Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVIUINTSr — Suraniudagiur 1. desemfoer 1968. Nefndir þaer, sean skipaðar bafa verið af stjócnn og Ríkis- þinigi Danmerkux og Allþinigi ís- lands til þess að semja um stöðu landann.a sín á miUi, bafa í einu hljóði orðið áeáttair um frumvarp það til dansk-ís- lenzkra sambandslaga, sem hér fer á eftir, og leggj a til, að stjómir og löggjafarþing beggja landa fallist á Það. Þegar frumvarpið hefur náð samþykki baeði Ríkisþings Dan- merkur og Alþingis íslands og islenzkra kjósenda við at- kvæðagreiðslu, sem fyrirskipuð er í 21., gr. stj ómarskipunar- laga íslands nr. 12 19. júní 1915, og þegar frumvarpið, þannig samþykkt, hefur hlotið staðfest- ingu konungs, verða lögin á- samt inngangi á þessa leið: Vér Christian hinn Tíundi o. s.frv. Gexum kunnugt: Ríkisþing Danmerkur og Al- þingi íslands og kjósendur hafa á odjómskipulegan hátt fallizt á og Vér staðfest með allra- hæstu samþykki Voru eftirfar- andi DANSK-lSLENZK SAMBANDSLÖG 1. gr. Danmörk og ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er felst í þess- um sambandslögum. Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs. 2. gr. Skipun konungserfða er sú, er segir í 1. og 2. gr. konungs- erfðalaga frá 31. júlí 1853. Kon- ungsérf^um má ekki breyta, nema samþykki beggja ríkja komi til. 3. gr. Ákvaeði þau, er gilda nú í Danmörku um trúarbrögð kon- ungs og lögræði. svo og um meðferð konungsvalds. þegar konungur er sjúkur. ólögráður eða staddur utan beggja ríkj- anna, skulu einnig gilda á ís- landi. 4. gr. Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum löndum án samþykkis Ríkisþings Dan- merkur og Alþingis íslands. 5. gr. Hvort ríki ■ fyrir sig setur á- kvæði um greiðslur af ríkisfé til konungs og konungsættar. SAMBANDSLÖGIN H. 6. gr. Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama réttar á ís- landi sem íslenzkir ríkisborgar- ar, fæddir þar, og gagnkvæmt. Ríkisfoorgarar hvors lands eru undanþegnir herskyldu í hinu. Bæði danskir og íslenzkir rik- isborgarar hafa að jöfnu, hva-r sem þeir eru búsettir, frjálsa Sendiherra eða sendiræðismað- ur, og skal þá skipa hann eft- ir ósk íslenzku stjómarinniar og í samráði við hana, enda greiði ísland kostnaðinn. Með sömu skilyrðum skal skipa ráðunauta með þekkingu á íslenzkum hög- um við sendisveitir og ræðis- mannaembætti þau, sem nú eru. Ef stjórn fslands kýs að senda úr landi sendimenn á sinn kostnað til þess að semj a um sérstök íslenzk málefni, má bæði Danmörk og ísland, svo sem Saíngöngumálum, verzlun- ar- og tollmálum, siglingum, póstmálum, síma- og loftskeyta- sambandi, dómgæzlu, máli og vigt og ' fjárhagsmálum, skal skipa með samningum, gerðum af þar til bærum stjórnvöldum beggja ríkja. 13. gr. Fjárhæð sú, að upphæð 60000 kr., sem ríkissjóður Danmerkur Samninganefndin. heimild til fiskveiða innan land- helgi hvors ríkis. Dönsk skip njóta á íslandi sömu réttinda sem íslenzk skip, og gagnkvæmt. Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagnkvæmlega eigi að neinu leyti sæta ófoag- kvæmari kjorum en nokkurs annars lands. III. 7. gr. Danmörk fer með utanríkis- mál íslands í umboði þess. í utanríkisstjómarráðinu skal skipa eftir ósk íslenzku stjóm- arinnar og í samráði við hana trúnaðarmann, er hafi þekkingu á íslenzkum högum, til þess að starfa að islenzkum málum. Nú er eiijhversstaðar enginn það verða í samráði við utan- ríkisráðherra. Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli Danmerkur og annarra ríkja og birtir og ís- land varða, gilda og þar. Ríkja- samningar þeir, sem Danmörk gerir, eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfestingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki réttra íslenzkra stjómvalda komi til. 8. gr. Danmörk hefur á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri Landhelgi undir dönskum fána, þar til fs- land kynni að ákveða að taka hana í sinar hendur, að öllu eðia nokkru leyti, á sinn kostn- að. -<S> Hellu, Rangárvöllum. Söluþjónusta — VöruafgreiðsLa ÆGISGÖTU 7. Símar 21915 - 21195 Tvöfalt einangrunargler framleitt úr úrvals- vestur-þýzku gleri — Framleiðsluábyrgð. — LEITIÐ TILBOÐA — Eflið íslenzkan iðnað — Það eru viðurkenndir þjóðarhagsmunir. 9. kr. Myntskipun sú, siem hingað til hefur gilt í báðum ríkj- um,*) skal vera áfram í gildi, meðan myntsamband Norður- landa helzt. Ef fsland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu, verður að semja við Svíþjóð og Noreg um það, hvort mynt sú, sem slegin er á fslandi, skuli vera viðurkenndiur löglegur gjaldeyrir í þessum löndum. 10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hef- ur á hendi æðsta dómsvald í ís- lenzkum málum, þar til fsland kynni að ákveða að stofna æðsta dómstól i landinu sjálfu. En þangað til skal skipa ís- lending í eitt dómarasæti hæstarétti, og kemur það á- kvæði til íramkvæmda, þegar sæti losnar næst i dóminum. 11. gr. Að því leyti sem ekki er á- kveðið að framan um hlutdeild fsQiands í kostnaði þeim, sem leiðir af meðferð mála þeirra, sem ræðir um í þessum kafla, skal hún ákveðin eftir samn- ingi milli stjóma beggja landa. IV. 12. gr. Öðrum málum en þedm, sem að framan eru nefnd, en varða hefur 'undanfarið árlega greitt íslandi, og kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu stjóm- arráðs íslands í Kaupmanna- höfn fellur niður. Sömuleiðis eru afnumin for- réttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmanna- hafnar háskóla. 14. gr. Ríkissjóður Danmerkur greið- ir 2 miljónir króna, og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvom að upphæð 1 miljón króna, í . því skynd að efla andlegt sam- band milli Danmerkur og ís- lands, styðja íslenzkax vísinda- rannsóknir og aðra vísinda- starfsemi og styrkja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóða er lagður til háskólans í Reykjavík, en hinn til háskól- ans í Kaupmannahöfn. Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur konungur eftir tillögum stjóm- ar hvors lands, að fengnu áliti háskóla þess. 15. gr. Hvort land fyrir sig ákveður, hvemig hagsmuna þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hinu landinu. V. 16. gr. Stofna skal dansk-íslenzka ráðgjafamefnd, sem í eru að minnsta kosti 6 menn, annar helmingur kosinh af Ríkisþingi Danmerkur og hinn helming- urinn af Alþingi íslands. Sérhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála þeirra, er um ræðir í sambands- lögum þessum, og lagafrum- vörp um sérmál annars hvors ríkisins, sem einnig varða hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess, &kal hlutaðeigandi stjóm- arráð leggja fyrir nefndima til álita, áður en þau erusjpgð fyr- ir Ríkisþing eða AlþiniB, nemá það sé sérstaklega gmiklum 'vandkvæðum bundið.S Nefnd- inni ber að gera tillgjgur uih breytingar á þeim frumvarps- ákvæðum, sem hún telur koma í bága við hagsmuni annars hvors ríkisins eða þegna þess. Nefndin hefur enn frernur það hlutverk, annaðhvort eftir tilmælum stjómanna’ eða af eigin hvötum. að ihndirbúa samning lagafrumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkj- anna og samræmi í löggjöif þeirra. og að taka þátt í sam- vinnu um sameiginlega löggjöf 'á Norðurlöndum. Nánari fyrirmæli um tilhög- un og starfsemi nefndarinnar setur konungur eftir tillögum frá stjómum beggja landa. 17. gr. Nú rís ágreiningur um skiln- ing á ákvæðum sambandslaga þessara, sem stjómimar geta ekkj jafnað með sér, og skal þá skjóta málinu ,til gerðar- dóms 4 manna, og kýs æðsti dómstóll hvors lands sinn helming þeirra hvor. Gerðai'- dómur þessi sker úí- ágrein- ingnum, og ræður afl atkvæða. Ef atkvæði em jöfn, skulu úr- slitin falin oddamanni, sem sænska og norska stjómin á víxl eru beðnar að skipa. VI. 18. gr. Eftir árslok 1940 getur Rik- isþing og Alþingi hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafizt, að byrjað verði á samningum um endurskoðun laga þessara. Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára. frá því að ..Jjrafan kom fram. og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samn- ingur sá, sem felst í þesstim lögum, sé úr gildi feHdur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða að minnsta kosti 3/4 þinigmannia annaðhvort i hvorri deild Ríkisþingsins eða í sam- einuðu Alþin-gi að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan að vera samþykkt við at- ' kvæðagreiðslu kjósenda þeirra, sem atkvæðisrétt . hafa við al- mennar kosnin,gar til löggjaf- aTþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæðagreiðslu, að 3/4 atkvæðisbærra kjósenda að minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minnsta kosti 3/4 greiddra at- kvæða bafi verið með samn- ingsslitum, þá er samninigurinn fallinn úr gildi. vn. 19. gr. Dan-mörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sambandslaga hafi við- urkennt ísland fullvalda rjki, o-g tilkynnir jafnframt, að íslqnd’ lýsi yfir ævarandi hlutléýsi sínu og að það hafi engan gunn- fána. ;..J 20. gr. , .. J Sambandslög þessi ganiga í gildi 1. desember 19.18. Nýjar vörur Glæsileg sending af hollenzkum veþrar- kápum, frökkum, drögtum og stuttpilsum. Vegna hagstæðra innkaupa er verði mjög stillt í hóf. Bernharð Laxdal KJÖRGARÐI *) Hér er Island kallað ríki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.