Þjóðviljinn - 15.05.1981, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.05.1981, Qupperneq 5
Föstudagur 15. mai 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Óeiröasvæöiö er skástrikaö Júgóslavía ári eftir fráfall Titos: Forsætisráöiö sem Tito skildi eftir: þeir kveöast óvissari Isinni sök án leiötogans. Efnahagsvandræði og þ j óðernav andamál 4ri eftir að Tito Júgó- slavfuforseti lést er um- ræða í landinu opnari og gagnrýnari en fyrr. En um leið sætir samloðun þessa balkanska ríkja- sambands nýjum próf- raunum bæði vegna erf- iðs efnahagsástands og ókyrrðar í sjálfstjórnar- héraðinu Kosovo# þar sem Albanir hafa borið fram kröfu um aukna sjálfstjórn. Um þaö leyti sem Tito lést i mai' I fyrra voru upp hafðar svartsjinar spásagnir um að engum tækist að fylla i það skarð sem hann mundi eftir sig skilja. Enn hefur þó allt gengið stóráfallalaust: það kerfi sam- virkar forystu með lögbundnum mannaskiptum i æðstu embætt- um sem hann skildi eftir sig hef- ur haldist. JUgóslavia er sem fyrr utan hernaðarblakka, rek- ur sjálfstæða utanrikisstefnu og byggir á efnahagskerfi sem kennt er við sjálfstjórn verka- Umræðan Jákvæðustu hliðar ástandsins eru taldar þær, að opinber um- ræða sé nU opnari og hreinskiln- ari en mögulegt var i tið Titos. Einstaklingar i hinni æðstu samvirku forystu eru gagn- rýndiropinskáttog blööinræða i hreinskilni um varðgæsluskyld- ur sínar i samfélaginu. Enþað ereinnig viðurkennt af hálfu forystumanna landsins, að án Titos séu þeir i nokkru hraki með sjálftraust og viðkvæmari bæði fyrir gagnrýni utan frá og svo andófi innanlands. Þessi viðkvæmni brýst öðru hvoru fram af nokkurri heift þegar eitthvað það kemur upp sem taliö er háskalegt einingu rikis- ins (eins og ókyrrð i Albana- héraðinu Kœovo) eða sjálfu hinu jUgóslavneska kerfi. Til dæmis var lagt bann fyrir nokkru viðUtkomunýs timarits, Javnost, sem menn vonuðu að yrði arftaki Praxis — gagnrýn- ins marxistatimarits, sem Tito bannaði árið 1975. Erfiðleikar Efnahagur landsins er erfið- ur: orkureikningar landsins hafa rokið upp úr öllu valdi og útflutningurinn á i verulegum erfiðleikum m.a. vegna þess að JUgóálavfa getur ekki, stöðu sinnar vegna, komist i mjög ná- in viðskiptafaðmlög hvorki við Efnahagsbandalagiö né COME- CON i Austur-Evrópu. 1 fyrra var „islensk” veröbólga i land- inu — hUn nam 39% og fyrstu fjöra mánuðiþessa árs nam hUn 46%. Rauntekjur rýrnuðu i, fyrra um 8%. Erlendar skuldir eru miklar. Aðgerðir gegn verð- bólgu eru hafnar, og miöa að þvi að koma verðbólgu niður i 32%. Það efnahagskerfi, sem bygg- ir á sjálfstæði og sjálfsábyrgð fyrirtækja og sjálfstjörn verka- manna er stöðugt til umræðu i landinu, og stöðugt i breytingu. Þar togast á tveir straumar annar hefur viljað dreifa hinu efnahagslega valdi sem mest. En sU dreifing, segja aörir, hef- ur ýmislegt neikvætt i för með sér, m.a. takmarkaða ábyrgð- artilfinningu og singirni ein- stakra lýövelda og héraða, sem haga sér eins og „Þjóðarhagur” komi þeim ekkert við. Við- brögðin við þessum hneigðum eru svo þau fyrst og fremst, að mæla meö aukinni miðstýringu. Ólga í Kosovo Efnahagsvandræðin eru þó smávægileg miðað við þá sprengingu sem atburöirnir i Kosovo i mars og byrjun april hafa valdið. Samkvæmt opin- berum heimildum kom þá til átaka sem kostuðu átta manns llfið, 75 manns særöust Ur hópi mótmælafólks, þar af fengu 55 skotsár, 127 lögregluþjónar slösuöust. Mótmælaaðgerðirnar i Kos- ovo voru barðar niður af hörku. A eftir voru gefnar Ut hvassyrt- ar yfirlýsingar um að „jUgó- slavneska byltingin yrði varin með öllum tiltækum ráðum” og það voru einnig bornar fram ásakanir um að bæði óvinir rikisins erlendis frá og innan þess hefðu tekið saman höndum * um „gagnbyltingartilraun”. Og kröfu þeirra Albana sem krefjast þess að Kosovo verði sérstakt lýðveldi innan JUgó- slaviu var eindregið visað á bug. Hin pólitiska forysta lands- ins er bersýnilega smeyk viö að þetta verði fyrsta skrefið i þá átt að Kosovo sameinaðist Albaniu sjálfri. Misjöfn þróun 80% af 1.6 miljónum ibUa Kos- ovo eru Albanir. Héraðið hefur nU sjálfstjórn nokkra innan Serbiu og i ýmsum greinum svipaðan rétt i reynd og væri það eitt af hinum sex lýðveldum sem rikið mynda. Ókyrrðin þar stafar af þvi, að i Kosovo eru lifskjör lökust i landinu, enda þótt verulegum upphæöum hafi verið veitt til héraðsins, ekki sist til að bæta menntunar- ástandið. En fjárfestingar þar hafa um margt veriö misráðn- ar, þar er atvinnuleysi mest i landinu, og þaðan hefur komiö skýrast fram sú pólitiska heift sem sprettur af mjög misjafnri þróun einstakra hluta JUgó- slaviu. Lýðveldin nyrst, einkum ’ Slóvenía og Króatia, hafa betri lifskjör og betri möguleika á að afla sér gjaldeyristekna en t.d. Kosovo og svo Makedónia. Og hér kemur enn upp spurningin um „sérgæsku” einstakra landshluta og þjóða sem landið byggja: það hefur ekki verið nóg að gert til að jafna hlut- skipti landsmanna, enda þótt vissar upphæðir séu teknar af veltu allra fyrirtækja, i sam- stööusjóö svonefndan sem variö er til þróunaraðstoðar syðst i rikinu. Astandið I Kosovo er enn ótryggt — a.m.k. er það enn lok- að Utlendingum nema i neyðar- tilvikum. AB tók saman. I ■ I ■ I ■ I ■ I i I i ■ I ■ I ■ I ■ I j i i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I j i ■ I i Það átti að setja MX-kerfið niður í Utah: Mormónakirkjan hafnar kjarnorkueldflaugum Mormónakirkjan bandariska, sem Eirikur á Brúnum lét heillast af á sinum tima, hefur sent frá sér haröa gagnrýni á áform um aðstaösetja 200 nýjar langdrægar eldflaugar i rikjunum Nevada og Utah. Vera má aö yfirlýsing kirkjunnar komi i veg fyrir fram- kvæmd þeirrar áætlunar, a.m.k. eins og hún litur út nú. 1 yfirlýsingu frá stjórn kirkjunnar segir, að eldflauga- áætlun sé „afneitun á sjálfum kjarnanum” i þeim boðskap fagnaðarerindisins sem segir: „Frið öllum mönnum”. Æðsti maður kirkjunnar mormónsku segir það háðulegt, að mormónar, sem flúðu vestur á bóginn á 19. öld til að „koma á fót bækistöð þaðan sem þeir gætu fram borið friðarboðskap fagnaðarerindisins” skuli nú verða fyrir þvi, að þeirra Sions- borg i U tah skuli gert aö bækistöð fyrir vopnakerfi „sem geta tor- timt miklu af siðmenningu heimsins”. Vopn eru notuð Kimball skrifar, að heimurinn sé nú i „skelfilegu vigbúnaðar- kapphlaupi” sem verði að stöðva. „Við hörmum sérstaklega upp- Níræður í dag Björn Grímsson Niræður er i dag Björn Grims- son. Hann fæddist þann 15. mai árið 1891 i Héðinsfirði og ólst þar upp til unglingsára. Björn giftist Soffiu Lilliendahl og þau eignuð- ust 8 börn og eru sjö þeirra enn á lifi. Soffia lést árið 1975. Nitiu ár eru löng mannsævi og Björn hefur fylgt þjóð sinni fram um veg, frá fátæku bændaþjóð- félagi til nUtimans. Ungur lærði hann að þekkja og virða vinnu, fór óharðnaður unglingur á hákarlaveiðar en sneri aftur fullorðinn og þess albUinn að tak- ast á við harða lifsbaráttu þess tima. Með aðsjá eldri bróður sins Grims brausthann til mennta og lauk.námi i Verslunarskólanum hér syðra. Siðar kenndi hann mörgum manninum fyrir gagn- fræöaskólapróf norður á Akureyri þar sem hann bjó og ófáir voru þeir sem bjuggu að kennslu hans þegar fram i sótti. En Björn kenndi fleira en bókfell skóla- kerfisins. Hann kynntist hugsjón- um sósialismans á unga aldri og miðlaði fUs af þeirri þekkingu sinni. Hann sneri sér af alefli að baráttu hins vinnandi mUgs fyrir réttlæti og bættum kjörum og þegar Verkalýðshreyfingin á Norðurlandi skipaðist i sveit, var Björn framarlega i flokki. Hann sat stofnþing KommUnistaflokks íslands árið 1930 og starfaði fyrir manngildishugsjón sósialismans meðan fána hennar var haldið á lofti. Björn Grimsson hefur aldrei svikið hugsjón sina, hins vegar má vera að hugsjónin hafi svikið hann. Og þeir sem þátt tóku i stéttaátökum fjórða áratugarins norður á Akureyri, hvort heldur var Novu-deilan eða önnur átök, þekkja manninn likast til betur en sá sem þetta skrifar. Björn er ern og lætur sig ekki muna um að ganga ofan af Hrafn- istu, þar sem hann býr, til þess að fá sér sundsprett árla á morgn- ana I Laugardalslaugunum. Hann fékk ungur áhuga á iþróttum og glimdi vel þegar þvi var að skipta. Hann aðhylltist heilsu- fræði og heilsurækt snemma og Ekki héldu feöur okkar yfir eyöi- merkur i ieit aö griöastaö til þessa.... söfnun mikilla birgða af kjar- orkuvppnum. Sagan sýnir að þakkar þvi sjálfur, hversu and- legt og likamlegt atgervi hefur enst honum. Þeir eru fáir sem glima jafnsterklega við elli kerl- ingu og Björn Grimsson. Bimi óska ég til hamingju með þennan merkisdag i lífi hans og þar veit ég að margir taka undir. Kristján Guðlaugsson sjaldan hafa menn skapað vopn án þess að þau væru notuö.” Hver hinna 200 MX-eldflauga, sem mormónar vilja ekki, býr yf- ir meiri sprengikrafti en leystur var úr læðingi af öllum þeim sprengjum sem notaðar voru i seinni heimsstyrjöldinni og Kóreustriðinu. Eldflaugum þess- um á sifellt að aka á milli 4600 skotpalla svo að Sovétmenn viti aldrei hvar eldflaugarnar eru. Kerfi þetta mun taka stór svæði á strjálbyggðum en fögrum sveit- um Utah og Nevada. Kirkjan kveðst hafa áhyggjur af samsöfnun eldflauga á tiltölu- lega litlu svæði i Vestur-fylkjun- um. Og Mormónar segjast sama sinnis ef að eitthvað svipað gerð- ist á öðrum stöðum i Banda- rikjunum. Kirkjan biður leiðtoga þjóðar- innarað virkja snilli hennar til að finna aðra skynsamlega kosti til varnar gegn árás þvi hún hafi „alvarlegustu áhyggjur af áleitn- um siðferðisvandamálum sem tengdar eru mögulegri atóm- styrjöld”. Orð guð. Mormónar lita svo á, að um- mæli leiðtoga kirkjunnar séu inn- blásin af guði. Kirkjan á sér 4,7 miljónir áhangenda, þeir eru i meirihluta i Utah og hafa úrslita- áhrif um stjórnmál i fyrrgreind- um, rikjum tveim, sem venjulega eru talin mjög ihaldssöm. Það er búist við þvi að stjórn Reagans le<* gi i júll fram áætlanir sinar ura framtið MX-eldflauga- kerfisins. Oasper Weinberger varnan á i.aðheira hefur lýst áhyggjum sinum yfir afstöðu mormóna og segir á þá leið, að einhversstaðar verði vondir að vera. MX-eldílaugarnar séu óhjá- kvæmileg nauðsyn. Sumir frétta- flytjendur hafa stungið upp á þvi, að svo kunni að fara að MX-eld- flaugunum verði komið fyrir i kafbátum. (Info.DN).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.