Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA1— ÞJÓÐVILJINN'Fimmtudagiir 21. júlí 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttjr. Jlltstjórar: Árni B^rgmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson; Lúövik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. ' Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjðrnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Handrita- Og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkgyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prént. Prentun: Blaðaprent h.f. Viðmiðunin er 20 mills • Formlegar viðræður milli nýrrar ríkisstjórnar og Alusuisse hefjast í dag. Af blaðafréttum að dæma hafa samningamenn núverandi stjórnvalda þegar spilað úr höndum sér öllum þrýstingi á auðhringinn og eiga nú undir það högg að sækja að treysta á góðvild og umhyggjusemi Svisslendinga fyrir íslensk- um þjóðarhag. • í sama mund fjalla stjórnvöld nú um beiðni Landsvirkjunar, sem fer fram á að hækka heildsölu- verð raforku til almenningsveitna um 31%, en það myndi þýða um 23% hækkun raforkuverðs til reyk- vískra heimila. í forystugrein Tímans er fjallað um hækkun bensínskatts og áform opinberra fyrirtækja um hækkanir á gjaldskrám, og þar segir m.a.: „Hækkun bensínskattsins hefur þó ekki veruleg áhrif á verðbólguhraðann í samanburði við þær miklu hækkunarbeiðnir sem nú Iiggja fyrir frá ýmsum op- inberum fyrirtækj'um, eins og Landsvirkjun, Hita- veitu Reykjavíkur, Landssímanum og ýmsum fleirum. Ef allar þessar hækkunarkröfur næðu fram að ganga, myndi árið 1983 verða mesta skattahækk- unarár í þjóðarsögunni. AUt viðnám gegn verðbólgu væri þá fokið út í veður og vind.“ • Að því er tekur til Landsvirkjunar eru tengslin við álsamningana augljós. Á síðustu árum hefur Alu- suisse fengið í sinn hlut milli 50 og 60% af orkusölu Landsvirkjunar. Almenningsrafveiturnar í landinu hafa nú að undanförnu orðið að greiða fimmfalt hærra verð en Alusuisse. Verðmunurinn þarna á milli er 400% en ætti að öllu eðlilegu aðeins að vera 50%. Þetta þýðir að orkusalan til Alusuisse stendur ekki undir framkvæmdakostnaði Landsvirkjunar eða afborgunum lána. Þunganum af þessu er velt yfir á almenning í landinu með sífelldum hækkunum ork- uverðs. Þessu samhengi gera flestir landsmenn sér nú grein fyrir og munu þessvegna fylgjast grannt með álsamningunum. • Á stjórnarfundi Landsvirkjunar í sl. viku neitaði Jóhannes Nordal formaður að fallast á tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar um frestun á kröfu um 31% hækkun á gjaldskrá til almenningsrafveitna. Tillagan var rökstudd með þeim hætti að slík hækkun á raf- orku til almennings væri óverjandi meðan allt væri í óvissu um hvað fengist fyrir raforku til Alusuisse. í skýrslu sem Landsvirkjun hefur sjálf gefið út kemur fram að raforkuverðið til Alusuisse þyrfti að hækka úr 6.5 mills í 18-22 mills til þess að hefðist upp í framleiðslukostnað. Það er ljóst að næðist slík hækk- un fram þá þyrfti raforka til almennings ekki að hækka langt umfram almenna verðlagsþróun í landinu. • Nú vill svo til að Jóhannes Nordal er ekki aðeins formaður stjórnar Landsvirkjunar heldur einnig for- maður viðræðunefndar ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar í samningum við Álusuisse. Almenning- ur í landinu mun að sjálfsögðu fylgjast vel með því hvort hann verður eins grimmur í verðlagningu ork- unnar til Alusuisse eins og hann er fús til þess að hækka orkuverðið til almennings um tugi prósenta. • Tíminn krafðist þess í síðustu viku að fólkið í landinu fengi allar upplýsingar um gang álviðræðna. Sverrir Hermannsson segir hinsvegar að nóg sé talað og hefur lokað málið inn í nefnd hjá Jóhannesi Nor- dal og Seðlabankahirð hans. Fjölmiðlafréttir benda til þess að búið sé að ganga að þeirri kröfu Alusuisse að fallið verði frá alþjóðlegum gerðardómi, og engar opinberar kröfur eru uppi af íslands hálfu um orku- verð. Menn geta hinsvegar haft það til viðmiðunar að framleiðslukostnaðarverð á raforku í orkukerfinu eins og það er í dag mun vera um 20 mills. í ljósi þeirrar viðmiðunar verður árangurinn af samninga- viðræðum metinn. klippt Albert talar Við höfum í þessum pistlum vakið athygli á því, að Morgun- blaðið hefur breitt þykka þagnar- blæju yfir Albert Guðmundsson og margháttaðar yfirlýsingar hans að undanförnu. Einkum hefur blaðið verið harðlæst í sam- bandi við yfirlýsingar Alberts um niðurskurð á þeim sviðum sem heyra undir Ragnhildi Helga- dóttur menntamálaráðherra - hvort sem er til námsmanna eða menningarstofnana. Svarthöfði DV, sem er sá aðili í þjóðfélaginu sem mestar áhyggj- ur hefur af velferð Alberts, bregst með sérkennilegum hætti við þessari stöðu í fyrradag. Þar er málum svo lýst, að ríkisfjöl- miðlar séu alltaf að spyrja Albert sárasaklausan um hluti, sem falli undir menntamálaráðuneytið vegna þess, að þar sitji illa inn- rættir menn sem séu að fiska eftir ágreiningi innan ríkisstjórnarinn- ar! Eða eins og þar segir meðal annars: „Hinir undarlega tíðu spurningatímar, þar sem fjár- málaráðherra situr fyrir svörum, benda til þess að í gegnum hann telji ríkisfjölmiðlarnir mögulegt að koma einhverju af stað innan stjórnarinnar." Bakari og smiðir Hér er komið eitt af þessum frægu dæmum þar sem bakari er hengdur fyrir smið, munkurinn skammaður - en átt við sköllótta manninn, ráðist á Albaníu en Kína haft í huga. Ríkisfjölmið - larnir koma þessu máli nefnilega sáralítið við. Það er stjórnar- blaðið Tíminn sem hafði lofsam- lega forgöngu um að „koma ein- hverju af stað“ innan ríkisstjórn- arinnar með því að setjast við hlið Alberts og skrúfa frá hans skoðanakrana. Og ef Albert er að gefa stórorðar yfirlýsingar um mál, sem heyra undir aðra ráð- herra, við hvern annan er þá að sakast en Albert Guðmundsson sjálfan? En það má ekki segjast, því Al- bert er ginnhelgur maður í DV, að minnsta kosti hjá Svarthöfða. Og því er það ráð rekið, að kenna margfrægum laumukommum hjá útvarpi og sjónvarpi um lausmælgi karlsins og hugsan- legar afleiðingar hennar undir stjórnarsæng. Þó getur jafnvel Svarthöfði ekki stillt sig um að senda fjármálaráðherra ábend- ingu þegar hann segir um sölu ríkisfyrirtækja: „Það er því tími til kominn að fara rólega í sakirn- ar í orðræðum við fjölmiðla, enda er hið rétta, að mörg mál eru í athugun og ekkert verið ákveðið enn hvað verður selt og hvað ekki“. Sjónarspil En hér er Svarthöfði óvart far- inn að skjóta á nágranna sína á DV. Það eru fyrst og fremst þeir sem hafa haldið uppi ríkiseigna- sjónarspili Alberts með nær dag- legum spurningum í allar áttir til ráðherra og annarra ábyrgðar- manna um þessa hluti. Hitt getur svo vel verið, að Albert meini ekki nokkurn skapaðan hlut með því tali öllu saman. Eins víst að hann viti það fyrirfram, að þegar til sölu ríkiseigna kemur verða mörg ljón í vegi hjá samráðherr- um hans. En honum hefði samt með fjölmiðlaspili sínu tekist að koma því inn hjá sakleysingjum, að það var hann, Albert, sem vildi skera niður báknið. Það voru hinir sem ekki þorðu! Sonur minn Sverrir! En fleiri ráðherrar eru nú Sönnum íslendingum til armæðu en Albert og sú tímasprengja sem tifar milli hans og Ragnhildar Helgadóttur. Morgunblaðið hef- ur eins og kunnugt er óspart brigslað Framsóknarmönnum fyrir tilhneigingar til að selja sig Rússum fyrir baunadisk í SÍS- viðskiptum. En nú er „svikari" kominn í ljós í eigin herbúðum og er það Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra. Hann hefur meira að segja sagt við sovéska sendiherrann að „Morgunblaðið mótaði ekki stefnu íslensku ríkis- stjórnarinnar“ í viðskiptamálum og vill hann engu að síður skipta við Rússa en þeir í SÍS. Og mega Morgunblaðsmenn reyna á sér hlið fornkveðna að án er illt gengi nema heiman hafí. Við bíðum spenntir eftir því hvað leiðarinn og Staksteinar segja. - ÁB. avo mænr avarthofðí Svo mælir Svarthöfði bvo mælir Svarthöfð Þetta er þörf V taka gjarnan af ikarlö ög-ic -•> vj^^fOiat „ ielja elgl þetU eöa hltt og gtugíSM. efK,Ptj . e^a ít) • ‘ ' " “ ...... þeðto-j'Jl Pvi < dynu inn af löeuiöniuin vflr blööfé- lagF Ja» Lánstraust íslendinga i bví minnsta í V-Evrónu af þvl þarfaata, lem ■tjórn getur teklö iér fyrlr hcm' n fcaia fjuimiaiar íag ái Ragnor Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra: haga oröræðum itnum þan| ivo vlrölat aem litlö lamband lé mC fjérmálaráöuneytii og menntamól .Könnunin lítt marktæk" tll þeu, aö I gegnum hann teljl fJöhniölarntr mögulegt aö kom hverju af itaö „tnnan itjómi ar". » Ea þetta er dálítlll a 86 ipamaöantefna, iem tekl app i kjölfar þesi, aö viö vorf tapa efnahagilegu aJálfaUet ■tjómartima kommúnlita, ie hátt ikrtfaölr hjá riklafJölmK meöhöndlaölr meö andakt, á an betrl talamann Guðmundiaon, fjármálaré Hann mun ekkl hafa teklö mi gleöíbragöl vlö embættl fj ráöberra. En fynt hann er kominn, mun þjóöln njóta fæ vlö aö koma lagi á í Jármálin ■em aöstcöur leyfa. 8em fj ráöherra hlýtur hann aö ra ■em inerta önnur ráöuneytl. t J. þannlg lett, aö á mlðju þau flest, ef ekU öll, báln veltlngar itnar, og þurfa a um vtðbctur. Þaö gctur erfltt aö fá þeiaar vlðbafí fjármálaráöuneytlnu, vegni þar ittur maöur sem er aö ■[ þennan og þvilíka llöi þarf fyrlr- raöa, enda myndl þaö varp a tiðu legu IJófll forsjár á fjár rmála- hcrra. benda og slcorid Lánstraust Islendinga Nokkur hvellur hefur orðið í fjölmiðlum út af niðurstöðum könnunar á lánstrausti ríkja sem Institutional Investor hefur gert - komu þær upplýsingar í Frjálsri verslun fyrir skömmu. Banka- stjórar ýmsir voru spurðir og skipuðu þeir íslandi svo neðar- lega að aðeins tvær Evrópuþjóðir þótt óefnilegri lántakar - Portú- gal og Tyrkir. Alþýðublaðið spyr Ragnar Arnalds, fyrrum fjármálaráð- herra um þessa könnun í gær. Ragnar vill ekki taka mikið mark á henni vegna þess hvernig að henni sé staðið og minnir á að í könnun Institutional Investor hafí íslendingar jafnan lent mjög neðarlega. Síðan segir Ragnar: Önnur könnun „En það er til önnur könnun, sem gerð hefur verið á vegum Euromoney, sem er marktæk og ég kynnti niðurstöður einnar slíkrar á síðastliðnu ári. Niður- stöður hennar eru ekki byggðar á einkunnagjöf bankastjóra, held- ur á þeim lánakjörum sem við- komandi land nýtur á lánamörk- uðum heims. Þar kemur fram raunveruleg spegilmynd af láns- traustinu. Betri kjör endurspegla þar meira traust og öfugt. í þess- ari könnun hafa íslendingar jafn- an lent í efstu sætum; alltaf lent meðal tíu efstu þjóðanna, held ég megi segja af um 120 þjóðlöndum heims. Þessi könnun er satt að segja miklu marktækari, en sú sem nú er vitnað til um slakt lán- straust okkar íslendinga. Ég tel hana reyndar lítt marktæka." - ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.