Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1982, Blaðsíða 3
Helgin 24.-25. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fullyröingar um lækkun lána til íbúöabygginga eru tilhæfulaus áróöur Fjár er þörf til nýrra lánaflokka Frumvarp ríkisstjórnar- innar um skyldusparnað á hátekjur, til fjáröflunar fyrir Byggingasjóð ríkisins hefur orðið tilefni til mikilla umræðna um lán- veitingar til húsnæðismála og aðstöðu þeirra sem nú eru að byggja og kaupa íbúðir. Af því tilef ni sneri blaðið sér til Ólafs Jónssonar for- manns húsnæðismála- stjórnar og spurði um álit hans á þessu f rumvarpi. — Vegna umræöna um þessi mál vil ég fyrst taka fram aö lán til húsnæðismála hafa til þessa verið veitt I fullu samræmi við veniur undanfarinna ára og hafa aldrei veriö hærra hlutfall af byggingarkostnaöi ibúðar i svo- nefndu visitöluhúsi en á siðast- liðnu ári. Nú hækka lánin árs- fjórðungslega i fullu samræmi við hækkun vísitölu byggingarkostn- aðar og FYLGJA þvi verðlaginu en áöur hækkuðu þau aðeins um áramót. Allar fullyrðingar um lækkun lána til ibúðarbygginga er þvi tilhæfulaus áróöur. Nýir lánaflokkar Það hefur tekist á árinu 1981 að halda uppi óbreyttum lánveiting- um i hinu almenna lánakerfi þó að á sama tima hafi fjármagn til verkamannabústaða veriö aukið úr 20 miljónum 1980 i 112 miljónir á árinu 1981, og er nú áætlað 242 miljónir á þessu ári. Nýju lögin um Húsnæðisstofnun rikisins koma nú að fullu til framkvæmda á þessu ári og þvi þarf aö sinna meira en áður nýjum lánaflokk- um, til dvalarheimila aldraðra, til endurbyggingar á eidra hús- næði og til orkusparandi endur- bóta á eldra húsnæði. Nú reynir þvi að fuilu á fjárþörf Byggingar- sjóðs rikisins og eru þvi tekjur af skyldusparnaði nauðsynlegar og óhjákvæmilegar ef húsnæðis- málastjórn ætlar að framkvæma lögin eins og til þeirra var stofn- aö. Til viöbótar allri þessari fjár- þörf er nú mikið rætt um nauðsyn þess að hækka verulega lán til þeirra sem eru að kaupa sina fyrstu ibúð. Ólafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar: Trúi því ekki fyrr en ég tek á þvi, að Alþýðu- Hokkurinn felli frumvarp um skyldusparnað á hátekjur til hús- næöismála Viö skuldum hinum ungu — Ef ég ætti að telja fram önnur rök fyrir réttmæti skyldusparn- aðar til húsnæðismála, þá eru þau svo sterk að frumvarpið eins og það liggur nú fyrir Alþingi stend- ur varla fyrir þeim. Við sem byggöum okkar ibúöir áður en verötrygging lána var tekin upp, Við sem byggðum fyrir verð- tryggingu lána skuldum þjóðfélaginu mikla fjármuni búum við allt önnur lifskjör i landinu en þeir sem nú eru að byggja eða kaupa ibúðir. Verð- bólgan hefur afskrifað okkar lán og viö skuldum þvi þjóðfélaginu mikla fjármuni. Viö megum þvi ekki kvarta þó að á okkur sé lagö- ur hóflegur skyldusparnaður eða skattar. — Telur þú að frumvarpiö um skyidusparnað verði samþvkkt? — Ég tel góðar horfur á þvi. Ég hef aldrei efast um hollustu Sjálf- stæðisflokksins viö hátekjumenn en ég trúi þvi ekki fyrr en ég sé það i nafnakalli að Alþýðuflokk- urinn felli frumvarp um hóflegan skyldusparnað á hátekjur, þegar fyrir liggur að sparnaðinum á að verja til húsnæðismála. —ekh. íslensk framleiðsla á erlendum hljómplötum staðreywi Fyrir ári síðan hófum við framleiðslu á erlendum hljómplötum á íslandi. Þessi framleiðsla sýndi ocj sannaði að henni fylcjdu marcjir kostir. í fyrsta lacji í lækkuðu verði ogr þeirri staðreynd að þær eru stöðucjt fáanlecjar í hljómplötuverslunum. Síðast en ekki síst ber að nefna að nú petum við boðið uppá hljómplötur sem eru á hraðri leið upp vinsældarlista erlendis. Þær fjórar plötur sem hér eru kynntar eru dæmi um það. Fun Boy 3 Vafalaust eru Fun Boy 3 ein athyglisverðasta hljómsveit sem fram kom á síðasta ári. Smjör- þefinn af sérstæðum stíl þeirra fengum við að kynnast i iaginu “The Lunatics (have taken over the Asylum)“ og nú með laginu “It aint what you do (It’s the way that you doit) Fun Boy 3 er hljómplata sem hefur að geyma þessi tvö frábæru lög og 9 önnur í sama klassa. Mike Oldfield Plata Mike Oldfield ernú i3. sæti íslenska vins ældarlistans og 7. sætiþess enska. Sérstaklega er þó lagið “Five Miles Out" vinsælt hér sem armarsstaðar. Tvímælalaust langbesta plata Mike Oldfield í langan tíma. Jona Lewie Það hefur tekið hann 3 ár að fullgera þessa plötu. Árangurirm er óvenjuleg og bráð- skemmtilegplata sem inniheldur m.a. hið feiki- vinsæla laghans “Stop the Cavalry" ogfleirílög íþeim dúr, t.d. lagið “Ithinkl'llgetMyHaircut" sem örugglega verður ekki síður vinsælt. HueyLewis & The News Huey Lewis og hljómsveit hans tilheyra þeim hópi hljómsveita sem skyndilega skjóta upp kollinum og sigla beint á toppinn. Lagið “Do .You believe in Love “ hefur nú tekið stefnuna á topp bandaríska vinsældarlistans og er örugg- lega bara hið fyrsta afmöigum góðum lögum þessarar plötu, sem á eftir að njóta mikilla vin- sælda. Láttu þvi ekkiþessa eldhressu plötu fara tamhjá þér. HLJOMOEILO mhKARNABÆR *Æw laugavegi 66 -*• Gl*sib* — Austmsi»*»i /. v Simi fré skiotibordi 85065 steioorhf Símar 85742 og 85055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.