Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 6
C 6tM-----------“=-------------------------—— HÓÐVIUINN Föstudagur 29. mai 1964 ORESDEN Hitlers um „Lebensraiun’‘ og germaniseringu annarra landa, tala þeirra er legio. Samt stendur fyrrverandi vamar- málaráðherra upp á opinberum fundi og lýsir því yfir, að sú sé helzta og nærri eina sök Hitlers að sjá það ekki fyrir, að stríðið myndi breiðast út! „ÞÝZKA HÆTTAN“ Hér sjáum við Franz-Josef Strauss í þann tíð er hann var Iand- varnaráðherra í stjórn Adenauers, en úr þeirri stjórn hröklaðist hann vegna Spiegel-málsins fræga. Strauss er hinn mesti hemað- arsinni, enda vígalegur á myndinni. anna, sem þannig gætu talað um „þýzku hættuna", en slíkt tefði fyrir sameiningu Þýzka- lands! I ÞRIÐJA SKIPTIÐ Þetta er nú í þriðja skipti á skömmum tíma, sem þýzkir nazistar hafa vakið á sér at- hygli fyrir áróður og söguföls- un. Hið fyrsta skiptið var er þeir buðu heim bandarfskum fasista, David Hoggan, en hann hefur sem kunnugt er reynt að hvítþvo Hitler sem bezt hann mátti. Annað skiptið var hin fræga ræða Seebohms og nú er svo Strauss kominn í hópinn. Það var tæpast við því að bú- ast, að Strauss, sem berst fyr- ir pólitísku lífi sínu, vildi láta Seebohm einum eftir að standa á sviðinu. Lítill sem enginn vafi leikur á því, að Strauss tekur heilshugar undir með Foringja sínum, en hann reit í Mein Kampf þau orð: „Glat- að Iand vinnst ekki aftur með slípuðu þingmennskutungutaki heldur brýndu sverði, það cr að segja mcð blóðugum bar- daga”. FRIÐARVILJINN Ekki hafa þó allir Þjóðverj- ar tekið þessari nýju söguskýr- ingu hins fyrrverandi ráðherra með því hugarfari, sem til er ætlazt. Leikkonan Kadidja Wedekind dóttir skáldsins Frank Wedekind, hefur tekið í arf hæðni föður síns og svarar Strauss svofelldum orðum: „Auðvitað vildi Hitler frið. Þannig menn vilja alltaf frið”. Og hún heldur áfram: „Hitl- er vildi aðeins ráðast inn í Tékkóslóvakíu, Pólland og Frakkland (og öll hin löndin), hann vildi aðeins setja fylgis- menn sína við stjómvöl þar, hann vildi aðeins koma á fót fangabúðum þar sem þvi yrði viðkomið og útrýma Gyðingum og andstæðingum sinum. En að sjálfsögðu hefði hann gert allt þetta á friðsamlegan hátt, ef hann hefði bara fengið leyfi tll.“ Það er ástæðulaust að þylja tilvitnanir úr ritum og ræðum Það er tæpast nema von, að vestur-þýzkir nazistar vilji reyna að gera sem minnst úr ..þýzku hættunni" — sem þó ætti að vera flestum þjóðum Evrópu í fersku minni. Vestur- þýzk blöð og tímarit — sem Strauss er að vonum sár- reiður við — hafa þó minnt landa sína á skiljanlegan ugg annarra þjóða vegna endur- vopnunar Þjóðverja. Vestur- þýzkur blaðamaður, Jochen Wilke að nafni, sem nýkominn er frá Sovétríkjunum, lætur svo um mælt: „Áður en ég kom til Moskvu. hafði ég enga grein gert mér fyrir því, hve miklu hlutverki varðstaðan gegn okk- ur hefur að gegna í sovézkum stjómmálum. En fljótlega varð ég að slá þessu föstu: Vart er til sú rússnesk fjölskylda. sem ekki hefur átt ástvini á bak að sjá í styrjöldinni, á víg- stöðvunum, í skæruhemaði, í fangabúðum eða fyrir hryðju- verk. Fólkið er ekki biturt í okkar garð. En það segir sem svo: Þetta má aldrei endurtaka sig”. VIÐBRÖGÐ ANNARRA Og hver heldur svo hr. Strauss, að viðbrögð Sovétríkj- anna verði við þessum síðustu tilraunum hans til að hvítþvo Hitler? Bandaríkjamenn virðast Framhald á 9. siðu. —segir Strauss Franz-Josef Strauss, fyrrum landvamaráð- herra Vestur-Þýzkalands, hefur nú tekið til þar sem Seebohm, samgöngumálaráðherra hvarf frá og lýst því yfir, að Hitler hafi „ekki ætlað“ að hefja heimsstyrjöld, þegar hann lét heri sína ráðast inn í Pólland. Þá harmar ráðherrann það, að Þýzkaland fái eitt sökina á styrjöldinni. Jafnframt þessu veitisí ráðherrann að vestur- þýzkum blöðum og tímaritum fyrir að halda ein- hliða fram sök Þýzkalands. Fyrirsjáanlegt þykir nú, að þau ummæli Seebohms, sam- samgöngumálaráðherra, — að Tékkum beri að skila Súdeta- héröðunum aftur, muni engin á- hrif hafa á stjórnmálaferil hans, hvað þá að hann verði sviptur stöðu sinni. Eftir er svo að sjá. hvem veg tekið verður þessari nýju tilraun frá Strauss til að umskrifa söguna. Vitað er þó, að Erhard og fé- lagar hans líta með tortryggni á Seebohm og Erhard hefur meira að segja gengið svo langt, að veita honum nokkurs konar éminningu. En starfinu heldur hann enn. Ástæðan er einkum sú, að flokkur Erhards telur sig þurfa á atkvæðum flótta- mannanna að halda við næstu kosningar. Samtök flóttamann- anna úr Súdetahéruðunum hafa hinsvegar lýst stuðningi sinum við Seebohm, og þá er ekki að sökum að spyrja. Á KVENNAFUNDI Það var á kvennafundi í Ottebeuren nú um helgina, er Strauss kom með þessa at- hyglisverðu yfirlýsingu. Strauss kvað að vísu engan geta neitað siðferðilegri ábyrgð Hitlers á því að stríðið hófst. Hinsvegar hefði hann ekki séð fyrir, að það mundi breiðast út! Til- hneiging vestur-þýzkra blaða til þess að eigna Þjóðverjum einum sökina á heimsstyrjöld- unum báðum kvað hann aðeins vera vatn á myllu andstæðing- Svæðin, sem merkt eru með svörtu á kortinu eru hin svonefndu Súdetahéruð í Tékkóslóvakíu, en þessi svæði afhentu England og Frakkland Hitler við Múnchen-samninginn 1. október 1938. Maður- inn með skammbyssuna er leiðtogi Súdetaþjóðverjanna, Konrad Heinlein, sem framdi sjálfsmorð 1946 i fangelsi Bandamanna. WIEN HITLER „ÆTLAÐI EKKI" AÐ HEFJA HEIMSSTYRJÖLD SOVÉTBALLETT TIL NORÐURLANDA □ Ballettinn í Kíef, höfuðborg Úkraínu, heim- sækir Svíþjóð, Noreg og Danmörku þessar vik- urnar og er sú för gerð í sambandi við heim- sókn Krús'tjoffs forsætisráðherra til þessara landa. Ef til vill tekst að koma því svo fyrir að hann heimsæki einnig ísland. Ballettinn í Kíef átti að hefja sýningarferð sina með hátíðlegri sýningu í Stokk- hólmi á miðvikudag, 27. maí. Þaðan á hann að fara til Nor- egs, síðan aftur til Svíþjóðar og síðan til Danmerkur þar sem listamennirnir koma fram átta eða níu kvöld í Falkoner Centret. Frá þessu segir i viðtali Moskvufréttaritara Land og Folk við forstjóra Sjevtsjenko- óperu- og bailettleikhússins í Kíef, og það er sérlega fróð- legt fyrir okkur _að í því stendur orðrétt: „Á síðasta augnabliki hefur verið ákveð- ið að ísland komi einnig inn í ferðaáætlunina”. — Þess má og geta að forstjóri leikhúss- ins, Gontsjar, er tengdasonur Krústjofs. Fjörutíu og fimm manna hópur mun taka þátt í þess- ari ferð tii Norðurlanda og þar af eru þrjátíu og átta riansarar Ballettflokkur bef- ur starfað við óperuna ■ Kíef síðan árið 1926 og hefur þjálf- azt þar traust danslið, sem hef- ur víða hlotið viðurkenningu. f því sambandi sakar ekki að geta þess, að meðal þeirra sem taka þátt í ferðinni eru fjórt- án dansarar sem hlotið hafa verðlaun í alþjóðlegum sam- keppnum. Eins og flest önnur sovézk leikhús, hefur ballettinn í Kíef mjög mörg verk á takteinum í einu — enda þar á meðal sígild verk sem sýnd eru með vissu millibili mörg ár í röð. Þannig hefur Kíefballettinn upp á að bjóða ein sjötíu verk stór og smá eftir úkraínska, rússneska og yfirleitt allra þjóða höfunda. Þar má að sjálf- sögðu finna Tsjækovskíballett- ana „Svanavatnið”. „Þyrnirós", „Hnotubrjótinn“, „Rómeó og Júlíu“ Prokoféfs og svo horn- stein úkraínskrar ballettsköp- unar „Lileja“ eftir Dankévítsj. í viðtalinu segir ennfremur. að Danir muni fá að sjá þann vinsæla, klassíska ballett „Gis- elle“ sem Úlanova hóf mjög til vegs og virðingar í dansheimi og mun prímadonna Sjevtsj- enkoleikhússins, Alla Gavríl- enko dansa aðalhlutverkið. Ennfremur sjá þeir blandaða dagskrá — þar verður stuttur ballett gerður við hljómsveit- arverk Tsjækovskís „Franc- esca da Rimini“, annar þáttur úr „Svanavatninu”, þættir úr „Esmeralda”, tvídans úr „Don Quijote” eftir Minkus, „Vorið‘“ eftir Grieg, úkraínskir þjóð- dansar. Og það standa sem sagt von- ir til að fslendingar sjái eitt- hvað af þessu líka áður en langt er liðið fram á sumar. ÍSLAND í FERDA- ÁÆTIUNINNI? i 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.