Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Tívolí- st j órnín íslcndingar hafa löngum gefið ríkisstjórnum nöfn. Nýsköpun, Viðreisn, Stefanía - eru ágæt dæmi um hinn þjóðlega sið. Nafn- giftin festist í sessi og verður vitn- isburður um inntak ríkjandi stefnu. Oft réði tilviljun heitinu. Táknrænn atburður varð for- senda nafngiftar. Undanfarið hefur lítið mál varpað stóru ljósi á eðli hinnar nýju ríkisstjórnar. Fjármálaráð- herrann sleppti tengdasyni sínum og hamborgarasalanum við greiðslu á söluskatti. Á kosninga- fundi Alberts í Háskólabíó hafði Pétur í Aski gefið öllum viðstöddum hátt á annað þúsund hamborgara. Auðvitað taldi Al- bert sjálfsagt að borga til baka. Háskólabíó hafði verið troðfullt og hvað munaði ríkissjóð um vin- argreiða við Pétur. Tívolímálið sýndi að hjarta ráðherranna slær í þágu forstjóra ogfyrirtækja. Hjalið um „blessuð börnin“megnar ekki að hylja spillinguna. Almenningur sá í hendi sér táknmynd stjórnarinn- ar. Samningur ráðherrans og hamborgarasalans um ógreiddan söluskatt sýndi stjórnarfarið í hnotskurn. íslendingar hafa eign- ast sína Tívolí-stjórn. Tívolí á öllum sviðum í Tívolíum þeytast hlutir upp og niður á ægihraða. Gestum er boðið að snúast í hring. Skilning- arvit eru rugluð með alls kyns kúnstum. Speglasalir skopstæla veruleikann. Skotbakkar bjóða gylliboð á fölskum forsendum. Þar eru Parísarhjól fyrir franska konsúla og Rússíábanar fyrir fé- laga í Bilderberg. í tívolíum er öllu ranghvolft í von um aukinn gróða. Blekking- ar eru boðorð dagsins. Mótsagnir verða hlátursefni. Beinar brautir hvergi finnanlegar. í tívolíum er blekkingin forsenda rekstursins. Pví betri blekking, þeim mun meiri gróði. íslenska ríkisstjórnin hefur í ríkum mæli tileinkað sér þessa starfshætti. Samningur ráðherr- ans við hamborgarasalann í bak- dyrum fjármálaráðuneytisins endurspeglar hið daglega brauð á stjórnarheimilinu. Hillurnar eru fuliar af mótsögnum og blekk- ingum. Ólafur Ragnar Grímsson skrifar I skerðingartívolí er kaupið skorið til að bæta kjörin. Al- menningur fórnar, svo fyrirtækin græði. A hraðbraut hækkana fá forstjórarnir einir inngöngu en almenningur bíður fyrir utan og borgar brúsann. Mjólkin hækk- ar. Kjötið hækkar. Hitaveitan hækkar. Rafmagnið hækkar. Síminn hækkar. Sykurinn hækk- ar. Kaffið hækkar. Ávextir hækka. í rauninni hækkar allt nema fíkjur. Það er reyndar í stíl við ósköpin. Ráðherrarnir þurftu á blöðum fíkjunnar að halda. Svo er auðvitað ratsjártívolí þar sem ráðherrar rífast um hver hafi beðið um hvað, hvenær og hvernig. Speglasalir eru notaðir til að afskræma svo hagsmuni hernaðarveldisins að fólkið fyrir norðan og vestan veit vart hvar á sig stendur veðrið. í Tívolí Geirs og Steingríms er glæsilegri Rússíábani en í flestum öðrum. f honum rúlla ráðherr- arnir upp og niður á ægiferð. Rússneskar flugvélar - olíu- geymar í Helguvík, hrópar Geir og brunar niður beygjuna. Minnkum Sovétviðskipti, æpir Morgunblaðið örvita af hræðslu, en Sverrir stimir upp í móti og kallar fagnandi á meiri síldar- kaup.Á brautarbeygju birtist svo Halldór Ásgrímsson með Rússa- ráðherrann sjálfan upp á arminn. Albert veifar í ofsabræði efna- hagssamningnum vonda sem varð til þess að Berti og Eggert hlupu úr bílnum hjá Gunnari Thor. En núna nennir enginn að hugsa um það. Rússíábani nýju ríkisstjórnarinnar er svt> ægilega skemmtilegur. Tómasar- tívolí Tívolístællinn er í öllu og alls staðar í herbúðum stjórnarinnar. Framkvæmdastofnun og komm- issarakerfi var sérstök klessu- keyrslubraut, sem stuttbuxna- deild Sjálfstæðisflokksins ætlaði sér til skemmtunar. Friðrik Soph- usson var búinn að lofa salíbunu þegar haustar. Þá skyldi Tómasi hent út í Tívolítjörnina og Stofn- unin vonda sprautuð í bláum lit. En Framsókn hafði hugsað sér öðruvísi Tómasartívolí. Að vísu mætti henda tuskuboltum en eng- inn þeirra myndi hitta. Gamli kommissarakarlinn mundi áfram sitja í sínu sæti. Fyrir tveimur dögum var á þessum stað frá því skýrt, að mót- leikur Framsóknar í Tómasar- tívolíi ríkisstjórnarinnar væri að setja soninn Eirík til formennsku í sérstakri endurskoðunarnefnd gervalls stjórnarráðs og ríkis- stofnana. í krafti ólokinna nefnd- arstarfa gæti Tómas svo áfram setiö við Rauðarárstíg. Fulltrúar Framsóknar höfðu verið til- kynntir. íhaldinu voru afhent auð sæti. En Tómas krafðist þess að enn skemmtilegra Tívolí væri við sig kennt. í blekkingarsal stutt- buxnadeildarinnar yrði að vera nefnd á nefnd ofan. Tómas sjálf- ur fengi framtíð Stofnunarinnar í eigin hendur. I Tímanum í gær var tilkynnt að til viðbótar við Eiríks- nefndina góðu hefði Steingrímur stofnsett sérstaka Tómasar- nefnd með kommissarinn sjálfan í forsæti. Þar skyldi hann ásamt Helga Bergs, höfundi Fram- kvæmdastofnunar á sínum tíma, og fyrirgreiðslujálkinum Ólafi Þ. Þórðarsyni, ræða ljúft og létt um Stofnunina góðu. Líkt og áður var ekkert sagt um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Nefndirnar báðar, Eiríks og Tómasar, eru komnar til sögunn- ar og engar fréttir hafa borist af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Kannske finnst enginn þar á bæ, sem glaður lætur hafa sig að fífli í hinu sniðuga Tómasartívolíi stjórnarinnar. Friðrik Sophusson fullvissaði stuttbuxnadeildina að Tómas yrði rekinn úr musteri Stofnunar- innar strax í haust. En nú sitja Hánefsstaðafeðgar í tvcimur nefndum sem gulltryggja seturétt kommissarsins. Allt á haus Svona gerast hlutirnir hjá Tí- volístjórnum. Þar rekast hornin saman og allt er á haus. Rangt verður rétt og hið rétta bara grín. Blekkingarbullið birtist í fjöl- miðlunum á degi hverjum. Al- menningur horfir undrandi á ósköpin. „Sterka stjórnin“ hefur á skömmum tíma breyst í for- kostulegan Tívolígarð. Ráðherr- arnir hafa eignast sína táknmynd. Tívolístjórnin sér um fjörið á Fróni. Ljóðrœnn þungi Aldís Baldvinsdóttir og Kristján Franklín leika tvö stærstu hlutverkin í kaflanum úr „Blóðbrullaupi“. Stúdentaleikhúsið sýnir KARLINN BLAKKUR, TUNGLIÐ RAUTT dagskrá úr verkum Garcia Lorca. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Federico Garcia Lorca hefur ort fegurst og skrifað best leikrit á Spáni á þessari öld. íslendingar kynntust honum fyrst í hcillandi og seiðmagnaðri Vögguþulu úr Blóðbrullaupi, sem Magnús Ás- geirsson þýddi af tærri snilld og vakti unað margri Ijóðelskri sál. Síðan var leikritið allt flutt í Þjóðleikhúsi í þýðingu Hannesar Sigfússonar og seinna var Hús Bernördu Alba sýnt í Iðnó. Og nú hefur hópur á vegum Stúdenta- leikshúss tekið sig til og búið til dag- skrá úr Ijóðum, söngvum og Sverrir Hólmarsson skrifar um leikhús leikritsbrotum, sem gefur okkur skemmtilega svipmynd af verki þessa töfrandi skálds. Sýnd eru atriði úr tveimur leikritum. Fyrst úr Yermu, sem aldrei hefur verið sýnd á íslandi, en Karl Guðmundson hefur nú þýtt af áhuga og alúð. Yerma er harm- leikur um óbyrju sem er bundin viðjum strangra þjóðfélagsreglna sem gera stöðu hennar óþolandi en bjóða ekki uppá neina kosti til úr- bóta. Hér er á ferðinni það yrkis- efni sem Garcia Lorca var hug- stæðast, átök milli eðlis og ástríðu annars vegar og kúgunar og félags- legrar þvingunar hins vegar. Þetta stutta atriði var skemmtilega flutt og Ragnheiður Arnardóttir var aðsópsmikil í hlutverki Yermu. Þýðing Karls lét vel í eyrum og er hér með skorað á leikhús landsins að taka hana til sýningar. Atriðið úr Blóðbrullaupi þótti mér ekki takast eins vel, en þar held ég að tekstinn hafi skapað á- kveðin vandamál. Blóðbrullaup er ljóðrænast af leikritum Lorca og Hannes Sigfússon hefur þýtt það á afskaplega hástemmda íslensku. Þetta er vönduð þýðing og hljómar oft vel, en hún er líka uppskrúfuð um of, reynir of mikið á sig, en það hygg ég mjög andstætt stfl Lorca. Þessi ljóðræni þungi kæfir næstum því dramatíkina og atriðið ber ol: mikinn keim af ljóðalestri. Það er hressilegur og fallegui hópur sem ber þessa sýningu uppi. bæði í leik og söng. Frábær var flutningur Kristínar Ólafsdóttur og Valgeirs Skagfjörð á baráttusöngn- um um hanana tvo sem þau endur- fluttu í sýningarlok við mikla hrifn- ingu. Sverrir Hólmarsson Námsstyrkir til Vestf irðinga Eins og undanfarin ár verða veittir styrkir til vestfirskra ung- menna úr „Menningarsjóði vest- firskrar æsku“, til framhaldsnáms, sem þau ekki geta stundað í heima- byggðinni. Forgang hafa: L Ungmenni, sem misst hafa fyrirvinnu sína, föður eða móður. 2. Konur, meðan ekki er fullt jafnrétti í launum. 3. Vestfirðingar, sem búsettir eru á Vestfjörðum. Vestfirðir eru allt félagssvæði Vestfirðingafélagsins í Reykjavík, (ísafjörður, ísafjarðarsýslur, Standa- og Barðastrandarsýsla). Umsóknir skal senda Sigríði Valdimarsdóttur, Hranfseyri við Arnarfjörð, pr. Bfldudalur. Þurfa þær að berast fyrir lok júlí og skal vottorð fylgja frá skólastjóra eða öðrum, sem þekkir viðkomandi, efnahag hans og aðstæður. ___________________- mhg 415 miljóna lán 1 USA I gær var undirritaður í New York samningur um lán til íslenska ríkisins að fjárhæð 15 miljónir bandaríkjadollara sem er jafnvirði sem næst 415 miljóna ísl. króna. Lánið er í formi skuldabréfaút- gáfu og hafa bréfin verið seld beint til nokkurra lífeyrissjóða og trygg- ingafélaga í Bandaríkjunum. Lánið er veitt til tæpra 10 ára, en er afborgunarlaust fyrstu fimm ár- in. Vextir eru 12,85% að meðal- tali. Lánsféð mun renna til opinberra framkvæmda í samræmi við gild- andi lánsfjárlög. Lánssamninginn undirritaði Sig- urgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóri í Seðlabanka íslands, en Seðlabankinn annaðist undirbún- ing lántökunnar. Ferðir á Horn- strandir í sumar mun Djúpbáturinn á ísa- fírði halda uppi ferðum á Horn- strandir svo sem verið hcfur undanfarin ár. Út hefur verið gefin áætlun, sem sýnir á töfiu ferðir þær, sem fara á og tíma þann, sem ráðgert er að vera á hinum ýmsu viðkomustöðum bátsins. Nú þegar er orðið ljóst að þessi áætlun mun riðlast eilítið og hafa upplýsingar um það verið sendar þeim aðilum, sem selja ferðir báts- ins. Breytingar þær, sem um er að ræða, snerta lítt fyrr auglýsta brott- farartíma bátsins frá ísafirði, held- ur fremur viðkomustaði og tíma þar. Bókun og sölu í ferðir bátsins annast Ferðaskrifstofa Vestfjarða á ísafirði og aðrar almennar ferða- skrifstofur. húsbysgjendur ylurinn er iftsóður Afgreiðum einangrunarplast a Stor-Reykjavikursvcðið frá mánudegi — föstudags Afhendum vöruna á byggingarstað. viöskiptamonnum að kostnaðar lausu. Hagkvzmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Borgarplast "hf kvoidof Mlf miw rm nm () 7111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.