Þjóðviljinn - 24.04.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Page 2
2 SÍDA — ÞJODVILJINN Helgin 24.-25. april 1982 skammtur Af míní-iönvœöingu Ég hef breyst talsvert við það að verða ríkur maður. Stundum, einkum uppá síðkastið, eftir að ég komst í álnir, eða — eins og það er kallað — ,,óx f iskur um hrygg", sest ég niður og verð meira en lítið frjálshyggjulegur í framan. Ég hef einhvern veginn, með aukinni auð- sæld, einsog öðlast nýjan og betri skilning á ýmsum hagfræði- og velferðarhugtökum, sem áður voru að velkjast fyrir mér, án þess að komast á þurrt. Frjáls verslun, frjáls hugsun, frelsi hins hæfa til að nýta sér þá náttúruauðlind, sem kölluð hefur verið markaðslögmál, frelsi til orðs og æðis og raunar frjálshyggjuna alla, eins og hún leggur sig, skil ég betur og betur eftir því sem sjóðir mínir gildna og auka- stöfum fjölgar í bankabókum, vaxtaauka- reikningum og verðtryggðum spariskír- teinum. Við það að safna auði hefur mér aukist hyggjuvit til muna, og þess vegna leyf i ég mér að setja hér fram nýja kenningu sem vissu- lega kollvarpar annarri eldri, en hún er sú að ríkidæmi náist ekki með hyggjuviti, heldur hyggjuvit með ríkidæmi. Ein er hagfræðileg grundvallarregla okkar frjálshyggjumanna, að fyrirtæki eigi ekki að reka með halla. Rekstri slíkra f yrirtækja á að hætta og hefja ,,athafnir" á öðrum sviðum. Samkvæmt kenningum okkar frjálshyggju- manna eiga aðalatvinnuvegir okkar íslend- inga ekki lengur rétt á sér. Sjávarútvegur og fiskvinnsla hafa um árabil verið rekin með miklu tapi, að ekki sé nú talað um landbúnað- inn. Frá hagræði og hagfræðilegu sjónarmiði eru þessar óarðbæru atvinnugreinar því ótímabærar í íslensku ef nahagslíf i. Sama má raunar segja um flest það annað sem íslend- ingar leggja stund á. Allt er rekið með dúndr- andi tapi, nema kannske sprúttsala og ætti því, eðli málsins samkvæmt, að leggja aukna áherslu á þá grein íslensks athafnalífs. Arð- bær umsvif. Við frjálshyggjumenn höfum bæði á þingi sem og prívat litið hýru auga margskonar hugmyndir um lítil og snotur iðjuver, sem dreift yrði um landsbyggðina. Staðsetning þessara pínu- eða míní- iðjuvera fer oftast eftir því hvaðan ráðamenn þjóðarinnar eru ættaðir. Að undangenginni umfangsmikilli rannsókn á staðháttum, með velferðar- og hagkvæmnisjónarmið að leiðarljósi er þess- um óskaforretningum dreifbýlisins jafnan valinn staður. Samgöngusjónarmið eru tekin inní dæmiðog jarðf ræðilegar, landfræðilegar, vatns- og vindfræðilegar vettvangskannanir gerðar, en þegar ákvörðun er endanlega 1 tekin er sá þáttur hinna vísindalegu rannsókna jafnan þyngstur á metunum, hvort vissir al- þingismenn séu af Baulukolla-eða Bulluvalla- ætt, Guðlaugsstaða- eða Hallormsstaðakyni. Eitt er sameiginlegt öllum þessum óskapínuverum. Þau eru ótrúlega arðbær, hagkvæm fyrir þjóðarbúið, lóð á vogarskál byggðajafnvægisins ó-mengunarvaldandi, at- vinnuaukandi, lyftistöng í héraðinu og eins og segir um sykurverksmiðjuna ,,geysilega hag- kvæm fyrir þjóðfélagið". Hvort sem þessar verksmiðjur heita stálver, steinullarverksmiðjur, ylræktarver, þang- verksmiðjur, saltverksmiðjur, leirverk- smiðjur, járnblendiverksmiðjur, sveppaver eða sílíkónverksmiðjur eiga þessi þjóðþrifa- fyrirtæki það sammerkt, að vera öll stór- gróðafyrirtæki. Það er að segja, og vel að merkja, á meðan þau eru enn aðeins hugar- fóstur okkar frjálshyggjumanna. Þess vegna hefur mörgum hugsandi íslend- íngi meira en dottið í hug að halda íslenskum miní- verksmiðjurekstri sem allra lengst á því stigi sem hann skilar mestum arði; sem sagt á pappírnum. Svo sykurverksmiðjan sé tekin sem dæmi, þá hef ur hún hingað til verið ótrúlega arðbær, enda enn rekin í heilasellum dreifbýlismanna með brennandi áhuga á hvítasykursfram- leiðslu. Arðbæran rekstur sykurverksmiðjunnar mun íslenskt einkaf ramtak tryggja með eftir- farandi hætti: 1. islendingar kaupa af finnum illvinnslu- hæfan úrgangsmassa (melössu) sem ekki svarar kostnaði að f ullvinna í Finnlandi, fyrir krónu kílóið. Úr þessum óvinnsluhæfa úr- gangsmassa framleiðir svo þetta einkafram- tak, Sykurverksmiðjan, hvítasykur handa landsmönnum. Úrgangurinn, sem kemur úr þessari framleiðslu, verður enn óvinnslu- hæfari en sá fyrri og verður þessvegna seld- ur bændum á túkall kílóið til að fóðra með því búfénað, svo hægt verði síðan að selja kjötið af ferfætlingunum til Noregs fyrir eina og fimmtíu kílóið. 2. Einkaf ramtakið sér til þess að hið opinbera tryggi sér eignaraðild að þeim helmingi verk- smiðjunnar, sem stendur straum af rekstrar- halla fyrirtækisins í framtíðinni. 3. Hið opinbera gefur eftir alla tolla og gjöld af vélum og búnaði til verksmiðjunnar. 4. Hið opinbera sér til þess, að orka til verk- smiðjunnar fáist fyrir lítið. 5. Hiðopinbera sjái til þess, að annar sykur en framleiðsla verksmiðjunnar verði ekki til í landinu og að verðið á þessari innlendu fram- leiðslu verði jafnan helmingi hærra en heims- markaðsverð. 6. Að hin séríslenska verkaskipting einka- framtaks og frjálshyggju annars vegar og hins opinbera hins vegai; verði lögð til grund- vallar. Nefnilega að heimamenn fái að ráð- stafa ágóðanum, en hið opinbera taki að sér tapið. Með þessum hætti hefur Sykurverksmiðjan verið rekin um hríð á pappírnum og lofar þessi tilraunarekstur góðu. Enda segir í vísunni: Til okkar mun ganga gróði gull bæði og skuldir safnast, með raungóðum rikissjóði rekstrarhallinn svo jafnast. sHráargatið Skoðanakönnun Dagblaðsins hefur veriö all um- deild allt frá upphafi og hafa sumir haldiö þvi fram aö þar sé óhreint mjöl i pokahorni. I gær hringdi maöur til Þjóöviljans og skýröi frá þvi aö fjórum sinnum i röö hafi verið hringt I sig frá skoðanakönnun Dagblaðsins. Ef um hlutlaust ilrtak þeirra sem spuröir eru, væri aö ræöa, þá gæti slikt varla gerst. Tilviljun gæti það verið ef tvisvar væri hringt en ekki fjórum sinnum. Hann sagöist hafa sagt stUlk- unni sem hringdi í hann á dög- unum aö þetta væri i 4. sinn i röð sem hringt væri i sig vegna skoðanakönnunar Dagblaðsins og þá skellti stúlkan á, án þess að segja meira. Þess má geta til fróöleiks að Hörður Einarsson, einn af forkólfum Sjálfstæðis- flokksins annast úrvinnsluna i þeim skoöanakönnunum, sem Dagblaðið efnir til. Ekki hefur farið hátt um nýja siðdegisblaðið sem Sóleyjar- samtökin stofnuðu með pomp og pragtí vetur. Það mun þó koma út ennþá. Skráargatið rakst á eitt eintak fyrir skömmu og hófst leiðarinn á þessa leið: „Náföl með skjálfta i hnjám og sorta I augum horfum viö al- múgafólk í hæfilegri fjarlægð á hrikalegan bardaga forystu- manna okkar viö hinn eldspú- andi verðbólgudreka. Samhuga eigum við aö standa og slá um óvætt þennan varnarhring meðan hinir hugdjörfu riddarar okkar þeysa fram á skjóttri stjórnarbykkjunni i hverri at- lögunni eftir annarri með hin margreyndu vopn tii að freista þess aö skera Ur skrimslinu eld- túnguna.” Siðar i leiðaranum er svo talað um ,,kommúnista- bykkjuna” sem sé „komin á fulla ferö i hringleikahUsi stjórnmálanna” og „forystu- menn launþega sem sitja i gull- skreyttri. áhorfendastUkunni” og að hádialektiskum aðferðum sé stiiðugt beitt til að viðhalda leiknum. Já, svona á að skrifa leiðara. Mikið húllumhæ hefur verið i' kringum áttræðisafmæli Halldórs Lax- ness sem vonlegt er. Enn er þó fólk sem ekki er alls kostar sátt við Nóbelsskáldiö af ýmsum or- sökum. Þessa visu sendi S i skráargatið: Það vill henda marga menn aö missa linuvirinn en gaman væri ef gerðust enn gersku ævintýrin „ Varið ykkur á felensku almanökun- um” hét grein f siðasta Frétta- bréfi Verkfræðingafélagsins. Þar segir að tölusetning á vik- um i flestum islenskum almanökum sé röng og það sé afleitur fingurbrjótur sem valdi góðum mönnum hugarangrien i viðskiptum og gagnavinnslu sé afar áriðandi aö atriöum sem þessum sé ekki klúðrað. Sam- kvæmt alþjóölegum staðli hefst vika á mánudegi og endar á sunnudegi, en fyrst vika ársins er sú sem hefur fyrsta fimmtu- dag ársins. Fyrsta vika ársins hófst skv. þessu mánudaginn 4. janúar en 1.-3. janúar tilheyrðu 53. viku ársins 1981 Misjafnlega velteksttil að þýða og búa til is- lensk orö I nýjum tæknigreinum enda eru menn misjafnlega vel á verði. Alkunna er t.d. hversu vel hefur til tekist að islenska orð i rafmagnsfræöum. Skráar- gatið rakstá ti'maritið Tölvumái sem út kom fyrir skemmstu og þar kemur fram að Skýrslu- tæknifélag tslands hefur á si'n- um snærum oröanefnd og er Sigrún Helgadöttir tölvu- fræðingur formaður hennar. Segir I ti'maritinu að nefndin hafi lokiö undirbúningi fyrir tæknivinnu i' sambandi við oröa- safn erhefur aðgeyma 1000 orö. Stjórn félagsins telur að útgáfa þessa orðasafns sé brýn nauðsyn og algert forgangs- verkefni. Þess skai að lokum getið til gamans að téð Sigrún er dóttir hins kunna islensku- fræðings, Helga J. Halldórsson- ar. Mikil vandræði steðja nú að fylgis- mönnum Aiberts (og Gunnars) i komandi borgarst jórnar- kosningum. Þeir eru stjórnar- sinnaraðsjálfsögðu og sjá fram á aö verða að kjdsa Albert I gegnum Davið og aöra stjórnar- andstæöinga. Þeir Ieita nú leiða út úr vandræðunum, þykjast sjá að Albert nái örugglega kosningu og eru að bræða það með sér hvort þeir eigi heldur aðskila auðu eða kjósa kvenna- framboðið Framkvæmda- stjóri Varðar og fulltrúaráðs Sjálf- stæöisflokksins, Sveinn H. Skúlason hefur nú sagt starfi sinu lausu. Astæðan er sú að hann treystir sér ekki lengur til að starfa fyrir þessi samtök þar sem morgunskipunin er til fjalls en kvöldskipunin til fjöru. Fri- múrararnir I Verslunarmanna- félagi Reykjavikur hafa ráöið Svein til starfa og byrjar hann þar eftir kosningar. Sveinn R. Eyjólfsson blaðasamninga- maður og eigandi Videósóns var nýlega staddur á Akureyri ásamt töskubera sfnum, Bene- dikt Jónssyni (framkvæmda- stjóra úrvals). Þar sem þeir sátu uppi á hótelherbergi sagði Sveinn: „Benni minn, skrepptu út og kauptu blað”. Benni hleypur út og kemur aftur eftir drykklanga stund svo segjandi: Sveinn minn, Dagur er ekki til sölu en það er hægt að fá ís- lending fyrir slikk”, Kóreanskt veitingahús mun veröa opnað að Skólavörðusti'g 20 f sumar en þar var áður Bókavarðan til húsa. Þeir sem standa að þess- um stað eru Guöjón Gestsson, sem áður ók sendibil á Sendi- bilastöðinni, og kóreanskur félagi hans. Skrinan á Lauga- vegi, sem hefur á boðstólum kinverskan mat, hefur mælst vel fyrir og þetta nýja hús verður örugglega boðið velkom- ið I flóru reykviskra veitinga- húsa. Erlendis er ekki talin borg meö borgum nema þar séu austurlenskir matsölustaðir og nú er Reykjavik greinilega að bætast i þann hóp.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.