Þjóðviljinn - 04.12.1977, Side 23

Þjóðviljinn - 04.12.1977, Side 23
Sunnudagur 4. desember 1977 MÖÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Prinsessan og bræöurnir þrír Æfintýri eftir Soffiu og Katrínu Einu sinni var prins- essa. Margir menn komu og báðu hennar. Og þar á meðal þrír bræður. Eldri bræðurnir höfðu yngsta bróðurinn alltaf að háði. Þannig hagaði til að prinsessan lét hengja þá sem ekki gátu leyst þrjár þrautir. Elsti bróðirinn fór inn. Hann sá að salurinn var fullur af fólki. Tveir menn leiddu hann inn í annað herbergi. Þar inni var löng ábreiða sem leiddi að hásæti prins- essu. Hún bað hann að setjast hjá sér. Hann mátti ekki setjast hjá henni/ en gerði það. Þá hafði hann leyst fyrstu gátuna vitlaust. Önnur þrautin var þannig að hann átti að fara inn í herbergi og þar átti hann að velja á milli þriggja stúlkna/ en hann mátti ekki kíkja bak við tjaldið í herberginu. En hann var svo forvitinn að Hvenær byrja áætlunarferðir í Bláfjöll? Ein fjórtán ára, sem ekki vi11 láta nafnssíns getið/ sendi Kompunni þessa mynd. Hún spyr hvort áætlunarferðir i Bláfjöll séu byrjaðar. Nei, þeir á Umferðar- miðstöðinni sögðu, að venja sé að byrja ekki fastar áætlunarferðir i Bláf jöll fyrr en eftir ára- mót; þó geti það komið fyrir að farnar séu ferðir áður, ef alveg sérstak- lega gott skiðafæri gefi og veðráttan sé óvenju- lega hagstæð. Þá eru ferðirnar auglýstar. hann gerði það. Þá komu tveir menn og báru hann út. Nú átti hann bara eina þraut eftir. Hún var þannig að hann átti að ná i GULLSITRÖNU af trénu á heimsenda. Og hann átti að vera kominn heim eftir einn mánuð með sítrónuna með sér. Hann byrjaði að undir- búa sig fyrir ferðina. Svo kom hinn mikli dagur er hann átti að leggja af stað. Hann gekk lengi, lengi, þangað til hann mætti héra. Hérinn spurði hvort hann vildi gefa sér mat. En hann neitaði og borðaði sjálfur nestið sitt. Að lokum var hann kominn út á heims- enda. En hann gat ekki náð sítrónunni, hvernig sem hann reyndi. Og þeg- ar hann kom til borgar- innar var hann hengdur. Svo fór sá næst-elsti af stað,og fór eins fyrir hon- um. Þá var komið að yngsta bróðurnum. Þegar hann kom inn í herbergið til prinsessunn- ar, bað hún hann að setj- ast hjá sér, en hann gerði það ekki. Þá hafði hann leyst f yrstu þrautina. Svo var farið með hann inn í herbergið til stúlknanna. Og hann valdi þá sem var i miðjunni, og var það rétt. Þá var hann búinn að leysa aðra þrautina. Þá var komið að þeirri þriðju. Hann lagði af stað og hitti hérann. Hann gaf honum að borða. Og hélt svo áfram þangað til hann var kominn út á heimsenda. Þar var þá fyrir honum hérinn og spurði hvers hann vænti. Hann sagði honum vanda sinn. Stökk hérinn þá upp í tréð og náði í sítrónuna. Fór hann siðan heim. Stuttu seinna voru hann og prinsessan gefin sam- an í hjónaband og þau eignuðust börn og buru. Gagnrýni og góð vísa Kæra Kompa! Mér finnst að það ætti að hafa auðveldari skýr- ingar á krossgátunni, því ég botna hvorki upp né niður eða til hliðar í henni. Ég sendi þér lika litla vísu. Ó, blessuð bliða sólin hverfur bak við ský. Bráðum byrjar skólinn og námið á ný. Nú verð ég að kveðja. Vala Magnúsdóttir, 9 ára, Barónsstig 65, Reykjavik. I / / HBRXfí KDVtn KiTíuyytVtfbZK Tflfl MHR. fl ’BW&flr <rs«, flfl/fi/ aoe'/ffr 4 'fl Mfl-K/Zffrs. óNToKR-r gíbtu. tz. teikX*® $\SD VrflX if TBXKH’ffBx UrV-i flfíMbfl faETff- . "Rí. «/• y ^ 3 Utltsuts t/ETui.S'&órmz ZvjflBflKKf? foff A?sy*:jfl rín. Böðvar á Akureyri á margar kisur! Systkinin Hildur og Snorri hafa áður sent Kompunni skemmtilegar myndir. Kompan þakkar þeim og öllum öðrum krökkum sem eru dugleg að skrifa. En hvernig væri að hann Böðvar á Akureyri sendi okkur, þó ekki væri nema eina vísu um kis- urnar sínar? Það eru svo margir krakkar, sem haf a gaman af því að lesa um kisur. Hver gleymdi að skrifa nafnið sitt? Einhver, sem sendi rétt svör við getraunum núm- er 1 og 2, gleymdi að skrifa nafnið sitt undir. Sá, sem þetta gerði, gæti verið 11 eða 12 ára eftir skriftinni að dæma. Hann hefur nýlega tekið upp á því að hafa ,,öfugan halla" á skriftinni, en það er einkennandi fyrir þann aldur. Hann er liklega stelpa, því hann gerir hring yf ir i í staðinn fyrir punkt, en það finnst 12 ára stelpum smart. Hann skrifar með frekar Ijós- bláum kúlupenna.- Loks teiknaði hann Ijómandi snotra mynd af fyrirbær- inu (úr getraun 2) að elta hræddan krakka. Von- andi getur viðkomandi þekkt sjáifan sig af lýs- ingunni, og sendir nafnið sitt um leið og hann svar- ar getraun 3. 35 krakkar sendu svör Nú er búið að birta allar getraunirnir þrjár að tölu. í næsta blaði birtum við svo nöfn þeirra þr út ggja sem verða dregin í þessari viku komu svo mörg bréf að ekki er pláss i blaðinu fyrir öll nöfnin. Það er leiðinlegt, en þið getið treyst því að bréfin ykkar hafa komist til skila. Margir af þess- um krökkum hafa aldrei áður skrifað Kompunni ogvonandi eiga þeir eftir að skrifa henni oft. Það er líka ánægjulegt hve bréf in koma víðsvegar að af landinu. Gaman væri aðfá fréttabréf frá öllum þessum stöðum. Klippimyndin í dag heitir Hjartaþjófurinn og er eftir æfintýraskáldið fræga Hans Christian Andersen. Hann var fæddur í Odense í Dan- mörku 2. apríl 1805,en dó sjötugur aðialdri 4. ágúst 1875. Þegar hann dó hafði hann öðlast frægð í heimalandi sínu,og nokk- ur æf intýra hans höfðu þá verið þýdd á tungur stór- þjóða, en seinna átti hann eftir að verða eftirlætis- skáld barna um allan heim. Kannski ekki síst vegna þess, að honum datt ekki í hug, að börnin væru litlir, saklausir englar með eplakinnar og himinblá augu og þyldu ekki að heyra neitt nema tæpitungutal og sussum bí. Æfintýrin hans eru verulega grimm eins og ævintýri eiga að vera.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.