Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júnt 1976, Siguröur Páisson leikstjóri stýrir sinu fyrsta afkvæmi i leikrits- formi. Ungt fólk i Reykjavik er í aöalhlutverkum leikritsins „Undir suövesturhimni’’ og þaö gengur ýmislegt á. Nýríka fjölsl kyldan bregður sér út af lög ;legum leiðum Náunginn lengst til hægri er öruggur meö sig og sem einn af meölimum nýriku fjöiskyldunnar lætur hann ekki sitt eftir liggja I harösviraöri stjórn fyrirtækjanna. Myndir: eik. og rekur fyrir tœki sín af meira kappi en forsjá Nýútskrifaöir nemendur Leik- listarskóla rikisins hafa sett á sviö tónleikinn „Undir suövestur- himni” þar sem frumflutt er músik eftir Gunnar Reyni Sveins- son tónskáld og fléttuö inn I leik- verk Siguröar Pálssonar, sem getiö hefur sér gott orö sem eitt af „Listaskáldunum vondu”. Tón- leikurinn veröur frumsýndur þann 20. júni i Lindarbæ og er sviösettur í sambandi viö Nor- rænu músikdagana. Er hann 1 framlag islands til þeirra og jafn- framt langviöamesta verkiö. Þeir Gunnar Reynir og Sigurður Pálsson hafa báðir kennt að meira eða minna leyti við Leiklistarskólann og Sigurður m.a. I allan vetur. Þetta er seinna verkefni leiklistarnemanna i vetur, en áður hafa þeir flutt leikinn „Undir Mjólkurskógi.” Leikmyndin er gerð af nem- endum i Myndlistar- og handiða - skólanum, en leikatriöi eru sam- tals tuttugu og eitt. í samtali við Sigurö Pálsson sem er leikstjóri jafnframt þvi sem hann samdi leikverkið, kom fram að þarna er fjallað um ný- rika fjölskyldu, sem er hætt að fara löglegar leiðir við stjórnun fyrirtækja sinna. Persónur eru úr þeirri fjölskyldu auk tveggja feðga sem vinna i einni af vél- smiöjum fjölskyldunnar, tveggja stúlkna, annarar úr hampiðju, og hin er simastúlka. og þar i viðbót kemur vofa sem leikur stórt hlut- verk og kemur alltaf öðru hvoru viö sögu. — Við reynum að ná meiru fram en yfirborði hlutanna ein- göngu, sagði Sigurður. — Reynt er að skyggnast um á bak við tjöldin I lifi fólksins, en atburðar- rásin gerist I Reykjavik. Þetta á aö vera skemmtilegt verk, vafa- laust með pólitisku ivafúog segja má að e.t.v. sé það lika harm- leikur á köflum. Það er komið inn á mál sem hafa verið i sviðsljós- inu hjá okkur, fjölskyldan svifst einskis i viðleitni sinni til þess að halda völdum, áhrifum og auöi og m.a. finnst eitt fórnarlamba hennar, sem vissi of mikið, sjó- rekið. öll tónlistin i Undir suðvestur himni er eftir Gunnar Reyni Sveinsson tónskáld. Hann hefur einnig samið alla söngtexta I verkinu utan tvo, sem eru eftir þá Sigurð Pálsson og Bólu-Hjálmar („Ég á þig eftir, Jesú minn”). Gunnar Reynir á allan veg og vanda af útsetningum og æfing- um á tónlistinni og sér jafnframt um allan undirleik. Þetta er i fyrsta skipti sem Gunnar Reynir semur að öllu leyti tónlist vegna leikhússverks. Hann hefur einnig unnið að gerð leikhljóða fyrir sýninguna og stjórnar hljóðbandi. Undir suðvesturhimni er frum raun Sigurðar sem leikritahöf- undar. Sigurður hefur verið kenn ari i leiklistarsögu og leiktúlkun frá þvi hann lauk námi i leikhús- fræðum I París 1974, fyrst við Leiklistarskóla S.A.L. og Leik- listarskóla leikhúsanna og siðan við Leiklistarskóla íslands, þegar hann tók til starfa s.l. haust. Þessir leikarar leika i Undir suövesturhimni: Anna Einars- dóttir, Asa Ragnarsdóttir, Elisa- bet Þórisdóttir, Evert K. Ingólfs- son, Nanna I. Jónsdóttir, Ólafur örn Thoroddsen, Sigurður Sigur- jónsson, Sólveig Halldórsdóttir, Viðar Eggertsson og Þórunn Pálsdóttir. Auk þess hefur ein úr hópnum, Svanhildur Jóhannes- dóttir, verið aðstoðarleikstjóri. Leik- og danshreyfingar eru eftir Guðbjörgu A. Skúladóttur ballettdansara, og er þetta frum- raun hennar á þessu sviði. Hilde Helgason og Asta Thor- stensen hafa annast raddþjálfun fyrir sýninguna. Tvær sýningar verða á vegum Norrænu músikdaganna og eru þær báðar sunnudaginn 20. júni kl. 13 og 17. En Nemendaleikhúsið mun auk þess hafa fjórar sýning- ar og verða þær mánudaginn 21., fimmtudaginn 24., föstudaginn 25. og sunnudaginn 27. júni og hefjast kl. 21. Allar sýningarnar verða I Lindarbæ.og vert er að vekja at- hygli á þvi,að ekki er unnt að hafa fleiri en þessar sex sýningar. TÓN- LEIKUR ER RÉTTA ORÐIÐ sagði GUNNAR REYNIR SVEINSSON tónskáld um verkið „UNDIR SUÐVESTURHIMNF r» „Tón-leikur, gleymdu ekki bandinu i milli, er rétta oröiö yfir þetta verk,” sagöi Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld er viö ræddum viö hann stundar- korn i gær þegar yfir stóö æfing á verkinu „Undir suövestur. himni” sem flutt veröur af leik- listarnemum á „Norrænum músíkdögum” næstu daga, en Gunnar Reynir hefur samiö tón- listina viö þennan tón-Ieik. — Upphafið að þessu öllu saman er að ég var beðinn að semja 5—10 minútna verk fyrir „Norræna músikdaga”, og það átti að vera verk fyrir áhuga fólk, enda er það þema „Nor- rænna músikdaga” á Islandi i ár; áhugafólk. Þá datt mér I hug að fá nemendur f leiklistarskóla SÁL, sem þá hét, til þess að vinna þetta með mér, en þeim hafði ég kynnst við kennslu i -söngskólanum og likaði alveg sérstaklega vel við þetta fólk. — Söngtextana hef ég aö mestu samið sjálfur, en hinn talaða texta hefur Sigurður Pálsson að mestu samiö, og auk þess hafa flytjendur sjálfir samið nokkuð af textanum. Við byrjuðum æfingar á þessu verki i lok mars og höfum æft siðan að undanteknum smá-hléum, sem komu inn i þetta hjá okkur. Leikurinn gerist i Reykjavik anno 1976. Tónlistin er kammer- músik, sönglög, náttúruhljóð og elektrónisk músik. 1 leiknum eru 24 söngvar og flytjendur 10. — En hver flytur músikina? — Ég geri þaö eingöngu sjálf- ur, lefk á pianó, vibrafón, og sumt er flutt af segulbandi. Eins og ég sagði áðan, átti þetta að vera 5 til 10 minútna verk i upp- hafi, en það er nú oröiö i þaö minnsta tveggja tima verk, og þaö sem meira er, þetta verður burtfararprófverkefni fyrir leiklistarnemana. — Svo viö snúum okkur aðeins að þér sjálfum, Gunnar, við hvað vinnur þú núna fyrir utan þetta verk? — Ég hef nýlokið viö elek tróniskt verk fyrir kvæðamenn, þeir ætla að nota það til að kveða við og ég hlakka mikið til aö heyra það flutt. Þá er ég að vinna að lagaflokki viö ljóð eftir Sigurð Pálsson, og einnig er ég að semja tónlist við leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur, sem frum- sýnt verður i haust hjá Leik- félagi Reykjavikur. Nú, svo er ég að semja kammermúsik, og loks er fyrirhugað að gefa út LP-hljómplötu með lögum eftir mig I ár. Þar er um að ræða jass og popptónlist. Við skulum segja að hún sé gefin út fyrir óskalagaþættina og vin minn Jón Múla i morgunútvarpinu. Það er svo sem nóg að gera, en kaupið er lágt, og reikningarnir hlaðast upp, það er erfitt aö lifa af tónsmiðum á Islandi, segir Gunnar og brosir. Um það bil sem við vorum að kveðja, sagði Gunnar okkur frá þvi að hann hefði fengið sina sálumessu á listahátlð á dögun- um. — Ég fór að hlusta á Benny Goodman, það var heilög stund, og það get ég sagt þér að ég fer ekki til að vera við aðrar trúar- athafnir en jass-tónleika, sagði Gunnar Reynir Sveinsson aö lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.