Þjóðviljinn - 17.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.07.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVXUTNN — Fösitudiaigiur 17. julí' 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórh Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður GuSmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Sjómenn og svikamyllan Með kjarasamningum sem undirritaðir hafa ver- ið af sjómannafélögunum hafa togarasjómenn fengið 17,5% hækkun á fastakaup sitt og alla kaup- liði, og lagfæringar á ýmsum smærri atriðum samninga. Jafnframt sömdu sjómannafélögin um að kauptrygging sjómanna á bátaflotanúim hækki um 17,5%., Mun hér farið nærri því að meðal- hækkun sú fáist er félögin seim fyrr sömdu knúðu fram. Það er athyglisvert að sjómannafélögin semja einungis til eins árs, til 10. júlí 1971. m verður jafnfram't' að hafa í huga að afla- hlutur er enn mikilvægt atriði í kjaramálum sjómanna. Og þar hefur sjómönnum reynzt erfitt að halda hlut sínum fyrir ósvífnum stjómmála- mönnum í Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokkn- um, sem hvað eftir annað á undanfömum ára- tug hafa með löggjöf skert ákvaeði kjarasamn- inga um sjómannshlutinn. Stórtækastir voru þing- metiP þessara flokka, undir forystu Eggerts G. Þorsteinssonar sjávarútvegsmálaráðherra, í des- ember, 1968 þegar sjómannshluturinn vair stór- skertur með löggjöf frá því sem samningar allra sjómannafélaga á landinu höfðu ákvæði um, og gerðar ráðstafanir til þess að hundruð miljóna verðmæti af óskiptum afla rynnu til útgerðar- manna. Sjómannafélögin mótmæltu árás alþingis- mannanna og ríkisstjórnarinnar, áhafnir skipa mótmæltu. Þjóðviljinn og þingmenn Alþýðu- bandalagsins mótmæltu. En þeir létu sér ekki segj- ast. Á Alþingi á útmánuðum í vetur játaði Eggert G. Þorsteinsson, forsvarsmaður þvingunarlaganna gegn sjómönnum, að samkv. þeim hefðu útgerðar- menn fengið á einu ári, árinu 1969, aflaverðmæti af óskiptu sem nam um 800 milj. króna. Alþing- ismenn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa þannig með nokkrum handauppréttingum á Alþingi stolið af sjómönnum um 400 miljónum króna á einu ári. Og langt er frá því að sjómenn hafi endurheimt þann aflahlut sem svo blygðun- ariaust var skertur í jólamánuðinum 1968. Með þessa árás á kjarasamninga sjómanna gild- ir svipað og með margendurteknar árásir Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjóm og á Alþingi á verðtryggingu launa, sem verka- lýðshreyfingin hefur samið um, en þessir flokkar hafa svipt burt með meirihluta sinum á Alþingi. Afturhaldsstjórnir LÍÚ og Vinnuveitendasam- bandsins hafa átt svo sterk ítök í ríkisstjórn og þingimeirihluta í héilan áratug samfleytt að þær hafa getað neytt verkalýðshreyfinguna til að berj- ast aftur og aftur fyrir sama ávinningi í kjara- samningum og búið var að ná. Þessa svikaimyllu afturhaldsins verður vinnandi fólk, sjómenn og landverkamenn, launamenn hvar sem er, að eyði- leggja ef varalegur árangur á að nást í kjara- baráttunni. Til þess er einungis ein leið: Stórauk- in stjórnmálavöld róttækrar alþýðuhreyfingar. — s. „Bindi... í stíl við klæðnað konu sinnar“ — Persónunjósnir og atvinnukúgun EITTHVAÐ eru skriffinnar Bæjarpóstsins að hressast, en á tímabili í sumar leit svo út sem hann væri að logn- ast útaf vegna pennaleti les- enda. Það eru þau Steini og Ugla, sem láta ljós sitt skína að þessu sinni. Ugla spjallar um blaðamennsku og kónga- fólk og Steini skrifar um skoðananjósnanir og atvinnu- kúgun. BÆJARPÓSTUR GÓÐUR! Það virðist hafa farið fram hjá ykkur þama á Þjóðvilj- anum að Margrét, krónprins- essa Dana, og „gireifinn“ henn- ar komu við hér á landi á leið til Grænlands. Hins veg- ar hefur það ekki farið fram hjá blaðamanni Tímans, sem augsýnilega hefur lagt mikla og tímafreka vinnu í að und- irbúa frásögnina af þessum merkisatburði. Svona á að vinna; blaðamaðurinn hefur lesið dönsku vikublöðin vik- um saman fyrir komuna, kynnt sér vinnubrögð blaða- fólks við þau og þá sérstak- lega stílinn í fréttum af “ kóngafjölskyldunni, aðalefni þessara blaða. Hversvegna skyldu Islendingar ekiki flá að fylgjast með klæðaburði þessara tignu hjóna, þegar þau láta svo lítið að koma við á skerinu okkar? Les- endur Tímans hafa áreiðan- lega orðið klökkir þegar þeir lásu þessa hrífandi lýsingu: „Þrátt fyrir sólina var hvasst á flugvellinum, en par- ið gekk rólega og virtist meira að segja annað slagið hægja á, sér, til , að gefa , ljósmynd- urunum tækifæri. Prinsessan var kilædd grænköflóttri kápu, hnésíðri, með breiðu, brúnu belti, hvítum sokkum og svörtum skóm. Á höfðinu hafði hún skærgrænan der- hatt með stórri, gylltri hringju í hliðinni. Prinsinn var lát- laust klæddur, f milligráum fötum og vesti, sem hann er kunnur fyrir, að látá aldrei vanta. Bindi hans var í græn- um lit, nokkuð í stíl við klæðnað konu sinnari*. Eða þá þessi: „Ekki var hægt að sjá annað, en Mar- grét og Henri, þótt krón- prinsessa og prins séu, væru ósköp venjulegt fólk, vin- gjamlegt og brosandi- Þau skáluðu í kampavini við við- stadda, áður en þau fóru út í flugvélina atftur, og brostu breitt. Til frekari upplýsinga má segja, að Margrét prins- essa virðist enn laglegri að sjá, heldur en hún er á mynd- um . Mér finnst blaðamanninum hafa tekizt vel upp, hann læt- ur sér ekki nægja þurra fréttamannslega upptalningu á atburðum, heldur gæðir frásögnina lífi og þegar stíll- inn rís allrahæst er hann engu lakari en hjá kollegum hans yið áðurnefnd dönsk vikublöð. Og þau eru svo sannarlega þær bókmenntir Dana sem viö þekkjum bezt hér á landi. Með kveðju. Ugla. KÆRI BÆ J ARPÓSTUR! Þjóðviljinn á þakkir skilið fyrir að minna á og fordæma skoðananjósnir og atvinnukúg- un. Það er sannarlega ekki bara úti í löndum að þess háttar ósómi er iðkaður, held- ur hefur hann lengi viðgeng- izt á Islandi. Átvinnurekend- ur hafa löngum reynt að bægja þeim frá vinnu, sem staðið hafa fast á rétti hina vinnandi manna og tekið þátt í verkalýðsfélögum og sósíal- istastarfsemi. Hver maður á Islandi kominn til vits og ára þekkir einhver dæmi slíks. Illt er til þess að vita að vegna mikilla amerískra áhrifa í seinni tíð skuli fyr- irtæki tekin að ástunda yfir- heyrslur og skoðanahnýsni eins og fyrirmælt er í amer- ískum kennslubókum um mannaráðningar og manna- stjóm, og er rétt að Islend- ingar gæti hér að sér og láti enga erlenda leppa og eftir- apendur ameriskrar skoðana- kúgunar snuðra í skoðunum og einkamálum, þó sótt sé um vinnu hjá einhverjum þessara fyrirtækja Á Islandi er skoðanafrelsi eða á að vera samkv. lögum og þessvegna þarf enginn maður að láta káfa í einkamál sín né gefa neinar skýrslur um skoðanir sínar þó hann sæki um starí eða leiti eftir vinnu. Mér lízt vel á þá hugmynd sem fram kom í Þjóðv., að hver sem verður fyrir þessum amerísku atvinnukúgunarað- ferðum geri það uppskátt, birti spumingalista sem hann fær, og sýni alþjóð hverjir það eru og hvaða fyrirtæfci sem em að reyna að skipu- leggja ameríska skoðanakúgun á Islandi. Það er ekki langt síðan að sent var úttilbama- kennara og líklega fleiri kenn- ara spumingalisti um einka- mál þeirra og skoðanir og meðal annars hvaða afstöðu þeir hefðu til amerísku her- stöðvanna á tslandi. Þegar þetta var gert uppskátt kom í ljós að einhver amerískt menntaður sérfræðingur haifði tekið að sér einhvers konar „könnun" fyrir amerísikan há- skóla. Maður þarf ékki mikið að hafa lesið um aðferðir amerísku leyniþjónustunnar við persónunjósnir til að finna óbragð af slákum „skoð- anakönnunum“. Er sérstök ástæða til að vara fólk við þeim óteljandi „skoðanakönn- unum“ sem nú em farnar að tíðkast og margir hverjir em sennilega ekkert annað en persónunjósnir í einhverj- um tilgangi. Amerísku per- sónunjósnimar á íslandi urðu opinbert mái fyrir nokkmm ámm og frá þeim skýrt í blöðum, meira að segja nafn- greindir menn sem unnu fyr- ir ameríska sendiráðið að „upplýsingasöfnun" Ekki er líklegt að þessi starfsemi hafi minnkað og er sjálfsagt að menn reyni að vara sig á hinum íslenzku útsendumm erlendra skoðananjósnara. Þetta var útidúr frá aðal- efninu, um atvinnukúgun fyrirtækja. En það er mál sem þarf að taka hart á Því má ekki gleyma að það er enginn smáræðishópur arf íslendingum sem Morgun- blaðsmönnum hefur fyrr eða síðar þóknazt að kenna við „kommúnista". Eigi að úti- loka menn frá starfi og vinnu, vegna þess að einhverjum skoðananjósnara eða Morgun- blaðinu hafi þóknazt að kalla hann „kommúnista", getur það dregið dilk á eftir sér. Og á þá að fara að ummynda íslenzkt lýðræði og íslenzkt þjóðfélag í það horf, að taki róttækir sósíalistar meirihluta á einhverjum stað, eða sam- einuð alþýða meirihluta í al- þingiskosningum, eða þegar fjölgar fyrirtækjum sem só- síalistar stjóma, eigi að fara að útiloka „ihaldsmenn" frá störfum og vinnu? Slíkt er fáránleg fjarstæða, en þessi spegilmynd atvinnukúgunar- innar sýnir bezt á hverri braut þeir eru, sem nú vilja skipuleggja atvinnuofsóknir eftir stjómmálaskoðunum. í enn rikari mæli én íhaldíð hefur praktíserað þær hingað til, sem er þó ærið nóg. Stelnl. A 15 útihurðir og húsinu skipt í hólf Húsnæði Flugeldagerðarinnar á Akranesi. Ólafur Ragnar Grímsson ver doktorsrítgerB íManchester Fyrir skömmiu varði Ólafur Ragnar Grímsson doktorsritgerð við háskólann í Manchester, Englandi. Ritgerðin fjallaiT um stj ómmó Lavald á íslandi á tímabilinu 1845 til 1918 og ber heitið Political Power in Ice- land Prior to thc Period of Class Politics, 1345—1918. í rit- gerðinni er rakin þróun stjóm- mála á Islandi og eiginleikar vaildaikerfisins rannsakaðir með sérstöku tilliti til almennra kenninga stjórnmólafræðinnar um það efni. Fjallað er um hin ýmsu svið stjómmálanna. einkum stjómmálahópa, Aiþingi og aðrar stjómarstofnanir, blöð, kosningar og einstök félög cg fundi, bæði sérkenni þeirra og almennan sess innan valdakerf- isins. I ritgerðinni er hedldar- skrá yfir valdihafa þessa tírna- Framhald á 7. sa'ðu. Ólafur Ragnar Grímsson Sérstakt tillit hefur verið tek- ið til eldfimrar framleiðslu Flugeldagerðarinnar h.f. á Akranesi við teikningu og bygg- ingu nýs húsnæðis að Esju- braut 1, sem verksmiðjan hefur nú flutt starfsemi sína í. Hefur húsinu verið skipt niður í hólf, sem eldur getur ekki borizt A milli; hvergi er innangengt milli herbcrgja og útihurðir eru alls 15. Flugeldagerðin hefur starfað á Akiranesi síðan 1962, en 1963 var stofnað hlutafélag um rekstur hennar og eru aðal- eigendur Helgi Guðmundsson og Bjöm H. Bjömsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Átta manns starfa í veirksmiðj- unni. Með tilkomu hins nýja hus- næðis, sem er 150 flermetrar að Ý flatarmáli, reikna eigendur með að geta aukið framleiðsiuna, sem er þríþætt, þ.e. áramóta- vörur, neyðarflugeldar og blys fyrir skip og flugeldasýninga- vörur. Eykst fjölbreytnin á þessu ári úr 17 í 27 tegundir. I undirbúningi er nú útgáfa leiðbeininiga um meðferð flug- elda. sem á að fylgja fram- leiðslunni til kaupenda og Flug- eldagerðin hefur tekið upp þá nýbreytni hériendis að skipu- leggja fyrir félaigasamtök og einstaklinga skrautsýningar við hversfconar meiriháttar tæki- færi, svo sem landsmót og f- þróttahátíðir. Þá hyggjast for- ráðamenn fyrirtækisdns í fram- tíðinni leggja aukna áiberzlu á framleiðslu flugeida og blysa til slysavam a.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.