Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Summiudajgur 1. desemlber 1968. Einar Bragi: Afhendið Háskól- anum Hótel Söqu Hótel Saga er að visu .fögur smíð. En þarna stendur hún af steini gerð og verður ekki af grunni færð, mikið húsrými, að nafni til eign íslenzkra bænda, en aðallega notað til allt ann- ars en þ.iónustu við þá: skrif- stofur Flugfélagsins og á- róðursmiðstöð Bandaríkjanna, nokkirár svallstiofur, danssalir og gestaherbergi eru hér umd- ir einu þaki, og sýnist vanda- laust að koma þessu öllu fyrir annars staðar án þess að ís- lenzk menning eða athafnalífið þyrftu að lækka flugið til muna. Á þessum dögum er sagt frá því í blöðum, að nemendur og kennarar Háskólans séu á hrakningum fram og aftur milli ótal smáhýsa um allan bæ til þess að geta þegið og veitt þá fróðleiksmola, sem ^' enn kunna að leynast í einhverju sálarhólfi lærimeistarans, þegar langhlaupið er á enda þreytt og hópurinn hefur sameinazt í kytru sinni, ef honum. tekst að finna hana.. a Ég legg til, að bændur af- hendi Háskólanum Hóitel Sögu til heiðurs fslenzkri • -• bænda- menningu. Þeir gætu-vel haft bar aðsetur eftir sem áður fyr- ir stéttarsamband sitt. og bún- aðarmálast.ióm, jafnvel nokkur herbergi að auki til að skjóta skjólshúsd yfir raunverulega bændur, þegar þeir koma. í kaupstaðinn. Að öðru leyti yrði þarna hjónagarður og bama- heimili stúdenta, mötuneyti og miðstöð félagslifs. lestrarsalir og kennslustofur eftir þvi, - sem til hrykki. Um sláttinn mætti breyta til: bjóða gestum o? gangandi hýsingu og beina . við hóflegu veröi, eins og stúdent- ar hafa gert á görðunum um áraraðir. Eggert sýnir 35 olíumyndir Eggert Guðmundsson opn- kði í gærdag sýningu á 35 olíumálverkum í vinnustofti sinni i Hátúni 11. F.jörutiu ár eru nú Iiðin frá því að Eggert hóf myndlistarnám i Munchen. Meðal verka á sýnmgunni er eftirprentun af Kristsmynd, sem Eggert málaði í Ástraliu fyrir 16 árum. Er eftirprent- unin gerð í Litbrá og er hún gefih út í 125 eintökum. Þetta er sjöunda sýning * sem Eggert heldur ; í vinnu- stofu sinni en alls hefur hahn haldið 42 einkasýnimgar, hér heima, í Bntglandi, Dan- mörku, Þýzkalandi og Ástr- alíu — og auk þess tekið þátt í mörgum samsýn ingum. Þeg- ar Eggert tók þátt í samsýn- inigu í London 1936 voru vald- ar 6 teikningar eftir hann til þess að sýna í sjónvarp óg var þetta í fyrsta skipti sem myndlist var sýnd í sjónvarp. Hefur íslenzka sjónvairpið 'fengið þessar teikningar sem eru af íslenzku fólki, að láni og . verða þær væntamlega sýnd-ar þar innan skamms. ’ Sýning Eggerts verður opin til 8. desember klukkan 1 til 10 e.h. Féiag dönskn- kennara stofnað ' v - riMAO 1. Stofnfundur Félags dÖnskii'- kennara var haidinn fimmtu- daginn 14. nóvember s.l. í Þjóð- leikhúskj allaranum. Tilgangur félagsins 1. Að efila samsitarf dönskú- koninara. 2. Að vinna að bættri að- stöðu til dönskuitoennsiu á Is- landi. 3. Að hailda uppi fundastarf- semd, þár sem döpskukennairar geta skipzt á skoðutfum og rætt vandamál dönskukennslunnar. Stofinendur félagsins voru 32, í stjóm þess voru kosin, Ingólf- ur A. Þorkelsson, formaður, Haraddur Magnússon, ritari, og Guðrún J. Hallldórsdóttir, g.jald- keri. öllum dönskukenmurum er heimil innganiga i 'félagið. Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN CAMEL FILTER CAMEL REGULAR AUÐVITAÐ CAMEL CAMEL CAMEL CAMEL Svavar / Casa Nova myndllst Sýning á 37 olíumálverkum eftir Svavar Guðnason er lið- ur í hátiðahöldum Listafélags MR í tilefni af fullveldisdeg- inum. Var sýningin opnuð í Casa Nova í gær kl. 4 e.h. og verður opin a.m.k. í eina viku. Auk þessa gefa menntskæling- ar út hátíðarit. halda fullvelcj- isfagnað 2. des. og efndu til Ijóðasamkeppni — en ekkert ljóðanna scm barst í keppnina taldist verðlaunahæft. Svavar Guðnason ræddi við fréttamemn í Casa Nova í gær. Sagði hann edztu myndina á sýninigunind vera frá 1936—‘37 en einnig eiru þama myndir sem hann lauk við í sumar. Samt vildi listmálarinn ekki kalla þetta yfirlitssýningu. Slðast sýndi Svavar hérlendis í Listasafni ríkisins um ára- mótin 1960—61 en tekur ár- lega þátt í sýningu Grönning- en, féöagsskapar í Dammörku sem hann er fastafélagsmaður í. Ekki er Svavar fyrsti Islend- ingurinn í þassum samtökum sem eru u.þ.b. sextug, því að Jón Stefánsson var aiHlengi þar. Svavar var spurður hvað liði Cobra-grúppunni, sem haran tilheyrði. — Fram að þessu hefur þessi girúppa verið allmjög umrædd hreyfing sagði Svavar, og enn á að heita að hún sé til sem shk. Hinsvegar hafa ekki verið haldniar stórar Cobra-grúppu- saimsýningar um nokkurt skeið. Hollenzk kona vinnur nú að því að skrifa bók um grúppuna, ætlar hún sér að gera sögulega , grein fyrir henni og hljóta doktorsnafn- bót fyrir. Þá var iistmálarinn spurður um álit á bókinni „Svavar Guðnason“ sem út kom 1. ruóvcmiber og er númer 67 í bókafilokkinum Vor tids kunst frá Gyldendail. — Þetta er mjög góð bók, sagði Svavar, textinn er skrifaður af Haill- dóri Laxness. 1 bókinni eiru um 30 myndir. Ég hef séð dóm um hana som ritaður er í tímariðið Arkitektinn sem gefið er út í Danmörku. Er þar farið mjög lofsamiegum orðum um bókina. Svavar er greinilega ékki samimála lisita- manniinum sem vildi heldur sjá Halldór Laxness draugfull- an í Hafnarstræti en að hann skrifaði sitaf um idst framar! — Eru myndimar til sölu, var spurt. — Já, sumar, þið skuluð geta þess, þá koma gestirnar með veskin með sér. — Eða falskar ávísanir. skaut eimlhver irani. Svavar gat þess að sér væri sönn ánægja að því að hafa orðið við osk menntasikólla- n-ema um að ha-lda sýndngu í Casa Nova. Þeir ynnu mjög jákvætt starf. — Eiginliega er þetta ríki í ríkinu, þessi memntaskóli, sagði Svavar. — Hér eru hverskyns stofn- anir, kvikmyndaklúbbur, sér- stök myndlistadeild í Listafé- laginu o-g í gær voru þeir að veita þremur skólaskáldum verðlaun. Hér er greinilega mikil menningarstarfsemi. Unga fólkið í mennitaskólan- uim er geysilega vakaindi — það er auðvitað misjafnt en ég efást um að víða finnist jafn- margar vakandi sálir sem eru spenntar af áhuga — í ekki stærri hópi. Það er gott fyrir gamla fúskara að komast í samhand við svona áhuigasamt uinigt fiólik, -sagði . Svavar að endingu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.