Þjóðviljinn - 04.12.1977, Page 21

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Page 21
Sunnudagur 4. desernber 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 — Hann hefur ofsaltað, karlsauðurinn. — Hún hcfur fengið þá smástelpuhugmynd að safna steinunum úr skeljunum, hugsaðu þér bara. — Ég hefi komið fyrir sjónvarpi i eyðimörkinni til að ykkur leiðist síður þar. — Auðvitaðekki, bjáninn þinn. Mfn tungl eru al- veg ekta. Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Öll hin björtu vona-vor... Jólafastan hefur alltaf verið og mun alltaf verða dimmasta árstiðin hér i okkar heimshluta, vegna lækkandi sólargangs. Þá hafa menn löngum lifað i þeirri vissu að aftur lengdi dags birtu og von um allsnægtir sólarljóssins, en i skammdeginu undu menn við þann bjarma sem heiður himinn, tungl, stjörnur og norðurljós gáfu frá sér, enda oft rómað sem verðugt er. Einar Benediktsson orti hið stórbrotna ljóð Norðurljós undir hughrifum af kvöldfegurðinni þegar norðurljósin bröguðu um hvelf- inguna. Þessi sömu hughrif hafa lika hreyft strengi hjá þeim sem bundu mál sitt i ferskeyttar vis- ur. Armann Dalmannsson hefur séð rósir sumarsins deyja, horft á fegurð himinsins og kviðir ekki vetri, þvi hann á von: Hin söluðu blöð við sjáum hér af sumarsins dánu rósum, en líka, að himinninn orðinn er iðandi af norðurljósum. Og bætir við: Þó að hverfi það, sem var, og þar með sumarbliöa, við skulum halda í vonirnar og vetrinum ekki kvfða. Vonin um geislana getur vermt sálina. Benedikt Gislason frá Hofteigi kvað: Er nú dimmt, á óðins kvon engir geislar skina. Bara litil, vitlaus von vermir sáiu mina. Það getur lika geislað frá sumum störfum, svo sem sjá má af visu Asmundar Jónssonar frá Skúfsstöðum: Stiga dans við straumahvörf stoltar hugardlsir, þegar unnin eru störf af sem bjartast lýsir. Um þessa daga kvað Einar M. Jónsson: A ég mér, þótt andi kalt, yndi bjartra heima. Þessa daga þú ert allt, það, sem ég læt mig dreyma Lika getur verið bjart yfir bragamáli. „Bláskógaskáldið” Jón Magnússon kvað: Tak þú völdin, unga öld, áður kvöldið fer til dóma. Sinufölduð klungrin köld knýttu tjöldum ilman-blóma. Ileyr þig kalla sól og söng sumarhallir draumaviðar. Syng burt alla sorg og þröng, syng þú fjalli gras I hliðar. 1 draumunum birtast bjartar myndir. Þorsteinn Halldórsson kvað: Töfrabandi binda önd bjartar strandir drauma, þar á andinn óskalönd allra handan strauma. Það var á sólarstund sem Jakob Thorarensen kvað: Brott er flest og þorriö þor þess, er fyrr ég unni, furða er samt hve vorsól vor vermir I minningunni. Blika sé ég mörk og mar minna æskutiða, skrýtilega skiptast þar skuggar, hregg og bliöa. Sú er kunnust lifsins list að láta þræði rakna, allt, sem vinnst, er óðar misst einskis skal þó sakna. Kuldinn i kirkjunum kom mönnum til að klæða sig vel, og dugði það þó ekki alltaf. Það reyndi Magnús Einarsson f. 1734 á Möðruvöllum i Eyjafirði, siðar prestur á Tjörn i Svarfaðardal. Hann var hagorð- ur vel, svo til er eftir hann nokk- urt safn af visum i Lbs. Magnús þjónaði lika kirkju á Urðum. Þar, i miklu vetrarfrosti, kvað hann fyrir messu: KuUlinn gerir bláan bjór á bókaþór við morgunslór, kraftur er sljór, en fjörið fór, frjósa skór I Urða-kór. Eftir messu hefur Elin húsfreyjan á Urðum séð hvað presti leið og reynt að hressa hann svolitið við, svo prestur kvað: 1 manna sýn það mér á hrin megnið dvin og harkan fin, eyðist pin, þvi auöarlin Elin min gaf brennivin. Sagt er að séra Magnús hafi verið ákveðinn og getað meðal annars kveðið niður drauga, sem þessi visa hans bendir til: Ef þú dvelur eina stund, örgust myrkra hræða, ég rif þig sundur rétt sem hund með römmu afli kvæða. Almannatryggingar voru engar lögfestar i tið séra Magnúsar á Tjörn, en þeir sem betur voru stæðir réttu oft hjálparhönd til þeirra sem fá- tæktin þjáöi, án þess að sveitar- styrkur kæmi til. Litið kot var i Tjarnarkirkjusókn, sem Stein- dyr hét. Þar bjó fátækur maður sem Gisli hét. Að ráði Magnúsar fórhannmeð hest i taumi fram i Eyjafjörð, með meðmælabréf frá presti, en það var svohljóð- andi: Guðs og manna gæsku með Gisli þarf og frýju, sem kapal á einn og kýrtötrið og krakkana lika niu. Börnin heima sitja sjö og svanninn dyggðasnjalli, á niðursetu nú eru tvö, niu eru samt með karli. Svo sem engan fugl ég finn, sem fiðri ei sé kafinn, eins er hann Gisli auminginn ógnar skuldum vafinn. Hann erfiðar Hárs á mey, hann er frómur maður, á sinu liði liggur ei. löngum tómkviðaður. Upp á þessu eg nú fann, ekki eru vegir finir, eg bið, hjálpið upp á hann Eyfiröingar minir. Eg bið mina efli von yðar dyggðin rika. Kg hciti Magnús Einarsson, Eyfirðingur lika. Lifsbaráttan i landbúnaðinum er ekki neitt nýtt fyrirbæri. Bændur hafa staðið i ströngu við fleira en verðlag og sölutregðu á framleiðslunni. Sem dæmi má nefna, að heyskapartiðin sumarið 1945 var rysjótt á Suðurlandi. Um það kvað Benedikt Gislason frá Hofteigi: Himin allan hylur ský, heyið er að fúna. Það er bágt að búa i Borgarfirði núna. Þetta baks við búskapinn bara hæfir dónum. Við skulum heldur, vinur minn, veiða fisk úr sjónum. En það er sama hvort það er þorskur eða þurrt hey. öllu skal haldið til haga fram til hins siðasta. Benedikt kvað: öllu fleygi eg sinn veg, öllu feginn gleymi, það er að segja, þegar ég þreyttur dey úr heimi. Það hefur viljað bregða við, að sumum mönnum hafi fundist sem þeir hafi tapað af einhverju miklu á lifsleiðinni og þrá það sem aldrei fékkst, en verða svo sáttir við allt að lokum. Nitjándu aldar Þingeyingurinn Jón Hinriksson var þar ekki undandreginn, að sjálfs hans söng eins og sjá má á þessum vísum hans: Blómi lifs: er liðinn hjá, langur nálgast dvali. Ég hef tapað öllu á og yfirsést i vali. Býsna langt er byrjun frá, barlóms rölt á teigum. Nú eru skuldir nokkrar á nærri jöfnum eigum. Þetta er skaði, það er vist, þó mun lykta betur. Eðlið fram úr böndum brýst og birtuna notað getur. Svona er eytt mitt afl og fjör, efnum hægt að setur. Hermi þetta hefðarför hver sem vill og getur. Svona er öllum svölun rétt, sumir biða lengur. Best er að taka lifinu létt og láta sjá hvað gengur. Þrátt fyrir friðhelgina sem alþingismenn njóta, hafa hátt- virtir kjósendur æði oft látið skoðun sina i ljós um hvern þeirra sem var og eins og þeim bauð i hug. Einn af þeim er Arni G. Eylands. Hann kvað um þingmann: Leysti um ævi enga þraut, aldrei herti á taumi, löngum eins og froða flaut fram á timans straumi. Þegar aðrir áttu stríð eða beittu páli, loforð hans og brosin blið brugðust hverju ináli. Gunnar Einarsson bóndi á Bergskála hefur gefið eftir- farandi mannlýsingu, sem kannski á við alþingismann, hver veit? Sálin: Blásið brunahraun. Búkurinn: Moldarhreysi. Starfið: Betl um stærrilaun. Stefnan: Káðaleysi. Það ætti að slita alla þá upp með neðstu rótum, sem að ganga alltaf á annarra manna fótum. Um pólitiska samvinnu kvað Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka: Við skulum standa hlið við hlið og hlaða niður i svaðiö, hjálpa þeim á höfuðið sem hafa upp úr staðiö. Oft getur heimsmenningin verið rysjótt og ekki við allra hæfi. Magnús Gislason frá Vögl- um hefur þetta að segja: Menning reynist rotin hér, ranga beinir veginn. Hlakkar i einum ef hannsér annan meinum sleginn. Þetta er vist rétt hjá Magnúsi. Að minnsta kosti hefur undirrit- að.ur nokkuð lika skoðun á menningunni: Oft er kyndug kenningin, kýtt og litils virði, og mörgum reynist menningin mikil þræla byrði. AJP..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.