Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVIL.IINN Fimmtudagur 17. júni 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Vikingar láta úr höfn. HVER BORGAR ÞETTA? Nú þykir mér týra. Teknar eru sjónvarpsmyndir af ,,lax- veiöum " borgarstjórnar og annara fyrirmanna ef fyrir- ■nenn skyldi þá kalla. Þeir sletta skyrinu sem eiga það. Að sjónvarpið sé að mynda aðra eins endemis ..snobb’-starfsemi sem þessa, það finnst æði mörg- um einum of langt gengið i bruðli. Og eftir á aö hyggja: hvenær verða teknar myndir af okkur, þessum „óbreyttu” við gæsaveiði? 6g held lika, að borgarstjóri sé einhver sú mesta fiskifæla. sem hugsast getur. þvi á þessari merkilegu sjónvarpsmynd er hann að hainpa forljótum urriðatitti fyrir lax. Þetta er hrein og bein hörmungarsjón. bað er að visu annað mál, en hvernig stendur á þvi, að sú vit- leysa skuli hafa komist inn i kollinn á mönnum, að hér verði að byggja alla þjóðarafkomu á fiski? Það ættu allir að sjá, að með notkun stöðugt nýrri og fullkomnari veiðitækja og fiski- leitartækja gengur á stofninn, jafnvel þótt beitt sé friðunarað- gerðum, sem sennilega verður nú hægara um að tala en i að komast. Er okkur ekki nauðsyn á þvi, islendingum, að hugsa stundum ofurlitið lengra fram i timann en við gerum að jafn- aði? Við eigum að byggja upp stærri og smærri iðnað i miklu meira mæli en við höfurri gert, iðnað, sem er i okkar eigin höndum og sem veitt getur fólki viðunandi afkomu, sé það ekki tröllpint af óhóflegum sköttum og allskyns svinarii, sem alltaf fylgir auðvaldinu. Við þurfum blátt áfram á meiri iðnaði að halda til þess að geta veitt fólki framtiðarinnar nægilega at- vinnu. Eins og nú horfir hér á landi, sýnist mér að stjórnvöld séu að stofna til verulegs landflótta. Það verður óhjákæmileg af- leiðing af þvi „hóflega atvinnu- leysi”, sem hagspekingar rikis- stjórnarinnar eru nú farnir að ræða um. ö.A. Staka ort til eins „bændavinarins” Eftirfarandi staka er ort i til- efni af orðum eins „bænda- vinarins” i útvarpinu. Að minnast þin, sem verðugt væri verður gert á öðrum stað. En einhversstaðar á ég snæri ef þig skyldi vanta það. Kolskeggur. Rödd utan af landi Fyrir nokkrum dögum birtist hér á siðunni grein, sem bar yfirskriftina: Rödd utan af landi, undirskrifuð B.J. Nú er það ekkert launungarmál, að grein þessi er eftir Björn Jakobsson, fyrrverandi kennara i Rcykholti og núver- andi vistmann á dvalarheimili aldraðra i Borgarnesi. Þau mistök urðu við birtingu áminnstrar greinar, að brugðið var frá þeirri stafsetningu, sent Björn vili halda i heiðri. Þvi hefur hann óskað þess, að hún verði birt á ný og þá með upphaflegri stafsetningu. Sjáifsagt er að verða við þessum tilmælum, þvi að hvað sem liður allri stafsetningu, þá er góð visa aldrei of oft kveðin. Ég vil svo nota tækifærið og þakka Birni Jakobssyni fyrir karlakórslögin, sem hann gaf mér þegar ég heimsótti hann i Reykholt fyrir mörgum árum. Þau hafa verið mikið sungin siðan. Svo óska ég þess, að þrátt fyrir háan aldur, megi hann enn um sinn una sér við orgelið sitt, og lifa það, að sjá herinn fara. mhg Rödd utan af landi. Björn Jakobsson skrifar: Rétt i sama mund og Þjóðvilj- inn hvatti landsmenn til að taka sem öflugastan þátt i Kefla- vikurgöngunni i þvi skyni að mótmæla erlendri hersetu hér i landi, eyddi blaðið ótrúlega miklu rúmi til að bannfæra ves- lings z-una. Fljótt á litið mátti þar varla á milli sjá, hvort væri verr þokkað z-an eða herinn. Með góðum vilja gat ég þó til hins rétta, enda er hér tvennu óliku saman að jafna. 1 sambandi vif hersetuna hlýtur hverjum þjóðhoilum islendingi að blöskra, þegar sjálfstæði þjóðarinnar var hrakið úr landi og i raun og veru afhent stórveldi til að leika sér að. Og hópur manna leyfði sér, og leyfir sér enn að nota i þvi sambandi hið fáránlega hugtak að kalla þetta „varnarlið,” þeg- ar það hefur sýnt sig i þvi að hreyfa hvorki hönd né fót land- inu til varnar, þegar á það er ráðizt. Hafa nokkurn tima heyrzt önnur eins öfugmæli siðan Bjarni Borgfirðingaskáld leið? Slikri hersetuháðung var hellt yfirþjóðina, og fylgdi þvi hlakk- andi hljómur með lóusöngnum „dir.indi”. Og þegar 30 ára afmælis sjálfstæðisins var minr.zt og um leið moldað, hljómaði i fyrsta sinn nafn Jóns Sigurðssonar sem hjáróma rödd. Þá reið aumingjaskap- urinn ekki við einteyming. — Sú saga flýgur, að þ. ð helzta, sem herinn hafist að, sé að smygla alls konar óhollum varningi inn i landið. Með þvi má segja, að hann sé eins konar óþrif á þjóðarsálinni. Þeir, sem fastast stóðu að innflutningi hersins, hljóta nú að fara að sjá villu sins vegar og sneypast fyrir tiltækið. Mættu þeir nú með sama ákafa flýta fyrir brottflutningi hersins og með þvi móti hreinsa sig af ósómanum. Hins vegar hefur z-an aðra sögu að segja. Hún er beinlinis til heilsubótar islenzkri staf- setningu. An hennar truflast merkíng fjölmargra orða. Hér er dæmi um nútima staf- setningu: „Bóndinn hefur með dugnaði ræst fram mýrarnar i landi sinu, og þar með hefur draumur hans um vaxandi töðu- völl ræst (rætzt)“Orðin aö ræsa og rætast eru reist á sama grunni. Og gæsla i stað gæzlu fær ekki staðizt. Að gæta ein- hvers er algengt orð, en að gæsa ekki til. A margan hátt er farið með ritmálið eins og krónuna — látið falla. Nú erum við t.d. ekki Framhald á bls. 22 w*8m :.5 ? <4 m ■ Nýtt tónlistarfélag í Skagafirði Fyrir nokkru var stofnaö tón- listarfélag i Skagafirði, hið ann- að, sem þar er þá slarfandi. Hinu var hleypt af stokkunum fyrir alimörgum árum og hefur J>að bækistöð sina á Sauðár- króki. Nýleganáði Þjóðviljinn tali af Þorvaldi óskarssyni á Sleitu- stöðum I Kolbeinsdal, en hann er mikiil áhugamaður um tón- listarmál, — og spurði hann frétta af hinu unga félagi. Þor- vaIdur sagði m.a.: —■ Já, við gengum endanlega frá stofnun félagsins i april- mánuði s.l. og var stofnfundur- inn haldinn i Hofsósi. Hin end- anlega félagsstofnun átti sér nokkurn aðdraganda þvi i fyrra komu saman nokkrir áhuga- menn um þessi mál og ákvæðu þá að kjósa undirbúningsnefnd eða einskonar bráðabirgða- stjórn, er hefði á hendi undir- búning að væntanlegri félags- stofnun. Stofnfundurinn var svo hald- inn i Hofsósi, eins og fyrr segir, og gerðust 80 menn stofnfélag- ar. t stjórn voru kjornir Þor- valdur Óskarsson, formaður, sr. Agúst Sigurðsson, Mælifelli, Bjarni Jóhannsson, Viðilundi, Guðmann Tobiasson, Varma- hlið og Margrét Jónsdóttir, Löngumýri. - Og þið hafið þegar hafist handa um starfsemina? — Já, okkur fannst ekki eftir neinu að biða með það úr þvi tækifæri bauðst. Við byrjuðum á þvi að efna til tónlistarkvölds i félagsheimilinu Miðgarði og þar komufram söngfélagið Harpan, blandaður söngflokkur, sem einkum er skipaður fólki úr Hófsósi og grennd, undir stjórn Ingimars Jónssonar, kennara á Hólum i Hjaltadal, — og Halldór Haraldsson, pianóleikari, sem lék einleik á pianó. — Já þið látiö skammt stórra högga i milli eða voru það svo ekki næst kór söngskólans i Reykjavik og Sinfónlu- hljómsveitin i Reykjavik? — Ég vil nú ekki segja, aö tónlistarfél. hafi beinlinis átt frumkvæðið að þeirri ágætu heimsókn. Við komumst á snoð- ir um, að fyrir dyrum stóð hjá þessum aðilum tónleikaför til Norðurlands. Viðkoma i Skaga- firði mun upphaflega ekki hafa verið með á þeirri áætlun. Góðir menn i kórnum létu okkur vita um þessa fyrirhuguðu för og fyrir tilstilli þeirra var auð- fenginsú breyting á áætluninni, að komið skyldi við f Skagafirði. Og á Uppstigningardag komu „Drangey sett i svalan mar” svo kórinn og hljómsveitin i Miðgarð. Þar lék hljómsveitin, undir stjórn Garöars Cortes LittleSuita fororchestra, op. 53, eftir Malcolm Arnold og kórinn, einsöngvarar og hljómsveit fluttu útdrátt úr óratoriunni Elia, eftir Mendelssohn, undir stjórn G. Cortes og Mál fyrir dómi, eftir Gilbert & Sullivan, undir stjórn Brian Carlile. Vakti flutningur þessara verka óskipta aðdáun áheyrenda og hafi Garðar Cortes og fólk hans hjartans þakkir fyri komuna. — Hvað er svo næsta mál á dagskrá? — Það er að fá tónlistarkenn- ara og söngstjóra. Okkur vantar söngkennara að skólum i hérað- inu. Okkur vantar söngstjóra fyrir kórana. Og svo þarf aö koma á fót tónlistarkenslu bæði I Varmahlið og Hofsósi. — Og hvernig eruhorfur á þvi að fá mann? — Ekki alltof góðar, eins og er. íslenskir kennarar virðast ekki liggja á lausu. Var ekki verið að tala um það á dögunum að það vantaði á annaö hundrað tónlistarkennara út á land? Við höfum leitað eftir þvi að fá mann frá Tékkóslovakiu. Ennþá hefur sú viðleitni ekki borið árangur en við erum þar á bið- lista. Ætli þetta vinnist ekki með þolinmæðinni? —mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.