Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 10
JQ SfÐA ÞTÓÐVILHNN Föstudagur 29. mai 1964 Þið stúdentsárin æskuglöð EFTIR HANS SCHERFIG Það var mikið fjasað um ó- hreina kragann. — Og mér líkar það ekki, að Jörgen skuli alltaf reyna að kenna öðrum um. — segir móðir hans. — Maður verð- ur að standa við eigin athafn- ir og ekki hlaupast undan á- byrgðinni. — Og Jörgen grætur og segist ekki hafa haldið sjálfum sér undir þakrennunni. — En ef þú værir ósvikinn, skólastrákur, — segir faðir hans, — þá létirðu þá ekki halda þér undir neinni þakrennu! Þá værir það þú sem héldir hinum undir lekanum! Þegar ég var drengur, gat ég lumbrað á öllum hinum í skólanum. — — En Jörgen má ekki verða neinn ólátaseggur, — segir móð- irin. — Þú verður að vera duglegur að borða. Þá geturðu orðið stór og sterkur og ráðið við hina strákana. — segir faðir hans. Og Jörgen er duglegur að borða. En það stoðar ekki. Hann fær hafragraut á morgnana. Og á eftir grautnum fær hann bacon and eggs, ósvikinn enskan break- fast. Og brauð með sultutaui. Toast with jam. Og mjólk og maltöl og lýsi. Og hann er ‘stór og vel á sig kominn og allfaf, með ógleði. En hinir bekkjar1- bræðurnir lumbra á honum samt. — Hugsaðu um allt sem við gerum fyrir þig, Jörgen litli. Og hugsaðu um hvað þú gerir pabba og mömmu hrygg þegar þú ert svona mikill sóði og trassi. Hugs- aðu um það næst þegar þú ætl- ar að útbía kragann þinn. Regiu- semi er þýðingarmest af öllu. HÁRGREIÐSLAN Hárgrefðslu og snyrtistofa STFTNt! og nÖDÖ Langaveel 18 TTl h. (lyfta) SflWT 2461 fi P B R !W A Garðsenda 21 SfMI 339B8. Hárgrelðslu- og snyrtistofa. DSmnr* Hárgreiðsla rrið ailra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjamargötn 10. Vonarstrætis- megin. — SflWT 14002. HARGRETOSLrSTOFA AUSTURBÆJAR ÍMaría Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SIMi 14656. — Nuddstofa á sama stað — Það er ég búin að segja þér hundrað sinnum. Reglusemi og aftur reglusemi! — Já, það á líka við í við- skiptamálum, — segir Hurrycane forstjóri. — Reglusemi verður að vera. Annars getur fyrirtæki ekki þrifizt. — Þarna heyrirðu hvað pabbi segir! — segir frú Hurrycane. Jörgen á ekki að verða kaup- sýslumaður. Hann á að verða embættismaður. Það er löngu á- kveðið, að hann á að verða lög- fræðingur. — Viðskiptalífið er orðið svo erfitt, — segir for- stjórinn. — Og ég efast um að harkan þar ætti við Jörgen. Ég gæti auðvitað tekið hann inn í fyrirtækið. En mér finnst ung- lingamir hafa bezt af því að 15 bjarga sér sjálfir. Þeir eiga ekki að hafa neina barnfóstru. Jörg- en verður sjálfur að ryðja sér braut og skapa sér framtíð. Það er heilbrigðast. Við veitum hon- um beztu menntun sem hægt er að fá. Meira getum við ekki gert fyrir hann. Hitt verður hann að sjá um sjálfur. — Og sem„Jögfræðingúr getur hann komizt í eitthvert ráðu- neytið. segir frú Hurrycane, — og orðið deildarstjóri. — — Eða í utanríkisþjónustuna, segir maður hennar. — Sendi- fulltrúi í London. Það væri ekki svo afleitt, eða hvað? — — En við vitum alls ekki hvort hann hefur hæfileika til þess. — segir frú Hurricane. — Við meg- um ekki byggja loftkastala. Og svo er víst líka svo mikið um ó- heiðarleik í utanríkisþjónustunni. Ég er ekki hrifin af því. Jörgen á alitaf að vera hreinskilinn og heiðarlegur! — Jörgen veit ekki sjálfur hvað löefræðingur er og hann hefur ekkert við þetta að athuga. Hann hefur ekki gert neinar sérstakar framtíðaráætlanir. Þess vegna getur hann orðið hvað sem er. Það eru enginn takmörk fyrir möguleikum hans. Og það er heil ævi framundan. Og heim- urinn er stór og auðugur og ó- trúlegur. Þetta er allt saman eintóm framtíð. Hann er varla byrjaður að lifa ennþá. Hans eigið líf kemur ekki fyrr en seinna. Hann hefur staðizt sjö próf, áður en hann komst upp í þriðja bekk gagnfræðadeildar. Hann á eftir mörg, mörg próf áður en hann getur byrjað á lögfræðinni og lífinu. 24. KAFLI. Thorsen er umsjónarmaður, Thorsen hrokkinhærði með dökku, skásettu augun. Hann er eins og sígaunastrákur og hon- um þykir gaman að flæjast um. Og hann safnar bjöllum og fiðr- ildum og sníglum og hefur áhuga á náttúrufræði. Umsjónarmenn verða dreng- irnir eftir stafrófsröð. Viku í senn. Og það er að sumu leyti ágætt að verða umsjónarmaður. Hann ber ábyrgð á röð og reglu í bekknum. Hann á að þvo töfluna og sjá um að nóg sé af krít og svampurinn sé rakur. Hann hefur lykilinn að skápnum, þar sem ýmis hefti og gleymdar bækur eru geymdar. Og hann á að kveikja upp í ofninum með beykibrenninu, sem hliðvörður- inn hefur borið upp úr kjallar- anum daginn áður. Beykibrenni úr skógum skólans sjálfs. Eitt mesta vandaverkið og það sem skemmtilegast er, er að sjá um upphitunina. Sumir kennar- ar vilja að vel heitt sé inni. eins og herra Olsen, sem er alltaf kulvís á morgnana. Aðrir, svo sem herra Blomme, þola ekki of háan hita. Og umsjónarmaðurinn gætir þess samvizkusamlega að allir fái það sem þeir sízt vilja. Fyrir tímann hjá Blomme kynd- ir hann svo að ofninn er rauð- glóandi. Það er alveg öruggt að mikill hluti af kennslustundinni fer í að opna glugga og skamm- ast. — Hvaða hálfviti er það, sem er umsjónarmaður? — Nú, það ert þú, Thorsen. Af hverju kynd- irðu eins og vitlaus maður? Hef ég ekki sagt þér það þúsund sinnum, að ég þoli ekki þennan hita? Og það á ekki að sóa eldi- viði ríkisins á þennan ábyrgðar- lausa hátt. — — Já. en herra Olsen var í næsta tíma á undan. Og hann var reiður vegna þess að það var ekki nógu heitt. Og mér var skipað að kvn^a. — Og Thorsen er sárgramur á svip, en Blomme skammast. — Brjálæði. Geðveiki! Að ætla að steikja mann lifandi. Bara vegna þess að maður þarf ekki að borga eldiviðinn sjálfur. Þetta er segin saga í þessu landi! — En herra Olsen vildi — — — Þegiðu! Mér stendur alveg á sama. Það ert þú sem ert fífl! 1 frímínútum á umsjónarmað- urinn að vera eftir í skólastof- unni. Þá hefur hann tíma til að líta yfir lexíumar sínar og leið- rétta stílinn sinn ögn eftir stíl- um annarra. Og hann getur borðað nestið sitt í friði og það gegnblotnar ekki af regni eða er slegið úr höndunum á honum Og í timunum er hægt að fá leyfi til að fara í portið, því að ekki er hægt að létta á sér í frí- mínútum. Og þetta er notað í hverjum einasta tíma. Sá tími kemur ekki aftur. Sérstakan undirbúning þarf fyrir tíma hjá Marbendlinum. Námsgreinn Marbendilsins er landafræði. Og það er hvíldar- stund dagsins. Enginn hefur neitt við Marbendilinn að athuga. Engum er illa við hann. Allir vita að hann er góður og mein- laus. En allt það hatur sem drengimir bera til Apans og Blomme og Schöff og magra annarra er látið bitna á veslings Marbendlinum. Niðurbælt hatrið á skólanum og þvinguninni og aganum fær útrás í tímanum hjá Marbendlinum. Allt sem er innilokað og byrgt allan daginn, kemur fram og lýsir sér í hin- um furðulegustu uppátækjum, þegar Marbendillinn á að kenna landafræði. Og hjálparlausrara fórnardýr er vart hægt að hugsa sér. Marbendillinn er lítill, gamall maður með kryppu. Utlit hans er furðulegt og engu öðru líkt. Risa- stór eyru eins og leðurblöku- vængir. Ferlegur munnur eins og á froski. Feikilegar hendur sem eru eins og blöðkur á grönn- um handleggjunum. Og hærðar vörtur á ólíklegustu stöðum í andlitinu. Og þunglyndisleg augu undir úfnum, þráum brúnum. Fyrir tímann tekur umsjónar- maðurinn hálfbrunninn eldivið útúr ofninum, svo að skólastof- an geti fyllzt af kæfandi reyk. Forsendann er hin ævagamla fyndni. að ofninn reyki og ein- hverjar varúðarráðstafanir verði að gera, — Það skiptir ekki máli, — urrar Marbendillinn. — Þið haf- ið sjálfsagt gert kófið sjálfir. Það gerir ekkert til. — Marbend- illinn er orðinn svo vanur reyk, að hann tekur ekki eftir honum lengur, þótt allur bekkurinn sé að kafna úr reyk og daunninn af brunnu strokleðri sé óþolandi. En allir drengimir hnerra og frussa og hvæsa eins og óðir væru og krefjast þess að opnnað- ur sé gluggi. Og það er gert með miklum hávaða og bram- bolti. Fyrir tímann er oftast nær búið að loka Hurrycane inni í skápnum innanum stílabækur og gleymda nestispakka. Hann streitist á móti í örvæntingu og grætur, en honum er troðið í eina hilluna og skápnum síðan læst með lykli umsjónarmanns- ins. Og þegar aftur er komin ró á eftir loftræstinguna og byrjað er að fara í landafræðilexíuna, heyrist til Hurrycanes inni í skápnum, þar sem hann er að kafna úr loftleysi. — Ó, það eru víst rottur í skápnum! — er hrópað. Og þá er lykillinn alltaf týndur og það tekur langan tíma að frelsa Hurrycane. Og reiði Marbendilsins bitnar svo á Hurrycane alsaklausum. — Leiðindastrákpjakkur! Ormurinn þinn! Alltaf ert það þú sem finnur upp á ótuktarskapnum! — Og Marbendillinn lyftir hend- inni eins og til höggs. en ekkert verður úr því. Hann slær aldrei. Kannski veit hann, að hann myndi misþyrma drengnum, ef hann gæfi reiði sinni útrás. Hann gefur bara frá sér annarleg hljóð og froðufellir af reiði. Og það eru tár í þunglyndislegum aug- unum. En Hurrycane fær lélega eink- unn í landafræði, þótt móðir hans hlýði honum alltaf yfir lexíuna. Á þennan hátt einan get- ur Marbendillinn hefnt sín. Eldiviðnum er hlaðið upp á sérstakan hátt, svo að hlaðinn getur oltið um þegar vel stendur á. Hyrndum blýöntum er velt um gólfið svo að það lætur í eyrum eins og í fjarska. Pappírskúlum er skotið um loftið úr teygju- byssum. öll hugsanleg hljóð eru framleidd og lyktir af öllu tagi gera vart við sig. Það kemur fyrir að kennari úr næstu stofu opnar dymar og nær í nokkra drengi og gefur Skemmtileg bók, ferðataska, hljómplötualbúm . . . ágætt fröken, haldið þér bara á- fram. Verið þér sælar ungfrú, þér hafið vcidð mjög hjálplegar. Jæja, hafið þið skilið, hvað þið eigið að gera? Já, frændi við förum íil Andrésínu og segjum: „Ja hérna hér, það er þá afmælisdagurinn hans Andrésar á þriðjudaginn . , « og fáu mhenni listann?" SKOTTA AÐALFUNDUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 19. júní, 1964, kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- nefndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1963. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1963. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Frá Lækjaskóla í Hafnarfírði Lækjaskólanum verður slitið laugardag- inn 30. maí kl. 10 árdegis í Hafnarf jarðar- kirkju. Barnaprófsbörn mæti í skólanum þann dag kl. 9 árdegis. Skólastjóri. FERDABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabilar af nýjustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni i sima 24113, á kvöldin og um helgar. Sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON, Grettisgötu 52. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HN0TAN húsgagna verzlun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.