Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.07.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. júlí 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins: gljúfrin í þjóðgarðinum við Jökulsá á Fjöllum: Hljóðakletta, Hólmatungur og Ásbyrgi. Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlí og er miðað við sameiginlega brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verða'frá öllum þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og fjöldasöng. Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en ■ á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leiö. Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað. Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri. Umboðsmennferðarinnáreru: Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s. 71406. Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og 5519. Hofsós: Gísli Kristjánsson s. 6341. Varmahlíð: Ragnar Arnalds s. 6128. Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310. Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, ElísabetBjarnadóttirs. 1435. Þátttaka er öllum heimil Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Sumarferð Alþýðubandalagsins á Austurlandi 23. júlí Eins dags gönguferð frá Oddsdal í Norðfirði um Grákoll til Viðfjarðar (15-20 km). Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Nauðsynlegur útbúnaður: Góðir gönguskór, hlífðarföt og nesti fyrir daginn. Gisting: Aðkomufólk sem óskar eftir gistingu þarf að panta hana með fyrirvara í Hótel Egilsbúð, Neskaupstað, simi 7321. Ef óskað er eftir svefnpokaplássi þá tilkynnið það við skráningu. Tjald- stæði er yst í Neskaupstað. Þátttaka tilkynnist (m.a. vegna bátsferðar) til einhvers eftirtalinna eigi síðar en 18. júlí: Einar Þórarinsson í síma 7606 eða Valur Þórarinsson í síma 7690 Nes- kaupstað. Margrét Oskarsdóttir í síma 6299 Eskifirði. Jóhanna Þóroddsdóttir í síma 4134 Reyðarfirði. Anna Þóra Pétursdóttir í síma 5283 Fáskrúðsfirði. Jóhanna lllugadóttir í síma 1622 Egilsstöðum. Ferðaáætlun: Þátttakendur koma í bílum (einkabílum eða rútum, ef á þarf að halda) að brúnni á þjóðvegi innarlega á Oddsdal. Frá Neskaupstað verður lagt af stað frá Egilsbúð kl. 8:30. Lagt af stað í göngu frá þjóðvegi kl. 9 stundvíslega. Áö á völdum stöðum á leiðinni til Viðfjarðar og eftir dvöl þar siglt með bátum til Neskaupstaðar um kvöldið, þaðan sem menn fá ferð til að nálgast einkabíla sína á Oddsdal, Ábending um landabréf: Uppdráttur íslands, blað 114 „Gerpir". Öllum heimil þátttaka - Alþýðubandalagið. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Rangárþingi verður haldinn fimmtudaginn 21. júlí kl. 21.00 að Geitasandi 3 Hellu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hveragerði SUMARFERÐALAG Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis fer sína árlegu sumarferð 12.-14. ágúst n.k. i samstarfi við nágrannafélög sín á Suðurlandi. Að þessu sinni verður farið um Húnavatnssýslu. Gist verður tvær nætur á Hvammstanga í svefnpoka- plássi ásamt góðum samkomusal. Laugardaginn 13. ágúst verður ekið fyrir Vatnsnes og síðan hringveginn um Vatnsdal. Á þessum leiðum eru margir áhugaverðir staðir, hvort heldur sem um er að ræða að ganga á fjörur í fyrirfram pöntuðu sólskini, eða þá að skoða Hvítserk eða telja Vatnsdalshóla svo eitthvað sé nefnt. Farið verður frá Hveragerði föstudaginn 12. ágúst klukkan 3 e.h. Fararstjóri verður Halldór Höskuldsson. Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til eftirtalinna: Hveragerði: Ingibjörg sími 4259 Guðrún sími 4518 Sigurður sími 4332 Selfoss: Kolbrún sími 1714 Vestmannaeyjar: Ragnar sími 1177 Þetta fólk gefur allar frekari upplýsingar. Þægileg og ódýr ferð fyrir fólk á öllum aldri. Allir velkomnir. Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis Sýslufundur A-Skaftfellinga: Móta þarf markvissa stefnu Á aðalfundi sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu, sem hald- inn var fyrir nokkru, voru eftirfar- andi ályktanir samþykktar: Umhverfis- og ferðamál Fundurinn...„fagnar þeim áföngum, sem náðst hafa fyrir for- göngu opinberra aðila og lúta að vissum þáttum í stjórnun umhverfis- og ferðamála. Jafn- framt er bent á þörf fyrir mótun markvissrar stefnu í málum þess- um. Augljóst er óhagræði það, sem felst í núverandi fyrirkomulagi, þar sem þessi mál heyra undir 4 ráðu- neyti. Sú áníðsla á viðkvæma nátt- úru landsins, sem hömlulítið hefur viðgengist, veldur ugg og mun leiða til óbætanlegs skaða, verði ekki nú þegar að gert“. Orkumál Fundurinn....„lýsir áhyggjum sínum vegna hins háa raforku- , verðs, sem landsbyggðin býr við. - Fundurinn skorar á iðnaðarráð- herra að beita sér fyrir aukinni jöfnun á raforkuverði í landinu en hið misháa orkuverð, sem nú er í Aðstoð við bændur á svæðum Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur samþykkt að mæla með tii- lögum harðærisnefndar um skipt- ingu landsins í svæði, er fái mis- munandi fjárhagsfyrirgreiðslu vegna harðindanna í ár. Harðærisnefndin skipti landinu í 3 meginsvæði eftir innistöðutíma búfjár. Svæði A, þarsem innistaða er ekki svo teljandi sé lengri en í meðal ári, svæði B þar sem inni- staða er allt að mánuði lengri en í meðalári og svæði C þar sem inni- staða er mánuði lengri eða meira en í meðalári. Harðærisinefnd lagði til að Bjargráðasjóður úthlutaði 65% af 15 milj. kr, framlagi ríkissjóðs til bænda í þeim sveitarfélögum, sem harðindin sl. vor leiddu af sér mest- an fóðurkostnað. Lagði nefndin til að greiddar verði kr. 26 á hverja sauðfjáreiningu í nautgripum en kr. 48,10 á hverja einingu í sauðfé. Framleiðsluráð samþykkti og að greiða úr Kjarnfóðursjóði nú þegar 15 kr. á hverja sauðfjáreiningu á svæðunum B og C, samkvæmt skil- greiningu harðærisnefndar á hug- takinu sauðfjáreining. Þá féllst Framleiðsluráð og á til- lögu landbúnaðarráðherra um að 15 milj, kr. framlag ríkissjóðs komi til tímabundins frádráttar á verði kjarnfóðurs við gerð verlagsgrund- vallar í haust, skv. mati Hagstofu íslands og Sexmanna-nefndar, enda verði samkomulag í Sexmanna-nefnd um kjarnfóður- magn grundvallarins. Harðærisnefnd telur að aukinn fóðurkostnaður á svæði B hafi numið 70 kr. á hverja sauðfjár- einingu en á svæði C 150 kr. á sauðfj áreininguna. Sauðfj áreining er ein veturgömul kind eða eldri, mjólkurkýrin er 8 sauðfjáreining- ar, geldneyti og kelfdar kvígur 6,4 og kálfar 2 einingar. A-svæðið er frá Skarðsheiði í Borgarfirði suður og austur um land að og með Breiðdalshreppi. - mhg DJOOVIUINN blaðið semvitnaðerí gildi, mun leiða til stórfelldrar byggðaröskunar, ef ekki verður að gert“. Minningargjöf „í tilefni af vígslu Elli- og hjúkr- unarheimilis Austur-Skaftafells- sýslu hefur sýslunefnd ákveðið að hafa forgöngu um gerð málverks af Kjartani heitnum Árnasyni, hér- aðslækni, er yrði fundinn staður í húsakynnum heimilisins. Vill sýslunefnd með þessum hætti votta þakklæti sitt fyrir hans óvenju miklu og heilladrjúgu störf um langt árabil". - mhg Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 UTBOÐ Tilboð óskast í jarðvinnu vegna gervigrasvajlar á velli 3 s.k. Hallarflöt norðan Laugardalshallar á íþróttaleikvangi Reykjavíkur í Laugardal. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. júlí 1983 kl. 14 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 M ÚTBOÐ fp Tilboð óskast í skyggnimagnara fyrir Borgarspítalann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. sept. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Laust starf Samtök um kvennaathvarf óska eftir starfsmanni á skrifstofu Samtak- anna 3 klukkustundir á dag. Upplýsingar í síma 21204. Umsóknir sendist í Pósthólf 405, 121 Reykjavík fyrir 27. júlí. Verkamanna- félagið Dagsbrún Vegna útfarar Eðvarðs Sigurðssonar fyrrverandi formanns Dagsbrúnar verður skrifstofum okkar lokað föstudaginn 22. júlí 1983. Verkamannafélagið Dagsbrún Útför mannsins míns og bróður okkar Eðvarðs Sigurðssonar fyrrverandi formanns Verkamannafélagsins Dagsbrúnarfer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. júlí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á sjóð sem ASÍ hefur ákveðið að stofna í minningu hins látna. Guðrún Þorbjörg Bjarnadóttir og systur hins látna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.