Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 12
Er bónuskerfið vinnuþrælkun? Hún er ættuð að austan og er búsett í Neskaupstað og vann í frystihúsi í Sandgerði í vetur. Hún er létt og kát allan daginn og hefur unnið hörðum höndum allt sitt Iíf við sjávarsíðuna. Hún heitir Þórunn Jakobs- dóttir og náðum við stuttu spjalli af henni á dögunum á leiðinni heim með manni sín- um. Hann heitir Sveinn Jóns- son og vann við hlið konu sinnar í sama frystihúsinu i Sandgerði í vetur. Þóra hefur sótt nfu ver- tíðir til Hornafjarðar með manni sínum, bræðrum og föður og höfðu þau bátinn Auðbjörgu til umráða. Ásmundur bróðir hennar var skipstjóri á bátnum. Svona er lífið hjá sjó- mannafjölskyldum á Aust- fjörðum. Sumar sækja norður á Langanes og aðrar suður til Hornafjarðar. Faðir hennar heitir Jakob Jabobsson, eldri og er þannig aðgreindur frá syni sínum Jakobi Jakobssyni, yngra. Svoleiðis eni þeir kallaðir fyrir austan. Jakob yngri er nú eiginlega þekktastur af fjölskyldunni. Það er Jakob Jakobsson fiskifræðingur og síldarleitar- kóngur, segir Þórunn kank- vis á svip. Við hjónin unnum í frysti- húsinu Miðnes h.f. í Sand- gerði i vetur og kynntumst nú í fyrsta skipti bónuskerf- inu. Þarna var líf í tuskunum og unnu allt að sjötíu manns í þessu frystihúsi. Kvenfólk- ið var í meiri hluta. Við vorum fjörutíu og þrjár og þar af tólf færeyskar kon- ur. Sumar hafa unnið allt að sjö vertíðum í Sandgerði og kunna þar vel við sig og leita alltaf á þessar slóðir á hverri vertíð. Annars voru konurnar víðsvegar að af landinu. Nokkuð mikið bar á konum frá Siglufirði og ég var til dæmis eina konan frá Aust- fjörðum. Vinnuskilyrðin voru sæmi- leg í frystihúsinu og unnum við konurnar við að pakka fiskinn í umbúðir á fjórtán borðum og voru þrjár konur við hvert borð. Þó mundi ég telja það hagstæðara að ein til tv.ær konur ynnu við hvert borð og fékkst góð reynsla af því í vetur. Hvernig líkaði þér við bónuskerfið? Mér líkaði það ekki vel. Það er sérstaklega misræmið á bónusgreiðslum eftir um- búðum eins og það var í raun þarna hjá okkur. Við borðið þar sem ég vann unnum við aðallega tvær umbúðir með úrvals- þorski. Annarsvegar sjö lbs. Þórunn Jakobsdóttir umbúðir og hins vegar fimm lbs. umbúðir. Þegar við unnurti sjö lbs. umbúðirnar höfðum við að jafnaði 30 til 35 kr. á klst. fyrir utan tímakaupið, en þegar við unnum fimm lbs. umbúðirnar brá svo við, að bónusinn hrapaði niður í 9 til 10 kr. á klst. fyrir utan tímakaup . Þetta er einkennilegt mis- ræmi og er greinilega ein- hversstaðar veikur hlekkur í útreikningi gagnvart okkur verkafólki. Annars gættum við þess að vinna aðeins með venjulegum vinnuhraða við okkar borð og vorum raun- ar allar vanar þessari vinnu áður. Margar konurnar hafa þó ekki æskilega sjálfsstjórn i þessari vinnu og ætla marg- ar sér ekki af í vinnunni. Þetta gengur í mörgum til- fellum svo nærri þeim að um hreina vinnuþrælkun er að ræða. Peningaupphæðin í lokin er ekki svo stórvægileg eftir slíkt erfiði. Hér er um lúmska tilraun til vinnupíningar að ræða og gengur það svo nærri vinnu- þreki verkafóksins. að heilsa þess er jafnvel í voða. Hvernig var aðbúðin að fólkinu? 1 vinnusölum var aðbúnað- ur sæmilegur. Ég tel þó nauðsynlegt, að baklausu tré- bekkirnir í kaffistofunni hverfi nú þegar og sæmileg sæti komi í staðinn. Það er nauðsynlegt í erfiðisvinnu. að fólk geti látið fara sæmi- lega um sig í kaffitimunum. Einnig fannst mér hirðing og umgengni á salemum og snyrtiherbergjum ábótavant. Hvað tekur nú við? Nú er sumarsíldin á næsta leiti og er ég þegar búin að ráða mig á eitt síldarplanið i Neskaupstað. Við erum svo spennt fyrir síld á Austfjörð- um þessa stundina. Ég vil biðja fyrir kveðju til vinnu- félaga okkar frá vertíðinni, sagði Þórunn að lokum. Viðbygging við Reykholtsskólann HALSASVEIT 28/5 — Allmiklar byggingaframkvæmdir eru fyrir- hugaðar við Héraðsskólann að Reykholti í sumar. Er áætlað að byggja hcimavist fyrir þrjátíu nemendur og íbúð fyrir einn Sæðingastöð kennara. Hvortveggja þessara bygginga eru tveggja hæða hús. Enn mun þó standa á hinu al- máttuga leyfi ríkisstjórnarinnar og framkvæmdir þess vegna ' ekki hafnar ennþá. — Jónag. að Hvanneyri HÁLSASVEIT 28/5 — í vetur var hafin bygging á sæðingastöð að Hvanneyri og er húsið að stærð 330 fermetrar. I þessari merku byggingu verða stofa. rannsóknarstofa, arherbergi, geymsla fjós og hey- geymsla. Það er Búnaðarsam- band Borgarfjarðar. sem stendur að byggingunni. Byggingarmeist- skrif- ■ ari er Páll Jónsson í Smiðju- pökkun- I holti. — Jónag. Ærnar láta lömbum HALSASVEIT 28/5 — Sífelld I norðanátt var framan af maí- mánuði og fer gróðri hægt fram af þeim sökum. Aðfaranótt sjö- unda maí var næturfrost svo að hemaði á pollum og cina nótt- ina snjóaði í fjöll og jafnvel nið- ur að fremstu bæjum. Mörgum bregður við norðanáttina og þræsinginn eftir afburðargóða tíð í vetur. Bændur hafa þegar sleppt fé sínu af húsi og er fé almennt vel framgengið. A einstaka baS hefur það borið við, að ær létu lömbum og á einum bæ létu þrjátíu ær lömbum sínum. Annars hefur sauðburður gengið vel. — Jónag. Skiptu með ser mu irseo i # « fetignum Larseii er efstur eftir 6 umferðir ’f gærdag fundu nokkrir ung- lingar peningaveski í strætis- vagni í Hafnarfirði. Sex hundr- uð krónur í peningum voru í veskinu. Þetta voru unglingar á aldrinum tíu til tólf ára og skipu þeir peningunum á milli sín. — Hafnarfjarðarlögreglan hafði spurnir af þessu og náðí peningunum af krökkunum og kom veskinu til skila. Lokið cr nú 6 umferðum á millisvæðamótinu í skák í Amsterdam og er Bent Larsen cfstur að þeim loknum með 5 vinninga. Næstur er Gligoric með 414 vinning og biðskák, þá Ivkov mcð 4*/4 vinning og Smy- sloff og Bronstein með 4 vinn- inga hvor. ] Blaðinu er kunnugt um þessi : úrslit í 5. umferð: Ivkov vann Berger, Larsen vann Perez, Glig- ! Kirkjusmíði í Ólafsvík Fyrsta bátaEeigan tekur til starfa Nýlega hefur tekið til starfa hér í Reykjavík nýtt iyrirtæki, BATALEIGAN sf. Eins og nafn- ið ber með sér Ieigir fyrirtæki þetta út sportbáta, til lengri eða skemmri tíma, á svipaðan hátt og bílaleigur, sem eins og kunn- ugt er hafa náð miklum vin- sældum hérlendis hin síðari ár. Eigcndur hins nýja fyrirtækis eru bræðurnir Garðar og Sverrir Steindórssynir og faðir þeirra Sis:ndór G'tiijnumdsson, og verð- iti' l>að íil húsi í Bakkagerði 13. Bátar þeir, sem fyrirtækið ieigirút, eru tvenns konar, plast- bátar og gúmbátar. Plastbátarn- ir eru af tveim stærðum. minni gerðin tekur fjóra menn, en stærri gerðin fimm til sex. Stærri gerðinni fylgir 5,5 ha. ut- anborðsmótor, en þeirri minni 4.5 ha. Gúmbátunum fylgir 3 ha niótor, Mótorarnir eru af Johnson og Pei'kins gerð, og hefur þess, verið gætt að hafa þá ekki aflmeiri en svo, að eng- in hætta á að vera á ferðum, i góðu veðri, því eins og kunnugt er hafa flest slys, sem orðið hafa á slíkum bátum hér heima og erlendis, orsakazt vegna þess, að mótorar hafa verið of stórir og kraftmiklir. Má í því sam- bandi geta þess, að stærri gerð- in af plastbátunum er gefin upp fyrir allt að 15 ha. mótor, en eins og fyrr segir. fylgja þeim 5,5 ha. mótor, og er leigutaka óheimilt að skipta um mótor á bátnum. í öllum bátunum verða björgunarbelti, og vilja eigend- ur brýna það mjög fyrir leigj- endurh, að'fara aldrei út á vatn, án bess að hafa þau á sér. Allir eru bátarnir mjög með- færilegir og má flytja plastbát- ana. hvort heldur er á tengi- vagn: — trailer — eða á topp- grind bifreiðar. Tengivagninn fvlgir stærri eerðinni. og með honum tengi, sem hægt er að Framhald á 9 síðu. ÖLAFSVlK 28/5 — Bygginga- framkvæmdir eru nokkrar í Öl- afsvík og er til dæmis verið að byggja við barnaskólann. Það er fyrir tvær kennslustofur og hefur borið nokkuð á þrengslum í skólanum í vetur. Þá er hald- ið áfram smíði á nýrri kirkju og er búið að steypa kjallarann og þessa dagana verið að slá upp fyrir kirkjunni. Níu íbúðarhús eru í smíðum. Þá er unnið að breikkun veg- arins inn í plássið vegna vax andi umferðar um Ennisveginn. E. V. Handfæraafli góður á víkinni ÖLAFSVÍK 28/5 — Hér er verið [ að búa bátana undir síldveiðar fyrir Norðurlandi í sumar og fara sex Ölafsvíkurbátar á síld- veiðar. Þá cru nokkrir að búa sig á dragnót fyrir sumarið og eru það minni bátarnir. Góður afli er á handfæri hér á víkinni um þessar mundir. Samtals var Iagt hér á land 8282,620 lestir af fiski yfir vertíðina. Er það ná- kvæm lokatala. — E. V. oric vann Darga en Bronstein og Pachmann, Tal og Smysloff gerðu jafntefli f 6. umferð urðu þessi úrslit: Tal vann Pachmann, Bronstein vann Fougelman, Ivkov vann Bilek en jafntefli serðu Smys- lof og Stein, Porath og Darga, Larsen og B°nkö. Aðrar skák- ir fóru í bið Biðskákum úr fjórðu umferð lauk svo að Larsen vann Por- ath, Vranesic vann Berger en jafntefli gerðu Rosetto og Iv- kov, Reshevsky og Lengyel. Þá eru hér úrslit úr tveim =kákum úr 1. umferð sem blað- ið hefur ekki birt áður: Darga vann Spasski og Lengyel vann Berger. Lík Gunnars Finnbofasonar er nú fundið I gæi'morgun fannst lík Gunn- ars Finnbogasonar í Vestmanna- eyjum og fannst það í sjónum um tuttugu og fimm metra frá Teistuhelli. Froskmaður frá Landhelgisgæzlunni kafaði i sjónum þarna og f2nn likið eft- ir skamma leit. Var það flutl í land um hádegi í gær. Þá var gerð ítarleg leit að Jónatan Árnasyni í gærdag og hefur ekki fundist tangur né tetur af honum ennþá. Kalskemmdir í túnum VATNSLEYSU 25/5 — Vorhlý- j um. Sauðburði er að ljúka og indin héldu í garð um hvíta- hefur hann gengið mjög vel yf- sunnuna hér í Fnjóskadalnum. irleitt. Enn er hér nýtt „kal“ i Síðan hefur verið hin ágætas.ta túnum. — O. L. tíð og gróðri fleygt fram í daln- Rafmagn í Fnjóskárdal l VATNSLEYSU 25/5 — Hér í I Fnjóskadal er nú starfandi vinnuflokkur að sunnan og vinnur að því að setja upp raf- taug frá Laxárvirkjun hér norð- ur dalinn. I þessum vinnu- flokki eru fáir menn, en þeim sækist verkið vel. Ekki er ennþá ákveðið, hvort rafmagnið verð- ur Ieitt inn á bæina á þessu ári. En eftirtaldir bæir eiga að fá það í þessurn áfanga: Hrís- gerði. Víðifell, Víðivellir, Vatns- leysa, Hæli, Grímsgerði, Drafla- staðir, Hjarðarholt, Böðvarsgarð- ur Böðvarsnes, Veisa og Veisu- sel. Övíst er hvernig verður með nyrsta bæinn í dalnum. Það er Þverá í Dalsmynni. sem hefur slitnað þarna frá vegna einka- rafmagns á tveim næstu bæj- um. — O. L. Þeir bræða síld í Bolungavík BOLUNGARVtK. 28/5 — Fjórir bátar héðan stunda vorsíld- veiðar. Guðmundur Péturs kom með 800 tunnur hingað í fyrri- nótt og Sólrún landaði hér í gæi'dag 800 tunnum, Þessi síld fer í bræðslu og er starfrækt hér síldarverksmiðja eign Ein- ars Guðfinnssonar, sem hann hristi fram úr erminni síðastlið- ið ár. Seytján bátar stunda handfæri héðan og er afli farin að glæð- ast á færi. Tók sér bólfestu í mastrinu Lögreglan í Hafnarfirði var kvödd á vettvang í fyrrakvöld til þess að sækja mann nokkurn, sem hafði tckið sér bólfestu upp í mastrinu á togaranum Maí og 'vaf þar svefni réttlátra. Taldi maðurinn sig aldrei hafa , fengið betrí dúr á ævinni og ' brást heldur illa við, þcgar svefnró hans var raskað. Sumum þótti þetta heldur hátt uppi og þótti vissara að koma manninum niður á jörðina. Hann var Iíka hátt uppi, þegar hann vaidi sér svefnstaðinn. Tog- arinn lá við bryggju í Hafnar- firði. i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.