Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Fimm marka sigur yfir færeyingum þegar íslenska liðið lék þar í gærkvöldi íslenska knattspyrnu- landsliðið vann sex marka sigur yfir færeyingum í gærkvöldi í landsleik sem fór fram á glænýjum mal- arvelli í Þórshöfn. Staðan í leikhléi var eitt mark gegn einu eftir fremur jafnan leik/ en eftir hlé tóku is- lendingar öll völd, skoruðu fimm mörk og áttu enn fleiri tækifæri. Erfiðlega gekk að ná sambandi til Færeyjar i gærkv. en að sögn Guðmundar Jónassonar, islend- ings sem staddur var á Sjó- mannaheimilinu i Þórshöfn, voru islendingar nokkuð grátt leiknir af dómaranum og brenndu sig a.m.k. oft á þvi aö láta flauta sig rangstæða. Glötuðust þannig mörg góð upphlaup. Það var Matthias Hallgrimsson sem skor- aði fyrsta mark leiksins á ca. 20. min. en færeyingar jöfnuðu eftir misheppnað úthlaup islenska markmannsins. Var staöan i leik- hléi l-l. t seinni hálfleik náðu islending- ar sér mun betur á skriö og vör- uðu sig meira á rangstöðunni. Þeir skoruöu fjögur mörk siðustu 18 minúturnar, þar af gerði Matthias eitt, Jón Gunnlaugsson eitt og Guðmundur Þorbjörnsson skoraði það siöasta rétt fyrir leikslok. Veður var hið ákjósanlegasta til knattspyrnuiðkunar og áhorf- endur fjölmargir. Ekki tókst þrátt fyrir itrekaðar tilraunir að ná sambandi viö islenska lands- liðshópinn. — gsp Vilborg var aðeins „handarbreiddinni” frá Ól-lágmarkinu -- en hún reynir ásamt Þórunni Alfreðsdóttur við lágmörkin aftur í dag á 17. júní-mótinu 17. júní-mótið í frjálsum: Friðrik Þór nálgast Ól-lágmarkið Hann stökk 15,21m. í gœrkvöldi — Sigurð- ur Sigurðsson hljóp 200m. á 22,3 sek. — Vilborg Sverris- dóttir var aðeins einni handarbreidd frá Olympiulágmarkinu þegar hún synti 200 m. skriðsundið, sagði Guð- mundur Gislason er Þjv. náði sambandi við hann inni i Laugardals- laug i gærkvöldi. Þar var að hefjast íslands- mótið i sundi, og voru settar upp aukagreinar þar sem þær Vilborg og Þórunn Alfreðsdóttir fengu að reyna við Ol-lágmörk. Vilborg reyndi við 200 m. skriðsundið og vantaði aöeins 4/10 úr sekúndu til þess að ná lágmarkinu. Timi hennar var 2.15.4 sekúndur sem er nýtt Is- landsmet en lágmarkið er hins vegar 2.15.0. Hún synti ein án nokkurrar keppni og e.t.v. má segja aö heldur kalt hafi verið I veöri til þess að ná toppárangri. Þórunn Alfreðsdóttir reyndi við lágmarkiö i 200m. flugsundi og fékk t&nann 2.30.1 en lág- markið er 2.29.0. Hana vantaði þvi nokkuð upp á, en i dag reyn- ir hún væntanlega við lágmarkiö I 100 m. flugsundi, þvi millitimi hennar i gærkvöldi var mjög góður. — Það var alveg grátlegt að Vilborg skyldi ekki hafa það i kvöld, sagöi Guðmundur. — Það vantaöi sáralitið upp á en það er fjarri þvi að öll nótt sé úti enn. Þær reyna báöar á 17. júnlmót- inu, og ef veður verður gott og nógu f jölmennt lið á áhorfenda- pöllum til þess að hvetja er alls ekki ótrúlegt að takmarkið náist. Þær fá lika báðar tækifæri á Islandsmótinu um næstu helgi og allra siðasti möguleikinn er á Reykjavikurmeistaramótinu um helgina þar á eftir. Þetta hlýtur að koma hjá þeim áöur en það verður of seint. Að þessum tveimur auka- greinum loknum, sem þær Þór- unn og Vilborg syntu i, hófst sjálft mótiö og var keppt i öllum lengri greinunum. Ekki var búist við sérstökum afrekum þar, nema hvaö jafnvel var reiknað með þvi að Sigurður Ólafsson setti nýtt íslandsmet i 1500 m. skriðsundi karla. Is- landsmet Friðriks Guðmunds- sonar úr KR var siöan árið 1973 ogmönnum þótti tim i kominn til þess að bæta það eitthvað, þótt vissulega væri árangur Friðriks hinn ágætasti er hann náðist á slnum tima. Friðriki tókst þó ekki að ná Is- landsmetinu. Þeir byrjuðu sundið of hægt, en hann varð engu að siður Islandsmeistari árið 1976 á timanum 17.41. min. en met Friöriks er 17.28.0. í 800 m. skriðsundi kvenna sigraði Bára ólafsdóttir úr Ar- manni á timanum 10.15.8 minútum og í 400m. bringusundi karla sigraði Hreinn Jakobsson Armanni á 5.55.8 minútum. Islandsmótið heldur áfram nk. laugardag og sunnudag og þar veröur væntanlega baristaf eldmóði við Ol-Iágmörkin sem eru svo eftirsótt um allan heim þessa dagana. —gsp — Ég er enn háifaumur i ökkla eftir meiösli og get þvf ekki beitt mérenn sem skyldi, en þetta iagast bráðum, sagði Friðrik Þór Óskarsson þristökkvari úr 1R eft- irað hann hafði stokkið 15.21 m. á 17. júnfmótinu I gærkveldi og sigrað með yfirburöum. ÓL- lág- markið er 15.90 m. og þaö virðist ijóst að Friðrik nær þvf marki þegar hann er orðinn heill I fætin- um. Sigurður Sigurðsson, hinn stór- efnilegi hlaupari úr Armanni sigraði f 200 m. hlaupinu, timi hans var 22,3 sek. en Bjarni Stefánsson varð annar á 22,4 sdi. — Hörð barátta það. Lára Sveinsdóttir sigraöi i langstökki kvenna, stökk 5,38 m. Hreinn Halldórsson í kringlukasti með 49,94 m., en Guöni Halldórs- son var annar með 49,92 m. — Jöfn keppni þaö. Eh'as Sveinsson sigraði i hástökki, stökk 1,95 m. og hann sigraöi einnig i spjót- kasti, 60,61 m. 1 800 m. hlaupi kvenna sigraöi Anna Haraldsdóttir, FH, hljóp á 2:32,8 mín. og i 1500 m. hlaupi sigraði Bjarki Bjarnason á 4:18,3 min. Þetta var fyrri hluti 17. — júni- mótsins i frjálsum, siöari hlutinn fer fram i dag á Melavellinum og hefst kl. 16.00. _o Frazier er búinn að vera sagði þjálfari hans eftir að George Foreman hafði sigrað hann í aðeins 5 lotum heimsmeistaratitlinum i þungavigt, en tapaði honum svo aftur i október 1974 til Mu- hameð Ali i Zaire. Nú mun ákveðið að Fore- man mæti Ali aftur i október i haust, en sennilega verður hann að berjast fyrst við Nor- ton. Þessi sigur var hans 42. I 43 leikjum,en 4. tap Fraziers i 39 leikjum. — S.dór. 32ja ára, þá svo illa farinn að útilokað var aö hann gæti haldiö áfram. George Foreman, sem er aðeins 27 ára, hafði yfirburði allar loturnar, og þaö voru liðnar rúmar tvær minútur af 5. lotu þegar þjálfari Fraziers lét stöðva leikinn. Eins og menn efiaust muna sigraði Foreman Frazier 22. jan. 1973 og náði þá af honum „Frazier (Smokin-Joe, eins og hann er kallaður) er búinn að vera” sagði þjálfari hans Futch, eftir að hann haföi þurft að fara inni hringinn og fá dómarann til að stöðva leik Fraziers og George Foremans i fyrrakvöld, en þá hafði Foreman náö algerlega yfir- hendinni og barið Frazier tvis- var mjög illa úti kaölana og var Frazier, sem er orðinn Foreman Frazier

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.