gri félagsins. Á þessum bar- áttutíma var Sigurjón ritari fé- lagsins og ætíð einn bezti og öruggasti foiaistumaður þess. Árið 1941 fluttist Sigurjón til Reykjavíkur og gekk í Dags- brún árið eftir og var í henni til dauðadags. Það var ekki of mælt, að þar eignaðist Dagsbrún einn af sínum beztu liðsmönnum. Hann átti sæti í trúnaðarráði Dagsbrúnar yfir 20 ár og var einmg fulltrúi fé- lagsins á Alþýðusambandsþing- um sama tíma. auk þess sem hann var boðinn og búinn til starfa i félaginu hvenær sem liðsmanns var þörf. Forusta og félagsmenn Dags- brúnar munu vissulega þakka Sigurjóni allt samstarfið og ó- metanlega liðveizlu. Það mun vera meira en hálfur fjórði áratugur síðan kynni okkar hófust. Við vor- um sem næst jafnaldrar, þá enn ungir að árum og báð r aldir upp við sjómennsku. Viö höfðum þá þegar eignazt póli- tíska sannfæringu og rérum samborða i stjórnmálunum. Við voru báðir róttækir í skoð- unum eins og Alþýðuflokks- menn þeirra tíma almennt voru. Siðar, á tímum vaxandi kreppu og harðnandi stéttabar- áttu störfuðum við saman i Kommúnistaflokki Islands, og svo, þegar hagsmunir verka- lýðsins kröfðust aukinnar póli- tískrar samheldni af hinum róttæku öflum í landinu, vor- um við einnig í hópi þeirra. sem stofnuðu Sameiningar- flokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn — haustið 1938. Síðan höfum við, að heita má, haft daglegt samstarf og þróað með okkur vináttu sem aldrei bar skugga á. Ef ég ætti að telja upp nöfn einstaklinga úr hópi þeirra, sem ég álít betur að sér gjörva að félagslegum dyggðum held- ur en almennt gerist, þá myndi ég hiklaust nefna nafn Sigur- jóns f fremstu röð. Þótt hann nyti ekki nema lítillar skólamenntunar. eins og svo fjölmargir ungir efnis- menn urðu að sætta 6Íg við, þá var hann furðu margfróð- ur og víðlesinn, einkum þó að því er snerti félagsleg efni. Hygg ég að fátt hafi komið út á íslenzku máli um sósíalisma og verkalýðssamtök, sem hann hafi ekki kynnt sér til hlítar. Þó að Sigurjón bærist lítt á í daglegu lífi var hann sann- arlega ekki neinn hversdags- maður. Mitt í hógværu dag- fari átti hann jöfnum höndum yfir að ráða skaphita og skap- styrk. En slíkir menn reynast oft tryggir vinir og traustir fé- lagar. Sú var og raunin um Sigurjón. Metnaður hans á löngum starfsferli í félagsmál- um var ekki af því tagi að sækjast eftir vegtyllum og virðingastöðum eða ota sínum tota í einni eöa annarri mynd með félagsleg sjónarmið að yf- irvarpi, til þess var félags- hyggja hans sem sósíalista of sönn, sjálfsvitund hans of fé- lagsleg og ábyrg gagnvart heildinni. sjálfsvirðing hans of þroskuð. Fórnfysi hans og staðfesta í starfi hans og bar- áttu fyrir hugsjónum alþýð- unnar voru slík að fádæmum gegnir. Samvizkusemi í hví- vetna og trúmennska voru ó- aðskiljanlegir, sterkir þættir í sjálfsvirðingu hans og mann- gildisvitund. Það er vissulega ekki á mínu færi, sízt í stuttri minningar- grein, að rekja með dæmum hetjusögu Sigurjóns Jónssonar. allt frá því hann hóf ungur merkið til lofts með félögum sínum vestur á Patreksfirði og fram til æviloka hér í höfuð- staðnum, mannsins, sem í önn félagslegrar baráttu strangrar ævi man þá fyrst eftir sér sjálfum þegar kraftarnir eru á þrotum og „klukkan að fjör- hvörfum slær”. Mundi saga þessa dæmigerða fulltrúa brautryðjendanna frá sköpun- ar- og vaxtarárum íslenzkra verkalýðssamtaka ekki geta orð'ð þarfur skóli hinum ungu arftökum nú í dag, svo að þe'r mættu öðlast meiri vitn- eskju um. hvað það kostaði, þetta sem þeir nú í dag líta á f sem sjálfsagða hluti, m. ö. o. hverju þeir hafa að tapa og hvað að verja. Ég hef í þessum línum kos- ið að fjalla um þá þætti í lífi vinar míns Sigurjóns, er snúa að félagslegum efnum. Um mannkosti hans í einkalífinu mætti vissulega margt segja, sem lýsir honum vel, t.d. það, hvílík stoð hann reyndist syst- ur sinni í langvarandi veikind- um hennar alla tíð. þar til yfir lauk. En rúmsins vegna skal hér staðar num'ð. Vil ég þó að lokum votta þessum látna vini mínum innilegar þakkir fvrir ómetanleg kynni og eftir- iifandi eiginkonu hans, frú Sólve:gu Jónsdóttur, einlæga samúð. J. R. I dag er til moldar borinn Sigurjón Jónsson, BoJlagötu 12 í Reykiavík, en hann lézt 21. þ.m. eftir skamma legu. Sigurjón var fæddur á Geirs- eyri í Patrekshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu 22. okt. 1896. Foreldrar hans voru Kristín Markúsdóttir og Jón Eyjólfur Bjamason. Sigurjón var verkamaður og átti langan starfsdag að baki, því allir dagar voru vinnudag- ar, allt frá barnæsku. Hann var trúr í starfi og taldi skyldu sina að skipa sitt rúm og láta það aldrei standa autt að sjálf- ráðu, enda eftirsóttur verkmað- ur og bar það með sér sem er göfugast í fari manna. sem er að vera sannur ; starfi. Sigurjón hafði glaðlegt og traustvekjandi viðmót og úr svip hans skein ákveðni vöku- mannsins. Handtakið var hlý- legt og fast og beinaber og hnúastór höndin var mótuð af erfiði lífsdaganna. En slíkar voru þær hendur sem ísland átti beztar, vinnan og trú- mennskan var svo augljós. Sigurjón var óhvikur í skoð- unum og vann verklýðssam- tökunum allt sem hann mátti og átti þann kraft í sjálf sín starfi, sem gefur hin stóru fyrirheit hinnar sameiginlegu baráttu margra slíkra >’—> fyllra og fegurra mannlíf. Verklýðsbaráttan og sósiahs... inn fóru saman í lífsskoðunum hans og hann var tilbúinn til baráttunnar fyrir þeim lífs- málum íslenzkrar alþýðu fram á síðustu stund. Sigurjóni sé þökk fyrir sam- starfið, hann lagði hönd að því verki sem mest er í mann- heimi í dag, en það er að und- irbúa komu sósíalismans. Það málefni var honum ofar öllu öðru og hann bar merkið ó- trauður fram. Með þessum orðum sendi ég ekkju Sigurjóns, frú Sólveigu Jónsdóttur hugheilar samúðar- kveðjur. Tryggvi Emilsson. I dag er til moldar borinn Sigurjón Jónsson, húsvörður í Landssmiðjunni. Það óraði víst engan af okkur starfsmönnum fyrirtækisins fyrir því. þegar við fréttum af lasleika hans, að hann myndi ekki þessa heims, að nokkrum dögum liðnum. Fregnin um andlát hans kom því yfir okkur sem reiðarslag; við starfsmennimir höfðum misst góðan félaga, Landssmiðjan einn sinn þarf- asta þjón. Ég, sem þessi fátæklegu kveðjuorð rita held að fóm- fýsi og trúmennska í starfi hafi verið aðalsmerki Sigur- jóns heitins. Hann vann öll sín störf af einstakri alúð og ná- kvæmni. 1 þau 10 ár, sem ég hafði átt samleið með Sigur- jóni, minnist ég þess ekki að hann hafi nokkm sinni mætt of seint á morgnana til að opna smiðjuna og hlýja upp áður en við hinir komum til vinnu. Starf Sigurjóns var ærið er- ilsamt, í mörg horn að líta á degi hverjum. Þrátt fyrir þetta var hann jafnan glaður og hress í bragði, síspaugandi og reiðubúinn til að glettast við okkur vinnufélagana. Það var engin lognmolla þar sem hann var nálægur. Þessi skapgæzka Sigurjóns, lipurð hans cg dugnaður áunnu honum traust, bæði á vinnustað og utan hans. Sigurjón var einlægur sósíal- isti og ötull baráttumaður, sem helgaði verklýðshreyfingunni og Sósialistaflokknum flestar sínar tómstundir. 1 beinu sam- hengi við pólitíska lífsskoðun sína var hann víðlesinn og fróður. Við skeggræddum oft um pólitíkina og dægurmálin, og enda þótt viðhorf okkar féllu kannski ekki alltaf sam- an í smáatriðum, þá var nið- urstaðan oftast samhljóða. og ég var um ýmsa hluti fróðari eftir en áður. Nú þegar ég kveð þennan vin minn og félaga, þá vildi ég mega vænta þess, að trú- mennska sú og virðing, sem hann bar fyrir starfi sínú, gætu í ríkara mæli orðið sam- eign okkar sem eftir lifum, pg þa ekki sízt þessarar kynslóð- ar. sem nú er að vaxa úr grasi á íslandi. Eiginkonu Sigurjóns heitins, Sólveigu Jónsdóttur, sem nú eftir tæplega árs sambúð sér á bak ástvini sínum, votta ég samúð mína. Gunnar Guttormssou. ÍSLANDSMÓTIÐ : Melavöllur: í kvöld, föstudaginn 29. maí, kl. 20.30 BREIÐABLIK — Í.B.V. Dómari: Daníel Benjamínsson. Hafnarfjörður: í kvöld, föstudaginn 29. maí, kl. 20.30 F.H. — VÍKINGUR Dómari: Róbert Jónsson. MÓTANEFND. Aðalfunáur Mótorvélstjórafélag íslands heldur aðaifund laug- ardaginn 30. maí kl. 14 að Bárugötu 11. Stjórnin. i <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.