Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. desember 1978>JÓÐVILJINN — SIÐA 9 Framlög rikisins til framkvæmdaþátta í Reykjavik Þrefaldast til dagvistarheimila • Aukning á föstu verðlagi í heild • Ekki krafist gagnframlags frá borginni vegna 30 miljóna til sundlaugar við Grensásdeild Samkvæmt fjárlögum sem nú hafa verið afgreidd hafa fjár- framlög til rikisins aukist um- fram veröbólguhækkun milli ára. Svavar Gestsson, annar þing- maöur Reykvikinga, benti á i samtali viö blaðiö aö sérstaklega væri athyglisvert aö fjárframlög til byggingar dagvistarheimila I Reykjavik frá rfkinu væru nú rúmiega þrefölduö aö raungiidi. „Þetta fékkst fram I sambandi við 1. desember lotuna”, sagöi Svavar „enda lagöi Alþýöu- bandalagiö þá höfuöáherslu á aö hinn félagslegi þáttur yröi sem allra myndarlegastur. Þetta er 95 Tekjuöflunarlög Hindra eölilega upp- byggingu atvinnu- vega” — segja at- vinnurekendur Vinnuveitendasamband Is- lands, Landssamband fslenskra útvegsmanna, Félag Islenskra iönrekenda og Samband fisk- vinnslustöövanna hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: Nýlega hefur rikisstjórnin lagt fyrir Alþingi 3 frumvörp til laga, sem sögö eru hafa I för meö sér um 6.000 miljóna króna útgjalda- aukningu fyrir atvinnureksturinn i landinu, enda þótt rikisstjórn- inni sé ljóst aö staöa atvinnuveg- anna er sllk aö þeir þola engar nýjar álögur. 1 frumvörpunum er gert ráö fyrir aö tekjuskattshlutfall fyrir- tækja hækki Ur 53% I 65% af skattgjaldstekjum. Jafnframt er myndaöur falskur skattskyldur hagnaöur meö þvl aö felld er niöur veröstuöulsfyrning (verö- bólgufyrning) og hlutfall flýti- fyrninga lækkaö úr 6% 12% á ári. Frumvörpin gera ennfremur ráö fyrir, aö eignaskattur fyrir- tækja veröi tvöfaldaöur, aö sér- stakur skattur veröi lagöur á vershinar- og skrifstofuhúsnæöi og aö nýbyggin|argjald veröi lagt, á öll mannvirki i atvinnurekstri. Lagasetning sem þessi hindrar eölilega og nauösynlega upp- byggingu atvinnuveganna og dregur þannig niöur lifskjör þjóöarinnar allrar i framtíöinni. Markmiö hverrar rikisstjórnar hlýtur aö vera aö bæta hag al- mennings meö því aö efla at- vinnufyrirtæki landsmanna og auka samkeppnishæfni þeirra, þannig aö þau geti greitt sam- bærileg laun og greidd eru i ná- grannalöndum okkar. acattlagning þessi mun hins- vegar hafa þveröfug áhrif, þaö er auka enn umsvif rikisins, auka veröbólguna og leiöa óhjákvæmi- lega til lækkandi launa. þvi árangur af þeirri baráttu Alþýöubandalagsins og kemur aö sjálfsögöu öllum landsmönnum til góöa I hækkuðum framlögum til byggingar dagvistarstofnana, en kemur semsagt svona út gagn- vart Reykvlkingum.” Svavar benti einnig á aö hækk- un á framkvæmdaframlögum rikissjóös til iþróttamannvirkja 1 Reykjavik hækkaöium 55.1% á næsta ári og á framlögum til skólabygginga væri einnig veru- leg hækkun á föstu verölagi þvi Fjölbrautaskólinn I Breiöholti væri nú tekinn sérstaklega útúr meö 200 miljón króna framlagi. I sambandi viö fjárframlög til sjúkrahúsa minnti Svavar á aö i fjárlögum nú væri 30 miljón króna framlag til byggingar sundlaugar viö Grensásdeild Borgarspitalans. án kvaöa um gagnframlag frá Reykjavikur- borg, en þaö atriöi heföi staöiö I vegi fyrir aö hægt væri aö hefjast handa af krafti. Um framlag til Borgarspltalans væri þaö aö segja aö enda þótt þaö væri ófull- nægjandi væri um verulega hækkun aö ræöa frá þvl sem gert heföi veriö ráö fyrir I þvi fjár- lagafrumvarpi sem Matthias A Mathiesen heföi undirbúiö sl. sumar og núverandi rlkisstjórn heföi tekiö viö. „Enda þótt um sé aö ræöa magnminnkun I opinberum framkvæmdum I landinu I heild, þá er þaö ekki upp á tengingnum er varöar framangreinda fram- kvæmdaliöi i Reykjavik og fram- lög rikisins til þeirra. Þar hefur náöst fram hækkun á föstu verö- lagi,” sagöi Svavar Gestsson aö lokum. —ekb A fundi þingmanna Reykvlkinga meö borgarstjóra og Kristjáni Benediktssyni komu eftirfarandi upplýsingar fram frá Ellert B. Schram, sem sæti á I fjárveitinganefnd: Fjárframlög rlkisins til framkvæmdaþátta I Reykjavík: 1978 1979 Hækkanir Skólar 238.2 m. kr. x) 328.0 m. kr. 37.6% Sjúkrahús .213.0 m. kr. 244.4 m. kr. xx) 14.7% Barnaheimili . 44.0 m. kr. 143.9 m. kr. 227.0% íþróttamannvirki. . 102.2 m. kr. 158.5 m. kr. 55.1% Fjölbrautarsk. 200.0 m. kr. Alls .597.4 m. kr. 1.082.9 m. kr. 81.3% x) Aö meötöldum Fjölbrautaskólanum I Breiöholti. xx) Skipting: Borgarspltali................................. 159.4 m. kr. Arnarholt....................................... 35.0 m. kr. Heilsugæslustöövar.............................. 20.0 m. kr. Sundlaug Grensásd. ............................. 30.0 m. kr. xxx) Alls... 244.0 m. kr. xxx) An kvaöa um gagnframlag borgarinnar. Menntaskólinn við Hamrahlíð: 71 braut- skráður Sjötlu og einn stúdent var brautskráður frá Menntaskólan- um viö Hamrahlíö miövikudaginn 20. desember. Athöfnin hófst á söng skóla- kórsins undir stjórn Þorgeröar Ingólfsdóttur. Kórinn söng aftur þegar stúdentunum höföu veriö afhent sklrteini sín og hyllti þá með stúdentasöngvum. Af þessum 71 voru 37 stúlkur en 34 piltar. Flestir höföu stundað nám á náttúrusviöi, 37 alls, á félagssviöi 16, á nýmálasviði 10, á eölissviöi 8 og á fornmálasviði einn. Þessir stúdentar hlutu bóka- verölaun frá skólanum: Asa Halldórsdóttir og Elln Kristjánsdóttir fyrir ágætan á- rangur i islensku; Haukur Hann- esson fyrir ágætan árangur I lat- Inu og grisku; öskar Sigurösson fyrir rösklega þátttöku I félagsllfi samfara miklum framförum I námi; Jóhann Pétur Sveinsson fyrir alhliða námsárangur, en hann náöi þriöja bestum heildar- árangri þrátt fyrir þaö aö hann er bundinn viö hjólastól. Asta Hall- dórsdóttir hlaut einnig verölaun fyrir bestan heildarárangur allra stúdentanna. Aö lokinni afhendingu sklrteina og verölauna ávarpaði rektor ný- stúdenta. Athöfninni lauk slöan á þvi aö allir risu úr sætum og sungu Heims um ból. Föstudaginn 5. janúar næst- komandi veröa stúdentar braut- skráöir úr öldungadeild. HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITÍNGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ 19:00-22:00 Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. ‘&HOT1IL# Vinsamlegast geymið auglýsinguna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.