Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.05.1964, Blaðsíða 7
Fðstudagur 29. maí 1964 MðÐVILJINN SlÐA J Ríklsstjórnin í stríði gegn launþegum, en stórmálin látin sitja á hakanum Þjóðviljinn kom nýlega að máli við Lúðvik JósefsSon for- mann þingsflokks Alþýðu- bandalagsins og spurði hann um gang mála á alþingi s. I. vetur og störf þingsins. Þinghaldið í vetur, sagði Lúðvík, er með því lengsta sem þekkzt hefur hér á landi, og jafnframt má segja, að þetta var með afkastaminnstu þingum, þegar litið er á vandamálin sem fyrir lágu. Viku eftir viku sat þingið svo að segja auðum höndum. og virtist ástæðan sú. að ríkis- stjórnin gæti ekki gefið sig að afgreiðslu þingmála vegna ým- iskonar erfiðleika. sem hún átti í utan þings. Þessum langa þingtíma má skipti í tvo hluta, fram að áramótum ann- ars vegar og hins vegar eftir áramót. Þingtíminn fyrir áramót fór að mestu leyti í deilur um frumvarp ríkisstjórnarinnar um launamál o. fl„ þar sem stefnt var að því að binda allt kaup út árið. Á síðari hluta þingsins eftir áramót voru ýmis lög og tillögur af- greiddar í þinginu, en yfirleitt var þar ekki um nein meiri- háttar mál að ræða, að undan- skilinni löggjöf þeirri sem rík- isstjórnin beitti sér fyrir strax eftir áramótin um nýjan sölu- skatt upp á 260 miljónir kr. og uppbóta- og styrkjagreiðsl- ur. Ný lög — Hvaða löggjöf telur þú markverðasta af því sem þing- ið afgreiddi í vetur? — A þessu þingi voru sett ný vegalög, og var samkomu- lag um þau í meginatriðum milli allra þingflokkanna. Þar er gert ráð fyrir að unnið verði framvegis að vega- og brúarmálum eftir áætlun, sem gerð skal til fjögurra ára f senn. Þá er gert ráð fyrir að fjárframlög til vegamála auk- ist talsvert mikið og að benz- ínskatturinn nýi, sem lagður var á um síðustu áramót. renni allur til vegafram- kvæmda. Nokkrar breytingar voru gerðar á lögum um jarðrækt, stofnlánadeild landbúnaðarins ------------------------------<S> Fí hœttir aS hringja til farþeganna Áður en Flugfélag Islands hóf reglulegt áætlunarflug milli staða innanlands. en flugvélar félagsins héldu uppi flugi er flutningaþörf gaf tilefni til og veður ekki hamlaði, komst sú venja á, að símað væri til allra væntanlegra farþega og þeim tilkynntur brottfarartími og enn- fremur. hvenær ætti að mæta á flugvelli. Eftir að áætlunarflug var tek- ið upp hélzt þessi siður og hef- ir svo verið síðan. Með bættum tækjum hefir á síðari árum gengið æ betur að halda uppi áætluðum flugferðum á fyrirfram ákveðnum tímum og bykir því ekki ástæða til að halda lengur hinum gamla sið frumbýbsáranna, að hringja sér- staklega í farþegana, heldur að þeir mæti á flugveliinum sam- kvæmt áætlun þ. e. í innan- landsflugi hálfri klukkustund fyrir brottför. Ef brottför breytist frá bv' sem segir í áætlun, mun hins- vegar verða hringt til væntan- ( legra farþega. og nokkrar minniháttar breyt- ingar gerðar með þessu á mál- efnum landbúnaðarins. Hins vegar voru þau vandamál landbúnaðarins, sem mestu máli skipta látin liggja í lág- inni eins og fyrri daginn. Þá voru einnig gerðar breyt- ingar á lögum um Seðlabank- ann og á skatta- og útsvars- lögunum. Breytingamar á Seðlabankalögunum miðuðu að því að auka enn skyldur banka og sparisjóða til að binda sparifé sitt í Seðlabankanum, en breytingar á skatta- og út- svarslögunum miðuðu að smá- vægilegri lækkun á skatta og útsvarsstiganum, en enginn vafi er á því að þrátt fyrir þær breytingar munu skattar og útsvör yfirleitt hækka að krónutölu á almennum launa- tekjum. Þar má Alþingi ekki nærri koma — En hvað um ýmis þau stórmál, svo sem raforkufram- kvæmdir og jafnvel erlenda stóriðju, sem mikið hefur ver- ið rætt um undanfarið? — Það hefur ekki farið dult, að ríkisstjórnin hefur um all- langan tíma stefnt að því að efnt verði til einhvers konar stóriðju í íslenzku atvinnulífi. S.l. þrjú ár hefur verið starf- andi sérstök stóriðjunefnd á Rætt irið Lúðvík Jósefsson, formann þing- flokks Alþýðubandalagsins, um stöf Alþingis á síðastliðnu þingtímabili vegum ríkisstjórnarinnar, en sú nefnd var ekki sett af Al- þingi. Það hefur svo heldur ekki farið dult, að þessi nefnd og ríkisstjómin sjálf hafa átt viðræður við ýmsa erlenda að- ila um verksmiðjurekstur og byggingu olíuhreinsunarstöðv- ar, en þessum stóru og mikil- vægu málum hefur verið hald- ið utan Alþingis eftir því sem unnt er. Við þingmenn Al- þýðubandalagsins höfum nokkrum sinnum knúið rikis- stjórnina til þess að svara fyr- irspumum um þessi mól á Al- þingi. Jafnframt höfum við gert margítrekaðar kröfur um það. að Alþingi fengi í hendur alla athugun þessara mála. Svör ríkisstjómarinnar um málið hafa jafnan verið óá- kveðin og loðin. Og ríkis- stjómin hefur með öllu neit- að að Alþingi fengi þessi mál til meðferðar. Þessu langa þingi lauk því án þess að nokkuð lægi fyrir um þessi mál. né heldur um neinar meiriháttar raforkufram- kvæmdir á næstunni. — Telur þú ekki að orðið sé aðkallandi fyrir okkur að ráð- ast í nýjar virkjanir? — Jú, enginn vafi er á því, að þörf hefði verið að hefjast þegar handa um nýjar raf- orkuframkvæmdir. Stórvirkj- un tekur varla minna en 2—3 ár, en nú þegar er orðið um að ræða skort á raforku, t.d. til Ábui'ðarverksmiðjunnar. og má furðulegt teljast hve lengi rík- isst.jórnin dregur að ráðast ’ bessar aðkallandi framkvæmd- ir. En það sem tefur ríkis- stjórnina í þessum efnum er augljósleea makk hennar við erlend fvr'rtæki um stórfram- kvæmdir. Það gctur þvi farið svo, að hér verði tilfinnanleg- ur raforkuskortur hjá atvinnu- vegum okkar vegna þcss, hve ríkis»tjórnín virðist hafa bit- ið fa»t i sig að leysa þessi mál i sambandi við erlendan stór- iðjurekstur. Húsnæðismálin óleyst — Hvað gerðist svo í hús- næðismálunum á þessu þingi? — I þeim málum gerðist harla lítið. Að vísu voru sam- þykkt lög um nokkra hækkun á skyldusparnaði unglinga og um ávöxtun á sparifé trygg- ingafélaga. en gert er ráð fyrir að þetta auki ráðstöfunarfé Húsnæðismálastjórnar nokkuð, en meginvandi húsnæðismál- anna er enn jafn óleystur og áður. Fé til íbúðalána vantar enn svo hundruðum miljóna skiptir; hin háu vaxtakjör eru enn óbreytt og lánstíminn er enn jafn stuttur og áður. Þingmál Alþýðu- bandalagsins — Hvað viltu nefna af mál- um sem þingmenn Alþýðu- bandalagsins fluttu á þessu þingi? — Við fluttum á þinginu fjöldamörg frumvörp og þings- ályktunartillögur um ýmis þau málefni sem við teljum mestu máli skipta. og má þar á með- al nefna þessi: 1. íslenzk utanríkisstefna. Þingmenn Alþýðubandalagsins fluttu þingsályktunartillögu um það, að Alþingi markaði í að- alatriðum utanríkisstefnu ís- lenzka lýðveldisins. Nauðsyn- legt er að setja skýr ákvæði um afstöðu fslands gagnvart erlendum bandalögum, her- setunnar í landinu og varðandi þátttöku erlends auðmagns í landinu. Tillaga okkar var felld með atkvæðum stjórnarflokkanna. 2. Atvinnumál. 1 atvinnu- málum okkar lögðum við til að hafizt yrði handa í stórum stíl um uppbyggingu útflutn- ingsiðnaðar, sem sérstaklega byggði á vinnslu úr hráefnum sjávarútvegs og landbúnaðar. Það er skoðun okkar að hægt sé að stórauka útflutningsverð- mæti þjóðarinnar á þennan hátt og að þvi verkefni eigum við sérstaklega að snúa okk- ur á næstu árum. Þá höfum við einnig lagt til, að ýmsar ráðstafanir yrðu gerðar til þess að bæta rekstursafkomu atvinnuveganna, svo að þeir væru betur færir til þess en nú að taka á sig óhjákvæmi- legar kauphækkanir. 1 þeim efnum höfum við bent á lækk- un vaxta, lengingu stofnlána, lækkun útflutningsgjalda og lækkun á ýmsum tollum, sköttum og milliliðakostnaði, sem hvílir á atvinnuvegunum. Varðandi landbúnaðarmál fluttum við m. a. frumvarp og tillögur um félagsbúskap, um ráðstafanir til stækkunar smá- búanna og um sérstakar trygg- ingar vegna landbúnaðarins Við fluttum m.a. tillögu um að ríkissjóður legði fram rúm- lega 50 miljón krónur sem ó- afturkræft framlag til að stækka bú þeirra bænda, sem enn hafa bú undir meðalstærð Þessa tillögu okkar felldi’ bingmenn stjórnarflokkanna. 3. Húsnæðismál. Alþýðu- bandalagið lagði fram frum- varp um húsnæðismálin, en meginefni þess er stóraukin tekjuöflun byggingalánakerfis- ins með beinum framlögum frá ríkissjóði, atvinnurekend- um,- bönkum. vátryggingafé- lögum o. fl. aðilum, verulegri lækkun vaxta af byggingalán- um, lengingu lánstíma og að lánin nemi yfirleitt 2/3 — 3/4 hlutum af byggingakostnaði hæfilegra íbúða. Þá er í þessu frumvarpi okkar lögð meginá- herzla á það. að byggingafram- kvæmdir fari fram á félags- legum grundvelli, en það mundi án alls efa lækka bygg- ingakostnað verulega. 4. Orlof og vinnuvernd. Þá höfum við flutt frumvarp til laga um vinnuvemd og leng- ingu orlofs. Bæði þessi frum- vörp gætu verið veigamikill þáttur í því að ná samkomu- lagi við verkalýðshreyfinguna í landinu um kjaramálin, þar sem þau fjalla um þýðingar- mikil hagsmunamál almenn- ings i landinu. 5. Áætlunarráð. Þá fluttum við frumvarp okkar um áætl- unarráð, sem flutt hefur verið um margra ára skeið, en þar leggjum við til að gerð verði sú meginbreyting f efnahags- málum landsins, að unnið verði að framkvæmdum á sviði atvinnu- og fjárhags- mála í landinu eftir fyrirfram gerðri áætlun. Við teljum ó- hjákvæmilegt að höfð sé sterk yfirstjóm á þróun efnahags- málanna og . að ríkisvaldið sjái beinlínis um að eftir á- ætluninni sé farið í öllum meginatriðum. Stjómlaus fjár- festing er sóun á fjármunum. Hömlulaus meðferð á gjald- eyri þjóðarinnar leiðir til erf- iðleika í utanríkisviðskiptum og til aðstöðu braskaralýðs, sem ekki er þolandi fyrir þjóð- arheildina. Þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa auk þess flutt mörg önnur mál í þinginu svo sem varðandi tryggingamál, um barna- og dagheimili, sam- göngumál o. fl. Aðkallandi stórmál látin bíða Það sem einkenndi þinghald- ið í vetur, var sem fyrr segir, að ríkisstjómin hefur verið önnum kafin að berjast við launastéttimar í landinu um kaup og kjör vinnandi fólks. Þegar meirihluti landsmanna þ. e. launþegar hafa talið ó- hjákvæmilegt að fá bætt launakjör sín vegna verðbólg- unnar, hafa úrræði ríkisstjóm- arinnar verið: að binda kaupið fast með lögum í miðju dýrtíðarflóðinu að banna verkföll og koma i veg fyrir launasamninga. Þegar þetta hefur ekki náð fram að ganga, hafa verið sett lög um nýjar álögur og al- mennar verðhækkanir og milii- liðum heimilað að auka álagn- ingu sína til mikilla muna. Auk þess hefur svo ríkisstjórn- in verið ærið upptekin við að makka við útlendinga um að taka að sér að meira eða minna leyti rekstur atvinnu- lífsins í landinu, en á meðan hefur lausn aðkallandi stór- mála verið látin sitja á hak- anum. 100 þúsund kr. gjöf til HeimHissjáis Heimilis»jóði taugaveiklaðra barna barst rétt fyrir hvita- sunnuna 100 þúsund króna gjöf frá hjónum sem óska að Iáta nafna sinna ckki getið. Stjórn Heimilissjóðs þakkar þessa stór- mannlegu gjöf. Einnig síðastliðið ár bárust Heimilissjóði margar stórar gjaf- ir. og eru nú í sjóði 555 þúsund krónur. Heitir sjóðsstjórn á góðviljað fólk að leggja saman og fylla miljónina fyrir áramót, en miljón telst sú lágmarksupp- hæð. að fært sé að byrja bygg- ingu. Dropinn fyllir mælinn. Ef margir leggja fram skerf sinn eftir efnum og ástæðum, næst markið fljótt. Sjóður þessi var stofnaður fyrir 3 árum. Forseti Islands staðfesti skipulagsskrá hans 28. febr. 1961. Ríkisendurskoðandi annast endurskoðun sjóðsreikn- inga. Markmið sjóðsins er að reisa lækningastöð fyrir tauga- veikluð böm, sem þarfnast sál- fræðilegrar meðferðar. ★ Gjaldkeri sjóðsins er séra Ing- ólfur Astmarsson biskupsritari. Auk hans eru í sjóðstjóm dr. Matthías Jónasson, form., Jón- as B. Jónsson. fræðslumálastjóri, og Sigurjón Björnsson, sálfræð- ingur. — Hershöfðinginn er dálítið argur í morgun. Ef Rússaskratíarnir hafa falið míkrófóna á skrifstofunni eiga þcir nokkrar upptökur, sem frúin vildi kannski kaupa . . .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.