Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimnitudagur 21. júlí 1983 Bandarísk herskip á vettvang: Stríð gegn Nicaragua virðist vofa yfir Jean Kirkpatrick sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hefur í ræðu hvatt almenning í Nicaragua til að rísa upp gegn vinstristjórn Sandinista og steypa henni. Jafn- framt þessu hafa Bandaríkjamenn sent átta herskip til stranda Mið-Ameríku og bandarísk stórblöð hafa birt áform leyniþjónustunnar CIA um að stórefla þann her andstæð- inga Sandinista, sem hefur bækistöðvar í Honduras. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu á dögunum lúta áform CIA að því, að stórefla stuðninginn við þjóðvarðliða einræðisherrans Somoza og aðra andstæðinga Sandinista svo að þeir geti komið sér upp 12-15 þúsund manna her til innrásar í landið. Gagnbyltingar- menn hafa aðsetur í Honduras sem fyrr segir, en stjórn þess lands hef- ur tekið að sér að gerast erindreki og framkvæmdaraðili fyrir þeirri stefnu Reagans í Mið-Ameríku sem hann kallar að „hrinda eigi á - rás kommúnista“.Honduras hefur um 16 þúsund manna her á að skipa, sem er mjög vel búinn nýj- um bandarískum vopnum. Friðartilboð Fréttamenn hafa undanfarna daga og vikur verið að spá stríði milli Honduras og Nicaragua, sem gagnbyltingarherinn mun að sjálf- sögðu taka þátt í. Ortega, utanrík- isráðherra Nicaragua, lagði það til í ræðu, sem hann hélt í fyrradag í tilefni fjögurra ára afmælis bylting- arinnar gegn Somoza, að Hondur- as og Nicaragua gerðu með sér griðasáttmála með tilstilli þeirra fjögurra ríkja sem hafa reynt að finna pólitískar lausnir á átökum í Mið-Ameríku - Venesúelu, Kol- umbíu, Panama og Mexíkó. Ekkert lært En þau tíðindi sem áður voru rakin benda ekki til þess að samn- ingaleiðir verði farnar. Bandaríska þingið mun að vísu hafa samþykkt í fyrra lög sem banna að veittur sé stuðningur til að steypa stjórn Sandinista, og til þessa hefur form- úlan verið sú hjá Reaganstjórn- inni, að það sé reynandi að þjarma að henni til að fá hana til að breyta um stefnu. En nú sýnist ódulbúin íhlutunarpólitík í ætt við fallbyssu- bátastefnu breska heimsveldisins áður fyrr vera í uppsiglingu. Til viðbótar við það sem fyrr var nefnt skipaði Reagan forseti á dögunum sérstaka nefnd undir forsæti Henry Kissingers sem á að finna nýjar leiðir til að „hrinda árás kommún- ista“ í Mið-Ameríku. Ekki alls fyrir iöngu birti þýska vikuritið Spiegel viðtal við Wayne Smith, bandarískan stjórnarerind- reka sem um alllangt skeið gætti hagsmuna lands síns á Kúbu. Hann hefur nú sagt af sér vegna þeirrar stefnu sem Reaganstjórnin hefur fylgt í málefnum Mið-Ameríku, en þá stefnu telur Smith skaðlega og háskalega Bandaríkjunum sjálf- um. Stjórnin geri, segir Smith allt til að hrekja Nicaragua inn í hina sovésku blökk - í stað þess að byggja á tiltölulega góðum sam- skiptum Vestur-Evrópu við Sand- inista og svo við vinstrifylkinguna í E1 Salvador til að„koma af stað diplómatískri þróun“. ' Rökrétt framhald Reaganstjórnin er órafjarri slík- um möguleikum. Stefna hennar fylgir þeirri línu sem fyrrnefnd Je- an Kirkpatrick lagði um það leyti Andstæðingar Sandinista í þjálfun í Florida í Bandaríkjunum. CIA ætlar að stórauka styrk til þeirra. Stjórn Nicaragua getur boðið út fjölmennum alþýðuher. sem Reagan tók við. Hún er fólgin í því, að „marxistastjórnir" séu óal- andi og óferjandi og réttlætanlegt að styðja við bakið á „hefðbundn- um harðstjórnum" til að koma í veg fyrir vinstriþróun. Rökrétt framhald af þeirri kenningu er stríð gegn Nicaragua, sem væntanlega verður sviðsett sem stríð milli þess lands og Honduras - meðan banda- rísk herskip loka öllum aðflutn- ingsleiðum undir því yfirskini að koma eigi í veg fyrir afskipti annar- legra afla. Nicaragua og Honduras hafa að vísu háð fjórar styrjaldir sín í milli á árum áður. En sú saga er ekki á dagskrá núna, heldur það, að eins og Carlos Bueso, foringi lítils stjórnarandstöðuflokks í Hondur- as, Kristilegra demókrata, kemst að orði, þá hefur stjórn lands hans játast undir þá stefnu Reagans að steypa stjórn Nicaragua. ÁB Horfði á prinsessu og missti FRIDARGANGA ’83 laugardaginn 6. ágúst____________ Skráið ykkur strax á skrifstofu SHA (opið alla daga eftir hádegi) Símar: 1 79 66 (sjálfvirkur símsvari utan opnunartíma skrifstofu) og 2 92 12 a Herstöðin á Keflavíkurflugvelli kl. 8.30 í Saudi-Arabíu hafa menn átt í sérstæðum erfiðleikum - valds- menn vilja annarsvegar fylgja sem ýtarlegast fyrirmælum helgrar bókar, Kóransins, um refsingar og annað þesslegt - hinsvegar vilja þeir forðast það að verða fyrir harkalegum árásum fyrir miðalda- grimmd og villimennsku. Af þessu er nýleg saga og sér- stæð. Þýskum verkfræðingi, sem starfaði í Saudi-Arabíu, varð það á að lyfta andlitsblæju af prinsessu einni göfugri. Hann var handtek- inn fyrir þetta ódæði og samkvæmt lögum hlaut hann að missa hönd sína sem hver annar þjófur þar í landi. Verkfræðingurinn missti að - sönnu hönd sína. En hún var tekin af honum með skurðaðgerð. Síðan var höndin fryst og send með verk- fræðingnum hið snarasta flugleiðis úr landi - í þeirri von kannski að takast mætti að græða á hann hönd- ina aftur. Skemmst er þess að minnast, að ekki alls fyrir löngu var maður einn hálshöggvinn fyrir að giftast prins- essu í óleyfi. Saudi-Arabar fóru síðan í mikið diplómatastríð út af breskri sjónvarpskvikmynd um þetta mál - reyndu þeir hvað þeir gátu til að koma í veg fyrir að myndin yrði sýnd. (Panorama)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.