Þjóðviljinn - 12.11.1971, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.11.1971, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞUÓEKVHLJINN — PösbudaigMr VL njóvömiber VBTJÍ. i — Málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og pjóðfrelsis — Utgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: EiSur Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Fara átökin að harðna? \ H^iðstjórn Alþýðusambands íslands hefur nú snú- ið sér til allra félaga innan siambandsins og óskað eftir að þau boði til funda á næstunni til þess að afla stjómum félaganna verkfallsheim- ilda. Er gert ráð fyrir, að félögin haldi mörg fundi nú um helgina, og verði stjómum þeirra veitt heimild til verkfallsboðunar, er unnt að boða verkfall með viku fyrirvara hvenær sem er. Samningarnir að undanförnu hafa gengið hægt og hefur það sætt gagnrýni meðal félagsmanna í verkalýðsfélögunum, sem bíða nú orðið óþolin- móðir eftir niðurstöðum samningagerðarinnar. Quðmundur J. Guðmundsson, varaform. Verka- mannafél. Dagsbrúnar ræddi þetta mál í við- tali við Þjóðviljann í gær, og komst Guðmundur m.a. þannig að orði: ,,Hins vegar er ég óánægð- ur imeð hvað samningarnir ganga hægt og nánast ekki farið að rseða um kauphækkanir ennþá. Það er búið að þrautfara yfir hin ýmsu atriði samning- anna, og úr þessu hlýtur deilan að fara að harðna, og koma verkalýðsfélögin til með að afla sér verk- fallsheimildar til þess að hraða samningsgerð. Það er eins og atvinnurekendur séu ekki til viðtals fyrr en verkfallsvopninu er beitt í vinnudeilum.“ — Þessi ummæli Guðmundar J. Guðmundssonar eru vafalaust réttmæt — og komi til verkfalls nú sýnir það aðeins, að íslenzkir atvinnurekend- ur eru slíkir afturhaldskurfar, að það er aldrei unnt að ná samkomulagi við þá nama í harðvít- ugum átökum. Breyta orðum í athafnir J>að kom fram í fróðlegum sjónvarpsþætti ný- lega að 960 þúsund ærgildi eru í högum á ís- landi, en það telur Ingvi Þorsteinsson 280 þúsund ærgildum of mikið. Hér er um að ræða mjög alvarlegt mál og íslenzkum stjómvöldum ber skylda til þess að gefa því gaum. Af ofbeitinni á a'f- réttunum sunnanlands og vestan hlýzt háskaleg- ur uppblástur sem erfitt getur orðið að hefta ef ekki er brugðið við í tæka tíð. í nefndum sjón- varpsþætti var bent á ýmsar leiðir til úrbóta. Til dæmis var minnzt á ræktunl bithaga og kom fram að með skipulegri ræktun haganna er unnt að sexfalda beitarþol landsvæða með svonefndri hálfræktun. Gizkað er á að þannig hálfræktun iandsvæða þeirra sem um er að ræða kosti um 500 miljónir króna, sem kann að sönnu að yirðast stórfé, en eru þó þrátt fyrir allt smámunir miðað við allt það sem í húfi er. Þá var á það bent í sjónvarpsþætti þessum að amleiðslupólitík land- búnaðarins yrði að taka mið af beitarþoli lands- ins og er það vissulega sanngjöm krafa. Land- græðsla og landvernd hafa mikið verið til umræðu að undanförnu — nú er kominn tími til að breyta umræðunni í athafnir til úrbóta. sv. HVAR STÓÐ LÖGBERG í útvarpinu í kvöld flytur Ámi Benediktsson erindi eft- ir föður sinn Benedikt Gísla- son frá Hofteigi uim Lögberg, en Benedikt hefur nýlega sott fram nýja kenningu um hvar það hafi staðið. ☆ Og þegar Benedikt Gísla- son frá Hofteigi leit við á Þjóðviljanum á dögunum notuðum við taakifærið til þess að leggja fyrir bann eftirfarandi spumingu: — Hvemig stóg á því Bene- dikt að þú fórst að hy\gigja að Lögtoergi? — Því er til að svara að hið gamla Lögberg týndisit, og þegar farið var að hyggja að því á 19. öld voru sikiptar skoðanir á þvd hvar það hefði verið. Sumir héldu að það hefði verið á Spönginni svo- nefndri. En niðurstaðan varð sú hjá fræðimönnum, að það hefði verið fyrir neðan á, og Lögberg þar uppi á Al- mannagjárbarmi. en Lögrétta niðrá grundinni — há brakka á milli sem gjörði mikla vega- lengd milli Lögbergs og Lög- réttu. Slíkt gait ekki sitaðizt. Og hið fjölmenna þinghald á fyrstu árum og oft síðar hafði ekki rúm á þessium stað og allra sízt gat allur þingbeim- ur gengið á Lögberg eins og segir í Kristnisögu, að gjört hafi verið — og þingheimur gat á engan hátt notið þess, sem í öndverðu er sagt fremsta einkenni alþingis — að lögsöigum'aður sagði upp lögin á Lögbergl á þremur þingum. En þingheimur kemur á . al- þingi einmitt til að nema lög- in. Nú athugaði ég allar heim- ildir þingsögunnar og leyndi sér ekki að þær hnigu allar að því að alþingi var á veU- inum stóra fyrir ofan Öxará. Eftir það varð að hefja leit- ina þannig. að Lögberg stæði við völlinn. þar sem Löigrétta gat verið stuitt frá og þing- heimur því komizt að Lög- réttu og Lögberigi, svo bann mætti fyligjasit með öllu sem fram fór. Þesisa staðar höfrum við Ámi sonur minn leitað — einkanlega í fyrra sumar — og gat ekki verið um neitt annað Lagberg að ræða en það, sem- við höfum bent á. MINNING Gústav Sigurbjarnason Fæddur 28. júlí 1901, — lótinn 25. október 1971 Á þriðjudaginn var fór fram í kyrrþey bálför Gústavs Sig- urbjamaisonar fuiLltrúa, svo sem hann hafði sjálfur mælt fyrir um. Gústav var fæddur á Borð- eyri hinn 28. júlí 1901 og var því rétt aðeing orðinn sjötug- ur að aldri ForeXdrar bans voru þau Sigurbjami Jóhann- esson verziunarmaður þar (f. 17. okt, 1886, d. 5. apríl 1947) og Soffía kona bans (f. 7. júlí 1873. d. 7 jan. 1960). Sigur- bjami var ættaöur úr Laxár- dál í Dölum vestur, en Soffía var dóttir Jóns Jasonarsonar veitingamanns á Borðeyri. var Jason bóndi í Auðbrekku í Hörgárdal, en Jón fluttist til Borðeyrar árið 1878 og var veralunarmiaður fyrstu ár sín þar. Móðir Soffiíu var Ásta Marfa, dóttir Ólafs smiðs á Vaitnsendia í Vesturhópi Ájs- mundssonar og síðari konu hans, Ingibjargar Maignúsdótt- ur Óbeðssonar, af Stórbrekkrj- ætt í Fljótum. Ólafur á Vatns- enda bafði áður átt hina nafn- kunnu skáldkonu Rósu Guð- mundsdóttur, sem hefur af þessu jafnan verið nefnd Vatnsenda-Rósa, en þau Rósa og Ólafur slitu samvistir. Sigurbjami, faðir Gústavs. fluttist til Hvammstanga árið 1901 og gerðist þar verzlunar- stjóri við Riis-verzlun. Gegndi hann því starfi til ársins 1910, er hann fluttist til Reykjiavik- ur. Vann hann hér bókara- störf. Gústav fluttist til Reykjavík- ur með foreldmm sánum. Hann lauk hér bamaskóianámi og settist í neðri deild verzlunar- skólans haustið 1917. Hann bvarf frá því námi að verzl- unarstörfium um skeið, en gerð- ist starfsmiaður Landssíma ís- lands árið 1927. Hóf bann störf sán hjá símanum við símaiagn- ingar í flokki Einars Jónssonar símiaverkstjóra, en varð birgða- vörður ári'ð 1939 og síðar lull- trúi við birgðavörzlu símans og gegndi því starfi til ævi- loka. Er það erilsamit starf mjög og kreíst góðrar skipu- lag^gáfu samfara reglusemi og nákvæmni í verkum. En víst er um þaið og sammæli aUra, sem til þekktu, að Gústav leysti starf sitt með afbrigð- um vel af hendi. Gústav var lágur maður vexti en þéttur á veUi. Hann var prýðilega greindur maður, vel að sér og næmur á kveð- skap, dulur um sinn innra mann. Hann var hægur í dag- fiari, látiaus ma'ður og prúður í framkomu; glöggur á menn og málefni og hafði opin auigu fyrir öllu kýmilegu. var bæði fyndinn og sfcemmtinn og sagði manna bezt sögúr, enda kunni margar. Hann var óihiuitdeilinn, en fljótur til liðis, óeigingjiam maður, hoUur vinum sínum og tráustur í raun. Gott þótti okkur vhium Gústavs að sitja að spilum með honum eða eiga við hann tafl. Var bann einkum ágæitur skáfcmaður og um sfceið fior- ystumaður í Taflféiagi Reyfcja- vífcur, átti m.a. sæti í stjóm þess félags 1927 til 1931. Hann var einnig maður félagslyndur og tók virkan þátt í starfsemi Félags íslenzkra símamanna alla tíð. Gústav Sigurbjamason lézt Gústav Sigurbjamason. af hjartasiagi hinn 25. okt. síðastliðinn. Hann var kvæntur Fanneyju Andrésdóttur bónda á Þóris- stöðum í Gufudalssveit Sig- urðssonar. Hún bjó honum hlýtt og gott heimili og athivarf í dagsins önnum Ég færi henni innilegar samúðarkveðjur min- ar, svo og bömum bans og systrum. Lárus Blöndal. «>- SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í sn|ó og hölku. látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum sniómunsfur í slitna hjólbarða. Verksfæðið opið alla daga kl. 7.30 fil kl. 22, GÖMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.