Þjóðviljinn - 15.05.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. mai 1981 WÓÐVILJINN — SÍÐA 3 1, 1 Éwm m 111 \f l '-Æí/ \ JfU ■ ',;í XX ' |§S fe j ’Í.'WÍ f •, ' í'T-i jn ■ Skáksveit Biina&arbankans, standandi f.v. Jóhann Hjartarson, Kristinn Bjarnason, Stefán Þormar, og Guöjón Jóhannsson. Sitjandi f.v. Bragi Kristjánsson, Guðmundur Hrafn Thoroddsen og Björn Sigurðs- son. Á myndina vantar Leif Jósteinsson. (Ljósm. —eik—) Skáksveit Búnaðarbankans hélt utan í gær: Til keppni við þrjá banka í Englandi og ef til vill unglingalandslið Englands — Það má segja að þetta sé einskonar verölaunaferð fyrir að hafa sigrað 7 ár i röð i A-flokki Is- lensku stofnanakeppninnar, sagði Stefán Þormar, fyrirliði skák- sveitar Biinaðarbankans, sem hélt utan til London I gær, til keppni við þrjá enska banka og að öllumm likindum lika enska ungiingalandsliðiö. Stefán sagði að ákveðið væri að sveitin keppti við Lloyds bank- ann, Midlandbankann og Westminsterbankann. Þessir bankar ættu þokkalega sterkar skdksveitir, einkanlega Lloyds bankinn, en starfsmaður hans er enski stórmeistarinn Spilman, en hvort hann keppir gegn islensku sveitinni er ekki vitað. Þá sagði Stefán ennfremur að 6 af þeim 8, sem eru i BUnaðar- bankasveitínni hafi teflt I lands- liðsflokki á Skákþingi tslands og vantar þó einn enn sem þar hefur keppt, Jón Kristinsson, en hann átti ekki heimangengt. A 1. borði iBUnaðarbankasveit- inni teflir Jóhann Hjartarson, fyrrverandi tsalndsmeistari, á 2. borði Bragi Kristjánsson, á 3. borði Leifur Jósteinsson, 4. borði Stefán Þormar, 5. borði Guðjón Jóhannsson, 6. borði Kristinn Bjarnason, 7. borði Björn Sigurösson og 8. borði Guðmund- ur Hrafn Thoroddsen. — S.dór Styrkþegar Menningarsjóös ásamt form. Menntamálaráðs. F.v.: Erlendur Jónsson, Sigrún Jónsdóttir, Jenna Jensdóttir, Einar Laxness, Þorgerður Ingólfsdóttir, Gunnar Reynir Sveinsson, Agnes Löve, Bryndís Pétursdóttir og Baldur óskarsson. Ljósm: gel Níu listamenn hlutu styrki úr Menningarsjóði Ekkert dekurbam ríkisvaldsins Sagði Einar Laxness form. Menntamálaráðs i ræðu sinni Menntamálaráð úthlutaði I gær dvalarstyrkjum til átta lista- manna, tveimur styrkjum til út- gáfu tónverka og tólf styrkjum til fræðimanna. t ræðu við afhend- ingu styrkjanna sagði Einar Laxness formaður Menntamála- ráðs að ráðið væri ekki neitt dekurbarn stjórnvalda, fjárveit- ingar hefðu dregist saman á und- anförnum árum, en það dygði ekki annað en að sinna þvi hlut- verki sem Menntamálaráði er ætiað. Menntamálaráð veitir ekki lengur styrki til kvikmyndagerö- ar, þar sem Kvikmyndasjóöur hefur tekiö viö þvi hlutverki. Dvalarstyrkir nema 7000 kr. hver og eru ætlaðir til kynnis- feröa eða til aö vinna að ákveðnu verkefni. Að þessu sinni hlutu þá: Agnes Löve pianóleikari til dvai- ar i Kaupmannahöfn og/eða Miinchen til að kynna sér undir- búnings- og kennslustarf fyrir óperuflutning, Baldur óskarsson til dvalar á Spáni til að vinna að ljóöaþýöingum, ’Bryndis Péturs- dóttir leikari til að kynna sér leik- list á Norðurlöndum, Einar Bragi rithöfundur til dvalar I Grænlandi og löndum Sama vegna ritstarfa og útgáfu verka sem tengjast þessum þjóðum, Erlendur Jóns- son rithöfundur til dvalar I Eng- landi og S-Evrópu vegna samningar ljóðabókar og leikrits, Jenna Jensdóttir rithöfundur til dvalar i Baltimore 1 Bandarfkjun- um til að ljúka undirbúningi aö ritverki um tvær vesturíslenskar konur, Sigrún Jónsdóttir myndlit- armaður til dvalar i Sviþjóð til að vinna að myndvefnaði um ævi Snorra Sturlusonar, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri til dvalar i Þýskalandi og Noregi til að kynna sér kórstarf og til að vinna að tón- listarsögulegum rannsóknum. Þá hlaut Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld 5000 kr. styrk til nótnaútgáfu tveggja laga- flokka og Islenska tónverkamiö- stööin fékk einnig 5000 kr. i sinn hlut til útgáfu á hljómplötu með verkum eftir.Jón Nordal. Fræðimennirnir sem hlutu styrki að upphæð 1000 kr. hver eru: Einar H. Einarsson Skammadalshóli, Eyjólfur Jóns- son Isafirði, Flosi Björnsson Kvi- skerjum, Guöbrandur Magnússon Siglufiröi, Guðmundur A. Finn- bogason Hvoli, Haraldur Jóhannsson Reykjavik, Indriði Indriðason Reykjavlk, Jón Gisla- son Reykjavik, Jón Guðmundsson Fjalli, Skúli Helgason Reykjavik, Þórður Jónsson Hveragerði og Þórður Tómasson Skógum. — ká M Sundnámskeið fyrir 6 ára böm (F. 74) X'*verður haldið i Sundlaug Kópavogs. Fyrsta námskeið hefst mánudaginn 25. mai. Innritað verður þriðjudaginn 19. mai kl. 13—15, Sundlaug Kópavogs Simi 41299. Rennismiður — Bifvélavirki Óskum að ráða hið fyrsta rennismið og bifvélavirkja til starfa i véladeild. Upplýsingar um störfin eru veittar i sima 21000. Vegagerð rikisins, Borgartúni 5, Reykjavík. Dagheimili — F orst öðumaður Staða forstöðumanns við Dagheimilið i Neskaupstað er laus til umsóknar nú þegar. Fóstrumenntun áskilin. Allar nánari upplýsingar gefur Svavar Stefánsson i sima 33726 i Reykjavik, laugardag 16. mai og sunnudag 17. mai. Félagsmálaráð Neskaupstaðar. Vonarland Egilsstöðum Vistheimilið fyrir þroskahefta að Vonar- landi Egilsstöðum tekur til starfa i byrj- un júni. Þeim foréldrum er hyggja á vist- un, langa eða stutta, fyrir barn sitt er bent á að umsóknareyðublöð liggja frammi á sveitarstjórnarskrifstofum, Fræðsluskrif- stofu Austurlands simi 4211 og á Vonar- landi i sima 1177 eða 1577. Vinsamlegast sendið siðan umsóknir svo fljótt sem auðið er til Vonarlands,Pósthólf 121 Egilsstöðum. Svæðisstjórn. •5- iii ' w C Z Vömskemma Skipaútgerðar rikisins Tilboð óskast i byggingu vörugeymsluhúss á Grófarbryggju i Reykjavik. Skemman, sem er um 48,5 x 50,9 ferm. að stærð, er byggð úr forsteyptum útveggjaein- ingum og forsteyptum burðarvikjum i þaki. Auk byggingar hússins, skal verktaki annast vatns-, skolp- og hitalagnir utanhúss, ásamt snjóbræðslukerfii gólfi hússins og kringum það, svo og malbikun utanhúss. Hluti skemmunnar skal vera tilbúinn til af- nota 1. okt. 1981, en verkinu skal að fullu lok- ið 15. nóv. 1981. útboðsgögn verða afhent i skrifstofu vorri gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, föstudaginn 5. júni 1981, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.