Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.06.1976, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 17. júni 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 21 Föstudagur 18. júní 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðhátlðarávarp (or- sætisráðherra, Geirs Hall- grlmssonar 20.50 Halldór Laxness og skáldsögur hans Margar bækur hafa verið ritaðar um Halldór Laxness og verk hans, erindaflokkar fluttir og ritgerðir birst i bók- menntaritum og blööum viða um lönd. En hvað segir hann sjálfur um verk sin, um tildrög þeirra og tilurð, þegar hann litur yfir farinn veg? Sjónvarpið er að láta gera sex viðræöuþætti, þar sem rætt er við Halldór Laxness um nokkrar helstu skáldsögur hans, og fléttast ýmsar æviminningar hans eölilega inn I þessi viðtöl, sem eru fremur heimildar- legs eðlis en bókmenntalegs I þröngri merkingu. Við- mælendur eru Magnús Torfi Ölafsson, dr. Jakob Bene- diktsson, Eiður Guðnason, Vésteinn ölason, Dagný Kristjánsdóttir og Helga Kress, sem ræða við skáldið á heimili hans I Reykjavik. I fyrsta þætti ræðir Halldór við Magnús Torfa Olafsson um sóslölsku skáldsögurnar Annað kvöld kl. 20.50 verður fluttur I sjónvarpi fyrsti viðtalsþáttur af sex, þar sem Halldór Laxness er krufinn sagna um verk sln.til- drög þeirra og tilurð. Hér sést þegar verið var að faröa rithöfundinn fyrir upptöku. Sölku Völku og Sjálfstætt fólk. Tveir fyrstu viöræðu- þættirnir veröa sýndir í júni, en hinir væntanlega síösumars. Stjórn URitöku Siguröur Sverrir Pálsson. 21.35 Herfangiö (A Prize of Arms) Bresk blómynd frá árinu 1964. Aöalhlutverk Stanley Baker, Helmut Schmid ogTom Bell. Mynd- in gerist I Bretlandi I seinni heimsstyrjöldinni. Verið er að undirbúa innrás á megin- landið og mikiö reiðufé geymt I fjárhirslum hersins. Þrlr félagar, Turpin, Fenn- er og Pólverjinn Swavek, hyggjast láta greipar sópa um hirslurnar. Þýðandi Ell- ert Sigurbjörnsson. Myndin er ekki við hæfi ungra barna. 23.15 Dagskrárlok útvarp 17.júni Þjóðhátíðardagur Islendinga 8.00 Morgunbæn. Séra Jón Auðuns fyrrum dómprófast- ur flytur. 8.05 lslensk hátiðartónlist, sungin og leikin. 9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar Al- þingishátiðarkantata eftir Pál Isólfsson, við ljóö Daviös Stefánssonar frá Fagraskógi. Flytjendur: Karlakórinn Fóstbræður, Söngsveitin Filharmonia og Sinfóniuhljómsveit tslands. Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottósson. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá þjóðhátið I Reykja- vik. a. Hátiðarathöfn á Austurvelli. Már Gunnars- son formaður þjóöhátiðar- nefndar setur hátíðina. For- seti tslands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blómsveig að fótstalla Jóns Sigurðs- sonar. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra flytur á- varp. Avarp fjallkonunnar. Lúðrasveit verkalýðsins og Karlakórinn Fóstbræður leika og syngja ættjarðar- lög, þ.á.m. þjóðsönginn. Stjórnendur: Ólafur L. Kristjánsson og Jónas Ingi- mundarson. Kynnir: ólafur Ragnarsson. b. 11.15 Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni. Séra Clfar Guðmundsson biskupsritari messar. Guð- mundur Jónsson og Dóm- kórinn syngja. Organleik- ari: Ragnar Björnsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Kórsöngur I útvarpssal: Skagfirska söngsveitin syngur islcnsk og erlend lög. Söngstjóri: Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Ein- söngvarar: Þorbergur Jósefsson, Hjálmtýr Hjálm- týsson og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir. Tvisöngvar- ar: Kamma Karlsdóttir og Margrét Matthiasdóttir. 14.00 Svipmyndir úr sjálf stæðisbaráttu islendinga á 19. öld. Einar Laxness cand. mag. tekur saman dag- skrána. 15.00 Létt tónlist frá útvarp- inu i Weliington á Nýja-Sjá- landi. Stanley Black og Os- wald Chessman stjórna hljómsveitunum, sem leika. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir 16.25 tslandsljóð eftir Einar Benediktsson Elln Guðjóns- dóttir les. 16.40 Barnatimi a. Sigrún Björnsdóttir sér um stund fyrir ungu börnin, litla barnatlmann. b. Gunnar Valdimarsson stjórnar þætti fyrir stálpaðri börn, þar sem fjallað veröur um iistsköpun á tslandi fyrr og siðar. 17.30 „Eitthvað til aö lifa fyr- ir” eftir Victor E. Frankl. Hólmfriður Gunnarsdóttir les þýðingu sina á bók eftir austurriskan geðlækni (4). 18.00 Stundarkorn með Rögn- valdi Sigurjónssyni planó- leikara. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 t sjónmáli. Skafti Harð- arson og Steingrimur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur I útvarpssal: Elisabet Erlingsdóttir syng- ur lög eftir Jórunni Viðar. Höfundurinn leikur á pianó. 20.25 Leikrit: „Happið”, gamanleikur eftir Pál J. Ar- dal. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson...Persónur og leikendur: Hallur hrepp- stjóri... Valdimar Helgason, Valgerður dóttir hans... Ragnheiður Steindórsdóttir, Helgi ráðsmaður... Bessi Bjarnason, Grima móðir hans... Guðrún Stephensen, Kristin ráðskona... Sigriður Hagalin, Gunnar kennari.... Jón Gunnarsson, Sigga vetrarstúlka... Lilja Þóris- dóttir. 21.40 Lúörasveitin Svanur leikur Stjórnandi: Sæbjörn Jónsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög af hljómpiötum. Þ.á.m. leikur og syngur hljómsveit Hauks Morthens i hálfa klukku- stund. (23.55 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 18. júni 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. - Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Mynd- in af Dorian Grey” eftir Oscar Wilde. Valdimar Lárusson les þýðingu Sig- urðar Einarssonar (16). 15.00 Miðdegistónleikar. Nicanor Zabaleta og Sin- fóniuhljómsveit Berlinarút- varpsins leika Konsert- serenööu fyrir hörpu og hljómsveit eftir Joaquin Rodrigo, Ernst Marzendorf- erstjórnar. Jascha Heifetz, Willia, Primrose og RCA Victor hljómsveitin leika Römantiska fantasiu fyrir , fiðlu, lágfiölu og hljómsveit eftir Arthur Benjamin; Isler Solomon stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Eruð þið samferða . til Afriku? Ferðaþættir eftir norskan útvarpsmann, Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýðingu sina (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Frásögn frá þingi kven- sjúkdómalækna Norður- landa. Dr.Gunnlaugur Snæ- dal flytur. 20.05 Sinfóniuhljómsveit ts- lands leikur I útvarpssal. Einleikari: Deborah Davis. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. a. Tilbreytni fyrir hljóm- sveit eftir Herbert H. Agústsson. b. Sellókonsert i B-dúr eftir Luigi Boccher- ini. 20.45 Sp.jall frá Noregi. Ing- ólfur Margeirsson sér um þáttinn. 21.10 Tónlist eftir Heitor Villa- Lobos. Nelson Freire leikur á planó. 21.30 (Jtvarpsagan: „Slöasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (41). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar. Tónlistarþátt- ur I umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Auglýsing frá Mennta málaráðuneytinu Sjúkra- og endurtökupróf i samræmdum greinum lands- og gagnfræðaprófs vorið 1976 veröa haldin sem hér segir: Mánudaginn 21. júni kl. 9—11.30: tslenska Þriðjudaginn 22. júni kl. 9—11.30; Danska Miðvikudaginn 23. júni kl. 9—11.30: Enska Fimmtudaginn 24. júnl kl. 9—11.30: Stærðíræði Próf I áðurnefndum greinum verða haldin á eftirtöldum stöðum: Gagnfræðaskóla tsafjarðar Gagnfræðaskóla Akureyrar Alþýðuskólanum Eiðum Gagnfræöaskóla Vestmannaeyja Vöröuskólanum Reykjavik. Nemendur þurfa að hafa skilað staðfestum umsóknum áöur en þeir ganga til prófs. Hafi umsóknum ekki verið svarað eru þær samþykktar. Prófanefnd. sf^Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali Aðalfundur Prentsmiðju Þjóðviljans hf. vegna áranna 1972 til 1975 verður haldinn að Grettisgötu 3 miðvikud. 30. júni n.k. kl. 20.30, þar sem áður boðaður aðalfundur 14. júni reyndist ólögmætur. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. sam- þykktum félagsins. 2. Framtið hlutafélagsins. STJÓRNIN Auglýsing um umsóknir um starfslaun rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun úr Launa- sjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglu- gerö gefinni út af menntamálaráðuneytinu 9. júni 1976. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa islenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiöa laun úr sjóðn- um fyrir þýðingar á islensku. Starfslaun eru veitt samkvæmt 26. launaflokki opinberra starfsmanna (byrjunarþrepi) skemmst til tveggja og lengst til niu mánaða i senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slik kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau ein- vörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta al- manaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar siðastliðin fimm ár og verk, sem hann vinnur nú að, skal fylgja umsókninni. Þeim, sem sækja um starfslaun vegna fræöirita, ber að geta styrkja sem þeir hafa hlotið til verksins. Umsóknarfrestur að þessu sinni er til 15. júli 1976. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu.Hverfis- götu 6, Reykjavik. Reykjavik, 15. júni 1976. Stjórn Launasjóðs rithöfunda. BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi Háskólahverfi Tómasarhaga og viðar i vesturbœinn. Ennfremur vantar blaðbera víðsvegar um bæinn til afleysinga. Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna — sími 17500. ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.