Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1968, Blaðsíða 5
Sumnudagur 1. desemlber 1968 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Texti á kvikmyndatjaldinu segir að kvikmjmdin Varg- timmen sé bygigð á dagbók list- málarans Johans Borg, sem kona barns Alma hafi látið af hendi. Síðan koma nöfn leik- aranna, en á meðan heyrast brot úr samtali Bergmans og kvikmyndafólksins og skruðn- inigar frá kvikmyndatækjum. Þá kemur Liv Ullman fram í hlutverki ÖLmu og segir að hún hafi litlu við að basta, hún hafi þegar afhent dagbókina. Hún segist aetla að búa enn um sitund á þessari eyju. Þá er horfið aftur í tímann: Hjónin koma til eyjunnar með vistir og málaratæki. Málarinn Joban er sálsjúkur, hann er hættur að geta málað annað en þær illu og hroðalegu verur sem ásækja hann stöðugt. Hann þorir ekki að sofa um nætur heldur vakir í hræðilegri ang- ist þar til dagur rís, þar til Vargtimmen er liðintn. Alma vakir með honum, hann sýnir henni teikningar af þeim ver- um sem hanm sér (síðar í mynd- inni kynnisit áhorfandinn þeim betur). Hann gerir sér Ijóst, að hann er sjúkur og segir konu sinni að hann viti orsökina að þessum sjúkdómi: Þegar hann var baim hafi faðdr hans læst hiann inni í klæðaskáp og sagt honum að það væri lítill ljótur karl þar inni sem myndi bíta hann. Dren.gurinn var látinn dúsa í skápnum langa stund man er spurður um ýmis atriði myndarinnar: — í>að er mjög magnað og áhrifamikið atriði í Vargtim- men þegar hallareigandinn sýn- ir atriði úr Töfraflautunni i brúðuleikhúsi sínu. Bergman: í fimm ár hef ég ætlað að sviðsetja Töfraflaut- una. Fyrir þrem árum átti ég setja bana upp í Hamborp en mér fannst ég ekki vera til- búinn til þess þá. Rætt hefur verið^ um að ég setji hana upp í Stokkhólmi. Það er gott þegar maður á sér hugmyndir um sviðsetaingu á svo frábæru verki, og getur haldið áfram að bæta við nýjum hugmynd- um. Það má vera að ég hefjist ekki handa fyn- en eftir tíu til fimmtán ár. Ég þarf ekki að byrja strax. Þetta býr í huga mér og getur komið fram hve- nær sem er. Ég notfæri mér Töfraflautuna í Vargtimmen vegna þess að hún fellur svo vel inn í efnið. Fólkið í höll- inni leikur sér að Töfraflaut- unni og göldrum Mozarts. — Þú minnist á tónlistar- brellur, — þá notar þú einnig Bach í myndinni t.d. þegar Liv Ullmann segir: ,,Ég veit hvorki í þennan heim né annan. Stund- um verður maðuir alveg...“ Kunst der Fuge endar líka svona í miðju kafi. Bergman: Já einmitt, en þetta er eins konar leyndarleikur TÍM! ÚLFSINS en síðan hleypt út viti sínu fjær af skelfingu. — En þau eru ekki ein á eyjunnd. Þar býr m.a. hallareiigandi ásamt hirð sinmi og býður hann þeim hjónum til veizlu. Hallarfólkið er í rauninni þeir 'djöfullegu andar sem ásækja Johan, það lætur hann aldrei í friði. En hvaða persónur eru raunveru- legar og hverjar ekki? Það skiptir ekki neinu móli, líta má á stóran hluta mynd- arinnar sem atburði í hugar- heimi málarans. Þó gæti maður freistazt til að telja þau atriði þar sem hjónin eru bæði saman „raunveruleg". Það má kallast dirfska af Bergmain að nota svo margþvælt og algen.gt efni sem þetta: listamaðurinn án sköpunairgáfu, þjáður af ofsjón- um, á leið til sturlunar. Og hann hefur sjálfur áður notað sama efnið. Hvemig tekst svo til í þessari mynd? Jú, saninur Bergmans-andi svífur yfir vötn- unum. Yfirburðatækni hans og frábær kvikmyndasýn koma skýrt í ljós. Sjaldan sér maður leikara leika jafn-vel og undir stjóm hans og er þessi mynd engin undantekning í því efni. Hvað er þá að? Hvers vegna veldur Vargtimmen manni dá- litlum vonbrigðum? Viðfangs- efnið er ekki nógu áhugavert að mínum dómi og Bergman vinnur alls ekki úr því á tæm- andd hátt, bann er of hluilaus í orðum sinum. Bergman hef- ur á síðari ámm sokkið æ dýpra í hið sjúka i manninum. og margir vilja halda því fram að bann sé sjúkur sjálfur. Það geri ég þó ' alls ekki, en vona að hann eigi eftir að hefja sig upp úr þesum hroðalegu sál- arflækjum mannanna og senda frá sér kvikmyndir, sem að efni til væru jafn snjallar og á- hugaverðar.. sem myndir hans frá árunum 1955-1960. Venjulega talar Bergman ekki um mýndir sínar, en tveim sænskum kvikmyndaþlaða- mönnum tókst samt að fá við- tal hjá honum skömmu fyrir frumsýninigu á Vargtimmen. Því miður er ekki unrat að birta viðtalið í heild, það er heljarlangt, en hér á eftir fara noWknar gJefSur, þar sem Berg- sem maður hefur fyrir sjálfan sig. Maður kærir sig kollóttan hvort hann skilst eða ekki. En fyrir mér er hatnn fullur merk- ingar. — Kemur þá ekki eins kon- ar táknmál með í leikinn? Bergman: Nei, ef til vill stundum. Verónika Vogler seg- ir t.d. í Vargtimmen: „Manstu ekki eftir að ég var í græna glitofna kjólnum mínum þegar ég gleymdi hönzkunum?“. Fyr- ir tuttugu árum var ég í ástar- bralli við stúlku, sem alltaf gleymdi hönzkunum sínum. Ef hún sér þessa kvikmynd þá fær hún smákveðju frá mér, — Johan Borg segir í veizl- unnj í höllinni, að listamað- urimn hljóti köllun sína án eig- in tilverknaðar. Hann segir: „í list minni er ekkert sjálfsagt nema þvingunin." Þetta er róm- antískur listamannsskilningur og hann heíur áður komið fram í myndum þínum. Bergman: Hvað áttu við með rómantískur? — Að listamaðurinn sé kall- aður. Að hann stjómist af trúnmi á innblástur. Bcrgman: Það átti ég ekki við, þó það virðist koma þantn- ig fram. — Annars værir þú í and- stöðu við listamannaskilning vorra daga. T.d. tala hinir ungú sænsku rithöfundar um rithöf- undastarfið sem atvinnu, verk- efni. Bergman: Sá skilningur er einnig í ríkum mæli minn skiln- inigur sem atvinnumianns, sem rithöfundar, sem leikstjóra. Það sem Johain Borg segir, er að balnn stendur frammi fyrir þvingun, nauð sem pískar hann. tannpínu. Hann kemst ekki i burtu. Það er ekki um að ræða náðargáfu eða neitt sem manni er áskapað. í þessu er ekkert yfimáttúrlegt. Þetta er aðeins sjúkdómur. vansköpun, kálfur með fimm lappir. Ég man ekki nákvæmlega hvað Johan segir þama. — Hann talar um listaroann- inn sem kallaðan. Bergman: Ég held að hann noti þetta orðalag í gæsalöpp- um. Ég veit a.m.k. að þegax ég skrifaði þetta þá átti ég við eitthvað þvingandi. Eitthvað er að gerast sem maður getur ekki gert neitt að. Þá reynir mað- ur að komast frá því með því að nota það í verk sitt. Lista- sköpunin er þar að auki at- vinnia manins. Mér finnst starf mitt vera eins konar listiðnað- ur, smíði hluta til daglegs brúks. Verði það srvo síðar að einhverju öðru og meira þá er það skemmtilegt. Ég keppi ekki að ódauðleika. Bergman var spurður um atriðið þegar Johan Borg krem- ur litla drenginn til bana og hvort hann myrði þar litla Ijóta karlinn í klæðaskápnum sem hann var hræddur á í bemsku. Bergman: Því get ég ekki svarað. Merking þessa atriðis hefur breytzt svo oft fyrir mér. Það eru nú næstum tvö ár síð- an ég skrifaði Vargtimmen og eitt og hálft ár frá kvikmynd- uninni. Þegar ég gerði þetta atriði var það eiinn þátturinn í æðisigengdnni hræðlslu Johans við að verða bitinn. Drengur- inn var einn af illu öndunum. Þetta var mér algjörlega raun- verulegt. Johan Borg gat ekki gert það upp við sig hvoart þetta var draumur eða veru- leiki, hvort hann hefði drepið lifandi dreng eða hvort það væri ímyndun ein. Mörkin milli draums og veruleika voru gjör- samlega þurrkuð út. — Frásagam um strákinn í skápnum, er það saga frá æsku- árum þínum? Bergman: Já, þetta kom fyr- ir mig sjálfain. Það var fyrir fjörutíu og tveim árum og gerð- ist ekki aðeins einu'sinni, þetta var eins konax föst venja. Það er óskilj anlegt að maður skuli hafa sloppið lifandi frá þessu. í upphaflega handritinu ætlaði ég að lýsa öllum atburðinum. en hugmyndin varð mér svo óbærileg að ég hætti fljótlega við það. Ég gat ekki lýst þessu öðruvísi en með munnlegri frá- sögn. Ég held ekki að ég hefði getað gefið atburðinum sama raunveruleikablæinn ef ég hefði sýnt hann i myndum. — Vargtimmen er að miklu leyti bygigður þanniig upp, að þú talar í myndum en nbtar ekki orð, eða þá að þú lýsir at- burði með orðum á meðan myndavélin er kyrr á andliti þess sem talar. Þú nærð með þessu miklu meiri mögnun og áhrifum heldur en ef textinn og myndin eru látin ganga samhliða, þessi skipting skap- ar einnig spennu. Þetta minn- ir á hina erótísku frásögn Bibi Anderson i Persona, sem er af- ar æsandi. Berginan: Þetta sýnir aðeins, að maður getur gert hvað sem vera skal í kvikmyndunum. Það er nú einmitt það sem er svo skolli skemmtilegt^ ekki satt? Ég gerði mér mjög liósa grein fyrir þeim vandkvæðum sem voru á því að kvikmynda Vargtimmen. En um leið var mér brýn nauðsyn á því að koma þessu efni í mynd, í verk. í leik. Það lá ákaflega vel á mér allan þann tíma sem verk- ið tók. — Á undan titlunum í byrjun myndiarinnar hefur þú texta þar sem þú skýrir bakgrunn hennar. Þú hefur náð í dagbók málarans og hlustað á frásögn konu hans. Þar með gefurðu i skyn að það hafi gerzt í raun og veru, sem áhorfandinn fær nú að sjá. Svo koma hljóðin írá kvikmyndaupptökunni sem segja áhorfandanum um leið: Þetta er kvikmynd. Og svo stigur Liv Ullman inn í fyrstu myndina og heldur áfram frá- sögninni þar sem textamir end- uðu i byrjun, á ný ástamd sem virðist raunverulegt. Það er eins og þú. af ásettu ráði. ým- ist lýsir þessu gegnum persón- umar eða horfir á þær utan frá. Bergnian: Það er nokkuð til í þessu, en það er einmitt þetta sem er svo fjandi freistandi að kvikmyndin tapar við það að maður rýfur blekkinguna og rýfur blekkingarhæfni áhorf- andans og hann er aftur stadd- ur í kvikmyndasalnum. Það er gott að vekja áhorfandainn ann- að veifið til þess að geta síð- ar sökkt honum niður í leikinn. Af þessum orsökum læt ég titil- inn Vargtimmen koma aftur inn í miðri mynd. — Þú hefux ekki unnið svon® áður? Bergmann: Nei, ekki fyrr en í Persona. — Blóðsugumar fá stöðugt meira rúm í myndum þínum ... B: . . . áttu við það að menn- imir éti hver annan? — ... líka í yfirfærðri merk- in,gu. í Vargtimmen er þetta efni mjög ríkjandi. En í fyrri myndum þínum eru mjög sterkir eiginleikar snikjulifn- aðar hjá persónunum; t.d. rit- höfundurinn sem rannsakar og skrifar um sjúkdóm dóttur sinnar í Sásom i en spegel, leik- konan Elisabeth Vogler sem lif- ir í gegnum hjúkrunarkonuna Ölmu í Persona. Er þetta mik- ið persónulegt vandamál þitt? Bergman: Að listamaðurinn lifi á meðbræðrum sánum? Það var siðfræðilegt vandamál fyrr á tímum. En það er liðin tið. Ég fann mjöig til siðferðilegra misbresta í afstöðu okkar lista- manna. En það þýðir ekki að brjóta heilann um þetta. — Það eru engir mildir, mamnlegir drættir hjá hallar- fólkinu í myndinni. Það er eins og það hafi verið sótt til hryll- ingsmyndanna. Bergman: Það er af ásettu ráði. Hið eina mannlega við þessar mannverur er, að þær þjást líka. Þær kvelja hvér aðra innbyrðis. Það er enginn vafi á að þær þjást. .En þessir djöflar eru ekki af sömu gerð og í fyrri myndum minum. Þessir fæddust í klæðaskápn- um og þaðan eru þeir komnir. Þetta eru hugarfóstur lista- mannsdns sjálfs, sem varna honum eðlilegra lífsskilyrða. Þeir fæddust á bamsárum hans og liggja í undirmeðvitundinni. Hlutverk þeirra er að gera listamanninn óhæfan til að lifa og eyðileggja hann smám sam- an, svo og sjálfa sig. — Þér finnst ekki að blóð- sugumar séu almennt einhvers Jconar almennt tákn fyrir það þjóðfélag sem við búum við í dag? Bergman: Ég sem ekki þjóð- félagslýsingar. En það er aug- ljóst að óbeint þá lýsi ég þvi Framhald á 13. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.