Þjóðviljinn - 24.04.1982, Qupperneq 27

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Qupperneq 27
Helgin 24.-25. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31 Dagvistarheimilið Kópasteinn: Ný deild opnuð í gær Ný deild var opnuft við dagvist- unarheimilið Kópastein i Kópa- vogi i gær. Snorri S. Konráðsson formaður Félagsmálaráðs Kópa- vogs afhenti hið nýja húsnæði starfsfólki heimilisins og tók á móti húsnæðinu fyrir þess hönd, Hciðrún Sverrisdóttir forstöðu- maður Kópasteins. Hið nýja heimili er 174 fermetr- ar að stærð en i kjallara er að- staða fyrir starfsemi að auki. I nýju deildinni verða 17 börn á aldrinum l-3ja ára. Húsið teiknaði Bárður Daniels- sin, en eldri hluti þess var tekinn i notkun 1964. Byggingameistari nýju deildarinnar var Axel Ström. Snorri S. Konráðsson formaður Félagsmálaráðs Kópavogs opnar hina n —eik. ýju deild Kópasteins. Ljósm Svavar Gestsson á alþingi í gær: Áhersla hefur verið lögð á félagslegar íbúðabyggingar — i húsnæðismálum hef- ur verið reynt að koma til móts við þarfir láglauna- fólks með því að styrkja félagslegar ibúðarbygg- ingar verkamannabústað- anna, sagði Svavar Gests- son á alþingi í gærkveldi þegar hann mælti fyrir frumvarpinu um Hús- næðismálastofnunina sem sagt hefur verið frá i blað- inu. Byggingarsjóður rikisins hefði ekki styrkst jafn mikið og bygg- ingarsjóður verkamanna, þó út- lánageta sjóðsins væri svipuð og áöur. Það þyrfti að breyta hinu almenna lánakerfi meö þvl að tengja saman opinberu sjóðina, lifeyrissjóðina og bankakerfið og létta þannig undir með fólki. Svavar Gestsson Rikisstjórnin hefði hins vegar ekki pólitiskt afl til að breyta kerfinu og það væri i þvi sam- bandi umhugsunarefni að þeir menn sem geipuðu á alþingi um að fjármagn til byggingarsjóð- anna væri of litið, treystu sér ekki til þess að styðja frumvarp um skyldusparnað sem væri þó ekki nema lagður á 5% framtelj- enda. Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra kom viöa við i húsnæðis- málunum á alþingi i gær. A 15 ára timabili frá 1965 til 1980 hefðu verið fullgerðar 30.376 ibúðir og það hlyti að vera sérstakt um- hugsunarefni hve hratt væri byggt. Þá sagði Svavar að ýmis- legt hefði breyst i tekjuöflun og úthlutunarkerfi Húsnæðismála- stofnunar (Byggingarsjóður rikisins). Þannig hefðu t.d. inn- heimst 40 miljónum króna minni upphæð að ráungildi árið 1981 en á árinu 1979 i skyldusparnaöi ung- menna. Nú færi það einnig i vöxt að lánað er til eldri ibúða. A árinu 1976 var veitt lán til 783 eldri ibúða en á árinu 1981 til 2183 eldri ibúöa. Þannig heföi áherslan færst til i lánakerfinu. Það þyrfti ýmislegt að gera i húsnæðismál- um og yrðu þingmenn að sýna vilja sinn i verki þegar verið væri að tryggja fjármagn til bygg- ingarsjóðanna. Þvert á við Morgunblaðsáróðurinn og mál- flutning Sjálfstæðisflokksins væri staðreyndin sú að lán til ibúða- bygginga hefðu annað hvort stað- ið i stað eða hækkað. Þau hefðu hækkað til félagslegra ibúða og stórra fjölskyldna, lán hefðu auk- ist til eldri ibúða, og fyrirgreiðsla hins opinbera hefði aukist frekar en hitt siðustu árin. En ýmislegt hefði gert fólki erfiðara fyrir um ibúðakaup undanfarin ár, t.d. verðtrygging allra lána. Það þyrfti þvi ýmislegt aö gera til að tryggja fólki húsnæði og vonaðist hann til að þingmenn stjórnar- andstöðunnar hefðu þrek til þess að taka þátt i breytingum á kerf- inu. Lárus Jónssonog Kjartan Jó- hannssonvoru til andsvara fyrir stjórnarandstöðuna og kom ekkert nýtt fram i máli þeirra. En i máli Guðmundar Bjarna- sonar (Framsókn) kom fram stuðningur viö nauðsyn þess að félagslegar ibúðabyggingar væru efldar — vegna þeirra breytinga sem hefðu orðið á lánakjörum að undanförnu. -bg- Fjölmenni hjá skátum Mikið fjölmenni var á skemmtun skátanna í Elliðaárhólma á Sumar- daginn fyrsta. Veöur var þó fremur slæmt og gekk á meö éljum og rigningarslyddu. Þá var einnig fjölmennt á hátiðarhöldum i Kópavogi, : Laugarnesi og viðar, þrátt fyrir veðrið. / Svanlaug Arnadóttir formaður Hjúkrunarfélagsins „Ekkert farið að ræða við okkur” — Við vorum alls ekki ánægð með úrskurð kjara- nefndar og því standa upp- sagnir okkar sem áður. Á ríkisspítölunum taka þær gildi 15. maí n.k. og hjá iborginni 1. júní, sagði Svanlaug Árnadóttir for- ^maður Hjúkrunarfélags íslands, er hún var spurð um stöðu kjaramáia hjúkr- unarf ræðinga. „Það er ekkert farið að ræða við okkur, og er það ekki vaninn að draga allt fram á siðustu stundu. Hjúkrunarfræðingar fóru fram á i kröfum sinum að byrj- unarlaun færu úr 11. flokki i þann 16., en kjaranefnd úrskurðaði þeim 13. launaflokk. Ég ætla að vona að við þurfum ekki að gripa til þess neyðarúr- ræðis að ganga út af sjúkrastofn- unum, til að framfylgja okkar kröfum, en ef svo verður, þá mun að sjálfsögðu verða skipulögð sérstök neyðarþjónusta á sjúkra- húsunum. Hitt má lika gjarna koma fram, að við i Hjúkrunar- félaginu erum alls ekkert orðin þreytt i þessari kjarabaráttu”, sagði Svanlaug að lokum. — lg- Fanga- verðir óánægðir Stjórn Fangavarðafélags íslands lýsir vonbrigðum sinum með úrskurð kjaranefndar og þó sér i lagi með að þeir lægst laun- uöu skyldu ekki fá neinar kjara- bætur. Tclur stjórnin að kjara- nefnd hafi gjörsamlega litiö fram hjá grundval la rf orsendum nýgerðs kjarasamnings og jafn- framt hundsaö niðurstöður rannsóknar cr fram fór á vegum ■ kjararannsóknanefndar. Sigurður Harðarson um nákvæma jarðfræðirannsókn á Rauðavatnssvæðinu „Við vitum hvað við höfum í höndumim” — Það er nauðsynlegt að vita sem mest um það land sem til stendur að byggja á, og þessi jarðfræöikönnun á Rauðavatns- svæðinu og aðrar athuganir þar, eru nákvæmustu úttektir sem hingað til hafa þekkst varðandi undirbúning nýrra byggingar- svæða”, sagði Sigurður Harðar- son formaður Skipulagsnefndar Reykjavikurborgar, er hann var spurður um gildi þeirrar jarð- fræðiathugunar sem gerö hefur vcrið á jarðsprungum á framtið- arbyggingarsvæði borgarinnar við Rauðavatn. — Það er engin ný vitneskja að það séu sprungur við Rauðavatn, en þessi athugun var gerð fyrst og fremst til að geta hagað nánara skipulagi á svæðinu með tilliti til þeirra, þ.e. mannvirkjagerð, lögnum og vegagerö. Með þessum rannsóknum vit- um við hvað við höfum i höndun- um, en það er ansi mikið meira, en þeir sem stjórnuðu uppbygg- ingu i Selás og Breiðholti þar sem meira og minna er byggt ofan á gapandi sprungum. Við skulum lika gera okkur grein fyrir þvi, að Suðurlands- vegurinn liggur yfir 6 sprungur og 2 misgengi, án þess að sjáist aö það hafi komið að sök. Hvað þá með heilu byggöarlögin á Suður- nesjum, eins og Grindavik og Voga, sem.eru byggð á miklum sprungusvæðum”, sagði Sigurö- ur. Hann sagði ennfremur aö i um- ræddri jarðfræðiathugun við Rauðavatn hefði svæðið veriö ná- kvæmlega kembt og allar smæstu sprungur týndar til. „Við skulum gera okkur grein fyrir þvi að slik athugun hefur hvergi verið gerö áður i byggingarlandi Reykjavik- ur og það er enginn vafi á aö sprungur myndu finnast miklu viðar, bæöi i Selási, Breiðholti og Sigurður Harðarson á öðrum hugsanlegum bygging- arsvæöum, auk þeirra sem þegar er vitað um. Við Alþýðubandalagsmenn telj- um flugvallarsvæöið hins vegar álitlegasta byggingarsvæðið i næstu framtið. Grafarvogurinn er ekki i eigu borgarinnar og þvi er Ruðavatnssvæðið sá kostur sem valinn hefur verið, og menn sam- mála um ágæti þessa staðar. Allt tal um að niðurstöður þess- arar jaröfræðikönnunar færði heim sanninn um að svæðiö væri óbyggilegt, væri tóm vitleysa. „Við höfum ekkert til að bera saman við þessar upplýsingar, þvi önnur eins nákvæm rannsókn á fyrirhuguðu byggingarlandi hefur aldrei verið gerð áður, og þær upplýsingar sem fengust eru engin nýr sannleikur, heldur upp- lýsingar um hvernig best sé aö hafa skipulagningu á svæðinu”, sagði Sigurður að lokum. -lg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.