Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 15
Laugardagur 23. desember 1978Í ÞJtJÐVÍLJINN — SIÐA 15 Piastpokamir of fáir MANNLEG MISTOK ■■ Kæra siða! Um langt skeið hafa plaslpokar verið notaðir á hverju heimili. Mitt heimili er ekki undantekning þar frá. Ég nota mest poka nr. 15 undir sorp, i vor tók ég eftir þvi að ég átti afgang af bindilykkjum. Ég taldi þvi pokana i næstu rúllu af plastfix nr. 15. Á um- búðunum stendur að 50 pokar séu i rúllunni og bindilykkjur fylgi. Framleiðandi er Plastprent hf. Á rúllunni taldi ég 48 poka. Siðan hef ég margoft taiið þá og niðurstaðan er alltaf sú sama, 48 pokar, þó á umbúð unum standi „50 pokar I rúllunni”. Ég óska eftir að þetta bréf verði birt og jafnframt að Neytendasiðan geri kðnnun á þessu mili. Þáð eru hsg heimatökin, þessir pokar fást hjá flest- i matvðruverzlunum og I kjör- búðum Sláturfélagsins og i kaupfélög-1 unum. Einnig spyr ég Neytendasamtökin hvort hér sé um eðlilegan verzlunar- ] máta að ræða á 20. öld? Þá væri vert að kanna hvort svona i sé lalið i aðrár pakkningar. Þetta hlýtur einnig að varða verð lagsstjóra, þvi 96 pokar í stað 100 / svara til liðlega 4% hærri álagningar. Með þökkum fyrir birtinguna. PJS. Svan Eggert Hauksson framkvæmda- stjóri Plastprents sagði að mannleg , mistök gætu alltaf átt sér stað og lik- lega værí sú skýríngin á að pokamir ( væru ekki nema 48. DS Athyglisvert neytendamál: Margt smátt gerir eitt stórt Nauðsynlegt að eftirlit sé haft með því að rétt sé talið og viktað í neytendapakkningar A neytendasiöu Dagblaðsins sl. mánudag er greint frá þvi aö á piastpokartillum frá Plast- prent h.f. séu 48 pokar i staö 50. Þjóöviljinn leitaöi álits hjá Plastós h.f. á þeim ummælum Eggerts Haukssonar fram- kvæmdastjóra Plastprents h.f. aöhér væri um aö kenna mann- legum mistökum, sem alltaf gætu átt sér staö. Hjá Plastós h.f. varö fyrir svörum Siguröur Oddsson. Hann taldi skýringu Egger'tá Haukssonar vægast sagt mjög ófullnægjandi. „Plastpokar eru afgreiddir á tvennskonar hátt”, sagöi Siguröur „þaö er i búntum og á rúSum. 1 búntum eru pok- arnir lausir hver frá öörum. Þegar vélin hefur höggviö niöur þaö magn, sem óskaö er i hvert búnt gefur hún hljóömerki og er þá tekiö frá henni. Sé sá starfs- maöur sem stendur viö vélina ekki nógu vakandi getur átt sér staöaöofmikiö eöa oflitiöfarii búntiö. Þettajafnarsig þóuppá næsta búnti þannig aö ef fram- leitt er fyrir sama kaupanda þá á heildartalan alltaf aö vera rétt. Mannshöndin kemur ekki nærri Þegar framleitter i rúllur eru pokarnir samfastir, en þaö er einmitt þaö tilfelli sem hér um ræöir. Þá er teljari pokavélar- innar stilltur á ákveöiö magn t.d. 50stykki eöa 48 stykki. Vélin vefur upp á rúllu þeim fjölda sem beöiö er um, skilur siöan frá og byrjar á næstu rúllú. Hér kemur mannshöndin ekki nærri aö ööru leyti en þvi aö þegar framleiösla er hafin er teljari vélarinnar stilltur á ákveöinn fjölda og siöan er rúllunum pakkaö. Af þessum ástæöum tel ég skýringu Eggerts Haukssonar um mannleg mistök út I hött. Ég tél mig vel vitnisbæran um þetta þvi aö i þessari fram- leiöslu eru hjá Plastós h.f. og Plastprent h.f. notaöar vélar frá sama framleiöanda.” 1.4 miljón mismunur BlaöamaöurbaöSiguröum aö áætla hvaö 48 pokar i staö 50 gætu gert mikiö i krónutölu yfir lengra túna, en eins og fram kemur i Dagblaösgreininni viröist þessi háttur hafa veriö viöhaföur siöan i' vor. „Ef viö miöum viö eitt ár og þaö aö plastpokar til heimilis- nota hafi ekki hækkaö umfram heimildir verölagsnefndar veröur útkoman þessi. Varan hækkar i veröi um 4% viö fækk- un poka úr 50 i 48. Hver einstak- ur kaupandi skaöast litiö, en margt smátt gerir eitt stórt. Ef viö gerum ráö fyrir aö árs- framleiöslan sé 10 þúsund pakkningar af Plaxtfix 15 meö 10 rúllum I hverri þá eru þaö 5 miljón plastpokar. Séuaöeins 48 pokar I hverri rúllu gera þaö 4.8 miljónir í ársframleiöslu. Mis- munurinn er 200 þúsund pokar sem aftur eru 4000 rúllur meö 50 pokum og cirka 4160 meö 48 pok- um á rúllunni. Rúllan I dag kost- ar 350 krónur. 1 fyrra dæminu hefur aukagróöi fyrirtækisins oröiö 1.4miljónir króna og I hinu slöara 1.454 þúsund.” Neytendasamtökin annist eftirlit Aöspuröur um hvernig eftir- liti ætti aö vera háttaö meö framleiöslu af þessu tagi sagöi Siguröur Oddssonaö þetta hlyti aö vera mál bæöi neytenda I heild og Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skorti fjár- magn til þessaösinnaeftirliti af þessutagi, en þaö þyrftu þau aö hafa til umráöa, hugsanlega fengist þaö meö þvi aö þau kæröu fyrirtæki og fengju mis- muninn sem þau heföu haft af neytendum til sin i því skyni aö standa undir kostnaöi viö starfsmenn sem heföu eftirlit meö þvi aö rétt væri taliö og viktaö í hinar ýmsu pakkningar sem á neytendamarkaöi eru. — ekh. MINNING: Njáll Markússon F. 18. des. 1913. — D. 15. des. 1978 Idag 23. desemberer tilmoldar borinn frá Leirárkirkju Njáll Markússonbóndi á Vestri-Leirár- göröum i Leirársveit, en hann andaöist 15. desember á Sjúkra- húsi Akraness. Njáll var fæddur aö Olviskrossi i Hnappadal 18. desember 1913 og var næstyngstqr 16 systkina. Eftirlifandi kona hans er Friöa Þorsteinsdóttir, lika upprunnin i vinalegum fjallafaömi Hnappa- dalsins og einnig fædd á Olvis- krossi. Börn þeirra eru tiu og þau yngstu enn á æskuskeiöi. Ekki er ástæöa til aö fjölyröa um þaö verkefni sem þeim hjónum var búiö, aöala upp slikanhópogekki heldur um þaö hvernig þaö er af hendi leyst, en þaö er meö mikl- um ágætum. Þaö má öllum vera ljóst aötil þess aö svo mætti vera hafa þau hjónin oröiö aö leggja á sig mikla vinnu, en um slikt var ekki fengist. NjállogFriöabyrjuöubúskap á Gautastööum l Höröudal i Dala- sýslu i tvibýli við Olgeir bróður hennar. Þá voru þau I Ystu-Görö- um i Kolbeinsstaöahreppi fæöing- arsveit sinni, i tvibýli á móti Benjamin, bróöur Njáls, en Arndis, kona Benjamfns, og Friöa eru systur. Frá Ystu-Göröum fluttust Njáll og Friöa aö Jarölangsstööum i Mýrasýslu og þaöan flytja þau aö Vestri-Leirár- göröum, voriö 1948. Nokkuö mun þaö hafa sætt tiö- indum, aö þetta sama vor gerast þri'r brasöur Njáls einnig bændur i Leirársveitinni: Björn I tvibýli á móti Njáli og Hafsteinn og Marteinn I Vogatungu. Mun það fátitt, ef ekki einsdæmi, aö fjórir bræöur hefji búskap samtimis, i sama hreppi fjarri átthögum sin- um. Njáll var róttækur i skoöunum eins og þeir bræöur fleiri. Ýmsir undrast þaö, aö menn hafi oröið sér úti um sósialiskar skoöanir i fásinninu upp i sveit snemma á öðrum aldarfjóröungnum. Nú hefur þaö veriö svo, og er enn, aö sveitafólk fylgist ekki siöur en þéttbýlisfólk, meö stormum og straumum sinnar tiöar og eins hitt, sem ég þekki dæmi um mér nákomiö og þykist geta heimfært upp á Njál og þá bræöur, aö þeir þurftu ekki aö veröa sér út um sósialiskar skoöanir, þær voru þeim einfaldlega i blóö bornar. Njáll var góöur liösmaöur á þessum vettvangi sem annars staöar. Hann var aö vonum ein- dreginn andstæöingur herstöðva á tslandioghvers kyns erlendrar ihlutunar. Til dæmis var hann einn aöal hvatamaöur þess aö fundurinn frægi var haldinn l Heiöarborg i Leirársveit 1. mai 1976, um málefni Grundartanga oglagöi auk þess drjúgan skerf i umræöur á fundinum. Þá var hann vel ritfær og birtust m.a. greinar eftir hann i Þjóöviljan- um. Njáll var mjög hesthneigöur og ágætur reiömaöur. Var þaö mjög i samræmi viö alla hans gerö aö hafa yndi af hestum. Hann var vel hagmæltur og á ég i fórum min- um margar hestavlsur eftir hann. Leirárgaröar eru ekki I þjóö- braut þeirra, sem aðeins feröast meö bifreiöum. En þegar viö hestakarlaraf Skaganum riöum í Olver, eöa lengra f þá áttina, liggur leiö okkar þar um hlaöiö. Munu margir sakna vinar i staö á ókomnum árum sem fara þar um ágamianþjóölegan máta. Mér er hugsaö til þess nú, aö glaövært hestaspjall viö Njál yfir kaffi- boröi í eldhúsinu tilheyrir aöeins fortlðinni. Kynni okkar Njáls eru ekki neitt stundarfyrirbrigöi, en þau ná yfir hátt á fjóröa áratug. Fyrir þessi kynni þakka ég aö leiöarlokum. Friöu, börnunum og öörum aö- standendum votta ég samúö mina. Hannes A. Hjartarson. Slakaö á setulögum HARTFORD, Connecticut, 21/12 (Reuter) — íbúar Connecticut- fylkis i Bandarikjunum geta nú varpaö öndinni léttar, þaö eö fylkisstjórinn hefur breytt lögum um lögun klósettseta I frjálslynda átt. 1 fjörutiu ár hafa lög Connecti- cut-fylkis kveðiö á um aö klósett- setur ættu að vera skeifulaga, af hreinlætisástæðum. Allar aörar geröir klósettseta hafa þvl veriö ólöglegar og brotiö i bága viö allt sem nefnist hreinlætisöryggi. Nú hafur veriö slakaö á taum- unum og geta menn þvi fengiö sér 8-lagaöa setu, ef þeim sýnist svo. Rauði Danni úr útlegðinni PARIS,21/12 (Reuter) — Daniel Chon-Bendit,. sem þekktari er undir nafninu rauði Danni og var einn forkólfanna I stúdentaóeirö- um Parisarborgar fyrir áratug, er nú veitt leyfi til aö koma til Frakklamds á ný. Hann var sendur i útlegö á sinum tima og býr hann I Vestur-Þýskalandi. Hann segist þó ekki hafa löngun til að setjast aö I Frakkalndi. Bækur Lystræningjans S lÆKKUNARGI.tR UNDIR SMÁSJÁ mt I A\/a Börn geta alltaf sofið eftir Jannick Storm i þýðingu Vernharðsi Linnets. Frábær lýsing á drengnum Ralf, sem óttinn og nývakin kynhvöt móta. Áskrifendaverð kr. 3.500.- Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Leikrit Birgis er ekki siður skemmtilegt aflestrar en skáldsaga væri. Áskrif- endaverð kr. 3.000,- Vindurinn hvílist aldrei eftir Jón frá Pálmholti. Þetta er fimmta ljóðabók þessa ágæta skálds. Tölusett og árituð. Áskrifenda- verð kr. 2.500,- Stækkunargler undir smásjá eftir Jónas E. Svafár. Fyrsta ljóðabók þessa fyndna skálds i tiu ár. Tölusett og árituð. Askrifendaverð kr. 2.500,- Lystræninginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.