Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJóÐVILJINN’Laugardagur 23. desember 1978 Morgunblaðinu 20. desember s.í. kemst valinkunnur skákunnandi, Högni Torfason, að þeirri niðurstöðu (einni af mörgum) að! Friðrik Ólafsson hafi eignað sér „skarið" án þess að hafa á því éignarrétt. Friðrik virðist' hafa gerst svo djarfur að segja að hann hafi aldrei tekið af skarið um það að einhver Einar vcéri sá sem hann ætlaði embætti gjaldkera Fíde, en við þessu segir nefndur Högni orðrétt: „Hér talar sá sem valdið hefur. Atti hann skarið? Hafði hann vald til að taka eitt- hvert skar af?". Af eignarrétti I ár er jólahátíðin hvorki meira né minna en f jórheilög. Aðfangadag ber uppá sunnudag og eru þá brandajól. Sumir telja að þessi jól verði öllu fremur brandarajól, einkum ef fólk fer að reifa landsins gagn og nauðsynjar yfir hátíðarnar og það, sem efst var á baugi f yrir jól. Hver uppákoman hefur rekið aðra að und- anförnu og það af svo miklum satans krafti að ekki er lengur talið til tíðinda þótt ríkis- stjórnin springi í loft upp daglega og sé svo tjösluð saman aftur á nóttunni til að hægt sé að sprengja hana næsta dag. Fjölmiðrlar hafa að undanförnu verið óþreytandi við að tíunda það sem helst getur talist til tíðinda hverju sinni og er það ófátt uppá síðkastið. Þau stórmál, sem öðrum fremur hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu, eru tvímæla- laust: öskutunnumálið, eplamálið og hatrammar deilur umeignarrétt á skari. I öskutunnumálinu munaði ekki nema hárs- breidd að allt vinstra samstarf í landinu færi til andskotans út af sorpilátum höfuðstaðar- ins. Einn af borgarfulltrúum krata hljóp svo hressilega útundan sér að spökum mönnum kom helst í hug galin hryssa í hópi staðra mera, eða eins og segir: Frýsar hún hátt og bítur og slær ó, blessuð mær Og þó að seinna segi í þessum fræðum: Kristilega kærleiksblómin spretta kríngum hitt og þetta, á „skari” þá eru margir þeirrar skoðunar að þessum borgarfulltrúakrafti hafi fullsnemma verið hleypt inn á hinn pólitíska skeiðvöll, jaf n bald- in og hún enn virðist vera. Hvað sagði raunar ekki Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur á merasýningunni forðum: „Það verður þó andskotakornið að gera þær bandvanar áður en farið er að ríða þeim til gangs". Hinn forboðni ávöxtur, eplið, hefur valdið miklum pólitískum ýfingum eða réttara sagt stjórnmálalegu hafróti. Deilan snerist um það, hvort gefa ætti smábörnum í skólum eitt epli á kjaft fyrir jólin eður ei. Þetta aðkallandi réttlætismál setti mjög svip á íslenska pólitík fyrir jólin, varð sannkallað þrætuepli, en val- inkunnir heildsalar, eplasalar og barnavinir hafa haldið rétti barnsins mjög til streitu og bentá það með gildum rökum að réttur barns- ins haf i í þessu máli verið gróf lega fyrir borð borinn, ráðist hafi verið á garðinn þar sem hann var lægstur, vegið að lítilmagnanum og blessuð litlu börnin látin gjalda þess að geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Óleystur dagvistunarvandi barna og skortur á barna- heimilum hefur að sjálfsögðu fallið gersam- lega i skuggann af þrætueplinu, enda segir í heildsalavísunni: Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólonum, amerisku eplin rauð iöllum barnaskólonum. Mesta stórmálið fyrir jólin hefur þó verið deilan um „skarið". I tíu dálka grein í Annars hefur Högni með skrifum sínum sannarlega leitt þjóðina í allan sannleikann um það hvern mann Friðrik hefur að geyma. Ef marka má skrif Högna, þá er Friðrik fégróðug aurasál, fláráður hrokagikkur og mesti viðsjárgripur í hvívetna. Það vekur því óneitanlega furðu, hvernig Friðrik hef ur i þrjátiu ár tekist að leyna löst- um sínum, ekki aðeins fyrir alþjóð, heldur og fyrir heiminum öllum. Ég er búinn að þekkja Friðrik i að minnsta kosti þrjá áratugi,og allan þann tíma hef ur honum tekist að blekkja mig og leyna því hvern prakkara hann hefur að geyma. Og nú þegar Högni hefur f lett sauðar- gærunni af Friðrik, kemur í Ijós að undir er ekki bara úlfur, heldur og refur, og má víst segja um Friðrik að þar er flagð undir fögru skinni. Þetta vissu ekki þeir, sem veittu honum fulltingi í Buenos Aires, en þar var ísland meðal þeirra þjóða, sem höfðu atkvæðisrétt. Og þar með er komið að kjarna málsins og spurningu dagsins: Ef Friðrik hefði tekið af skarið f yr en hann gerði og haf nað Einari sem gjaldkera, hefði hann þá mátt treysta því að verða sjálfur studdur af fulltrúum (slands, þegar komið var í slaginn? Sutnirtelja að úlfurinn og refurinn, Friðrik, hafi ekki viljað taka þann sjens og fórna með því forsetastöðunni hjá Fide. Það er því ekki að undra að þessi vísa varð til í Buenos Aires á dögunum: Enn hefur Friðrik brögðum beitt, bölvaður refurinn, um prakkarann vita menn aðeins eitt að hann kann mannganginn. Flosi. „Deildartunguætt” Arsrit Utiyistar r Ut er komin Út er komi& ni&jatal Jóns Þor- valdssonar bónda og dannebrogs- manns i Deildartungu og konu hans, Helgu Hákonardóttur frá Huröarbaki. Þau hjón bjuggu i Deildartungu 1789-1827. Börn þeirra uröu 15 og komust 11 til aldurs en 4 dóu i bernsku. Elsti sonur þeirra varö prestur vestur á fjöröum, en hin bjuggu f Borg- arfiröi. Mun þaö fátitt aö s vo stór barnahópurfái jarönæöi ogsetjist aö svo nálægt bernskuheimili sinu. Bókin — en hér er um 2 stór bindiaö ræöa, röskar 900 blaösiö- ur i Royalbroti — er forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Myndir eru margar eöa yfir 1800 aö tölu og á mörgum þeirra eru heilu fjölskyldurnar, svo liklega eru þarna myndir af háttá þriöja þús. einstaklingum. Þá er ævisaga Jóns Þorvalds- sonar rakin nokkuö og m.a. sagt frá ástæöum til þess aö hann varö áriö 1825 geröur aö danpebrogs- manni, sjaldgæfur heiöur fyrir Is- lenskan bónda. Merkilegast er þó án efa niöja- taliö, sem er mjög umfangsmikiö og fljótt á litiö viröist þaö vandaö og vel upp sett. Þeir gerast nú æ fleiri, sem hafa áhuga á og ánægjuaf ættfræöi. Þárna er.þvi ekki aöeins um bók aö ræöa fyrir þá, sem eru af Deildartunguætt, heldur llka fyrir þá fjölmörgu, sem hafa fundiö ánægju I aö raöa saman ættfræöiöröum og fá út úr þeim myndir, mismunandi stórar og litsterkar, en myndir, sem gleöja og veita mikla ánægju eins ogþeir þekkja, sem farnir eru aö raöa saman ættfræöigreinum. Myndirnar ge£a bókinni mikiö gildi. Þegar maöur flettir henni rekst maöur á myndir af fólki, sem sett hefur svip sinn á Borgar- fjaröarhéraö, þvi þar er lfklega enn stærsti meiöurinn af þessari ætt. En margir leituöu til Reykja- vlkur og á Suövesturhorniö og til Amerfku fluttust margir, þar eru fjölmargir búsettir. í bókinni eru myndir af fólki úr öllum greinum atvínnulifsins, fólki, sem ma&ur kannast viö, hefur séö fréttir af eöa jafnvel nauöþekkir — þetta er falleg bók um venjulegt, ágætisfólk, eins og þaö gerist best. Ari Gíslason, kennari á Akra- nesi og Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjórihjá Samb. fel. sam- vinnufélaga sömdu bókina og gáfu hana út. Bókin er gefin út I litlu upplagi og afgreidd til áskrifenda og áhugamanna á Ægissiöu 74 en um söluna sér Ingigeröur Karlsdóttir, slmi 19117. Þessir unnubókina: Teikningar og kápuskreyting: Baltasar. Setning: Oddi hf. Umbrot og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prenttækni. Bókband: Félagsbókbandiö hf.. -mhg Blaöinu hefur borist Útivist 4. bók, en þaö er ársrit feröafélags- ins Útivistar. 1 ritiö skrifar Björn Jónsson læknir, grein er hann nefnir Mæögurnar á Sprengisandi. Segir Björn þar frá leit sinni aö týndum örnefnum á Sprengisandi og já- kvæöum árangri þeirrar leitar. Er þar viöa komiö viö sem vænta mátti og er greinin öll hin lifleg- asti lestur. Þá segir Brynjólfur Jónsson feröasögu af Ströndum frá sumrinu 1973. GIsli Sigurösson lýsir tveimur gönguleiöum út frá Hafnarfiröi: Krisuvíkurleiö og Dalaleiö og Einar Þ. Guöjohnsen leiöir lesendur meö sér um Lóns- öræfi. Loks er sagt frá félagsmál- um. Fjölmargar myndir prýða ritiö, sem allt er hiö vandaöasta. —mhg Páll Hildiþórs: Dansað kringum jesúbarnið Yfir Stórreykjavikursvæöinu skln jólastjarna, björt og fögur. Esjan heldur á silfurkeri I tunglsskininu, eins og virðuleg madame. Veröbólgan vafrar um meö jesúbarniö I fanginu og dillar þvl í allar áttir meöan auglýsingar fjölmiölanna fylla hugi fólksins hinum sanna jóla- fögnuöi. Fjölbreytt úrvai af dúkku- klósettum frá Japan, sem sturta sjálf, á gjafveröi. Telpur, biöjiö foreldra ykkar um dúkkuklósett. JESÚ- BASARINN. Heyröu Palli, viö veröum aö gefa Dodda og Rúnu litasjón- varp, ég var hálfpartinn búin aö lofa þvi, I haust, þegar viö vorum á Kanarl. — Ég get þaö ekki, ég er aö veröa blánkur. Blánkur, eftir alla kauphækk- unina? þvl trúi ég ekki, góöi minn, þeir selja þetta á vixlum. — Égáeftiraöfara IRlkiö, ég hefi ekki efni á þessu bruöli. Rlkiö, ha, þaö gat nú skeö. Ég... djöf... Haföu ekki hátt, viö erum stödd I verslun, kona. Úrval af grænum og gulum páfagaukum, tala ótai tungu- mál, meöal annars Islensku, þeir geta lika sungiö, til dæmis ,,Sá ég spóa” og fleiri lög. Seldir á vixlum ef óskaö er. Tryggiö ykkur páfagauk fyrir jóiin, þaö bætir hátiða- skapiö. JESÚBASARINN. Jósep, hvaö ertu aö horfa á þessi beisli, maöur? — Ég ætla aö kaupa mér reiö- hest fyrir jólin. Reiöhest, hvaö ætlaröu aö gera viö reiöhest? Þaö mundi þurfa kranabil til aö koma þér á bak, og hvar ætti hesturinn aö vera, mér er spurn, kannski I dagstofunni? — Hann gæti veriö I þvotta- húsinu. Jæja, innan um allt bruggiö. Nei takk. — Ég skal lika kaupa hund, ég hefi alltaf haft augastaö á hundi, sneplóttum I framan, einsog hann Palli á Baröi átti I gamla daga., Þú veist þaö að allt hundahald er bannaö, hvers konar flflalæti eru þetta? — Mér er 'skitsama, ég á peninga eins og sand, ég er orö- inn leiður á þessum andskotans bllum. Ég vil fá hest og hund. Ef þú lætur svona, tek ég leigubil heim, þitt svin. Óöum styttist til jóla. Foröist ösina siöustu dagana. Geriö innkaup áöur en þaö er um seinan. Ef þiö þurfiö aðstoö vegna vixia, ellistyrks eöa sjúkrabóta, er hún veitt fús- Framhald á 22. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.